Vísir


Vísir - 17.07.1974, Qupperneq 3

Vísir - 17.07.1974, Qupperneq 3
Vísir. Miövikudagur 17. júll 1974. 3 Ein skrifstofa fyrir Loftleiðir og Flugfélagið í Kaupmannahöfn: STÓRI BRÓÐIR FLYTUR YFIR GÖTUNA TIL LITLA BRÓÐUR — eða er það kannski öfugt? „Ég verð fyrst og fremst að lýsa ánægju minni yfir þessum samruna Loftleiða og Flugfélagsins og það er gott, að við erum farnir að beita kröftum okkar saman i stað þeSs að vera i samkeppni”, sagði Vilhjálmur Guð- mundsson, forstjóri Flugleiða i Kaupmannahöfn, þeg- ar við hringdum i hann i gær. Vilhjálmur sagði okkur, að þeir væru i óða önn að flytja skrifstofurnar saman, en Loft- leiðaskrifstofan og Flugfélags- skrifstofan hafa veriö i sömu götu I Kaupmannahöfn, svo að segja hvor á móti annarri. Flutt er í Flugfélagsskrifstofuna, sem hefur heldur stærra húsnæði en Loftleiöir. Vilhjálmur sagði, að flutningarnir ættu að verða bún- ir þann 15. júli. Starfsfólki fækk- ar heldur við breytinguna. Og hefur verið hafður sá háttur á, að þegar einhver hefur sagt upp, hefur ekki verið ráðinn maður I hans stað. Skilti beggja flugfélaganna eru á skrifstofunni og sagði Vilhjálmur að mörg viðskipti félaganna væru ólik eins og t.d. Amerikuflug Loftleiða og væri sliku haldið sér I Loftleiðadeild- inni, þó að ýmislegt væri svo gert sameiginlega fyrir bæði flugfélögin. —EVI— Þeir festa þjóðhótíð- irnar á filmu Þótt sjónvarpið hvíli nú augu landsmanna, eru ekki allir starfs- menn sjónvarpsins i frii. Þeir festa á filmur héraðshátfö- irnar vlðs vegar um land, sem haldnar eru I tilefni 1100 ára byggðar. Upptökurnar ætlar sjónvarpið svo aö nota að afloknum sumar- leyfum. Þarna standa þeir Þórarinn Guönason kvikmyndatökumaöur og Oddur Gústafsson hljóð- upptökumaöur við farartæki sitt, sem þeir ferðast i á milli héraðs- hátlðanna. Myndina tók Bjarn- leifur af þeim félögum I Kast- hvammi við Hvammstanga á dögunum, en þar var haldin þjóð- hátlð Húnvetninga. Fullt steypu- síló féll ó mann Maður, sem var aö vinna viö byggingarvinnu á Akureyri slapp naumlega frá stórslysi I gær. Veriö var að steypa hús við Einholt. Krani lyfti steypunni upp á húsiö i steypusflói. Maöurinn stóð undir steypu- silóinu, er virinn skrapp allt I einu út af tromlunni. Silóiö féll niöur, fullt af steypu og lenti á manninum. En I þann mund er silóið kom á manninn, stöðvaðist það, eftir að hafa fallið tæpa tvo metra. Maðurinn slapp með höfuðhögg og kvartaði undan einhverjum öðrum eymslum, sem voru þó ekki talin alvarlegs eðlis. —ÖH Lundaveiðimenn í essinu sínu! — enda veiðist Fórnarlambið — og só seki! Það er engu llkara en ónýt saklausu lögreglubllana, sem benslndælan mæni þarna á alla standa I kringum hana með sak- leysislegan svip, eins og þeir hafi hvergi komiö nærri prakkarastrikinu! Bensindælan stendur fyrir utan viðgerðaverkstæði lögregl- unnar við Siðumúlann, þar sem jafnan er mikil umferð lög- reglubila. Svo var það einn morguninn, að syfjaður lög- regluþjónn eða kannski við- gerðarmaður, hefur ekki séð að sér og ekið dæluna svo gjörsam- lega niður, að hún jafnaðist við jörðu. Löggubillinn var hins vegar fjarlægður i einum grænum og stillt upp i fjarska, svo enginn tæki eftir prakkarastrikinu. Það má með sanni segja að enginn sé fullkominn. Við megum samt ekki missa alla trú á þessum ágætu mönnum, þó ef til vill séu þeir ekki algjöríega gallalausir. — JB. lundinn vel í sumar Þeir eru i essinu sinu lundaveiðimenn i Eyj- um þessa dagana. Það er heldur engin furða. Lundaveiðin er hafin aftur af fullum krafti, og enginn þarf að kvarta yfir þvlað ekki veiðist. Nóg er af lundanum, og veiðin er sizt minni nú en áður, segja þeir sem bezt til þekkja. Lundinn sneri aftur til sinna fyrri heimkynna þó sitthvað breyttist á árinu. Það eru helzt veðurguðirnir sem standa i vegi fyrir þvi að eitthvaö veiðist af lundanum. Þessi fugl veiðist nefnilega ekki nema i vissri veðráttu svo menn verði ánægðir með veiðina. Bezt veiðist hann I vindi, jafnvel kalda og þá þykir mjög hagstætt ef súld er. Það er skemmtilegur sjarmi yfir lundaveiðum Eyjamanna. Um leið og veiöitiminn hefst, I byrjun júli, fara þeir aö hafa sig I úteyjar. Og fáa er skemmti- legra að sækja heim en lunda- veiðimenn.þegar þeir dvelja I kofunum I Bjarnarey, Elliöaey Hrauney. eða einhverri annarri eynni úti fyrir Heimaey. Guðmundur Sigfússon frétta- ritari okkar i Eyjum, brá sér I Þeirhætta sér fram á yztu brúnir við veiðina, og þá ekki slður áhugaljósmyndararnir. Vmsa hryllir kannski viö, en þarna er margt stórmerkilegt að mynda. A góðviörisdögum þegar lltil veiði er, dunda þeir sér viö aö gera viðháfaslna eða gera net I háfana. Ljósm.: Guðm. Sigf. „Svona væni minn, dettu nú ekki þarna niður”, datt Ijósmyndaranum helzt I hug að hann væri aö segja. heimsókn til þeirra I Elliðaey um helgina. Hann hitti þá meðal annars fyrir tvo af elztu veiöi- mönnunum I Eyjum, þá Pétur og Tóta, eins og þeir eru helzt þekktir! Pétur varö 72ja ára á föstudaginn siöasta, en hann sleppir þvi ekki að fara I Elliða- ey á sumrin. Þeir gátu litiö veitt þennan dag, þvi veðrið var of gott, það er að segja ekki nógu hagstætt fyrir lundaveiöina. Þeir höfðu þó samt krækt I 11 lunda um morguninn, en það þykir þeim litið. Annars fréttum við af þvi, að þeir heföu veitt um 2000 lunda i Hrauney eina helgina fyrir stuttu, og það er vist feyki nóg til þess aö margir fái rjúkandi lunda á matarboröið. Og þeir eru fáirsem slá hendinni á móti sliku góögæti, ef þeir einu sinni hafa komizt á bragöið______EA.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.