Vísir - 08.06.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 08.06.1974, Blaðsíða 8
8 Vfsir Laugardagur 8. júni 1974 Endurtöku- og sjúkrapróf og hjálparnámskeið í framhaldsdeildum 15. og 6. bekk gagnfræðaskóla) Hjálparnámskeið fyrir 5. og 6. bekk fram- haldsdeilda verður haldið dagana 10.-20. júni i Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Reykjavik. Kennt verður i þessum grein- um, alla virka daga: Þýska fyrir 5. og 6. bekk Efnafræði fyrir 5. bekk Stærðfræði fyrir 5. bekk kl. 16.00-17.30 kl. 17.30-19.40 kl. 20.00-21.40 Endurtöku- og sjúkrapróf haldin i Gagn- fræðaskóla Austurbæjar, Reykjavik, verða sem hér segir: Fimmtudaginn 20. júni kl. 9-11.30 isl. i 5. og6. bekk,bókfærsla i5. bekk. Föstudaginn 21. júni kl. 9-11.30 danska i 5. og 6. bekk Laugardaginn 22. júni kl. 9-11.30 enska i 5. og6. bekk saga i 5. bekk. Mánudaginn 24. júni kl. 9-11.30 þýska i 5. og 6. bekk. Þriðjudaginn 25. júni kl. 9-11.30 stærðfræði i 5. og 6. bekk. Mið vikudaginn 26. júni kl. 9-11 eðlisfræði i 5. bekk,sálarfræði i 6. bekk. Fimmtudaginn 27. júni kl. 9-11 efnafræði i 5. og 6. bekk. Föstudaginn 28. júni kl. 9-11 lifeðlisfræði i 5. og 6. bekk. Laugardaginn 29. júni kl. 9-11 jarðfræði og veðurfræði i 5. bekk,liffræði i 6. bekk. Nemendur eru beðnir að tilkynna þátttöku i hjálparnámskeiðunum mánudaginn 10. júni kl. 9-12 i sima 10400. Reykjavik, 7. júni 1974 Menntamálaráðuneytið. BILAVARA- HLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTIR í FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ T.d. vélar, girkassar, drif í Benz ’59-’64, Opel ’62-’66, Moskvitch ’59-’69, Vauxhall Viva, Vauxhall Victor, og flest annað i eldri teg. bila, t.d. hurðir og boddihlutir i miklu úrvali. BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9-7 alla virka daga og 9-5 laugardaga. Hve lengi viltu biða eftir fréttunum? Viltu fá þær heim til þín samdægurs? Eða viltu bíða til næsta morguns? VÍSIR flytur fréttir dagsins í dag! e SIÐAN = leyfinu Viö birtum hér á innsiöunni myndir af tveim peysum, sem tilvaliö væri aö útbúa sér fyrir væntanleg feröalög i sumar. önnur peysan hæfir vel, þegar sólin vermir okkur með geislum sinum, en hin er góö til aö bregða sér i þegar kólnar. Að visu fylgja ekki upp- skriftirnar, en þær sem vanar eru að prjóna sjá fljótt, hvernig þær eru gerðar. Flegna peysan er úr bómull- argarni og hæfir kannski frekar þeim, sem geta státað af að vera grannar. Hún er með mjó- um hekluðum böndum yfir axlirnar, og blómin eru bróder- uð i á eftir. Þykka peysan er úr blöndu úr ull og akrylgarni. Bakstykkið er prjónað upp að höndum og siðan er aukið út i i handveginn og fitjað upp á fyrir ermunum. Sið- an er prjónað upp i háls. Eins er framstykkið. Siðan eru stykkin sett saman. Lykkjurnar i háls- málinu eru settar upp á hring- prjón og prjónaður rúllukragi. Framan á ermarnar prjónum við lika eftir á eins og sjá má á myndinni. Ef vill má svo hafa belti með peysunni. — EVI ÞANNIG MÁ GCRA GAMLA BOUNN SEM NÝJAN! Þaö hefur æxlazt þannig, aö bolirnir svokölluöu hafa orðið einn vinsælasti klæönaöur beggja kynja vfir sumartimann aö minnsta kosti. Og þaö er ekki beint skrýtiö, þvi þetta er sér- lega þægilegur klæönaöur til þess aö vera i, t.d. þegar heitt er i veðri, og svo inm viö. Það er þó ekki óliklegt, að gamall bolur sé orðinn svolitið óvinsælli hjá eiganda sinum en hann var i upphafi. En það er þá hægt að kippa þvi i lag á fljót- legan og auðveldan hátt. Og hvernig væri að gera það núna? A tveimur meðfylgjandi myndum sjáum við dæmi þess, hvernig bolum hefur verið breytt. Á einum hafa ermarnar verið teknar af, en nýjar saumaðar i staðinn, og leggingu úr sama efni hefur verið komið fyrir I hálsmálið. A öðrum bol, á sömu mynd, sjáum við svo skrautlegar pifur. Þetta er að- eins þunnt og þægilegt efni, sem saumað er við axlirnar og i hálsmálið og gerir sérlega skemmtilegan svip á bolinn. A hinni myndinni sjáum við svo ermalausan bol og annan fleginn með löngum ermum. Þeirhafa veriö skreyttirmeðfin- legum leggingum og slaufum. Og svona róttæka breytingu má gera á mjög ódýran hátt. Þetta þarf meira að segja ekki að kosta neitt, ef efnisafgangar eru f-yrir hendi. — EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.