Vísir - 13.07.1974, Page 5

Vísir - 13.07.1974, Page 5
Vísir. Laugardagur 13. júli 1974. 5 BLESSUÐ SÓLIN ELSKAR ALLT Láttu ganga ___________________________________ Eftir langan og oft leiðinlegan vetur er fátt, sem við kunnum betur að meta en sólskin og blíð- viðri. Þetta kemur ekki hvað sízt í Ijós í skáldskap. Þar er vorið, sumarið og sólin lofsungin í rík- um mæli. Sigurður Breiðfjörð kveður: Sólin klár á hveli heiða hvarma gljár við baugunum. A sér hár hún er að greiða upp úr bárulaugunum. Eftir að fór að bera á mengun hér á jörðu vöknuðu margir upp við vondan draum. Vötn, sem áður höfðu speglað feg- urð umhverfisins voru orðin að fúlum pyttum, sem ekkert kvikt þreifst i. Við skulum vona, að visa Sigurðar geti þó átt við hér á tslandi og ókomna framtið. Sunna háa höfin á hvitum stráir dreglum. Veröld má sinn vænleik sjá i vatna bláum speglum. íslenzka sólarlagið hefur löngum verið rómað fyrir fegurð. Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum yrkir. Sezt i rökkurs silkihjúp sæll og klökkur dagur. Er að sökkva i sævardjúp sólarnökkvi fagur. Þeir eru ekki sammála Hannes Haf- stein og Kristján Ólason um það, hvernig náttúran tekur sólinni. Hannes segir: Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur, haginn grænn og hjarnið kalt hennar ástum tekur. Kristján er aftur á móti á þvi, að hjarn- ið sé ekki svo ýkja hrifið af sólinni. Sólin yljar mó og mel, mönnum léttir sporin. Svellin gráta sig i hel, — sárt er að deyja á vorin. Arni Sigurðsson yrkir um sólina að morgni dags. Sól af bárum brosir hiý. Bjarmi gljár á hæðum. Drjúpir smáradrósin i daggartára slæðum. Jóel Friðriksson yrkir einnig um morgunsólina. Sær og land við sólarris saman standa bæði, — flytja anda almættis efnisvandað kvæði. Jón i Garði leggur orð i belg um sama efni. Vorsins ómar ymja dátt árdagsgeislar skina. Himindjúpsins heiði blátt heillar sálu mina. Ef það er ekki búið að gera alveg út af við rómantikina, er fátt, sem er betur til þess fallið að vekja hana en islenzka sumarnóttin. Lára Árnadóttir yrkir. Allt sem vetrarveldi fól, vermir geislinn fagur. Breiðir grænt á börð og hól. Brosir nóttlaus dagur. Þórði Jónssyni finnst gott að sjá sólina — Að loknu hreti. Sinum vendi sólin brá, sótti á hendur skýja. Fjallaendum yztu frá eins og brennd þau flýja. En það er ekki nóg að sólin skini, ef hún kemst ekki inn i hjörtu mannanna. Páll Ólafsson hefur siðasta orðið um sólina. Nú er á förum nóttin svört, nú sér morgunroðann. Sér á undan sólin björt sendir fyrirboðann. Jökulfjöllin himin-há og hvitan faldinn unna, steyptu glöðum geislum á, gullinhærða sunna. Láttu hjörtum lika ná Ijósgeislana hreina þeirra, er vaka og varla sjá vonarstjörnu neina. Og úr þvi Páll er kominn af stað, er kannski óþarfi að stöðva hann strax. Næstu visu sendi hann Jóni Ólafssyni. Kærar senda konur og menn kveðjur hér af bænum. Vertu sæll, ég ann þér enn, eins og þorskur sænum. Páll gat verið meinlegur i kveðskap sin- um. Séra Bergvin sagður er sina holu kominn i. Tittlingarnir, trúðu mér, tárast varla yfir þvi. En hann er lika hjálpsamur. Ekki eru þeir ánægðir með hann, ýmsir geta hreint ekki séð hann. Ef þú l.'itur aka honum héðan, ég legg ,»á til hestinn og sleðann. Þessi visa var ort til séra Lárusar Halldórssonar 1882. Næsta visa heitir Við Vilhjálm Oddsen. Taug er cngin til i mér, treysta scm að megi. Veit þó einn, sem verri er: Vilhjálm bónda i Teigi. Þá er farið að siga á seinni hluta þáttar- ins i dag og það s svo mjög að næsta visa verður jafnframt sú siðasta. Lifsins glima leiðist mér, og lífsins ferðaslangur. En hvildartima að höndum ber, og hann er nógu langur. Ben. Ax. HttffWH !• So VC. 1 *A 1 íí 3 2 3 rk-k 2 ií K 34 3 3 /3 H zi 2i /t* Vinniri^ 1 1 2 1 1 •+' l'k % 1 'lz 2 2i 1 2i 2 3i 2 3 3i 3 3i 2 H 3 7 'k 1 JÍ Vý rlz 2Í z i'/*i 3 2i 3 2 3 21 2i 3i ZÍ 3b 'k 2 3 li % 2 li • 2 2 3 3 3 3 2 2i t 3 fe 'h. 5- Mollftrl^- i li li 2 m 2 2 2 ZÍ 2Í3Í 2Í 2Í 3 j 3 H 3 S'/x Ið- jfi. X 3 2 2,1 2. * zi 1 i-i 2i: 1 zí ZÍ3Í 3 3i 35 1- V " ■a.kccleivxA. 'k li zí x X ií m 2. zízi zí 2 2i 3 2 32 'k Z 1 2. X 3 2. m 2 2 2 X 3 1 Zi2í Zó'/i 1 'k l'/l 2 rk 2Í 2 2 m 3 i 1 í 2 3 3i Zzl 29 '/z. l0- £• >A 1 c* y\ d. l 2 1 i llz Hz llz z i m 2 2 2 X Z 3Í Xb iL F.r, p6c-,jpi.- 'k i 2 i •k 3 l'/z 2 3 2- % 1 i 2 Zz Zi ZS'k 12. S c-v n v\ 0 'k i i 1 lz l/l l’A. z 2Í 2 3 % 2 2Í lí 3 ZS'/z. 13. N li i k i li li 2. 1 2 z 3 z X li 2Í zs LL li k li 2. J 1 X li 3 1 2 2. \L 2 Vá 2 ii 2 3'4 H * n ri l c* v\ ci. o 7L '/x ií 1 1 l i 'k 2 I i 2,i 2i z w Zz 2Z >±1.. o O H o C k / li IL /•2. /i i lí 2i 1 i. 1 tf'/z Úrslitatafla Olympiuskákmótsins 1974. Vinningar innan sovézku sveitarinnar skiptust þannig: 1. borð Karpov..................................12 v. af 14 85.7% 2. borð Kortsnoj.............................11 1/2 v. af 15 76,7% 3. borð Spassky.................................11 v. af 15 73.0% 4. borð Petroshan............................12 1/2 v. af 14 89.3% 1. varam.Tal................................lll/2v. af 15 76.7% 2. varam. Kuzmin.............................12 1/2 v. af 15 83.3% Sovétmenn bættu sig um 4 vinninga frá siöustu Olympiukeppni, en þá fengu þeir 42 vinninga og töpuðu tveim skákum. Um Olympluskákmót- ið i ár var sagt, að þrennt hefði vantað: Ahorfendur, Fischer og pen- inga. Kostnaður við mótið er talinn vera um 56 milljónir króna og vant- aði talsvert á, að endar næðu saman. Frakkar höfðu þó allar klær úti og urðu t.d. eiginkonur keppenda að borga hálft aðgangsgjald. Vasa- peningar keppenda þóttu nokkuö naumt skammtaðir, rúm 45 þúsund fyrir þá 24 daga, sem keppnin stóð yfir. Fyrirkomulag Olympiuskák- mótsins i framtiðinni vefst æ meira fyrir stjórnendunum eftir þvi sem þátttökuþjóðum fjölgar. Mjög hefur veriö rætt um að taka upp sviss- neska kerfið, þótt flestum þyki sú lausn óyndisúrræði. Bezta útkoman hjá Friðrik og Inga R. Friðrik Ólafsson og Ingi R. Jó- hannsson fengu beztu útkomu is- lenzku sveitarinnar og við skulum lita á vinningsskák Inga gegn Skotum. Hvitt: Besser Svar: Ingi R. Jóhannsson. Skozki leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. c3 d5 (Oruggasta leiðin til að mæta bragði hvits. Svartur tryggir sér strax jafnt tafl.) 5. exd5 Dxd5 6. cxd4 Bg4 7. Be2 Bb4+ 8. Rc3 Bxf3 9. Bxf3 10. Bxc6+ Dc4 (Þekkt leið er 10. Be3+ 11. bxc3 Dxc3+ 12. Kfl Dc4+ 13. Kgl Re7 14. Hcl Dxa2 15. Hal Dc4, jafn- tefli. Marshall : Casablanca 1926). 10... Dxc6 11.0-0 Re7 12. Db3 Bxc3 13. bxc3 0-0 14. C4 b6 15. d5 Dd7 16. Bb2 Hf-e8 (Hérer staðan i jafnvægi. t næstu leikjum kemur þó glöggt I ljós, að hvitur missir þráðinn og leik- ur án áætlunar. Ingi bætir hins vegar stöðu sina jafnt og þétt.) 17. Ha-dl Rf5 18. Df3 Rd6 19. Dc3 f6 20. Hd3 (Veikburða tilraun til að ná sókn með Hg3 og Dxf6 siðar meir). 20.. He2 21. Ba3 (21. Hg3? strandaði á 21... Re4). 21.. . Ha-e8 22. Db3 (Til hvers?). 22.. Re4 23. Ddl 23... Rxf2! og hvitur gafst upp. Ef 24. Hxf2 Hel-F og vinnur: Jóhann örn Sigurjónsson. 4L-ÞEKJAN, sem hefur slcgið i gegn I Bandarlkjunum, og viða i Evrópu. AL-ÞEKJAN er þak-klæðning, sem kemur i stað bárujárnskla:ðnin^ar, og hana þarf e,kkiað rnála . og aif ekki er hætta á. ð þessi þckja Ijúki af, þótt mikið blási. AL-ÞEKJA I STAÐ BÁRU- JÁRNSKLÆÐNINGAR alcoatin£>s Fyrir nýtt sem gamalt þjOnuslan Vinnuaðferð: Lagöur er á þakið asfalt pappi, 3-5 mm þykkur, skeyttur saman meö ál-gyrði, þéttnegldu og lagt I Alco-hesive (undirlims-efni) og slðan borið á Four Seasons þéttiefni, sem er kalt, fijótandi efni, sem inniheld dur ASFALT Gilsonite og „FIBERED ALMINIUM og OLIUR, scm harðna ekki um of. I FOUR SESONS er lagt gler-trefja mottu. Frágangur á steyptum köntum og út- ventlun er samkvæmt algildri reglu hérlendis. Þar sem þessi klæðning er borin yfir allan flötinn, er ekki um nein samskeyti aö ræða, og minnkar þvl hitakostnaðurinn, þar sem það er mjög góöur hita-einangrari. ÞETTA EFNI BRENNUR EKKI, EFTIR AÐ ÞAD HEFUR VERIÐ BORID A, ATHUGIÐ: Húseigendur um land allt, sem eiga eftir að gera fokhelldhús sln, eru minntir á aö leita tilboða I tima. Þar sem rannsóknir á rannsóknarstofum erlendis hafa leitt I Ijós, að klæðning þessi þolir vel seltu og jarövegs- sýru, og ryögar ekki, er klæðning þessi kjörin I sjávar- plássum. Aö lokum: 1. Sjö ára ábyrgð er á efni og vinnu. 2. Málning er óþörf. 2. ÁL-ÞEKJAN ryðgar ekki. 4. Verkið unnið af fagmanni, sem numið hefur i Bandarikjunum. Upplýsingar gefur Gunnar F. Kristjáns- son múrari, alla daga kl. 13-14 og 19-23 í sirna 2-69-38.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.