Tíminn - 20.01.1966, Side 11

Tíminn - 20.01.1966, Side 11
FIMMTUDAGtJR 19. janúar 196G. TÍMINN ARABÍU LAWRENCE um gáfur og þekkingu. Honum leið betur innan um óbreytta liðsmenn, þótt þeir stæðu honum langt að baki í gáfum og þekkingu. Hann fann ekki til neinnar þarfar til að sýn- ast, til þess að hefja sig upp úr minnimáttarkenndinni, sem hafði plágað hann allt frá þeim tíma, að hann var fræddur um það að hann væri óskilgetinn. Meðal óbreytts fólks, hvort heldur voru Arabar eða Englendingar var hann eðlilegri og í meira jafnvægi og þegar framagirnina lægði, fann hann ofurvel, að sálræn þörf hans var, að vera eins og hver annar, hverfa í þjóðardjúpið. Hann gleymdi sjálfum sér og losnaði við óheilindin og ábyrgðina, sem hann fann sig ekki ekki geta axlað lengur. Sálarangist hans er vel lýst, þegar hann minnist þrítugasta afmælisdags síns 16. ágúst 1918, en þá var hann ásamt úlfaldaliði Buxtons við vatnsbólin í Bair og beið þess að sóknin skyldi hefjast. Ég minntist þess að fyrir mörgum árum ætlaði ég mér að vera orðinn hershöfðingi um þrítugt og aðlaður. Slíkar virðingar stóðu mér opnar, það var svikavefurinn í mál- efnum Araba, sem læknaði mig af svo fáfengilegum draum- órum, en ég hafði mikla þörf fyrir að menn væru mér vinsamíegir og þráði viðurkenningu annarra. Þessi þrá vakti með mér efa um það hvort ég væri sannur gagnvart sjálfum mér. Það var aðeins á færi góðs leikara að vinna gott álit á sjálfum sér. Hér voru Arabarnir, sem trúðu mér og treystu, Allenby og Clayton treystu mér, lífvörður minn gekk út í opinn dauðann fyrir mig. Og ég tók að efast um ef það orðspor, sem af mér fór væri byggt á falsi og svikum, eins og eigin skoðun' á sjálfum mér . . . Mér fannst ég alltaf vera einn meðal manna. Þetta leiddi til sýndarmennsku . . . látaláta áhugamannsins, sem er grunnfær og öryggislaus. Þennan afmælisdag í Bair reyndi ég að fullvissa mig um einlægni mína, ég tók að greina sundur skoðanir mínar og trú og ástæðurnar fyrir þeim . . . Löngunin að gleðjast, sem var svo sterk, að ég gat aldrei verið opinskár gagnvart öðrum. Ég óttaðist ósigurinn svo mjög að ég hikaði við að hefjast handa . . . Frægðarlöngun, en jafnfram ótti við að menn vissu af því að ég vildi verða frægur. Fyrirlitning ANTHONY NUTTING á frægðarþrá minni, orsakaði það að ég neitaði að taka við viðurkenningu. Mér geðjaðist að því, sem stóð mér neð- ar, ég naut þess, sem var mér ekki samboðið, sem stóð mér neðar. Ég fann öryggi í niðurlægingunni . . . Viljinn til athafna og frama varð rétt haminn . . . framavonirnar voru hamdar af sjálfinu, sem engan veginn myndi njóta árangursins . . . Þegar eitthvað var auðfengið, hirti ég ekki um það . . . ánægjan var aðeins bundin þránni, löngun- inni . . . þegar ég vann að einhverju og árangurinn var á næsta leiti, þá hvarf ég frá, ánægður yfir að vita að ég hafði vald og getu, en hirti ekki um að njóta árangurs- ins . . . í rauninni var ég alltaf óánægður með þetta „sjálf,“ sem ég gat séð og heyrt. Svo miskunnarlaust sjálfs endurmat virðist bera keim af leikaraskap. En um þetta leyti voru vonbrigði hans hvað mest og atburðirnir áttuðu nú allir til hinna dapurlegu endaloka og Lawrence var að gefast upp. Ábyrgðin var honum nú óbærileg, þegar framavonir hans voru að hjaðna. Harin hafði þolað, kvalir, örvæntingu og kvíða svo lengi sem nokkur von var um það að Arabar hefðu von um að geta komið málum sínum í höfn með eigin styrkleika. Nú ótt- aðist hann ábyrgðina á því að leiðbeina eða leiða þessa sundruðu þjóð til undirokunar undir stjórn annarra erlendra yfirdrottnara. Hann þráði það að geta hætt afskiptum af málefnum þeirra. Einn þáttur mistaka minna var sá, að ég hafði aldrei fundið yfirmann, sem gat notað mig. Allir þeirra . . gáfu mér of frjálsar hendur . . . og létu mig um að afgreiða málefnin . . . ég misnotaði þennan trúnað þeirra í barna- skap . . . Feisal var djarfur en ómenntaður, sem reyndi að framkvæma verk, sem var aðeins á færi snillings, spá- manns eða mikils glæpamanns . . . Allenby komst næst því að vera sá herra, sem ég þráði.... í þessu hugarrökkri skorti lítið á að Lawrence myndi missa vitið. Hann hafði pínt sig áfram og lengur og meir en líkami og sál þoldu. Lokin voru nú skammt undan, sigurnefna og auðmýktarleg brottför. Myndi hann þola þetta ástand þangað til? e The New Amerlean Llbrarv UNDIR 13 um, en það var eitthvað í þessu tilliti, sem ekki spáði góðu. — Fáðu þér sæti, góða mín, sagði Joss frændi. — Nú skaltu fá eitt glas af sherry. — Svartur köttur hoppaði niður úr glugga- kistunni og kom til þeirra. — Hér er nú líka einn af þeim, sem í húsinu býr. Hún heitir Prinny. — Við höfum líka kött heima hjá okkur í Vancouver. Hann heit- ir Gabriel, og tilheyrir Myr- mér, flýtti hún sér að leiðrétta sig, beygði sig niður og strauk kisu um bakið. Með sjálfri sér hugs- aði hún: Við höfum sézt áður, heillin. — f fyrrakvöld .. .. Kisa deplaði augunum framan í hana. Svo hypjaði hún sig burtu og lagðist fyrir, í sólskininu. Vonnie hallaði sér aftur á bak í mjúkan, þægilegan stólinn. Allt herbergið bar vott um góð efni og góðan smekk. Stórt, bleikrautt, kínverskt gólfteppi leit út eins og flauel í sólskininu. Fallegir lamp- ar með úrvals-hlifum, bióm á nokkrum glervösum, grænum að lit, stór sófi með gyllthm silkikodd am, vel fáguðum forn húsgögn alls ekk! - iuleg pipar- FÖLSKU ANNE sveinastofa, hugsaði Vonnie. En nú var hún líka í Engiandi, á listasetri og allt, sem inni var, hafði sennilega gengið í arf mann frá manni. Kvenmaður hlaut að hafa valið sessurnar og komið blómunum fyrir, annað hvort ráðs konan eða ef til vill Fenella. Hún veitti því athygli, að þögn- in, sem orðið hafði, meðan Joss gamli sketíkti í glösin, var rofin. Fenella var að segja eitthvað um veðrið, en talaði óþarflega hátt og þvingað. Vonnie duldi bros sitt. Henni hafði verið sagt, að þegar Englend ingar væru í vandræðum með um talsefni, væru þeir vanir að ræða um veðrið. En eitthvað var það, sem ekki var eins og það átti að vera hér í herberginu. Ekki sjálft herberg- ið, heldur andrúmsloftið. Þrátt fyr ir ríkidæmi, þægindi og sólskin var eitthvað þvingandi og spennt. Þetta kom heim við aðvörunar tiilitið, sem Joss frændi hafði sent Fenellu rétt áðan. Hún hlustaði óróleg á hálf-drafandi rödd Fen- ellu. Hvað gat verið að? Var þetta eitthvað, sem kom henni sjálfri við? Vissu þau ef til vill fyrirfram, að hún var ekki Myra? Hafði eitthvað komið fyrir Myru, FLAGGI MAYBURY á leiðinni til Mexico. Létu þau hana sitja hér grunlausa, þangað til hún hefði gengið fullkomlega í gildruna? — Gerðu svo vel, Myra mín! Vonnie lyfti hendinni, til að taka við krystalsgiasinu af gamla manninum, og tók eftir því sjálf, að hún var hræðilega skjálfhent. Hún lét glasið á borðið við hlið sér og borfði á, þegar hann rétti Fenellu og Raiph sitt glasið hvoru. Svo tók hann sér sjálfur glas og settist þunglega í stóllinn beint á móti henni. Ralph bauð upp á sígarettur, og virti Vonnie fyrir sér, meðan hann kveikti í fyrir hana. Gamli Joss lyfti glasi sínu. Vonnie tók sitt glas og tókst að dreypa á því, án þess að hella niður. Þögnin var óhugnanleg. Eitt hvað hafði áreiðanlega komið fyr- ir. Eitthvað, sem áður en varði myndi koma fram í dagsljósið. Sú staðreynd, að það hafði verið tekið á móti henni sem Myru, og hún hafði verið kynnt sem Myra, þýddi í rauninni ekki neitt. Gamli Joss gat vel fundið upp á því að segja eitthvað á bessa leið: Ég veit ekki. af þvev-4 v V imin hingað. Veii ■ ■ nver I þú ert. En ég veit, að þú ert ekki I Myra ... Hann var vingjarnlegur og að- laðandi en hann hafði fasta skap- :gerð. Hann myndi ekki hika við : að koma upp um hana, þegar hon , um gott þætti . . . i Hún sat teinrétt í sæti sínu, and ■ aði að sér reyknum, en sefaðist ekki neitt. Loksins tók Joss Ashlyn aftur til máls — Ég var búinn að gera mér vonir um, að þetta yrði skemmtileg heimsókn. ! Vonnie leit upp. Þrjár mann- eskjur horfðu á hana, og hjartað hamaðist í brjósti hennar. — Jæja, hélt hann áfram, nærri I því gremjulegur í röddinni. Svo !var hjartað orðið veilt, og lækn- 1 arnir gerðu mikið úr því, og voru með aðvaranir og hótanir og spáðu því, að ég myndi ekki lifa sumarið af, nema ég fylgdi ráðum þeirra nákvæmlega. Jæja, hvað sem því líður. Ég lék á þá. Mér : batnaði. Ég er svo heilbrigður sem | ég get framast verið — og það 'er ekki svo lítið sem í því felst. í raun og veru er ég nógu frískur i til þess, að ég hefði getað farið með þér töluvert um, og séð um, að dvöl þín hefði orðið skínandi skemmtileg, kæra frænka mín. En nú þagnaði hann og hin þunga þögn lagði undir sig her- bergið að nýju. — En endurtók hann — en það hefur nokkuð komið fyrir, sem að minnsta kosti fyrst um sinn er því tilfyrirstöðu, að ég geri þetta. Hann var orðinn mildur í máli hafði kallað hana sína kæru frænku og horft vingjamlega til hennar. Hvað sem skeð hafði, stóð _______________________________n það ekki í beinu sambandi við hanan sjálfa. Það var sem þungri byrði væri af henni létt, og hún var ekki eins skjálfhent á sherry- glasinu. — Ég efast um, að það sé rétt, að halda þér hjá mér, hélt hann áfram. Ég veit svei mér ekki. En að senda þig til baka um hæl, und ir eins og þú ert komin, félli mér ekki sem bezt. Hann leit ofan í glasið og hnyklaði brýnnar. Ég held, að þú hafir ekki þekkt Felix frænda, eða manstu nokkuð eftir honum? Þett var nýtt nafn. Myra hafði aldrei nefnt það. Vonnie hristi höf uðið, hálflömuð af hræðslu. Hún hafði óttazt, að eitthvað óvænt kynni að koma fyrir. Kannski var það nú að skella yfir. — Nei, auðvitað manst þú ekki eftir honum. Hann átti heima utan lands, þegar þú varst lítil — á yngri árum var hann landshorna maður, sem lét hvern mann sigla sinn sjó. Það er kannski of mikið sagt, að hann væri hinn svarti sauður fjölskýldunnar, en allflekk óttur var hann. Hann leit upp. Eða sástu hann einhvern tíma? Ég man þetta ekki fyrir víst. Vonnie dró svarið við sig, eins og hún væri að rifja eitthvað upp, svo hristi hún höfuðið. — Víst hittirðu hann. Hann var hér daginn, sem mamma þín og þú komuð til að kveðja Joss frænda, áður en þið fóruð til Canada. Ég man það, því að ég var lika. Við ætluðum að hafa ÚTVARPIÐ í dag Fimmtudagur 20. jan. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há- degisútvarp 13.00 Á frivaktinni. Eydis Eyþórsdóttir stjómar óska lagaþætti fyrir sjómenn 14.40 Við, sem heima sjtjum. Margrét Bjarnason talar -iftur um Katr ínu miklu. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Síðdegisútvarp 18.00 Segðu mér sögu. 1820 Veðurfregmr 18. 30 Tónleikar. 1930 Préttir 70 00 Daglegt mál Ánni Böðvarsson flytur þáttinn 20.05 Einsöngur: Maria Callas syngui tvær aríur. 20.20 Þau lengi lifi' Séra rielgi Tryggvason flytur síðara enndi sitt um almenna safnaðarþjón ustu við aldrað íólk. 20.45 riest ur i útvarpssal. Píanóleucarjnn Kjell Bækkelund frá Noregi leik ur. 21.10 Bókarspjall Njörður P Njarðvík eamd. mag. tekur til umræðu leikrit Jóhanns t'igur jónssonar. 22.00 Préttir og veður fregnir. 22.15 Átta ár í hvita hús inu, Sig. Guðm. flytur kafls úr endurminningum Tnímans 23. 35 Djassþáttur Olafur Stephen sen kynnir. 23.05 Bridgeþáttur Hallur Símonarsan flytur 23.30 Dagskrárlok Föstudagur 21. janúar 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp. 13.15 Lesin dagskrá Tónleikar 14 40 Við, sem heima sitjum. Sig ríður Thorlacius les skáldsöguna ,,Þei, hann hlust- ar“. 15.00 Miðdegisútvarp 16.00 Siðdegisútvarp. 17.00 Fréttir 17. 05 í veldi hljómanna. 18.00 Sann ar sögur frá liðnum öldum. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tónleik ar 19.30 Fréttir 20.00 Þorravaka. a lestur fornrita: Jómsvíkinga saga Ólafur Halldórsson les (11) 5. Kvæðalög Andrés Valberg kveður eigin stökur. c. Kvöid- stund á Hala í Suðursveit. Stein þór bóndi Þórðarson á tali við Stefán Jónsson. d. Tökum lagið! Jó»i Ásgeirsson og forsöngvarar aans örva fólk til heimilissöngs. 51.20 Útvarpssagan: „Paradísar 53.20 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.