Vísir - 11.03.1974, Side 6

Vísir - 11.03.1974, Side 6
6 Visir. Mánudagur 11. marz 1974. VÍSIR trtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Fréttastj. erl. frétta: . Björn Bjarnason ,.•/ Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur í lausasölu kr. 25 eintakið. Blaðaprent hf. Vantraust á orkuráðherra Sveitarstjórnarmenn úti um allt land eru ákaf- lega óánægðir með stefnu rikisstjórnarinnar i orkumálum. Þetta kom skýrt fram á miðsvetrar- fundi Sambands islenzkra rafveitna, sem haldinn var i fyrri viku. Ræðumenn á fundinum töldu miklu ódýrara, fljótara og öruggara að ráðast fyrst i hagkvæmar smávirkjanir heima i héraði en að samtengja Landsvirkjunarsvæðið við önnur orkuveitusvæði. Dæmigerð fyrir þessi sjónarmið voru ummæli Bjarna Einarssonar bæjarstjóra á Akureyri i erindi, sem flutt var á ráðstefnunni. Hann sagðist ekki vera sammála Magnúsi Kjartanssyni orkuráðherra, að samtenging orku- veitusvæða væri forsenda þess, að bætt verði úr orkuskorti um land allt. Siðan sagði Bjarni: „Flestir landshlutar búa yfir orkulind- um, sem auðveldara og ódýr- ara er að nýta en að flytja orku til þeirra um langan veg eftir háspennulinum um byggðir eða óbyggðir.” Ennfreaiur: „Ýmsar virkj- ____anir á Norðurlandi, sem rann- smávírkjanir eru ódýr- sakaðar hafa verið, geta ari og öruggari en íinan framleitt mun ódýrari orku en og koma fyrr að gagni SigöldUVÍrkjun, þÓtt SmæiTÍ séu, og með mun meira öryggi en unnt er að tryggja með flutningi orku frá Sigöldu norður. Hins vegar er samtenging orkuveitusvæða sjálf- sögð, þegar hún er timabær.” Bjarni rekur efasemdir um, að Landsvirkjun geti i náinni framtið ábyrgzt orkusölu norður að vetrarlagi. Hann bendir á, að háspennulinur séu veikar fyrir stórviðrum og krefjist mikils varaafls. Einnig segir Bjarni, að flutningsgeta byggða- linunnar sé svo litil, að hún nægi ekki einu sinni fyrir húsahitun á Akureyri. Samt sé hún óhemju lega dýr, 750 milljónir króna. Þannig vakni sú spurning, hvort hið rándýra oliuafl verði ekki ódýrara en linurafmagnið. Bjarni kvartar yfir þvi, að stjórnvöld skuli hafa stöðvað framkvæmdir og undirbúning hag- kvæmra virkjana á Norðurlandi, svo sem i Laxá og Svartá. Hann telur rikið verða að borga kostnaðinn af þeim mistökum að taka samteng- inguna fram yfir virkjanir á slikum stöðum. Hann bendir einnig á, að hin takmörkuðu not, sem verði af linunni frá Landsvirkjun, verði að- eins i þrjú ár, þvi að árið 1978 taki Kröfluvirkjun væntanlega til starfa og geri linuna að sunnan óþarfa um nokkurt árabil. Ekki verður annað séð en að ummæli Bjarna og ýmissa annarra fundarmanna feli i sér alvarlegt vantraust á orkuráðherra og kröfu til rikisstjórn- arinnar um, að hún snúi nú þegar frá stefnu hans, þótt framkvæmdir séu hafnar og búið að leggja linu frá Eyjafirði til Skagafjarðar. í stað þess beri á flýta framkvæmdum við litlar en hag- kvæmar virkjanir heima i héruðum. Það yrði ódýrara, öruggara og fljótara. — JK 1 Alþjóðasamtök stúdenta, IUS Arabar sœkja þar til meiri óhrifa Alexander Shelepin, skjól- stæðingur Krúsjeffs og yfir- maður rússnesku leynilög- reglunnar, KGB, 1958-61. Shelepin var á sinum tima aðalritari æskulýðsfylkingar sovézka kommúnistaflokks- ins Komsomol. Ilann var for- ingi sovézku sendinefndar- innar á 2. þingi IUS. Arftaki Shelepins i KGB var Vladi- mir Semitchastny, sem einn- ig kom þangað úr Komsomol Qg tók þátt i starfi 1US. International Union of Students, IUS, er nafn á alþjóðasamtökum stú- denta, sem hafa höfuð- bækistöðvar i Prag i Tékkóslóvakiu. Samtök- in sendu á dögunum 6 manna hóp til Stúdenta- ráðs Háskóla íslands, i honum voru 4 Arabar, túlkur þeirra og vara- formaður IUS. Vinstri menn i stúdentaráði hafa i undirbúningi, að ráðið gerist a.m.k. aukaaðili að IUS. Alþjóðasamtök þessi voru stofnuð i Prag 1946. Frumkvæðiö kom frá vestrænum stúdenta- samtökum, en fljótlega náðu stú- dentar frá Austur-Evrópu yfir- ráðum i IUS og hafa haldið þeim siðan. Stúdentaráð Háskóla Is- lands hafði fyrr á árum nokkur samskipti við samtökin en hætti þeim ekki sizt vegna afstöðuleys- is þeirra til uppreisnarinnar i Ungverjalandi 1956. Ef lýsa ætti pólitiskri stefnu IU0i stuttu máli, er það bezt gert með þvi að segja, að það sé ein- kenni hennar, að hún er aldrei andstæð stefnu Sovétrikjanna. I ályktunum þinga samtakanna, en þau eru alls orðin 10 og það 11. verður haldið i ár, hefur aldrei komið fram gagnrýni á stefnu nokkurs kommúnistisks lands. Á þingunum hafa þó verið gerð- ar tilraunir til að fá samþykktar ályktanir, þar sem mótmælt er t.d. einstökum þáttum i stefnu Sovétstjórnarinnar. Siðasta til- raunin, sem eitthvað kvað að, var gerð á 9. þinginu i Ulan Batur i Mongóliu 1967. Þá fluttu fulltrúar franskra stúdenta og útlægra iranskra stúdenta tillögu, þar sem mjög var ráðizt að keisara- stjórninni i íran og Sovétrikin gagnrýnd fyrir aö selja keisaran- um vopn. Sovézka sendinefndin reis upp til andmæla og sagði, að það væri mikill munur á sovézkri og bandariskri vopnasölu. Sú fyrrnefnda væri i þágu fólksins en hin siðarnefnda þjónaði aðeins hagsmunum kúgaranna. Sovét- menn kröfðust þess, að öll gagn- rýni á þá yrði þurrkuð út úr ályktuninni. Þegar yfirgnæfandi meirihluti þingsheims samþykkti það, drógu flutningsmenn tiilög- unnar hana til baka. Umsjón: Björn Bjarnason Uppreisnin i Ungverjalandi varð ráðamönnum IUS mjög þung i skauti. Erfiðleikar þeirra urðu ekki minni við innrás Var- sjárbandalagsins inn i Tékkóslóvakiu 1968. Strax og frétt.ir bárust af innrásinni voru send skeyti til höfuðtöðva IUS i Prag og samtökin hvött til að mótmæla. Skrifstofan aðhaföist hins vegar ekkert þessa örlaga- riku ágúst-daga. Þegar meira en mánuður var liðinn frá innrásinni barst aðildarfélögum IUS og öðrum, sem sýnt höfðu málinu áhuga, bréf frá aðalskrifstofunni. Þar var sagt, að samtökin hefðu ekki getað tekið afstöðu til málsins, þar eð fulltrúar i stjórnarráði þeirra hefðu ekki haft til þess um- boð. 1 bréfinu sagði einnig, að nú hefði það gerzt, að stúdentasam- tök Tékkóslóvakiu hefðu aftur- kallað kröfu sina um mótmæli af hálfu IUS og beðið samtökin að hætta öllum umræðum um inn- rásina. Létu samtökin þar með lokið afskiptum sinum af málinu, að öðru leyti en þvi, að nokkrum mánuðum siðar var forseta þeirra vikið þegjandi og .hljóða- laust úr embætti. Forsetinn er yfirleitt tilnefndur af Tékkó- slóvökum, og sá brottrekni hafði unnið sér það til óhelgi að setja fram kröfuna um mótmæli gegn innrásinni. Einn hópur hefur orðið æ öfl- ugri innan IUS á undanförnum árum, og hann er ekki alltaf á sovézku linunni. Þetta eru ara- bisku stúdentasamtökin. Þar eru háværastir fulltrúar GUPS sem er skammstöfun fyrir samtök palenstinskra stúdenta. Þeir lentu i andstöðu við stjórnarráð 'IUS 1970, þegar Sovétrikin studdu tillögur William Rogers, þáv. utanrikisráðherra Bandarikj- anna, um friðargerð á átaka- svæðunum fyrir botni Miðjarðar- ,hafs. Þótti GUPS alþjóðasamtök- in ekki nægilega einörð i stuðningi sinum við palenstinska skæru- liða. Þessi ágreiningur kom opinber- lega fram á 10. þingi IUS, sem haldið var i Bratislava i Tékkó- slóvakiu 1971. A þinginu urðu deilur um stuðning við „vopnaða baráttu palenstinskrar alþýðu”. Þeim lauk á þann veg, að sam- þykkt var ályktun um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, sem var harðorðari en Sovétmenn vildu. Var það i fyrsta sinn, sem þeir urðu að viðurkenna ósigur sinn á slikri samkomu. Aðildarsambönd International Union of Students eru nú 88. Af norrænu stúdentasamtökunum eru aðeins Finnar i formlegu sambandi við IUS sem aukaaðili, en hins vegar munu Danir og Norðmenn ihuga, hvort þeir eigi ekki einnig að sækja um auka- aðild. Umræður um aðild hafa farið fram innan Stúdentaráðs Háskóla Islands. SINE mun hafa ákveðið að sækja um aðild að IUS. Engin önnur alþjóðleg stú- dentasamtök eru starfandi. Stú- dentaráð H.l. var áður fyrr aðili að International Student Confer- ence, ISC, sem hafði höfuðbæki- stöðvar i Leiden i Hollandi. Þessi samtök hættu störfum 1967-1968, þegar Bandarikjamenn skýrðu frá þvi, að leyniþjónusta þeirra hefði látið fé renna i sjóði, sem styrktu starfsemi ISC. Fjármál IUS munu aldrei hafa verið tekin til svo gaumgæfilegrar athugun- ar, að ljóst sé hvaðan þau hafa fé sitt.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.