Tíminn - 23.01.1966, Side 7

Tíminn - 23.01.1966, Side 7
SUNNUDAGUR 23. janúar 1966 7 TÍMINN Dagar víns og rósa. Alltaf þegar stjórnarflokkun- um er bent á mistök, rjúka mál- gögn þeirra upp og flytja langt mál þess efnis, að hér á landi sé allt í góðu gengi. Þegar bent er á þá staðreynd, að verðbólg- an heldur áfram að aukast án nokkurra mótaðgerða, þá eru jafnvel færð rök fyrir því að verðbólguna sé sízt að lasta. Stundum er þó látið heita svo að hún sé stjórnarandstöðunni að kenna. En það örlar hins vegar ekki á því í blöðum hinna miklu stjórnvísindamanna, sem nú sitja við völd á íslandi, að það sé fyrst og fremst þeirra að koma við einhverjum þeim ráðum, sem geta dregið úr verð bólgunni, eða játa hreinlega að öðrum kosti að þeir ráði ekki við ástandið. Það er alveg eins og forustumenn stjórnarfiokk- anna lifi í öðrum heimi. Og jafn vel lítilfjörlegustu aðfinnslum um mál, sem miður fara, er svarað af ofsa, eins og það sé hrein móðgun að álíta annað en stjórnin sé yfir alla gagnrýni hafin. Ríkisstjórn sem er þann- ig á vegi stödd, upplifir „daga víns, og rósa.“ Hún uppfyHir ekki skyldur stjórnandans, ræð- ur ekki við það, sem henni ber að gera og leggst endilöng í vonlausa baráttu við að telja al- menningi trú um, að allt sé Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru að þessu sinni ákvörðuð hér í Reykjavík á fundi í Alþingishúsinu. Verðlaunin að þessu sinni hlaut sænska ljóðskáldið Gunnar Ekelöf. Myndin er tekin af dómnefndarmönn- um, þegar þeir tilkynntu úrslitin. (Tímamynd GE) MENN OG MÁLEFNI gott sem hún geri, að henni geti ekki mistekizt neitt og að hér ríki hið bezta ástand. Það versta er að ríkisstjórnin trúir þessu sjálf. Henni er að því leyti farið eins og ákveðinni tegund manna, sem vakna bæði seint og illa til raunveruleikans. Almenn ingur í landinu veit hins vegar sannleikann í málinu og undrast setugleði þessara stjórnarherra. • • Oðru betur treyst Eitt hefur verið alveg sérstakt einkenni á stjórnarstefnunni upp á síðkastið, en það er trú- leysið á íslenzka atvinnuvegi. Útgerðarmenn hér í Reykjavík lýstu því nýlega yfir að ekki væri háegt að gera út meðalbát á vetrarvertíð öðruvísi en tapa frá 330—350 þúsund krónum á bát. Þá eru ótaldir þeir erfið- leikar að fá verkafólk til að sinna aflanum. Úr iðnaðinum er þá sögu að segja að lánaskort- urinn lamar þar alla fram- kvæmd. Á sama tíma og aðgerð- ir stjórnarvalda hafa miðað að því að láta iðnaðinn búa við rekstursfjárskort, hefur verið hafinn innflutningur í sívaxandi mæli á ýmsri iðnaðarvöru, sem hefur reynzt innlendum iðnaði erfiður keppinautur. Jafnframt hefur innlendi iðn- aðurinn verið látinn liggja und- ir ámæli fyrir, að hann væri ekki samkeppnisfær. Alltaf hef- ur verið horft framhjá þeirri staðreynd, að ýmsar greinar iðn aðar er mikil og góð kjölfesta í atvinnulífinu, sem getur, væri honum sýnd einhver rækt, orð- ið á við nokkrar alúmínverk- smiðjur. En efling þess sem fyr- ir er, heyrir ekki til stjórnar- stefnunni í dag. Skipulagning og efling iðnaðar ber nafnið höft á máli stjórnarblaðanna. Efling og skipulagning sjávarút- vegsins, ber einnig nafnið hoft á máli stjórnarblaðanna. Nú þarf engu að sinna nema alúmin verksmiðju. Hún er orðin nauð- synjaráð í dag, eins og inngang- an í Efnahagsbandalagið var á sínum tíma. Ef að ríkisstjórnin bæri í brjósti jafnmikinn fram- kvæmdahug til þess atvinnulífs, sem fyrir er í landinu, og hún ber nú til alúmínverksmiðjunn- ar, þyrftu útgerðarmenn í Rvík ekki að vera í standandi vandræðum í byrjun vertiðar, og iðnaðurinn þyrfti ekki að eiga í höggi við þá, sem helzt skyldu hlífa honum. Hið nýja lausnarorð ríkisstjórnarinnar, alúmín, á sem sagt að leysa all- an vanda. Hvað eiga höfundar að gefa? í landi ferskeytlunnar hefur eðlilega gengið seint að gera mönnum grein fyrir höfundar- rétti. Ferskeytlan og hin fleygu Ijóð hafa orðið alþjóðareign á skömmum tíma, hafi þau á ann- að borð fallið almenningi í geð. Þegar á höfundarrétt er minnzt, verður mörgum hugsað til þess- arar almenningseignar. Nú hafa rithöfundar samþykkt að banna útlán á bókum. sem koma út eftir 1. maí n.k. nema að gjald komi fyrir. Þetta þykir sjálfsagt í nágrannalöndum okkar, og a. m.k. einn íslenzkur höfundur hefur lengi haft af þessu ein- hverjar tekjur, þar sem bækur hans lánast mikið út í landi, er virðir höfundarréttinn að þessu leyti. Vonandi verður þessi ákvörðun rithöfunda um gjald fyrir útlán ekki til að spilla góðri sambúð höfunda og les- enda. Ætlunin er að gjald þetta greiðist ekki af þeim, sem fá bók lánaða úr safni, heldur greið ist ein heildarupphæð til rithöf undasamtakanna ár hvert af'al- mannafé sem síðan verður skipt niður á höfunda eftir fjölda út- lánaðra eintaka. Skýrslur um útlánuð eintök eru gerðar á hverju ári hvort sem er og þetta verður því einfalt mál í framkvæmd. Eflaust verður Guðrún frá Lundi og nokkrir barnabókahöfundar tekjuhæstir í útlánafé. Það fer vel á því. Og hafi höfundar eitthvað að gefa, þá eru lesendur fljótir að finna þær gjafir. Þær koma við- skiptalífinu ekki við, og raunar er viðskiptalífið svo fjarri lista- mönnum, að þeim hefur gengið seint og hægt að leita réttar síns á þeim vígstöðvum. Gott dæmi um það er hin síðbúna ósk rit- höfunda um greiðslur fyrir út- lán. Ákvörðun um bann var að sjálfsögðu ekki tekin fyrr en séð varð að málið fékk engar undirtektir hjá stjórnarvöldun- um. List á veraldarvegi Morgunblaðið sagði nýlega að rithöfundar fengju nú hærri laun en áður. Ekki veröur séð hvaðan blaðið hefur þá vizku. En hún er í samræmi við þá stjórnmálastefnu að höfða ekki undir neinum kringumstæðum til neins í þessum heimi. Þessa dagana stendur yfir úthlutun listamannalauna. Listamenn hafa þráfaldlega bent á það, að heildarupphæð sú, sem kemur til úthlutunar þessi árin, hefur engan samjöfnuð við samsvar- andi úthlutunarupphæð fyrir tuttugu árum. Á þessu tímabili hefur eðlilega verið um nokkra fjölgun listamanna að ræða. Verðbólgan hefur gert næsta lít ið úr þeim upphæðum, sem nú er úthlutað. Upphæðin hækkar t.d. um 300 þúsund krónur í ár. Þessarar hækkunar gætir sama og ekkert. Allt situr við sama um veraldarveg lista- manna. Þó hefur líklega aldrei verið meiri gróska í listum hér á landi en einmitt nú. Hins veg- ar sér Þess hvergi stað nema í Morgunblaðinu, að rithöfund- ar t.d. fái nú meiri greiðslur en áður. Þeir fáu listamenn, sem helga sig list sinni eingöngu, eiga í miklum erfiðleikum. Það er illa farið, að veraldarvegur þeirra skuli svo brattgengur nú, þegar íslandi liggur mikið á því, að hér sé sköpuð stórbrotin list, sem ásamt öðru tryggi sjálf- stæði vort og auki vegsemd okk- ar í stórum heimi. Sambúð norrænna manna. Þegar minnst er á stóran heim, þá ber þess að gæta, að í honum eru margir múrar, sem ákvarða mat og gildi verka og hugsjóna. Norrænir menn eiga samleið. Það er talað um hinn engilsaxneska heim með ^rfðum sínum og hefð og rómanska heiminn. Greiður gangur er á milli þessara heilda að vísu, en stundum kannski meir fyrir for- vitni sakir, einkum er varðar bókmenntir og listir. Sagt hefur verið um Frakka, að þegar ákveðin tíðindi gerðust hér f bókmenntum, hafi eitt helzta blað þeirra spurt: íslenzkar box menntir, hvað er það? Skandi- navískir rithöfundar og skáld komu á þing sem oftar, fyrir nokkrum árum, og þar var helzta umræðuefnið með hvaða ráðum hægt væri að kcma verk- um norrænna höfunda á fram- færi í enskumælandi löndum og rómönsku löndunum. Þetta bendir til þess að norrænir lista menn telji sig búa við nokkra einangrun. Ráðamenn á Norður löndum hafa hins vegar borið gæfu til að sameinast að vissu marki í Norðurlandaráði. Af því hafa m.a. sprottið bók- mennta og tónlistarverðlaun og skortir þar ekkert nema mynd- listarverðlaun. Það er almælt að vel hafi tekizt til með bók- menntaverðlaunin yfirleitt, þótt alltaf kunni að vera deildar meiningar um einstaka veitingu. Norrænir rithöfundar og skáld hafa verið djarfir til sóknar á mið engilsaxa og rómana í bók- menntastefnum. Af þeim strand höggum getur sprottið hin æski legasta endurnýjun. Hins vegar er vert að hafa í huga, að frans maður hefði lítinn veg af því að yrkja í heimalandi sínu eins og Norðmaður, eða Breti að skrifa eins og Jón Trausti. Eins færi ef dæminu væri snúið við. Samstaða norrænna manna er sprottin af ætterni og erfðum. Eðlilegt er, að það sé haft í huga þegar um mat á menning- arverðmætum er að ræða. Horfði á þá tala Júlíus Bomholt skrifar minn- ingar frá Norðurlandaráðsfundi hér í Reykjavík í ritið Nyt frá Island (sjá annars staðar í blað- inu). Grein Bomholts er hin skemmtilegasta og næsta óvenju leg. Auðheyrt er að Bomholt er annt um norrænt samstarf. Einn ig að hann er skáldið í hópi stjórnmálamanna. Hann hefur ýmislegt að segja um Reykjavík, og talar um græn götuljós. Þeg- ar hann sér bílamergðina hér, kemur honum Los Angeles í hug. En tilþrifamestar eru lýs- ingar hans á helztu forustu- mönnum, sem í stól stigu á fundunum í háskólanum og mættu margir blaðamenn öf- unda Bomholt af þeim lýsing- um. Honum verður tíðrætt um munn ræðumanna, og má til sanns vegar færa, að það líf- færi hlýtur að draga að sér at- hygli þeirra sem sitja og hlusta á ræðumann. Það hefur bara ekki verið fjallað svo mikið um munna ræðumanna á prenti að Þessar lýsingar Bomholts koma skemmtilega á óvart. Stundum hefur því verið hald ið fram, að samstarf Norður- landa i Norðurlandaráði væri ekki ýkja þýðingarmikið. Þetta er mikill misskilningur. Þjóð- irnar hafa færzt saman, og eins og kemur fram í grein Bopiholts, þá eru kynnin, sem skapast við þetta ómetanleg. Fyrir eyland langt úti í Atlants- hafi er ómetanlegt að eiga traustar landfestar í jörð hjá góðum frændum og vinum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.