Vísir - 08.06.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 08.06.1974, Blaðsíða 2
2 Visir Laugardagur 8. júni 1974 rismsm: Notiö þér strætisvagna? Jóhann Andrésson, verkamaður: Ég nota þá, þegar ég er á ferð- inni og finnst alls ekki óþægilegt að ferðast með þeim. Ég hef ekki bílpróf og langar ekkert i bil. Kristbjörg Gunnarsdóttir, hús- móðir: Mér finnst betra að nota strætisvagna heldur en að fara á bil i bæinn. Ég hef bilpróf og mér finnst sjálfsagt að fara á bil milli bæjarhverfa, ef hann er fyrir hendi. Maður er svo lengi að fara milli hverfa i strætisvagni. Finnur Sigurgeirsson, bókari: Ég nota aldrei strætisvagna. Ég á bil, en bý auk þess nálægt vinnu- staðnum. Ég á fáa vini i úthverf- unum og ef ég fer niður i bæ, þá labba ég. Ragnar Ólafsson, nemi: Það kemur fyrir. Annars er ég ekkf það mikið á ferðinni. Það getur verið þægilegt að taka strætis- vagn, þegar umferðin er orðin svona mikil og bilastæðin fá. Lars Vikör, máifræðinemi. Ég geng yfirleitt. Heima i Osló geng ég lika eða tek sporvagn. Ég hef ekki bilpróf, en nota rútur eða lestir á lengri leiðum. Unnsteinn Pálsson, starfsmaður hjá Alverksmiðjunni. Ég nota þá þó nokkuð og yfirleitt þegar ég ferðast innanbæjar, þótt ég eigi bil. Mér finnst yfirleitt nokkuð gott að nota strætó, og svo eru þeir ódýrari en einkabillinn. „Aldrei séð annað eins segir Sveinn Björnsson rannsóknariögreglumaður, sem ósamt fleiri lögreglumönnum kynnti sér óstand fíkniefnamóla í Kaupmannahöfn svínarí” Moldarhaugur fyrir framan húsið, borö úr kassafjölum, reiðhjói og ruslahrúgur. Þetta var sjónin, sem mætti ijósmyndara Visis, er hann fór um Kristjaniu fyrir mánuöi á ferö sinni um Kaupmannahöfn. Myndin er tekin i hjarta „nýlendunnar”. Ljósm. BG. /,Ég hef aldrei séð ann- að eins svínari og þarna í Kristjaníu. Þarna var skítugt og sjúkt fólk inn- an um hunda, ketti og rottur. Það lá á fletum, en hrúgur af saur voru úti á miðjum gólfum." Þetta er lýsing Sveins Björns- sonar rannsóknarlögreglu- manns i Hafnarfirði, en hann fór til Kaupmannahafnar fyrir stuttu ásamt þremur öörum lög- reglumönnum til að kynna sér starfsaðferðir fikniefnadeildar rannsóknarlögreglunnar þar. Ferðin var farin i boði dóms- málaráðuneytisins. Visir ræddi við Svein i gær um ferðina. „Við fórum utan 27. mai og vorum i fimm daga. Með mér voru Jón Guðmundsson yfirlög- regluþjónn á Selfossi, Asmund- ur Guðmundsson rannsókn- arlögreglumaður i Kópavogi og Þorsteinn J. Jónsson, starfs- maður fikniefnadeildar lögregl- unnar i Reykjavik. Við fórum margar ferðir með lögreglumönnunum dönsku, mest út i hippanýlenduna Kristjaniu, sem er núna ekkert annað en sóðabæli og samkomu- staður dópista og glæpamanna. Sérstakir „shuðrarar" — ekki til hér Starfsaðferðir dönsku lög- reglunnar eru að mörgu leyti ólikar þvi sem hér tiðkast. Þeir hafa sérstaka menn i þvi að fara út á kvöldin, leita að fikniefna- sölum, hlera samtöl manna og framkvæma handtökur. Þessir eru borgaralega klæddir byrja að vinna klukkan sex á kvöldin og eru ekki búnir fyrr en löngu eftir miðnætti. Þeirra starf ber hins vegar mjög góðan árangur, þvi þeir taka mjög marga. Þeir meíra að segja stoppa menn úti á miðri götu og leita á þeim, ef þeir þykja grunsamlegir,” sagði Sveinn. Byssur á loft við minnsta mótþróa Sveinn sagði að sér þætti mikil harka komin i viðureign lögreglunnar við fikniefnasala og neytendur. m LESENDUR HAFA ORÐIÐ SENNILEGA COLUMBUS ALDREI Á ÍSLANDI Sigurður ólason lögfr. sendir 2. dðunni eftirfarandi aths.: HIÐ gamla ágreiningsefni, hvort Columbus hafi komið tií Islands, áður en hann réðst i Amerikuferð(ir) sina(r), hefir nýskeð verið vakið upp hér i blaðinu, i tilefni af fréttafrásögn um norskan fræðimann, sem nú telji sig vera i þann veginn að sanna þetta. Hafi bréfritarar hér á siðunni bent á, að ekki sé þar um nein ný sannindi eða uppgötvun að ræða, heldur hafi þetta verið kunnugt og vitað hér á landi sem söguleg staðreynd, enda tilgreindir höfundar og heimildir. Ekki hefir þó enn verið bent á sjálfa frumheimildina, sem sé frásögn Columbusar sjálfs, i ævisögu sonar hans, sem segir frá ferð hans hingað, og skyldi þá mega ætla, að ekki þyrfti frekar vitnanna við. Sannleikurinn er þó sá, að mjög hefir verið um það deilt, — af furðulegu kappi og af miklum fjölda fræðimanna — hvort þessi frásögn ævisögunnar hafi við rök að styðjast, eins og reyndar margt fleira i sambandi við þenn- an fræga afreksmann veraldar- sögunnar. Af isl. höfundum benti Finnur Magnússon á það fyrstur manna, að C. hafi verið hér á landi og hér muni hann hafa fengið fyrstu vitneskju sina um lönd I vestri. Á sömu skoðun var Vilhj. Stefánsson, sem skrifaö hefir itarlega um þetta mál, ennfr. t.d. Gustav Storm, hinn norski fræðimaður, dr. Charcot, (er fórst við Mýrar) og ýmsir fleiri. Dr. Þorvaldur Thoroddsen mun hins vegar hafa verið van- trúaður á þessa Islandsferð C., svo og fjöldi erlendra fræði- manna. Hér sýnist þvi sitt hverjum og er gátan enn óleyst, og verður lik- lega lengst af. Það væri þvi góðra gjalda vert, ef hinn norski fræði- maður gæti grafið eitthvað fram, sem varpaði nýju ljósi á þetta atriði, og sizt má gera litið úr þeirri viðleitni hans i þá veru, að rannsóknarefnið varði ekki annað en það, sem við höfum alltaf vitað og fullsannað sé fyrir. Það eru einmitt sannanir, sem vantar. Og meira að segja eru veigamiklar likur gegn þvi, að frásögnin fái staðizt.Má i þvi efni, til fróðleiks og gamans, benda lauslega á þessi atriði: a) Ævisagan er ekki til i frum- riti og gæti þvi auðveldlega hafa færzt úr lagi við afritun, svo sem algengt var, enda auðsætt og viðurkennt, að hún hlýturaðhafa afbakazt i ýmsum einstökum atriðum. b) Það dregur og úr sannleiks- gildi sögunnar þ.á m. frásagnar- innar um Islandsferð, að C. skrifaðihana ekki sjálfur.heldur sonur hans löngu siðar. c) Hins vegar er tilfrásögnC. sjálfs i dagbók hans i fyrstu Amerikuferðinni, þar sem hann rifjar upp, hversu vitt hann hafi áður farið, til suðurs, allt til Guineu, en „til norðurs hefi ég farið allt norður til Englands”. Hér hefði hann hlotiðað geta um tsland, ef hann hefði þangað kom- iö. d) Það athugast ennfremur, að C.teðahöfJ, nefnir hvergi island, heldur hið forna landfræðisögu- lega heiti, Thule, sem þá og enn er nokkurri óvissu bundið. Ef C. hefði verið hér, myndi hann vissulega hafa nefnt landið sinu rétta nafni, enda gefið mál, að C. sem var kortagerðarmaður og landfræðíngur, hefir þekkt tilvist og nafn landsins. e) Hnattstaða sú, sem upp er gefin, getur ekki átt við Island, heldur miklu suðlægari lönd. Munurinn er of stórkostlegur (10 br.gr.) til þess að með nokkru móti verði komið heim og saman. f) Likt er að segja um lýsingar frá landinu t.d. mismun flóðs og fjöru (17 m?), sem ekki nær nokkurri átt, miðað við aðstæður hér á landi. Óliklegt verður að telja að bæði þessi atriði og fleiri eigi rót sina að rekja til misritunar eingöngu, hitt er trú- legra, að frásögnin um ferð þessa sé öll ýkt, meira og minna, enda þurfi þær ýkjur heldur ekki að vera frá C. sjálfum komnar. Ég held þess vegna, að þyki mönnum málið þess virði, að láta sig það einhverju skipta, þá væri réttara að biða átekta og sjá, hvortrannsóknhins norska sagn- fræðings kann að leiða eitthvað nýtt i ljós. S.ól. Framboð 2 Einn er vor ágætur flokkur i andanum virðist hann frjór. Hans stefnumái er vist það eina að eflast og verða stór. En visir þess afls er vist alltaf einkar visinn og mjór. Það er taliö hann þynntist um þriðjung þegar Helgi Sæm. fór. Ben.Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.