Tíminn - 23.01.1966, Side 8
8_________________________________________________TIMINN__________________________ SUNNUDAGUR 23. janúar 1966
Grein eftir Julius Bomholt, þingforseta Dana, í Nyt fra Island
í SÓLSKINI OG
STORMI
I REYKJAVÍK
Flugvélin, sem á aS flytja
okkur til fundar Norðurlanda-
ráðs á íslandi, heitir „Eiríkur
rauði,“ og það gefur að sjálf-
sögðu efni til íhugunar.
Þegar ég kom í fyrsta sinn
til íslands átti ég aðeins eina
ósk: að sjá bústað Eiríks rauða.
Það olli miklu erfiði.Frú Bodil
Begtrup, ambassadör, varð að
kynna sér Eiríks sögu rauða,
og prófessor Sigurður Nordal,
sém er mjög vel að séf, lof-
aði að vera leiðsögumaður í
ferðinni til staðarins. Og þó
hikandi.
Sagt var, að þetta yrði löng
ökuferð um slæma vegi, og að
ekki væri víst, hvort bifreið
kæmist ferðina á enda.
Við ókum.
Við komumst á vegum, sem
ekki voru vegir, til hlíðar þeirr
ar, þar sem bústaðurinn hafði
verið. Ennnþá, — þúsund árum
síðar — var hægt að sjá, hvar
túnið hafði legið.
Það merkilegasta var, að
staður þessi minnti svo mjög
á bústað Eiríks rauða í Eiríks-
firði á Grænlandi. Sama lands-
lag. Sama krafan til sjálfsbjarg
arhvatar mannsins.
Nú fljúgum við i kjölfar báts
Eiríks rauða, og maður undr-
ast — eins og alltaf áður —
að menn gátu ratað yfir þess-
ar miklu víðáttur Norður-At-
lantshafsins. Hvernig átti það
sér stað? Sonur Eiríks rauða
hélt áfram yfir hafió til Norð-
ur-Ameríku —- án ót' við mið-
garðsorma og sjávartröll, og
maður sér hann ósjálfrátt fyr-
ir sér: Maður með augu ljós-
blá eins og ís.
Margir hafa reynt að skrifa
um þessa ferð, fyrstu sögu vest
urhvelsins, og daginn, sem það
tekst, hefur alþjóðleg skáld-
saga verið sköpuð, og í henni
verður blaðað í öllum fimm
heimsálfunum.
Við nálguðumst fjöll strand-
arinnar, og flugvélin sveigði
niður, lágt yfir gráar .ylgjurn-
ar. Svarta kollhúfu bar fyrir
augu. Það var eldgoseyjan, sem
nýlega skauzt upp úr hafinu.
Úr rifum á yfirborði hennar
stígur hvít gufa til himins, og
vindurinn fe-kir henni með
sér í löngum, svifandi renn-
ingum. Hvítleitt brimrót sýður
umhverfis eyjuna, eins og haf-
ið vilji taka bráð sína til baka
— og eyjan svarar með gló-
andi hraunfljóti, eldi, sem ýt-
Júlíus Bomholt
ir öllum öðrum litum til hlið-
ar.
Við héldum áfram í þessari
litlu hæð yfir öldutoppana og
skömmu síðar renndum við inn
á flugvöllinn við Reykjavík.
Það kom á óvart, eftir sex
klukkustunda hlýju í vélinni,
að stíga út á landgöngubrú
sem nötraði undar. þunga
stormsins. Kjólar og frakkar
blöktu, og fólkið, sem beið okk
ar, leit út eins og vindurinn
hefði máð allar útlínur af
því.
—- Hvað viljið þér segja um
handritin. Pappír og blýantar
og forvitin andlit og ljósglamp
ar. — Hvað viljið þér segja
um handritin?
Skoðun getur . Us ekki verið
til í þessari ringulreið. Ekki
er annað að gera en að troða
sér burt, i gegnum áhorfenda
hópinn, og leita að fólksflutn-
ingabifreiðinni, sem beið okk-
ar.
Vuii-xugahúsi^ á 8. hæð Sögu-
hótelsins. Kvöld. Það er eins
og að svífa í loftbelg yfir
sléttu, sem er stráð ljósum.
Lágu hæðirnar umi./erfis borg
ina: Ljós og aftur ljós. Með
hverri klukkustundinni, sem
líður, kvikna fleiri ljós, sem
sveiflast í grænu o" gulu og
bláu.
Eitt hús getur ekki látið sér
nægja einn upplýstan glugga
Ljós er a hverjum einasta
lampa í hverri einustu stofu
— eins og borgin lifi í hátíða-
skapi, gneistandi jörð 'í mót-
þróa við ómælanlegt myrkur.
Og jafnvel þjónarnir, þeir
eru klæddir í keisararautt, og
dökkrauðir fúlípanar eru á
borðunum.
Hér, þar sem hvítir slag-
brandar fjallanna rísa, á að
lifa lífinu til fulls.
— Þjónn, glas af svarta
dauða.
Hið löglega nafn brenni-
vínsins er gæluorð gömlu skip-
stjóranna: svarti dauði. Hanu
er annars mjög bjartur. Þeg
ar hæfilega margir snapsar
hafa verið innbyrðir, geturn
við — með grimmilega háðsku
brosi — staðfest, að dauðinn
hefur verið sigraður, og að sál-
in er einnig full af birtu.
Meðan á máltíðinni steudur
lítum við niður á aðalveginn:
fjöldi bifreiða heldur áfram að
streyma inn í borgina. Hvað
an koma þeir? Skömmu siðar
lítum við aftur út. Þá er ekki
svo mikið sem eyða í bílaröð-
inni.
Hálfum tíma síðar:
Hundruð og aftur hundruð
bifreiða, og maður minnist
heimsóknar í villu eina við
Los Angeles, tilsvarandi yfirlit
yfir veginn i borgina: sama
hjóla, sem hverfa í ljósahaf
borgarinnar.
Laugardagur, 13. febrúar 1965.
f dag er opna flötin eins
og þreskiflötur fyrir vindana.
Lágu húsin veita frostinu við
nám. Þau hafa kropið inn i
sjálf sig, og allt er eyðilegt.
Það hvíta er grátt, grænu lamp
arnir meðfram götum borgar-
innar eru eins og blettir, sem
hálfpartinn hefur verið útrýmt,
og svörtu gerðin geta ekki
stöðvað storminn í veldi hans.
Svo virðist, sem jafnvel bif-
reiðarnar . afi látið undan. Að-
alvegurinn liggur upp mót lit-
lausum himni, og manni finnst,
að hann, einhvers staðar að
baki sjóndeildarhringsins.
hverfi í tómið.
í slíkri veröld hlýtur horfin
tíð að vaxa og verða stórbrot
in. Egill Skallagrímsson hlýtur
að verða kempa, sem fyllir
himinn og jörð. Ef maðurinn
á ekki að eyðast, verður hann
að skapa goðsögn, sem getur
haldið frostinu í skefjum,
Hörmulegur atburður skapar
sér form og verðui að trölli
Maður getur fundið lyktina af
röku loðnu skinninu. Maður.
Norrænir þingfulltrúar á Reykjavikurflugvelli. Það er vissara að
halda fast I hattbarðið svo hatturinn fjúki ekki.
með aðeins eitt auga í enninu
kemur stikandi út úr fjallinu
— og nú er um að gera að
láta krauma í seiðpottinum.
Annars ræðst hann á húsið.
Gef ]>eim hýðingu, ljótu tröll
unum. Segið sögu um þau, og
látið Egil Skallagrímsson reka
öxina í gegnum skallann á
þeim versta.
Við söfnumst saman í sam-
komusal háskólans. Fatahengið
í gráu húsinu er svo lítið, að
fólkið lendir í þröng í kring-
um það, en i staðinn jr hátíð-
arsalurinn eftirminnilega stór.
Kirkjupallur fyllir hálfa
breidd salarins, og á miðjum
pallinum er komið fyrir birki
gulum ræðustól sem lítur mun
sakiausar út en orð þau, sem
hljóma frá hon a. Ekki er ein
einasta mynd i salnur Hefð-
lausari sal er ekki hægt að
hugsa sér Þó — norrænu
fánamir taka sig vel út við
kalKhvíta bogadregna vegginn
bak við ræði tólins
Getur það hafa veno æuun
arkitektsins að bogadregni gafl
inn eigi að þekjast freskómynd
um? Eitthvað svipað og í Ól-
afskirkjunni á Stiklastöðum?
Það virðist furðulegt. að það
skuli ekki hafa verið rt. Ef
til vill mun ungur snillingur
á borð við Skæving (Lvhevingl
fá það verkefni í h-ndur
Foreldrar háskólans heita
reglusfika og teikniborð, en
ekki saga, og þó er, þrátt .. ir
allt, söguandi í salnum, þar
sem norrænu skörungarnir hitt
ast nú.
Þarna kemur Lie. Það er
kraftur höggmyndar í þreytu-
legu yfirbragði hans. Höfuð
hans er steðji, sem jafnvel
skarpasta öxi getur ekki klofið.
Ljósbláu augun í litlum augna-
tóftunum sjá þ; , sem þau
vilja sjá. Hann tala í sundur-
slitnum setningum. Hver hluti
setningar fær raunveruleikann
til þess að skína í sterkara
ljósi Slíkan mann er hægt
að gera ódauðlegan í sementi
eða granít, norrænu efni. en
allt ekki í marmara
Hver ræðumaðurinn á fætur
öðrum kemur fram a Dak við
lifla birkitrjáavirkið. Þama er
forsætisráðherra íslands,
Bjarni Benediktsson, kænn
maður, sem kann listina að
bíða, og sem — þegar rétti
tíminn ;r kominn — segir ekki
of mikið. Frá áheyrendasaln-
um virðist svo, sem allar lín-
ur í hnellnum líkama þessa
litla manns liggi upp í eitt
stórt, stórt höfuð, sem eru eins
og skapað uta - um varaþykk-
an munn og tvö óvenju gáfu-
leg augu
Erlander rígheldur sér —
allt of hár — í litla leikfang-
ið, sem ræðustóllin virðist í
höndum hans. Hann herpir sig
saman, eins og að hvert orð
eigi að fara í nokkra innri
hringi, áður en það o- ipur út.
Rödd hans i hálf-hás og óm-
stríð, og hann reynir að halda
í jafnvægi þeim röksemdum.
sem gefa nörðust höggin, með
snöggu, leiftrandi háði. Maður
getur enn ekki gleymt fyrstu
áhrifum, sem ligja ótal ár
aftur í tímann: rektu-, sem
kennir fag, sem ekki er öllum
aðgengilegt, og ætti þó að vera