Vísir - 17.07.1974, Qupperneq 16
visib
Miðvikudagur 17. júlí 1974.
Skátar
ganga á
Hengil
og Heklu
„í dag tökum við á móti tignum
gestum. Forsetahjónin ætla að
heimsækja okkur og ráöherrar,
einhverjir úr borgarstjórn og
ýmsir aðrir opinberir og einka-
aðiiar, sem hafa styrkt okkur”,
sagöi Sigurjón Mýrdal dagskrár-
stjóri á landsmóti skáta á
Úlfljótsvatni, er við höfum sam
band við hann i morgun
1 tilefni þessa verða ýmis
skemmtiatriði, og taka Akur-
eyringar saman dagskrá um
landnám Helga magra, sem sýnd
verður. Færeyingarnir ætla að
sýna þjóðdansa, en Færeyingar
eru milli 20-30 á mótinu. Alls eru
um 200 útlendingar á Úlfljóts-
vatni þessa dagana frá 10
löndum. Franskir skátar komu
þangað I gær. Ef útlendu skátana
langar að dveljast hér eftir að
mótinu lýkur, er þeim boðið að
búa fritt á heimilum fslenzku
skátanna.
Sigurjón sagði, að I dag yröi
lfka tekið á móti tveimur 30
manna hópum skáta 15 ára og
eldri, sem hefðu lagt I „haike”
ferðir á Hengil og Heklu i gær
meö nesti, tjöld og annan út-
búnað, sem hæfir slíkum ferðum.
Skátarnir eru vaktir á hverjum
morgni viö klukknahljóm frá
gömlu klukkunni úr Landakots-
kirkju, er skátunum hefur verið
fengin til varðveizlu og lúðra-
blástur hljómar um allar búðir-
nar, enda vonlaust fyrir nokkurn
að ætla aö sofa fram eftir, því að
nóg er að gera.
Skátarnir eru farnir af stað
með fótboltamót og eru þetta 40
liö, sem keppa, en úrslitakeppnin
verður á laugardag. Þá verður
varðeldur kveiktur i kvöld.annar
i röðinni af þrem stórum, sem
kallaöir eru langeldar. Sá síðasti
verður kveiktur á iaugardags-
kvöld, en mótinu lýkur á
sunnudag.
—EVI—
Strákarnir eru að súrra saman
trönur á skátamótinu en þeir
gera allt mögulegt úr trönum:
turna, hliö, fleka og brýr.
Róssar mœla styrkleika
ratsjárstöðvanna á fskmdi
Nokkrar sovézkar
herflugvélar voru á
flugi umhverfis allf: ís-
land í gær. Fóru þær
bæði suður með landinu
og fyrir austan það.
Einnig fiugu þær fyrir
norðan landið og suður
með þvi mill} íslands
og Grænlands. Orr-
ustuþotur varnarliðs-
ins á Keflavikurflug-
velli fylgdust með rúss-
nesku flugvélunum,
þar til þær héldu aftur
til heimastöðva sinna á
Kóla-skaganum við
landamæri Noregs.
Samkvæmt upplýsingum
varnarliðsins er óvenjulegt, að
sovézkar herflugvélar velji sér
slíkar flugleiðir I nágrenni
landsins. Það gerist þó að
minnsta kosti einu sinni á ári.
Ekki er talið ósennilegt, að
verkefni flugvélanna f slfkum
feröum sé að mæla styrkleika
ratsjárstöðvanna hér á landi um
leið og þær gera athuganir á Is-
magninu milli íslands og Græn-
lands f þágu sovézka flotans.
Venjulega koma sovézkar
herþotur að landinu við suðaust-
ur horn þess á leið sinni suður
Atlantshaf. Fara þær þá á naóts
við vélar frá Kúbu og Conakry I
Nýju-Guineu, þar sem Sovét-
menn hafa verið að koma sér
fyrir.
I maf var mikið um ferðir
sovézkra flugvéla f nágrenni Is-
lands f tengslum við flotaæfing
ar Rússa austur af landinu.
Voru sovézku herþoturnar þá
næst landinu f 60 mílna fjarlægð.
í flotaæfingunum komu sovézku
herskipin að landinu úr tveimur
áttum, og þegar þau sneru frá
landinu að nýju, áttu.þau 120
sjómilur ófarnar að Aust-
fjörðum.
— BB
EIGINKONAN SKIPSTJÓRINN
MAÐURINN KOKKURINN!
Þegar við Visismenn vorum
búnir að klöngrast yfir flotkran-
ann við Ingólfsgarö (kraninn er
til þess að lyfta þungum hlutum
og er stundum nefndur Bjarg-
mundur) og um borð I norsku
segiskútuna, var ósköp notalegt
að vera boöinn I sjóðandi heitt
norskt kaffi og smjörköku.
Erindið um borð var að hitta
norska sægarpa, sem siglt höfðu
skútu, sem er 10 tonn, frá Nor-
egi til Islands. Við byrjuðum á
því að spyrja, hvernig gengi að
sigla svona litlu skipi alla þessa
leiö.
Kokkurinn f ferðinni, Per
Werner verkfræðingur, glaðleg-
ur náungi, verður fyrir svörum
og segir okkur það, sem við
hefðum mátt vita, að það fari
ekki eftir stærö, heldur
sjóhæfni, hvernig svona sigling
gangi. Allt hefði næstum farið
eftir áætlun, það hefði veriö
reiknað með 12 sólarhringum,
en þeir hafa oröið 12 og 1/2, enda
veðrið verið hið ákjósanlegasta.
Við komumst aö þvf, að sjó-
mennirnir um borð voru fjórir,
hjón ásamt stálpuðum börnum
sfnum. Og nú blandar frúin
(Tove) sér f málið, en hún er
skipstjóri um borð, en er kenn-
ari að mennt. Hún segir okkur,
aö þau hafi komið við á Shet-
landseyjum og Færeyjum á
leiðinni, og það fyrsta, sem þau
sáu, rétt áður en Vatnajökull
blasti við f allri sinni dýrð, var
hvalur, sem þau gátu ekki betur
séð en væri aö bjóða þau
velkomin til íslandsstranda.
„Við höfum aldrei farið svona
langt á skútunni, sem viö erum
búin að eiga i um fjögur ár. En
við erum i þessari ferö m.a.
vegna 1100 ára afmælisins ykk-
ar”, sagði frúin.
Þá berst talið að vikingunum,
sem fara senn að leggja frá
Noregi, og hjónin eru frekar á
Þetta eru sægarparnir, sem komu siglandi á skútu sinni frá Noregi um helgina. Per Verner, sonur hans
Rune, dóttirin Line og kona hans Tove. En það er hún, sem er með skipstjórnarréttindin um borð.
þvi, að þeir muni geta staöizt
áætlun i siglingunni til tslands,
en þeir ætla að vera 16 daga á
leiðinni.
Skúta þeirra hjóna gengur að
jafnaði 4 sjómilur, en getur
farið allt upp f 6-7, þegar góður
byr er. I henni er 18 hestafla
dfsilvél, sem er notuð, þegar
ekki er hægt að koma við segl-
um. Skútan er smfðuð eftir 100
ára gamalli teikningu og eru um
7/10 hlutar hennar smiöaðir úr
timbri. Káetan, sem er á stærð
við lítið hjólhýsi, er hituð upp
með oliu og einnig er litill
frystiskápur, sem gengur fyrir
olfu. Nú koma krakkarnir, en
þau höfðu verið sofandi, og
strákurinn Rune 17 ára, fær sér
að borða, um leið og hann segir
okkur, aö hann hafi ekkert verið
sjóveikur, enda hafi hann veriö
á togara f fyrra viö Lofoten.
Systir hans Line, 14 ára, hefur
eicki alveg sömu að sögu aö
segja, en var þó aðeins sjóveik f
1 dag, eins og mamman og
pabbinn voru raunar lfka. „Það
er um að gera að boröa um leið
og búiö er að kasta upp”, segir
Line ,,þá fer þetta af manni”.
Fjölskyldan kom til Reykja-
vfkur á sunnudagsnóttina og
tóku menn á móti þeim úr
Kiwanisklúbbnum Nes, sem er
vinaklúbbur Kiwanisklúbbsins
á Nesodden rétt hjá Osló, sem
hjónin eru I.
„Þeir vilja allt gera fyrir okk-
ur”, segir Per. Ég nefndi
aðeins, að eitthvað væri I ólagi
með vélina og mér voru þegar
sendir viögerðarmenn, sem eru
I klúbbnum, og tóku þeir ekkert
fyrir”.
Þau ætla að skoða sig um hér f
vikutfma, m.a. aö keyra til
Dalvikur og fljúga til
Vestmannaeyja. Slöan sigla þau
heim á leið I gegnum skipaskurð
I Skotlandi og Per segist ætla að
„trolla” á Lokness skrfmslið I
leiðinni. Fyrir utan Noregs-
stendur rétt við Osló ætla þau að
sigla á milli hinna ótal fallegu
eyja, sem þar eru. _EVI—
CARGOLUX UMHVERFIS
JÖRÐINA Á 60 TÍMUM
— flytja verðmœta veðhlaupahesta
Hver
vetður
þingforseti?
Enn er ekki vitað, hver verður
kjörinn forseti sameinaðs
alþingis. Þing kemur saman á
morgun, svo sem kunnugt er, og
stýrir Guðlaugur Gislason,
aldursforseti þingmanna fyrstu
fundunum, eða þar til forseti
hefur veriö kjörinn.
Guðlaugur er þingmaöur Sjálf-
stæðisflokksins I Suöurlands-
kjördæmi.
Þegar Vfsir leitaði frétta hjá
Geir Hallgrlmssyni formanni
Sjálfstæðisflokksins, I morgun,
var aðeins þær upplýsingar að fá
af tilraunum hans til stjórnar-
myndunar, að beðið væri svara
við bréfi þvf, sem hann sendi for-
mönnum hinna stjórnmála-
flokkanna I gær.
—ÞJM
tslenzk flugáhöfn á þotu frá
Cargolux lagði I fyrrakvöld upp
frá flugvellinum i Luxemburg
og var ferðinni heitið umhverfis
jörðina. Áætlaður flugtfmi var
reiknaður um 60 klukkustundir,
að sögn Helgu Ingólfsdóttur,
blaðafuiltrúa Loftleiða.
Fyrsti viðkomustaður
þotunnar var London, en þar
stigu um borð 24 veöhlaupa-
hestar, sem fljúga skal flestum
til Astrallu, en hinum til Nýja
Sjálands.
Frá London var flogið til
Edmundton f Alberta-fylki, sem
er vestarlega f Kanada. Þaðan
var svo flogið til Honolulu, en
þar urðu áhafnaskipti. Flug-
stjóri þangað var Kristján
Gunnlaugsson, og hafði hann
meö sér tvöfalda áhöfn þessa
löngu flugleið. Kapteinn Ray
Gores tók við flugstjórninni af
Kristjáni.
Næst var haldið til eyjunnar
Fiji f Kyrrahafi og þaöan svo til
þess vinsæla ferðamannastaðar
Adelaide, sem er sunnarlega i
Astralfu.
Þá tekur við flug til Hong
Kong, þar sem enn er skipt um
áhöfn og vörur teknar um borð.
Sfðan er loks flogið til
Luxemburg.
Má búast við, að sú fræga
sögupersóna Mr. Fogg hefði
gefið mikiö fyrir, að Cargolux
hefði verið komið til sögunnar,
þegar hann fór umhverfis
jörðina.
—ÞJM
Skattskrá Rvík
á föstudag
Von er á skattskrám á næstu
dögum. A föstudaginn verður
skattskrá Reykjavfkur tilbúin til
dreifingar, eftir þeim upplýsing-
um, sem við fengum frá Skatt-
stofunni f morgun. Nöfn persónu-
legra framteljenda f skattskránni
nú eru 43.844 fyrir Reykjavfk.
Enn hafa ekki fengizt nákvæmar
niðurstöður um félög.
Hjá Skattstofu Reykjanesum-
dæmis fengum við þær upplýsing-
ar, að von væri á skattskránni á
mánudag eða þriöjudag. Seinkun
átti sér stað vegna bilana f vélum.
A skránni þar eru I kringum
19000, en sl. þrjú ár hefur skatt-
greiðendum þar fjölgað um þús-
und. Ekki fékkst nákvæm tala
yfir félög.
A Akureyri er von á skatt-
skránni á mánudag, —ea