Vísir


Vísir - 09.03.1974, Qupperneq 7

Vísir - 09.03.1974, Qupperneq 7
Visir. Laugardagur 9. marz 1974. 7 MYNDLIST eftir Elísabetu Gunnarsdóttur okkur er nærtækara aö mála með hörðum, köldum litum. Veriö gæti að það séu einmitt þessir sólbökuðu litir sem draga menn að sér nú i kuldanep.junni. Fleira hlýtur þó að koma til þvi hér starfar allnokkur hópur málara sem vinna i svipuðum dúr og Baltasar, beita litum á annan hátt, en njóta likt og hann almennra vinsælda. Mér finnst að lita megi á vinsældir þessara málara sem hliöstæðu við vinsældir sjóferða- og smala- mennskusagna i bókmenntum og kábojmynda i kvikmyndum. Æsandi lýsingar á hrakningum og mannraunum eru freistandi undankomuleið frá tilbreytingarlausu amstri hvers dagslifsins. Borgarbúann dreymir um fjallavindinn sem leikur i faxi hestsins, og draum- urinn veitir stundarhvild frá ómanneskjulegu og ófullnægj- andi umhverfinu. Prinsinn þá og nú — Helgi Tómasson með gjöf Þjóöleikhússins. horni”. I lok ræðu sinnar færði þjóðleikhússtjóri Helga blóma- körfuogsagðiaðef hannleitaði vel mundi hann finna i henni myndir af Helga i fyrsta hlut- verki sinu: prinsinn i ballet- inum Dimmalimm”. Enginn vissi þá nema kannski þú sjálfur og örfáir aðrir, að seinna ættir þú eftir að verða prinsinn i sjálfu ævintýrinu”. Leikhús- gestir hylltu Helga og dansflokkinn lengi og innilega að lokum. Ljúft er að lóta sig dreyma mér finnist. þessi sýning neitt sérlega spennandi, þótt ég efist ekki um þá alvöru sem að baki liggur, og Snorri Sveinn vinnur verk sitt af mikilli kunnáttu og leikni. Og svo önnur sýning sé tekin til samanburðar, þá á þessi sýning ekkert skylt við það akureyrska fálm sem fyllti sali Norræna hússins nú fyrir nokkr- um vikum. Eitthvað fyrir alla A Klambratúni sýnir Baltasar 57 málverk og spyr ekki margs um heimspekileg vandamál hreyfingarinnar. Þar hlaupa hestar, ár streyma og vindurinn blæs. Höfundurinn sagði i blaðaviðtali að hann vildi sýna allt, enda er þarna „eitthvað fyrir alla” eins og það heitir á auglýsingamáli. Þessir allir sem til er höfðað virðast lika vera yfir sig hrifnir, þvi þarna er það er hugur þeirra girnist —■ stórbrotið landslag, stór- brotnir hestar, stórbrotin kross- festing. Baltasar er fær teiknari, eins og bezt kemur fram i mörgum myndskreytinga hans t.d. i Les- bók Morgunblaðsins og viðar. Eftirminnilegast á þvi sviði finnst mér framlag hans til bók- arinnar Siðasta skip suður, sem hann gerði ásamtJökli Jakobs- syni um Flatey á Breiðafirði. Þessi sama leikni i teiknun kemur einnig fram i málverk- um hans á sýningunni. Þar vekur litameðferð hans lika strax athygli. Litirnir eru heitir og mjúkir — suðrænir væri ís- lendingum tamt að segja, þvi þeirra Marcel Duchamps og Kasimir Malevich frá þvi skömmu eftir aldamótin og reyndar ótal fleiri. Verkefnið hefur þvi verið lagt fyrir, og varla fara menn að efast um að þessi spurning heimspekinnar, eðlisfræðinnar, myndlistarinn- ar og allra hinna sé ekki verðug viðfangs. Dómur manna um sýningu Snorra Sveins hlýtur þvi að byggjast á þvi hvort hann hafi með myndum þessum lagt eitt- hvað af mörkum til þessarar starfsemi. Ekki get ég sagt að Baltasar málari á sýningu sinni á Kjarvalsstööum sem lýkur á morgun. 1 Norræna húsinu stendur nú yfir sýning á 35 kolmyndum eftir Snorra Svein Friðriksson. Ég minnist þess ekki að hafa séð hér áður heila sýningu á kol- teikningum. Þetta samræmi i efni gefur sýningu Snorra Sveins heilsteyptan svip, eink- um þegar þar við bætist aö myndirnar eru allar byggðar á sama temanu. Hér er um aö ræöa athugun á eðli hreyfingar. Hver mynd sýnir ákveðna hliö á þessu fyrirbæri og sýningin myndar þvi eina samfellda heild. Um verkefni sitt segir Snorri Sveinn i sýningarskrá: ,,Hinn snertanlegi heimur er hreyfing, ekki safn af hlutum sem hreyf- ast, heldur hreyfing i sjálfu sér. Það eru engir hlutir á hreyfingu, hreyfingin skapar hlutina eins og þeir birtast okkur — þeir eru ekkert nema hreyfing.” Myndlistarmenn hafa lengi glfmt við að leysa vandamál hreyfingarinnar (eða timans) — og á þetta jafnt við um hlut- bundna sem óhlutbundna list. Má i þvi sambandi benda á verk cTVIenningarmál Prinsinn í œvintýrinu Fyrst man ég eftir Helga Tómassyni 1952 á æfingum fyrir nemendasýningu Balletskóla Þjóðleikhússins, er hann og Anna Brandsdóttir dönsuðu Barnadansinn úr Elverhöj við tónlist eftir Kuhlau. Þau voru litil, en svo dugleg og ákveðin á svipinn að allir heilluðust af þeim. Seinna dönsuðu þau aðal- hlutverkin i balletinum Dimma- limm eftir Erik Bidsted, sem hann samdi cftir sögu „Muggs”. Og enn heillar Helgi áhorf- endur sina i Þjóðleikhúsinu ekki bara með sinu fallega brosi og framkomu, heldur miklu frekar þeirri miklu tækni sem hann hefur öðlast á þeim 24 árum, sem hann hefur gefið dans- listinni allan sinn tima. Hann hefur farið sýningarferðir hringinn i kringum hnöttinn meb Joffresballet og Harkness- ballet, sem dansari og siðar sólóisti, og er sólódansari hjá New York City ballet siðan 1970. Hann tók þátt i fyrstu heims- keppni i listdansi i Moskvu 1969 og hlaut silfurverðlaun eins og kunnugt er. Hann er heiðurs- borgari i New Orleans. Er hann nú talinn einn af 3 beztu karl- dönsurum heims. Það er ekki nema von að við séum stolt af honum hér heima i fámenninu og fögnum þvi að hann er kominn hingað með friðu föruneyti og leyfir okkur að njóta þess að sjá með eigin augum það sem allur heimur þráir: Fegurðina. Mótdansari Helga er Kay Mazzo, sem einnig er meðal fremstu listdansara heims. 1962 byrjaði hún hjá New York City Ballet og hefur verið þar sóló- dansari siðan 1965. Hún hefur hlotið margs konar viðurkenn- ingar fyrir list sina m.a. Madomiselle Merit Award 1970. Auk þeirra komu 9 dansarar úr flokknum allt mjög góðir dansarar, eins og við var að búast frá einum bezta dans- flokki heims. Kóreógrafar sýningarinnar eru Georg Balanchine, Jerome Robbins og John Clifford. Fyrst á sýning- unni komu allir dansararnir fram i Tilbrigði (úr Don Sebastian) eftir Balanchine, tónlist Gaetano Donizetti. LEIKHUS I eftir Lilju Hallgrímsdóttur Undirleik á pianó annaðist Carl Billich, en tónlist var flutt af segulbandi við hin verkin. Þegar Jerome Robbins kom hingað fyrir allmörgum árum, sýndi flokkur hans Siðdegi skógarpúkans tónlist Claude Debussy og var það eftirminni- legasti dansinn i þeirri sýningu. Gaman var að sjá hann aftur með Helga og Mazzo. Þetta Pas de Deux eftir Robins er einkar fallegt og ljóðrænt. Fanatasiur eftir John Clifford, einn af helztu dönsurum New York City Ballet, við tónlist A.V. Williams er skemmtilega saminn nýklassiskur ballet, frum- sýndur 1969. Þeir fjórir dansarar sem dönsuðu hann á miðvikudagskvöldið komu dramatiskri stemningu hans vel til skila og sýndu frábæran dans. 1 Agon eftir Balanchine tónlist Stravinsky, er sérlega skemmtilegt Pas de Trois (þrir dansarar) og Pas de Deux (tveir dansarar). Agon er verk sem er gert með hliðsjón af dæmum i franskri-dansa-hand- bók frá miðbiki 17. aldar, nútimaleg gömul spor þar sem jafnvel hirðfiflinu gamla brá fyrir. Siðast á dagskránni var Pas de Deux, tónlist eftir Tchaikovsky, höfundur Georg Balanchine. Hljómlistin við þennan ballet var upphaflega ætluð i þriðja þátt Svanavatnsins. Hins vegar lá handritiðóaðgætt i Tchaikovsky safninu i Klin, uns þar fannst á vegum Tchaikovsky stofnunar- innar f New York, segir i leik- skrá. Þetta Pas de Deux hefur ekki sést hér áður en tónlistin lætur kunnuglega i eyrum. Mér fannst þau Helgi og Kay Mazzo njóta sin best i þessu verki og sýndu þar þá frábæru list, sem þau hafa yfir að ráða. 1 lok sýningarinnar kom Sveinn Einarsson þjóðleikhús- stjóri fram á sviðið og bauð gestina velkomna og þakkaði sýninguna fyrir hönd leik- hússins og leikhúsgesta. Siðan ávarpaði hann Helga sérstak- lega og sagði m.a. að það hefði verið sér og fleirum ánægjuefni aö Helgi væri ekki búinn að gleyma okkur hér heima og hefði spurt i blaðaviðtali hvernig balletinum hér vegnaði. „Jú takk, við er- um að reyna” sagði Sveinn og ennfremur: „Hér er ný- stofnaður islenzkur dans- flokkur” og „Þætti okkur gott að eiga þig seinna að sem hauk i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.