Vísir - 09.03.1974, Síða 20
Laugardagur 9. marz 1974.
Enn óánregja
hjá starfs-
fólki Pósts
og síma
Enn cr rikjandi mikil óánægja
hjá nokkrum starfsmönnum
Pósts og sima vegna hinnar
svokölluðu 50 minútna regiu, þ.e.
að 50 minútna vinna um nótt og
svo um helgi verði að klukku-
stund.
1 frétt i Visi fyrir skömmu var
sagt frá þvi, að þessi réttindi
heföu verið tekin af starfsstúlkum
sem höfðu áður unnið i mörg ár
hjá Pósti og sima, en aö sögn
Agústs Geirssonar þar, hafa þær
þó náð þessum réttindum aftur.
Fengu allmargar leiðréttingu á
þessu, og var sú ákvörðun tekin af
póst- og simamálaráöherra og
stofnuninni. Enn er þó töluverður
fjöldi starfsmanna, sem ekki
hefur fengið neitt að gert i
málinu, og hafa t.d. starfsmenn i
Gufunesi og við talsamband við
útlönd sent fjármálaráðherra
bréf um málið.
Þá skal þess getið, að starfs-
menn Pósts og sima sendu frá sér
kröfugerð um sérsamninga fyrir
rúmum mánuði, ,,en allt of litið
hefur verið gert, og ekkert hefur
verið rætt við okkur af hálfu
samninganefndar rikisins”, sagði
Agúst. „Það hefur ekkert verið
rætt við okkur út af samningun-
um, og við erum ákaflega óhress-
ir yfir þvi. Málið á sjálfkrafa að
ganga til kjaradóms l.mai, og þvi
styttist timinn.” — EA
Er pundið
að
hœkka?
Er pundið að hækka? Að
þcssu spyrja sumir, sem hafa
séð gengið á pundinu hækka á
nokkrum dögum úr 190
krónum i 200,80 krónur.
Við spurðum Sigurð örn
Einarsson, skrifstofustjóra i
Seðlabankanum, þessarar
spurningar.
,,Ég vil nú helzt engu spá
um þetta”, sagði Sigurður.
„En trú manna á pundið
hlýtur að styrkjast, ef
verkföllin i Englandi fara að
leysast og allt að færast i samt
lag aftur. Okkar gengis-
skráningar fara fyrst og
fremst eftir tölum erlendis
frá, svo það er aldrei að vita
um áframhaldandi þróun fyrr
en næstu tölur koma.” —óH
■ *;
■■
.
. g
4 ÆJ
Milljónaskipið Guðmundur RE iosar loðnu i Reykjavikurhöfn.
Mynd-BG
Tekiuháir hásetar á afíaskiaum
Guðmundur RE er
aflahæsta loðnuskipið
núna, hefur alls veitt
11.000 tonn.
Núna er kilóið af
loðnunni til bræðslu
selt til verksmiðja á
3,00 kr. og hefur lækkað
um helming frá þvi i
janúar.
Hlutur háseta á aflaskipi eins
og Guðmundi er greinilega tals-
verthár. Hver háseti mun fá 2%
af brúttó fjárhæð fyrir afla.
Þannig gefa 1000 tonn af sér
þrjár milljónir króna — háseta-
hlutur verður um 75.000 krónur.
Og af 11.000 tonnum fær háseti
þá 825.000 krónur þ.e. á nú-
verandi verði.
Það er dágóður skildingur á
svo skömmum tíma, sem
loðnuvertið er — en vert er að
athuga, hve fáir þeir eru bátarn
ir, sem afla á borð við garpinn
GventLSkipsmenn á honum hafa
þó eflaust borið talsvert hærri
fjárhæðir en téð 825.000 úr
býtum, því loðnukilóið hefur
aðeins skamma hrið verið á 3.00
kr. Lengst af á þessari vertfð
var það hærra, og eitthvað hefur
Guðmundur selt i frystingu, og
frystingarloðnan er dýrari.
Frá 1. marz til 10. marz var
verðið á hverju kg bræðsluloðnu
3,00 krónur.Frá 11. marz til 31.
marz er verðið 2,60 kr. hvert kg,
en frá 1. april til 15. mai 2,30 kr.
hvert kg.
Dauft á miðunum
Engin loðnuveiði var i gærdag
og spáð vondu. Bræla hefur
staðið veiðum fyrir þrifum
siðustu daga, og varla um að
ræða, að loðna hafi komið úr sjó,
nema stöku tonn.
Þeir hjá loðnunefnd sögðu i
gærkvöldi, að bátar væru út af
öndverðarnesi og eitthvað að
myndast við áð kasta, en
enginn hefði tilkynnt afla.
—GG
Dísilrafstöðvar norður
í stað „hundsins"?
— línan verður svo dýr, að dísilafI kœmi til greina,
segir Bjarni Einarsson bœjarstjóri
,,Þessi linulögn
hingað norður er dýr,
en samt hvorki fugl né
fiskur”, sagði Bjarni
Kosningar framundan:
Vinsœl andlit hverfa af
sjónvarpsskerminum
Sjónvarpsáhorfendur fá að
öllum likindum i sfðasta sinn að
sjá Magnús Bjarnfreðsson á
skjánum I næsta og siðasta
þættinum „Krunkað á skjáinn”.
Að minnsta kosti er það í siðasta
sinn i bili, sem Magnús kemur
fram sem umsjónarmaður
þáttar, þvi honum hafa verið falin
önnur störf hjá sjónvarpinu, og
hættir hann þvi sem dagskrár-
starfsmaður.
Magnús er i fra-mboði fyrir
Framsóknarflokkinn i Kópavogi,
eins og mönnum er eflaust
kunnugt. Við röbbuðum við
Magnús og spurðum hann, hvort
honum væri þá ekki reglum
samkvæmt bannað að láta sjá sig
á skerminum.
Magnús sagöi, að það væru til
gamlar reglur varðandi það, en
hann mundi ekki nákvæmlega
timasetningu, þ.e. hversu langan
tima fyrir kjördag viðkomandi
má ekki láta sjá sig á skermi.
Hann sagðist falla undir þær
reglur. Siðasti þátturinn
„Krunkað á skjáinn” er nú langt
kominn i vinnslu, en hann verður
að öllum likindum fluttur rétt
eítir að framboð hefur verið
tilkynnt.
Fleiri „stjörnur” i framboð.
Og hugsanlega verða þær fleiri
en ein, sjónvarpsstjörnurnar,
sem i framboð fara fyrir
Framsóknarflokkinn.
Það mun hafa komiö til tals, að
Markús A. Einarsson veður-
fræðingur færi i framboð i
Hafnarfirði.
Markús vildi raunar litið gera
úr þeirri „hugmynd”, „það er
ekki enn afráðið — ég vil ekki tjá
mig neitt um málið i bili”, sagði
Markús. —EA/GG
Einarsson bæjarstjóri
á Akureyri i viðtali við
Visi i gær.
Bjarni sendi erindi til fundar
Sambands islenzkra rafveitna,
sem var haldinn I vikunni. Þar
lýsti hann yfir megnri andstöðu
við fyrirhugaða linulögn noröur
og lýsti ýmsum vandkvæðum,
sem Norölendingar kynnu að
eiga við aö striða I framtlðinni I
raforkumálum.
„Þangaö til virkjunin við
Kröflu veröur tekin i notkun,
sem er áætlað að verði 1978, þá
mun rikja óvissa i orkumálum
okkar.
Sagt hefur verið, að um leið og
linan veröi tengd, en það á aö
vera á næsta ári, verði byrjað
aö flytja rafmagn um hana. Ég
býst hins vegar ekki við, að það
rafmagn veröi mikið, ef marka
má hversu illa Landsvirkjun
gekk I vetur að útvega orku-
kaupendum sinum rafmagn”,
sagði Bjarni.
Bjarni býst ekki einu sinni
við, að Landsvirkjun geti staðið
við orkusölu norður veturinn
1976/77, þráttfyrir að þá eigi ein
vélasamstæða við Sigöldu að
vera komin i notkun. Bendir
hann á, að orkuþörfin á svæðinu
sunnanlands hafi þá þegar
aukizt svo mikið, að nýta þurfi
rafmagnið þar.
„Þessi lina hingað norður á aö
flytja 40 megavött, og ég hef
heyrt, að hún komi til með að
kosta 750 til 800 milljónir. 40
megavött eru hins vegar ákaf-
lega litið og dugar hvergi til hér
fyrir norðan”, sagði Bjarni i
viðtalinu við Visi.
„Svo þegar Kröfluvirkjun
kemst I gagnið, sem verður
1978, þá er ekki lengur þörf fyrir
linuna. Kröfluvirkjun mun
fullnægja okkar þörfum fyrstu
árin. Það veröa dauð ár, og þá
stendur linan til litils. Við eigum
hins vegar að greiða 10% af
kostnaðarverði linunnar árlega,
sem eru þá um 80 milljónir”.
Bjarni sagði, að þaö yrðu um 3
ár, sem línan kæmi að notum
viö að koma I veg fyrir neyðar-
ástand i raforkumálum Norð-
lendinga. En hinn mikli stofn-
kostnaður við hana leiddi
hugann að þvi, hvort kæmi ekki
til greina að brúa þetta 3 ára bil
með disilafli, þótt það væri dýrt.
Bjarni hefur oft áöur bent á
leiö til úrbóta I þessum efnum,
og þaö er að gera tiltölulega
lága stiflu i Laxá, svo aö orku-
framleiðsla Laxárvirkjunar
veröi ekki eins sveiflukennd.
Laxárbændur hafa hins vegar
staðiö I vegi fyrir slikri stiflu-
gerð.
Bjarni sagði 1 viðtalinu við
Visi, að þarna væru það lika
Norðlendingar sem væru Norð-
lendingum verstir. —ÓH
VISIR