Vísir - 11.03.1974, Side 5

Vísir - 11.03.1974, Side 5
Vísir. Mánudagur 11. marz 1974. 5 LÖND í MORGUN UTLÖNDI MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Byrjuðu í námunum í nótt Þeir voru sigrihrósandi kolanámumennirnir I Yorkshire I morgun, þegar þeir byrjuðu aftur vinnu sina að loknu verkfalli. Myndin hér við hliðina var tekin á fundi i einu féiagi brezkra kolanámumanna um helgina. Tilboð ríkis- stjórnar Harolds Wilsons um allt að 30% launahækkun var samþykkt í öllum félögum. Kolaframleiöslan hófst hjá Bretum i morgun eftir langa vinnudeilu, sem hrundið hefur landinu fram á barm efnahags- legs hruns og öngþveitis. Um leið hófst i dag fyrsta vinnuvikan eðlilegrar stærðar á nýja árinu. En kolaskorturinn og oliueklan hafa leitt til skorts á ýmsum nauðsynjum fram- leiðsluiðnaðarins, og er búizt við þvi, að hann komist þvi ekki i eðlilegan gang fyrr en að nokkrum vikum liðnum. í sumum námunum hófst vinna um miðnætti i nótt. Fyrstu vaktirnar fara i það að ganga úr skugga um, að tækjakostur og öryggisútbúnaður sé nothæfur eftir margra vikna notkunar- leysi. t stærstu námunum getur þetta tekið nokkra daga. Verkfallinu lauk um leið og hin nýja stjórn Wilsons, sem leysti af hólmi stjórn Heaths, sem verkfallið felldi, gerði námumönnum tilboð um 30% kauphækkun. Var það tilboð samþykkt. Þýðir það allt að 3000 króna kauphækkun á viku fyrir næturvakt i námunum. Jopanski hermaðurinn gaf sig loks fram — 30 árum eftir stríðslok. Valdi afmœlisdaginn sinn til þess Hiro Onoda liðsforingi, sem hefur farið huldu höfði á Lubangeyju frá því í lok seinni heims- styrjaldar, gafst loks upp fyrir heryfirvöldum á Filippseyjum i gær. ,,Ég fékk aldrei skipun um það”, sagði Onoda, þegar blaðamenn spurðu hann eftir á, hvi hann hefði ekki gefið sig fram fyrr i þessari 30 ára útlegð, — Hann hafði ætlað sér að vera i felum til hinztu stundar. Onoda átti 52 ára afmæli i gær. Hann kom snöggvast fram snemma i gær, en hvarf strax aftur i frumskóginn til þess að sækja uppáhaldssverðið sitt, sem hann langaði til að hafa CIA og stór- fyrirtœkin Bandaríska leyni- þjónustan, CIA, hefur sótt marga af útsendurum sinum í hóp forystumanna Loftbelgur- inn fundinn Tvö skip tilkynntu i gær, að þau hefðu séð fremur stórt rekald, likt og stóra hvita bauju, undan ströndum Liberiu. Hafa vaknað vonir um, að þar sé komin „karfan” i loftbelg Thomasar Gatch, sem ætlaði að verða fyrstur til að fara yfir Atlantshafið i ioft- belg, en hefur ekki sézt siðan 21. febr. Siðast sást til hans i lofti um 950 milur vestur af Azor- eyjum, en þetta rekald, sem skipin lilkynntu um, var um 1.500 milur suðvestur af þeim slóðum. Fjölskylda Gatch bg Lloyds tryggingarfélagið hafa boðið 10.000 dollara verðlaun þeim, sem veitt gæti upplýsingar, er nægja til að finna ævintýra- manninn. atvinnufyrirtækja. Þetta kom fram í gögnum, sem birt voru i Washington í dag. t gögnunum kemur fram vitnis- burður Richard Helms, fyrrv. yfirmanns CIA, þar sem hann segir, að leyniþjónustan hafi haft sérstakan áhuga á sambandi við starfsmenn risafyrirtækja, sem ná til alls heimsins. Gögnin eru frá nefnd öldungadeildar þingsins, sem bað Helms um það i fyrra að skýra, hvers vegna Arabalöndin hefðu ákveðið að minnka oliuframleiðslu sina. — Eitt versta verkefni okkar var að fá haldgóðar upplýsingar frá oliufyrirtækjunum um verð og framtiðarhorfur, sagði Helms við öldungadeildarþingmennina. með sér til minja. Það afhenti hann formlega Joes Rancudo hershöfðingja til merkis um uppgjöf sina. Rróðir hans, Toshiro (62 ára), hafði hitt hann áður. — „Mér þykir fyrir þvi, hvað ég hef valdið ykkur kviða lengi”, sagði Hiro — „Þú stóðst þig vel”, sagði bróðir hans. Hiro hafði verið skilinn eftir á eyjunni af herdeild sinni i striðinu til þess að njósna um bandariska óvinaherinn. Strax i morgun, þegar aðeins nokkrar klukkustundir voru liðnar, frá stjórnarmyndun Goldu Meir, hélt Abba Eban, utanrikisráöherra, til Washington. Þar ætlar liann að ræða um friðargerð við Sýrlendinga. Fríður fyrsta verk efni Goldu Ríkisstjórn Israels undir forystu Goldu Meirs var í gær vottaö traust í Knesset, þjóðþingi ísraels. Stjórnin hlaut stuöning 62 þingmanna af 120,46 voru á móti og 9 sátu hjá. Mun stjórnin nú hef jast handa um gerð friðarsamninga viö Arabaríkin. I ræöu sinni í Knesset í gær sagði Golda Meir, að ísraelsmenn væru reiðu- búnir til að semja frið við arabísku nágrannaríkin, ef þeir fengju landamæri, sem unnt yrði að verja. Meir sagði, að hún hefði veitt Henry Kissinger umboð til aö skýra Sýrlendingum frá þvi, að innan tveggja vikna myndu tsraelsmenn leggja fram ýtar- lega áætlun um aðskilnað herjanna á Golan-hæðum. Forsætisráðherrann hafnaði hugmyndum um sérstakt riki Palestinumanna á vesturbakka árinnar Jórdan. Hún sagði, að samningur milli Jórdaniu og Israels yrði að byggjast á þvi að það yrðu aðeins tvö sjálfstæð riki á svæðinu. 1 stjórnarsáttmála þessarar nýju samsteypustjórnar Meir kemur fram, að flokkur hennar hefur orðið að láta af ýmsum stefnumálum sinum til aö þókn ast Þjóðlega trúræknisflokknum. I sáttmálanum segir m.a, að efnt skuli til nýrra kosninga, ef friðar- samningur við Jórdaniu hefur i för með sér eitthvert afsai á landi. í umræðunum i Knesset i gær réðst Menahem Begin, leiðtogi hægri fylkingarinnar Likud, harðlega á Goldu Meir. Sagði hann, aö hún hefði vanvirt forsætisráðherraembættið með hringlandahætti sinum við stjórnarmynduna. Stjórnarkreppa hefur verið i Israel siðan um áramót. Allan timann hefur Golda Meir reynt stjórnarmyndun. Það var ekki fyrr en fregnir bárust af vigbúnaði Sýrlendinga við landamæri Israeis á Golan- hæðunum i siðustu viku, að Moshe Dayan og Þjóðlegi trúræknis- flokkurinn gengu til samstarfs við Meir. Ekkert gerðist á Golan- hæðum um helgina. STORU FLOKKARNIR VINNA I BELGIU Þegar um 90% atkvæöa úr belgísku þingkosn- ingunum i gær höföu verið talin, benti allt til þess, aö tveir stærstu stjórnmála- flokkar landsins fengju sameiginlegan meirihluta til stjórnarmyndunar. Þessir flokkar eru Kristilegir sósialistar, sem unnu mest á i kosningunum, og Sósialistar. En þeir sátu i rikisstjórninni, sem sprakk i byrjun þessa árs, ásamt Frjálslyndum. sem mynda þriðja stærsta flokkinn. Talið er liklegt, að Leo Tinde- mans úr Kristilega sósialista- flokknum verði næsti forsætisráð- herra Belgiu. Væntanlegir stjórnarflokkar ná til alls landsins og sameina bæði Flæmingja og Vallóna innan sinna vébanda. Tungumála- deilan i Belgiu og ólik sjónarmið um dreifingu atvinnufyrirtækja og stjórnarstofnana um landið settu mestan svip á kosningabar- áttuna. Svo virðist sem fram- gangur öfgaflokka tungumála- hópanna hafi stöðvazt i kosning- ununt aö þessu sinni.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.