Vísir - 08.06.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 08.06.1974, Blaðsíða 20
VÍSIR ,Leik vonandi aftur á móti Liv Ullmann' — rœtt við Erland Josephson, hinn kunna sœnska leikara VANJA FRÆNDI? Nei, Vanja móðurbróðir. Við kynnumst nýrri uppfœrslu ó þessu frœga leikriti Tjekhovs Ekki bara Guðni í Sunnu: Nú fœr Flug- félagið rautt Ijós hjá Dönum Þeir höfðu hlakkað til að bregða sér til Græn- lands, krakkarnir í efsta bekknum í Gagnfræða- skóla Sauðárkróks. Sama daginn og halda átti í þessa eins dags ferð til Kulusuk var þeim svo til- kynnt, að ekkert yrði úr ferðinni, vegna þess að Flugfélagið hefði ekki fengið lendingarleyfi í Kulusuk. Birgir Þorgilsson hjá Flug- félagi Islands sagði okkur, að félagið flygi bæði til Kulusuk á austurströnd Grænlands og Narssassuak á vesturströnd- inni. „Flugið til Kulusuk er eins konar leiguflug. Við förum i dagsferðir og snúum til baka með sömu farþegana að kvöldi. Við fórum fram á við Dani að fá að fljúga 60 ferðir i sumar. Viö fengum hins vegar aðeins leyfi fyrir 50 ferðum. Þetta stafar aðallega af þvi, að verið er aö endurbæta flugvöllinn i Kulu- suk, og þeir treysta sér ekki að taka við meiri umferð á meðan. Þeir eru ekki til viðtals um neinar tilslakanir frá þessu. Hefði ég vitað um þessa auka- ferð frá Sauðárkróki fyrr, hefði ég sagt þeim, að slikar feröir væru ómögulegar. Danirnir hafa annars verið mjög almennilegir viö samn- inga. Nú fáum við t.d. að skilja eftir farþega i 20 af þessum 50 ferðum. Farþegarnir fá þá gist- ingu, fara i ferðir inn i landið eða til Angmagssalik og koma svo heim með öðru flugi. Flugið til Narssassuak er hins vegar áætlunarflug i samvinnu við SAS, og þar eru ekki á ferð- inni nein vandamál”, sagöi Birgir að lokum. —JB „Það var mjög ánægjuiegt að leika með Liv Ullmann i sjón- varpsþáttunum um hjónaband- ið. Já, ég vona, að ég eigi eftir að leika með henni aftur. Það hcfur verið rætt, en ekkert er enn ákveðið,” sagði Krland Josephson, þcgar blaðamaður og Ijósmyndari Visis höfðu við- tal við hann á Ilótel Esju i gær- kvöldi. Flestir ef ekki allir muna eftir þáttunum um hjónabandið, sem sýndir voru hér i fyrra. Nú er Erland Josephson staddur hér i heimsókn á vegum „Listahátið- ar i Reykjavik”. Hann er leik- hússtjóri við Dramaten-leikhús- ið i Stokkhólmi, sem er þjóðleik- hús Svia. Erland Josephson sagði, að sér litist vel á landið, það litla sem hann hafði séð, og hlakkaði til að sjá sig um. „Hér er allt öðruvisi en i Svi- þjóð, og svo hafið þið þessar björtu sumarnætur.” Erland Josephson kemur hér með hópi sænskra leikara sem sýna leikritið Vanja frænda eftir Tjekhov i Þjóðleikhúsinu i kvöld, sunnudagskvöld og mánudagskvöldið. Þættina um „Hjónabandið” er búið að sýna um öll Norður- löndin, og i Danmörku er búið að sýna þá tvisvar. Nú á einnig að fara að sýna þá i Ameriku. Erland Josephson sagðist vera giftur og eiga 5 börn, 3 l'rá fyrra hjónabandi. Hann sagði að sem betur færi hefðu þau Liv Ullmann og hann getað verið i friöi við upptöku þáttanna. Þau hefðu dvalið á eynni Fárö og upptakan hefði ekki tekið nema 7 vikur. Þvi miður sagðist hann ekki geta verið lengur á Islandi en til mánudags. „Það er erfitt fyrir leikhússtjórann að vera lengi i burtu i einu”, sagði hann. —EVI— „En það fallega útsýni” varð Gunnel Lindblom að orði, er við blaðamaður og ljósmyndari Visis hittum hana um það bil sem hún var að koma inn i her- bergið sitt á 7. hæð á Hótcl Esju i gærkvöldi. Á henni var engin þreytumerki að sjá eftir ferða- lagið frá Sviþjóð. „Já, ég leikstýri Vanja frænda, sem við höfum nú að- eins breytt nafninu á og köllum Vanja móðurbróður. Það hefur veriðgerð ný þýðing á leikritinu beint úr rússnesku, og núna er leikritið ekki fært eins mikið inn i rússneskt andrúmsloft, heldur gæti það gerzt hvar sem er. T.d. er umhverfið mjög einfaldað, litið af húsgögnum o.s.frv. Manni finnst eins og maður kynnist Vanja betur þannig og lika kynnist maður Tjekhov frá annarri hlið.” Hún sagðist hlakka til dvalar- innar hér og sagðist mundu reyna að dvelja hér eitthvað eft- ir leiksýningar. „Nokkra daga i viðbót, fyrst maður er kominn á annað borð.” Hún lék einnig i hinum umtal- aða sjónvarpsþætti, „Hjóna- bandið”, i fyrstu tveim þáttun- um, þar sem hún lék aðstoðar- stúlku hjá Erland Josephson. Hún er gift og á þrjú börn, og henni finnst dálitið erfitt að fara svona langt frá heimilinu. Vanja móðurbróðir hefur ver- ið sýndur á litla sviöinu i Dra maten leikhúsinu i Stokkhólmi 30 sinnum og verður sýndur tvisvar enn i sumar. Siðan verð- ur sýningum haldið áfram i haust. Næsta stykkið, sem Gunnel Lindblom leikstýrir, verður Kirsuberjagarðurinn, einnig eftir Tjekhov. —EVI— ,LIKAST ÞVI AÐ BÚAVIÐ HÖFNINA' „Það er ekki rétt, að steypustyrktarjárnið sé farið, eða að magnið sé minna en önnur ár," sagði ibúi i Skerjafirði, er hann hringdi i okkur í gær Þar hefur Hafskip vöru- port sitt og geymir nokk- uð af vörum sinum utan girðingarinnar, eins og sagt var frá i gær i Vísi. „Ég hef bara aldrei séö annaö eins magn af steypustyrktar- járni og nú. Það var fjarlægt i fyrra eftir að Visir skrifaði um þetta, en nú er það komið aftur. Við vitum jú um þá erfiðleika, sem þessi fyrirtæki eiga i um þessar mundir, en þetta er bara eins og að búa á hafnarbakkan- um. Það er ekki talið heppilegt, að litil börn séu að leik niðri viö höfn, og það er fyrst og fremst þess vegna, sem við viljum losna við þetta hafnarástand hér i hverfinu. Auövitaö vex óþrifnaðurinn okkur lika i augum. Maður veð- ur hér i ryki og skit alla daga. En mestar áhyggjur höfum við af börnunum: Þau rifa fötin sin og hrufla sig á járninu og stafar sifelld hætta af stórvirkum vél- um, sem eru stöðugt að athafna sig fyrir utan portiö hjá Hafskip. Nú eru starfsmenn frá bænum aö slétta úr og sá grasfræi á þessum 6lóðum. En bæöi kom- ast þeir ekki að fyrir vörunum eða flutningatækin, semþarna athafna sig, eyðileggja jáfnóö- um fyrir þeim,” sagði þessi ibúi að iokum. — JB Eitt hundrað milljónir í Þingvallaveginn Fyrir Þingvallahátiðina 28. júli stendur til að Ijúka ýmsum endurbótum á Þingvallaveginum. Nú er unnið að gerð þriggja nýrra brúa, yfir Norður-Reykjaá, Köldukvisl við Gljúfrastein og Bugðu. Var orðin mikil þörf á að gera þessar endurbætur á jafn- fjölförnum vegi og Þingvallaveg- urinn er orðinn. Eldri brýrnar voru orðnar 40-50 ára gamlar og ófærar um að bera væntanlega umferð. Brúin yfir Leirvogsá er hins vegar nýleg, gerð i fyrra. Framkvæmdir viðveginn koma til með að kosta um 100 milljónir. Auk brúarsmiði verður unnið við stækkun og breikkun ræsa. Veg- urinn sjálfur verður styrktur og endurbættur. Rétt fyrir hátiðina verður veg- urinn svo heflaður og rykbundinn. Innifaldar i 100 milljónunum eru einnig endurbætur á Þingvalla- veginum innan þjóðgarðs. Stærsti liðurinn i þeim framkvæmdum er lagning oliumalar frá vegamót- um Gjábakkavegar aö Þingvalla- bænum. — JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.