Vísir - 11.03.1974, Page 11

Vísir - 11.03.1974, Page 11
Visir. Mánudagur 11. marz 1974 Visir. Mánudagur 11. marz 1974. Ágúst varð sjötti Tvö heimsmet sett á EM í frjálsum íþróttum í Gautaborg ÍR-ingurinn ungi, Ágúst Ásgeirsson, brá sér frá Lundúnum, þar sem hann stundar nám, til Gautaborgar um helgina og keppti á Evrópumeistaramót- inu þar i frjálsum iþróttum. Ágúst varð sjötti i 1500 m hlaupinu á mótinu — hljóp á 3:55.2 min. og stórbætti árangur sinn á vegalengdinni. Meira að segja er þessi timi hans innanhúss betri en hann á bezt úti. Ágúst keppti einnig i 3000 m hlaupinu, en komst þar ekki i úrslit. Náði þó sinum bezta tima, 8:44.2 min. Frábær árangur náðist i mörgum greinum á mótinu, tvö heimsmet sett, og önnur jöfnuð, auk bezta árangurs, sem náðst hefur i Evrópu. Óvæntast var á laugardag, þegar Pólverjinn Michael Joachimowski sigraði i þristökki og setti heimsmet inn- anhúss, stökk 17.03 metra. Helena Fibingerova, Tékkósló- vakiu, setti heimsmet i kúlu- varpi kvenna — varpaði 20.75 metra, sem er 20 sm betra en heimsmetið Lögregluþjónn frá Peterbro, Geoffrey Capes, Eng- landi, vann óvænt i kúluvarpi og náði bezta árangri innanhúss i Evrópu, 20,95 metra. Annar varð Heinz Rithenburg, Austur- Þýzkalandi, með 20,87 metra, svo litlu munaði. 1 1500 metra hlaupi kvenna var sett „óopinbert heimsmet”. — Tonka Petrova, Búlgariu, hljóp á 4:11,0 min. og var rétt á undan Karin Krebs, Austur- Þýzkalandi, sem hljóp á 4:11.33 min. 1 1500 metra hlaupi karla sigr- aði Henry Szordykowski, Pól- landi, á 3:41.78 min. Thonips Wessinghage, Vestur- Þýzkalandi, varð annar á 3:42.02 min. Þriðji V. Staszak, Póllandi, á 3:43.48 min. Fjórði Petre Lupan, Rúmeniu, 3:44.67 min. Frederik Hagberg, Sviþjóð, varð fimmti á 3:47.00 min. en hann hefur hlaupið vel innan við 3.40 min. utanhúss, og Ágúst Asgeirsson kom svo i sjötta sæti á 3:55.2 min. sem er hans lang- bezti árangur. Olympiumeistarinn frægi, Valery Borzov, sigraði i 60 metra hlaupinu á 6.58 sek. og sannaði með þvi, að hann er að ná sér vel á strik aftur. Hinn Olympiumeistarinn i sprett- hlaupunum, Renate Stecher, Austur-Þýzkalandi, lenti hins vegar i mikilli keppni i 60 m hlaupi kvenna og sigraði á ein- um hundraðasta úr sekúndu. Hún hljóp á 7.16 sek. en Andrea Lynch. Bretlandi, hljóp á 7.17 sek. Irena Szewibska, Póllandi, hljóp á 7.20 sek. og Mona-Lisa Pursiainen, Finnlandi, á 7.24 sek. Það voru mikil vonbrigði fyrir Finna, að hún skyldi ekki verða i verðlaunasæti i keppn- inni. Fram-stúlkur meist- arar nú í vikunni? Þrir leikir fóru fram i 1. deild kvenna i hand- knattleik um helgina. Valur sigraði Ármann 10:8, Fram sigraði FH 18:11 og KR og Vikingur gerðu jafntefli 11:11. Búizt var við jöfnum leik á milli Valsog Ármanns og fór svo. Leik- urinn var lengst af jafn og það var ekki fyrr en undir lokin að Vals- stúlkunum tókst að tryggja sér sigur. Leikur KR og Vikings var einn- ig jafn en honum lauk með jafn- tefli 11:11. Þar með komust Vik- ingsstúlkurnar enn betur af hættusvæðinu, en þær hafa nú hlotið 3 stig. Þór á Akureyri hefur ekkert stig hlotið til þessa og er i mikilli fallhættu. Fram átti ekki í neinum erfiðleikum með FH og sigraði 18:11. Fram á nú mesta mögu- leika á að sigra i deildinni, hefur enn ekki tapað leik, og ef liðið sigrar Ármann á miðvikudags- kvöldið, er meistaratitillinn i húsi. Kertaluktir Bæði til að standa á borði og hengja upp. Tilvalin tækifærisgjöf og afmælisgjöf fyrir unga fólkið. Margir litir. Verð aðeins 395 kr. og 595 kr. Hjá okkur eruð þið alltaf vel- komin. Skólavörftustig 8 og Laugavegi 11 (Smiftjustigsmegin) ^^mmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mt^ Staðan er nú þannig i deildinni: Fram Valur Ármann FH KR Vikingur Þór 9 9 0 0 132-79 18 10 8 0 2 141:107 16 10 5 2 3 113-109 12 10 4 2 4 131-129 10 8 3 1 4 93-97 7 9117 81-109 3 9009 77-136 0 MFREIÐA EIGEÍIDUR! AukiS ÖRYGGI, SPARNAÐ og ÁNÆGJU í keyrslu yðar, moð því að lóla okkur annast slillingarnar ó bifreiðinni. Framkvæmum véla-, hjóla- og Ijósaslillingar ósaml tilheyrandi viðgerðum. Ný og fullkomin slillitæki. O. Engilberts/on h/f Stilli- og Auðbrekku 51 vélaverkstæði Kópavogi, sími 43140 !Íf ; Sigurvegarar Stjörnunnar I 3. deild. Formaftur félagsins, Yngvi Guðmundsson, er Iengst til vinstri. Ljósmynd Bjarnleifur. „Ætlum okkur ekkí að vera neítt Íó-jó ó milli 2. og 3. deildar" - segir formaður Stjörnunnar úr Garðahreppi, sem sigraði í 3. deildinni í handknattleik í gœr Um svipað leyti og rúmenska landsliðið i hand- knattleik var að fagna sigri i Heimsmeistarakeppninni i Austur Berlin með miklum kossum og faðmlögum, var annað lið að fagna engu siður i íþróttahúsinu i Hafnarfirði. Það voru leikmenn Stjörnunnar úr Garðahreppi, sem i gær urðu sigur- vegarar í 3. deildarkeppninni i hand- knattleik með þvi aösigra i siðari úr- slitaleiknum við Þrótt frá Neskaup- stað. Menn föðmuðust og kysstust og blómvöndur var dreginn fram og færður þjálfaranum, sem er enginn annar en Viðar Simonarson leikmaður með FH og landsliðinu. Stjprnan sigraði i fyrri leiknum, sem fram fór á föstudaginn, með 18 mörk- um gegn 13. Var það mikill baráttu- leikur eins og siðari leikurinn, sem lauk með sigri Stjörnunnar 24:20, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13:11. Austfjarða-Þróttur tefldi fram harðsnúnu liði með sjálfan bæjarstjór- ann i broddi fylkingar. Það er Logi Kristjánsson, fyrrum markvörður með Haukum og landsliðinu, sem að þessu sinni hafði markið fyrir framan sig. Hann kunni að stýra boltanum þangað, þvi hann skoraði hvorki meira né minna en 9 mörk i siðari leiknum — sum þeirra mjög glæsileg. Leikurinn var annars heldur stór- karlalega leikinn og fátt um fina drætti, en þó brá fyrir sæmilegum köflum, aðallega hjá Stjörnunni. Aust- firðingarnir kunnu sýnilega ekki við sig i svona stóru húsi, þvi vörnin þjappaðist öll saman á miðjuna og spilið var þröngt. Lið Stjörnunnar getur trúlega orðið gott þegar fram liða stundir og var formaður félagsins, hinn gamalkunni gllmukappi Ingvi Guðmundsson, sannfærður um það, þegar við töluðum við hann eftir leikinn. „Þarna höfum við fengið kjarna með góðu liði, og við ætlum okkur ekki að verða neitt jó-jó á milli 2. og 3. deildar á næstu árum, heldur stefnum við að sæti i 1. deild. Við erum að fá mjög góða aðstöðu i Garðahreppnum og við eigum skemmtileg lið i öllum yngri flokkun- um, sem koma til með að gera Stjörn- una að stjörnu i handknattleiknum áður en langt um liður.” Fram - KR í körfu t kvöid verða leiknir tveir leikir i Bikarkeppni KKt i körfuknatt- leik. Fara báðir leikirnir fram i Laugardalshöllinni og hefst sá fyrri kl. 20,00. t fyrri leiknum eigast við KR og Fram og mun þetta vera i fyrsta sinn, sem þessi félög mætast með meistaraflokka sína i körfuknatt- leik. Úrslitin vcrða varla nema á einn veg. KR er nú meftal efstu liðanna i 1. deild, en Fram hefur góöa möguleika á að sigra i 3. deildarkeppninni. Þó getur svo farift aft hinir ungu leikmenn Fram sýni KR-ingum klærnar þvi þeir siftarnefndu hafa þurft aft ieika tvo erfiða ieiki i 1. deildinni i gær og fyrradag. Siftari leiknrinn veröur milli ÍR og tS, og ætti hann aft geta orftift jafn og skemmtiiegur. Brœðrabylta varð í badminton Steinar Petersen sló Harald Kornelíusson út í einliðaleik ó KR-mótinu Á 75 ára afmælismóti KR i badminton, sem haldið var i KR-heimiiinu um helgina, skeði sá merkilegi atburður i badmintoniþróttinni hér á landi, að Haraldur Korne- liusson komst ekki i úrslit i einliðaleik karla. Hann var sleginn út i undanúrslitum af félaga sinum Steinari Petersen, og er það i fyrsta sinn i fjögur ár, að Haraldur tapar leik i undanúrslitum i einliðaleik hér á landi. Leikur þeirra var mjög skemmtileg- ur og spennandi. Steinar sigraði i 1. lotunni 15:8, Haraldur i þeirri næstu 15:12,en i oddaleiknum sigraði Steinar 17:15. 1 hinum undanúrslitaleiknum sigr- aði Reynir Þorsteinsson KR félaga sinn Friðleif Stefánsson KR, 15:8 og 15:8. 1 úrslitaleiknum sprengdi Reynir Steinar með hröðum leik og sigraði 15:8 og 15:3. Hefndi Reynir þar fyrir Óskar Guðmundsson KR, sem Steinar sló út fyrri dag keppninnar. 1 tviliðaleiknum léku i undanúrslit- um þeir Haldur og Steinar á móti Herði Ragnarssyni og Jóhannesi Guð- jónssyni, Akranesi. Þar fóru leikar 15:10 — 10:15 — 15:2 fyrir Harald og Steinar. t hinum undanúrslitaleiknum sigr- uðu þeir Friðleifur og Reynir þá Hæng Þorsteinsson og Jón Árnason 15:9 — 15:7. Til úrslita léku þvf Reynir Þor- steinsson og Friðleifur Stefánsson á móti Haraldi Korneliussyni og Steinari Petersen. Þar urðu miklar sviptingar, en þeim Haraldi og Steinari tókst að sigra eftir oddaleik. Breyttu þeir um leikaðferð i siðustu lotunni, þar sem Steinar var þá gjörsamlega búinn eftir marga erfiða leiki og sáu þeir Reynir og Friðleifur ekki við þvi bragði. 1 A-flokki voru háðir margir skemmtilegir leikir. Þar léku til úr- slita í einliðaleik þeir Þórður Björns- son Siglufirði og Ottó Guðjónsson TBR. Þórður sigraði 15:5 — 15:17 — 15:5. 1 tviliðaleik léku Siglfirðingarnir Þórður Björnsson og Sigurgeir Erlendsson til úrslita við Ottó Guð- jónsson og Hannes Rikharðsson TBR og sigruðu 17:14 — 15:12. Þarna eru á ferðinni mjög skemmti- legir ungir leikmenn, sem gaman getur orðið að fylgjast með á unglinga- meistaramótinu, sem fram fer um næstu helgi. Spenningurinn eykst í körfu - KR tapaði Nú þegar allur botninn er dottinn úr 1. deildar- keppninni i handknatt- leik er spenningurinn allur að aukast i 1. deild- inni i körfuknattleik. Um helgina fóru þar fram þrir leikir, og að þeim loknum er staðan þannig, að þrjú lið hafa tapaö 4 stigum og það fjórða G stigum. Allt getur þvi enn skeð og verður áreiðanlega gaman að fylgjast með leikjum efstu liðanna um næstu helgar. A laugardaginn voru leiknir tveir leikir, sem báðir voru mjög skemmtilegir fyrir áhorfendur en þeir voru fáir eins og oftast áður i vetur. KR-ingar lentu i klónum á 1S og urðu að sætta sig við tap eftir að hafa haft 5 stig yfir i hálfleik, 46:41. Stúdentarnir, sem þarna léku sinn bezta leik i langan tima, höfðu skorað 20 stig gegn 9 um miðjan siðari hálfleik og komust þarmeðí 70:59. KR-ingar náðu að saxa á forskotið og komust i 90:94 en þá bættu stúdentar við 3 stigum ‘ á lokasekúndunum og sigruðu i leiknum 97:90. 1 hinum leiknum áttust við ÍR og HSK. Þeir austanmenn höfðu yfir 42:28 i hálfleik og það var ekki fyrr en langt var liðið á leikinn að IR-ingum tókst að jafna. Þegar 2 min. voru til leiksloka var staðan 79:79 en á þessum siðustu min. tókst ÍR-ingum að skora 10 stig gegn 4 og sigra 89:83. 1 gærkveldi fór svo fram leikur KR og Vals. Þá var nokkuð vel mætt á áhorfendapallana, enda búizt við skemmtilegum leik. Við það var staðið. Leikurinn var bæði harður og hraöur og mjög vel leikinn sérstaklega i fyrri hálfleik. KR hafði yfir 50:41 i hálfleik og sigraöi i leiknum með 7 stiga mun 84:77. KR, ÍR og Armann hafa nú öll tapaö 4 stigum i mótinu og Valur hefur tapað 6 stigum. Um næstu helgi skýrast linurnar enn betur, þvi þá leika m.a. IR-Armann. Valur-lS og KR-UMFN, auk þess sem HSK leikur við UMFS, en sá leikur hefur mikið að segja í bar- áttunni um fallið i 2. deild. Staðan i 1. deildinni er nú þessi: KR 10 8 2 898: :775 16 Ármann 9 7 2 814: :704 14 1R 9 7 2 826: :722 14 Valur 10 7 3 991: : 791 14 CiMFN 8 3 5 620: :650 6 1S 8 3 5 654: : 695 6 HSK 9 1 8 668: : 756 2 UMFS 9 0 9 575: : 777 0 Gros tókst það! italinn ungi, Piero Gross, varð sigurvegari i keppninni um heimsbikarinn i alpagrcinum, þegar hann sigraði i stórsvigi i Vysokc Tatry i Tékkóslóvakiu á laugardag og varð fimmti i sviginu daginn eftir. Hann hlaut 181 stig samanlagt. Ilinn frægi landi hans, Gustavo Thoeni, varð annar i keppninni með 165 stig og tókst þvi ekki að sigra i fjórða sinn i röð. Mann sigraði i svigi i Tékkóslóvakiu.en hafði lokið hámarkskeppnisfjölda i stór- sviginu, og var þar þvi ekki með. Þriðji i keppninni um heims- bikarinn varð hinn 18 ára Austurrikismaður, II a nsi Hinterseer, með 162 stig og fjórði varð Roland Collombin, Sviss, með 140 stig. Nánar verður sagt frá keppninni á morgun. N Skipholti 19 S: 23800 Klappastíg 26 S: 19800 Akureyri S: 21630 Hér eru nokkur sýnishorn af hinum ýmsu gerftum, sem þú getur sett upp. Þau eru allt frá einföldustu tækjum, sem slftar er hægt aft bæta inn i og eignast þannig fullkomift Du- al stereo-sett.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.