Vísir - 08.06.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 08.06.1974, Blaðsíða 5
5 Vfsir Laugardagur 8. júni 1974 ERLEND MYNDSJÁ Umsjón: BB/GP VERTU VELKOMINN AÐ ÞVI! „Ekki sé ég eftir þvi til þin”, gacti maöur frcistazt til aö halda, aö Golda Meir væri aö segja viö eftirkomanda sinn, Yitzhak Rabin, hinn nýja forsætisráö- herra israels. Var þessi mynd tekin viö þaö tækifæri, sem „knesset” israels- þing samþykkti stjórn Rabins meö 61 atkvæöi gegn 51, og Goida Meir óskaöi Rabin til hamingju mcð úrslitin. „Tðpum aldrei aftur" — sagði Sadat Egyptalandsforseti Sadat Egyptaiandsforseti lét efna til mikillar viðhafnarhersýningar i vikunni i tilefni af þvl, að sjö ár eru liðin, sföan sex daga striðiö var háö viö tsrael. Þessi loftmynd var tekin viö þetta tækifæri og sýnir 3. herinn stilla sér upp til skoöunar fyrir forsetann, sem ók á milli raöanna i opinni bifreið. Það vakti mikinn fögnuð hermannanna, þegar forsetinn I ræöu sinni rifjaöi upp unna sigra Yoin Kippurstriösins i október og lofaöi þeim þvi, aö Egyptaland mundi aldrci aftur lúta I lægra haldi fyrir Gyðingum. HJARTAÞEGI I ÖNNUM Þaö var i nógu aö snúast hjá hjartaþeganum, Ross Hitchinson, á þriöjudaginn, þar sem hann lá á sjúkrastofu i Sidney i Astraliu. Aöeins þrem dögum áöur haföi veriö grætt i hann hjarta i staðinn fyrir gamla hróiö. Hann byrjaði daginn meö máls- veröi, sem flokka má undir meiri- háttar veizlu, og það ekkert létt- meti. Siðan hófst langur lestur simskeyta og bréfa, sem borizt höföu. Svo var eftir aö fylla út getraunaseölana, taka á móti blaðamönnum og sitja fyrir á þessari mynd. Þaö er eins gott aö nýja hjartaö sé „sólid og vandaö”. Skipstrand 50 þúsund smálesta norskt flutningaskip strandaði fyrir nokkru um hundraö mílur noröur af Sidney I Astraliu. Aftakaveður geisaöi þarna og hrakti stormurinn skipiö upp i brot. Þrjátiu manna áhöfn skipsins varö þó bjargaö i land, og þyrlur fluttu þá siöan til manna- byggða. Magruder kom- inn í fangelsi Mynd þessi var tekin af Jeb Stuart Magruder, fyrrum ráögjafa Nixon Bandarikjaforseta, þegar hann var á lciö inn um fangelsishliöiö til aö afplána þar 10 mánaöa fangelsi (og allt aö 4 ár, ef hann þarf að afplána allan dóminn) fyrir sinn þátt i aö hindra rannsókn Votugáttar- hneykslisins. Magruder er hæstsettur þeirra, sem búið er aö hneppa I fangelsi fyrir hleranirnar i Votugátt og eftirmála þeirra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.