Tíminn - 20.01.1966, Qupperneq 16

Tíminn - 20.01.1966, Qupperneq 16
 '!P 15. tbl. — Fímmtodagur 20. janúar 1966 — 50. árg. A sjónvarp að verða Trójuhest- ur Bandaríkjanna í Viet-Nam EJ—Reykjavík, miðvikudagnr. Á föstudaginn hefjast sjónvarps- ll íiísSí sendingar í Suður-Víetnam í fyrsta sinn í sögu landsins. Það er Banda ríkjastiórn, sem stendur að sjón varpi þessu, ásamt herforingja- stjórninni í Saigon. Fyrst um sinn verður sent úr flugvél, ,,Super- ConstelIation'‘-vé) bandaríska flot ans, og verðu.r hún í 12—15 þús und feta hæð yfir Saigon meðan á sendingunum stendur. Er það von Bandaríkjamanna, að sjónvarp ið, þetta mikla áróðurstæki, auki vinsældir Saigon-stjórnarinnar og Bandaríkjamanna, en um leið er sjónvarpið öflugt tæki til þess að mennta íbúa Suður-Víetnam, ef það verður notað í þeim tilgangi. Það hefur sínar orsakir, að send- ingar verða hafnar á föstudaginn, Það er nefnilega fyrsti dagur nýja ársins samkvæmt tímatali Suður-Víetnam, og þeir telja, að það, sem gerist á nýjársdag, muni einkenna Það, sem eftir er ársins. Bandaríkin hafa dreift 1000 sjónvarpstækjum meðal hermanna og óbreyttra borgara í Víetnam, og önnur 500 tæki verða í notkun í bandarískum herstöðvum í land KORRARIÓT í ■'óPAvna Framsóknarfélögin í Kópavogi munu halda Þorrablót laugardag ínn 22. janúar. Þorrablótið verð ur í félagsheimili Kópavogs og hefst klukkan 7 e. h. Aðgöngumiða má panta í símum 4-11-31 og 4-1712 12504 og 40656. Nánar auglýst síðar. Þessa mynd tók Stefán Ármann Þórðarson fréttarltari Tímans í Vfk af togaranum á strandstað. Má henni sjá, að togarinn hefur siglt beint á land, og hallnst ekki hið minnsta. V0N UM BJÖRGUN T0GARANS EF VEÐUR HELZT ÓBREYTT SJ-FB-Reykjavík, þriðjudag. í dag hringdum við til Ragnars Þorsteinssonar, Höfðabrekku, for- manns björgunarsveitarinnar í Vík í Mýrdal, og spurðum hvaða útlit væri fyrir að ná brezka tog- aranum aftur út. — Við vorum nú að koma af strandstað, sagði Ragnar, og þá rambaði togarinn alimikið laus þegar öldurnar riðu undir hann, en aftur á móti eru líkur til þess að hann snúist og leggist að landi. Hann virtist heldur hafa snúizt á þann veginn — Það er annars hætta á að sandur berist að honum. Ég álít, að ef skip hefði verið tiltækt til að draga togarann út og vélin verið í gangi um borð í togaran- um, þá hefði líklega tekizt að draga hann út. — Gátuð þið farið um borð? — Nei, það var ekki hægt. Skip- stjórinn brezki kom þama um leið og við en hann fór aftur til Vík- ur. — Er varðskipið Óðinn í nám- unda við staðinn? — Nei, Óðinn fór að leita að týndu flugvélinni. Hann var á staðnum í gær og ég reikna ekki með að annað skip reyni björg- un. Við bíðum eftir komu Óðins aftur. — Er þá heldur ósennilegt að togarinn náist út á næstunni? — Það er nú stækkandi straum- ur og ef veðrið helzt svona, þá eru nú einhverjar líkur. En það má ekki dragast lengi og veðrið getur breytzt á örskömmum tíma. Ef það gerir suðvestan átt, þá er úti um togarann. Framhald á bls. 14. Síld á sundunum SJ-Reykjavík, miðvikudag. Undanfarna daga hafa fjórir bát ar verið að smásfldveiðum rétt við hafnarmynni Reykjavíkur og Cafu Svíanum „ vel- fortjant"í einkunn IGÞ-Reykjavík, miðvikudag. Rithöfundasamband íslands boðaði til fundar í gærkvöldi til að ræða tillögu, sem gctið er ann- ars staðar í blaðinu. Á þessum fundi var samþykkt að senda tvö skeyti Annað þeirra til sænska at ómskáldsins Gunnars Ekelöf, en hitt til sendiherra Sovétríkjanna á íslandi. í fyrra skeytinu var Gunnari Ekelöf óskað til hamingju með bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs og stóð í skeytinu að þau væru „velfortjánt." Gerð var at- hugasemd við þetta eina orð en allir nema einn samþykkir því að senda skáldinu heillaskeyti að öðru leyti. Kom til atkvæða um þetta orð og reyndust sjö vera á móti því að það stæði í skeyt- inu. Meirihluti var þó með orðinu og var skeytið sent eins og stjórn- Framhald á bls. 14 hafa komið að landi með nokkur hundruð tunnur af mjög smárri sfld, sem er ekki meir en 10—15 sm löng. Bátarnir sem hafa stundað þess- ar veiðar eru Baldur, Tjaldur og Gullþór frá Keflavík og Bliki frá Reykjavík og veiða þeir síldina í loðnunætur. Smá síld hefur oft gengið hér inn á sundin, en langt er síðan að hún hefur veiðzt á þessum tíma árs. Síldin fer öll í bræðslu, en fróð- ir menn segja að þarna sé hrá- efni sem sé kjörið til niðursuðu. Bátarnir eru einkum við veiðar á nóttunni og landa yfirleitt snemma morguns. Jafntefli hjá Friðrik og Böök og Guðmundi og Vasjúkof f gær var tefld b umferð í Reykjayíkur-skakmótinu. Þegar blaðið fór i prentun, var þremur skákum lokið, en líkur bentu til, að hinar færu bið. Friðrik Ólafsson og Böök sömdu jafntefli eftir 20 íeiki. Friðrik hafði svart tslandsmeistarinn Guðmundui Sigurjónsson, gerði jafntefii við Vasjúkof og 0‘Kelly vann Björn Þorsteinsson. inu. Er ætlunin að byggja sjón varpskerfið út síðar meira, svo að sendingarnar nái til flestra íbúa Suður-Víetnam. Kaffiklúbburínn Kaffiklúbbur Framsóknarfé lasanna í Rvík mun starfa ’ vetur með sama sniði og i fyrra. Kom ið verður saman annan hvern laug ardag að Tjarn- argötu 26, og drukkið s'ðdegiskaffi og rabbað saman. Auk þess sem málsmetandi menn munu svara spurningum þátttakenda. Fyrsti klúbbfundur- Inn á þessu ári verður á iaugar daginn kemur, 22. janúar, og þá svarar Helgi Bergs alþingismaður fyrirspurnum um alúmínmálið. Gramsóknarfólk fjölmennið. 1 Nauöungar- uppboð á eignum borgarsjóðs IGÞ—Reykjavík, miðvikud. Gjaldheimtan í Reykjavík er ötul innheimtustofnun, enda er betra að hafa inn- heimtuna í lagi í stóru bæj- arfélagi. Hún er eins og allir vita stofnun borgarsjóðs Reykjavíkur og vinnur sam- kvæmt fyrirmæium hans. Þá ber þess að geta að borg arstofnanir eru orðnar marg ar og uimsvifamiklar, og stundum hefur verið haft á arði að hægri höndin vissi ekki hvað sú vinstri gerði, þegar hinar ýmsu stofnanir borgarinnar hefur borið á góma. Fram að þessu hefur þetta þó einkum þótt eiga við þegar verið er að mal- Z bika götur og helluleggja stéttir. Þá koma gjarnan vatnsveitan eða rafveitan og rífa göturnar upp jafnóðum og þær eru lagðar. En svo vikið sé að Gjaldheimtunni, þá er það til marks um ár- vekni hennar í innheimtu- störfum, að í Lögbritingar- blaðinu, nr. 74 frá 18. des- ember auglýsir hún nauð- ungaruppboð á húseignun- um Réttarholtsvegur 75 og Gnoðarvogur 18 til lúkning ar ógreiddttm fasteigna- gjöldum. Báðar þessar hús- eignir eru í eigu borgarsjóðs og hefur því Gjald- heimtan í raun og veru ver ið að auglýsa nauðungarupp boð á sjáLEri sér. Það hef ur sem sagt lengi verið vit- að, að stjórn borgarinnar gerir engin axarsöft. Ef fer sem horfir, getur mönnum ef til vill veitzt tækifæri til að fá ráðhúsið fyrir lítið verð — á nauð ungaruppboði, þ.e.a.s. þeg- Gjaldheimtan hefur gleymt hver á það.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.