Vísir - 01.08.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 01.08.1974, Blaðsíða 8
Vlsir. Fimmtudagur 1. ágúst 1974. Visir. Fimmtudagur 1. ágúst 1974. Féllu á virðingunni fyrir Skagamönnum! — en ollt var ó suðupunkti í Olaf svík, þegar heimamenn minkuðu muninn í eitt mark Ólafsvikur-Vikingar báru svo mikla virðingu. fyrir hinum þekktu mótherjum sinum frá Akranesi i bikarkeppninni I gær- kvöldi, aö þaö var eins og þeir væru „dáleiddir" aö horfa á þá fyrstu minúturnar. A þvi féllu þeir. Skagamenn skoruöu tviveg- is fyrstu sjö min. leiksins og sigr- uðu 3-1. Aldrei hefur verið jafn mikill fjöldi áhorfenda á leik i Ólafsvik — áhorfendur komu viðs vegar að af Snæfellsnesinu og stemmriing var mikil. Strax á 3ju min. skoraði Matthias Hallgrimsson og Jón Gunnlaugsson fjórum mínútum slðar. 2-0 og Skagamenn virtust stefna i stórsigur. En svo varð ekki. Leikurinn jafnaðist og i siðari hálfleiknum áttu Óiafs- vlkingar ekki minna i honum. Fljótlega tókst Birgi Þorsteins- syni að laga stöðuna i 2-1 og hafði áður verið mikið at i vítateig Skagamanna — Davið mark- vörður þá tvivegis varið f'rá stórskyttu heimamanna, Guð- mundi Gunnarssyni. Ólafsviking- ar voru hvattir ákaft af áhorfend- um og á stundum munaði ekki miklu að þeim tækist að jafna. Svo varð þó ekki og rétt fyrir lokin tókst Teiti Þórðarsyni að skora 3ja mark Skagamanna. Eftir leikinn sagði Kirby, þjálf- ari Skagamanna, að leikmenn 3ju deildar liðsins hefðu komið sér mjög á óvart — og staðið sig vel. RM Metaregn á Bislett! Metin féllu á Bislett-leikunum i Osló I gærkvöidi, vallarmet sem landsmet, þó árangur væri ekki eins stórbrotinn og fyrri dag keppninnar.. Mesta ánægju norsku áhorfendanna vakti niilu- hlaupið, þar sem Knud Kvalheim bættiennmetumametaskrá sina i sumar — sigraöi á 3:56.2 min., sem er tveimur sekúndabrotum betra en norska metið, sem bróðir hans Arne átti, og jafnframt Bislett-met. Knud sigraði I hlaupinu eftir gífurlega keppni við bandarísku hlauparana Marty Liquori 3:56.6 min. og Dick Buerkle — og Arne bróðir hans var með I hópnum, en „sprakk" alveg i lokin. Daninn Sven-Erik Nielsen bætir stöðugt árangur sinn — sigraði i 800 m. hlaupinu á nýju, dönsku meti 1:47.1 min. eftir harða keppni við Rolf Gysin, Sviss, 1:47,5 mín. og Sven Johan Svendsen sém setti nýtt norskt drengjamet 1:47.6 min. Hlaupar- inn kunni frá Jamaika, Byrom Dyce, varð að láta sér nægja fjórða sætið. 1 400 m grindahlaupi kom það á óvart, að Ralph Mann, USA, sigraði landa sinn Jim Bolding. Mann hljóp á 49.0 sek. sem er nýtt Bislett-met, en Bold- ing á 49.3 sek. Bolding er nú farinn að þreytast eftir mikla keppni — hljóp á 48.04 á franska meistaramótinu i Nece sl. sunnu- dag. Sviar unnu óvæntan sigur i karlakeppni I frjálsum Iþróttum gegn Bretlandi I Stokkhólmi i gær, hlutu 107 stig gegn 102. 1 kvennakeppninni vann Bretland með 86 stigum gegn 59. Af árangri má nefna, að Kjell Isaksson stökk 5.25 I stangarstökki — Lauri Koski-Væhælæ kastaði spjóti 84.60 David Black hljóp 5000 má 13:29.57 Völsungar einir eftir meðal þeirra „stóru"1 #/• 1 úrhellisrigningu og leiðinda- veðri sigruðu Völsungar hið skemmtilega lið Þróttar frá Nes- kaupstað I Bikarkeppninni I gær- kveldi. Leikurinn fór fram á Húsavik og lauk honum með naumum sigri Völsunga 1:0. Markið var skorað snemma i fyrri hálfleik — Hreinn Elliðason skoraði það eftir að Völsungar höföu herjað góða stund á mark Austfirðinganna. Þetta var eina tækifærið sem Völsungarnir nýttu íleiknum.en þeir áttu mörg góð tækifæri til að skora hjá hinum heldur óörugga markverði Þróttar i þessum leik. Tækifæri Austfirðinganna voru ekki mörg í leiknum — þó kom eitt og eitt þegar minnst varði — þeir léku oft mjög vel, og höfðu Húsvikingar á orði eftir leikinn, að liðið væri nú mun skemmti- legra og betur leikandi en þegar það lék i 2. deildinni i fyrra, og gæfi ekki eftir sumum þeim 2. deildarliðum, sem leikið hefðu á Húsavik i sumar. Sigur Völsunganna i leiknum var sanngjarn — þótt naumur væri. Þeir komust með honum i 8- liða úrslitin, og ef Ármann sigrar ekki KR i kvöld verða þeir eina liðið utan l. deildar, sem leikur i 8-liða úrslitunum. Elmar horfði á bikar- meistarana sigra 4-0! — Eg fer utan aftur til Þýzka- lands til náms I morgun og var þvi hvildur I þessum leik. Það var ekki ástæða til að taka áhættu á meiðslum svona rétt fyrir utanferðina, sagöi knattspyrnu- maðurinn kunni úrFram.Elmar Geirsson, inni á Laugardalsvelli I gærkvöldi. Hann horfði þar á félaga sina — Bikarmeistara . Fram — leika við Fylki, Reykja- vfkurliðið úr Arbæjarhverfi I Bikarkeþpni KSi. Það var i aðalhluta keppninnar, sem hófst i gær með þátttöku 16 liða. Bikarmeistararnir át.tu ekki I erfiðleikum með að sigra leik- menn liðsins úr Árbæjarhverfinu. Lokatölur urðu 4-0 fyrir Fram. Ekki var þó ýkja mikill munur á bikarmeisturunum og 3. deildarliðinu framan af leiknum. Fylkismenn voru ekki minna með knöttinn — en gekk illa að finna, leiðina'i markið. Eftir fyrri hálf- leikinn stóð 2-0 fyrir Fram. Marteinn Geirsson skoraði úr vltaspyrnu og síðan Kristinn Jörundsson. 1 siðari hálfleiknum bætti Kristinn við tveimur mórkum. Undir lokin var nær einstefna á mark Fylkis — úthald leikmanna liðsins var á þrotum — og þá fyrst sýndi Fram yfirburði, en Gunnar Baldursson i marki Fylkis átti ,,stórleik" og bjargaði liði sinu frá mun stærra tapi. Valur Benediktsson dæmdi leikinn ágætlega. —hsim. Umsjón: Haliur Símonars •^i ««?• * , Kári f ékk medalíu og kossa eftir sigurinn Lukkutröllið Kári fékk sina medaliu um leið og eigendur hans — knattspyrnustúlkurnar úr FH tóku við sinum eftir sigurinn yfir Akranesstúlkunum i úrslitaleik íslands- mótsins i kvennaknatt- spyrnu i gærkveldi. Kári, sem setið hefur á vara- mannabekknum hjá stúlkunum undanfarin þrjú ár, er bangsi, sem þær fengu i verðlaun i TIvóli i Kaupmannahöfn fyrir þrem árum. Hefur hann horft á alla leiki Sundmeistaramót íslands Fjögur met í fyrstu greinunum Islandsmótið I sundi hófst i gærkveldi i Laugardalslauginni með keppni I lengri sundunum. Aðalhluti mótsins fer fram á laugardag og sunnudag á sama stað og hefst báða dagana kl. 17.00. 1 gærkveldi var keppt I þrem greinum og þar voru sett fjögur unglingamet — sýnir það, að sundfólk okkar er aftur komið á rétta leið eftir öldudalinn, sem það hefur verið i að undanförnu. t 1500 metra skriðsundi karla sigraði Friðrik Guðmundsson KR, synti 18:03,4 min.......metið hans er 17:28,0 min. Annar varð Axel Alfreðsson Ægi á 18:20,7 min. sem er næst bezti timi Is- lendings. 1 þriðja sæti kom Brynjólfur Björnsson, á 18:27,2 min. sem er nýtt sveinamet, 14 ára og yngri og i 4. sæti Adolf Emilsson, Ægi, á 22:38.4, sem er sveinamet 12 ára og yngri. Adolf er aðeins 10 ára gamall. 1 800 metra skriðsundi kvenna sigraði Þórunn Alfreðsdóttir, Ægi, á nýju telpnameti — 10:24,1 min. Steingrimur Daviðsson sigraði i 400 metra bringusundi karla á 5:53,1 min. Annar varð Agúst Þorsteinsson UMSB á 6:04,1 min. og þriðji Hreinn Jakobsson Ar- manni á 6:04,3 min. sem er nýtt sveinamet. —klp— þeirra og verið þeim til mikillar „lukku" eins og sönnu lukku- trölli sæmir og glöggt kom fram i þessu móti.- FH-stúlkurnar sigruðu I leiknum 4:0, en i hálfleik var staðan 3:0 fyrir þær. Gyða Úlfarsdóttir skoraði þrjú af þessum mörkum en Svanhvit Magnúsdóttir skoraði það fjórða. Á efri myndinni eru íslands- meistararnir samankomnir og með þeim er þjálfari þeirra, Helgi Ragnarsson, en á þeirri neðri er formaður KSl, Ellert B. Schram, að hengja medaliuna á Kára — sem að sjálfsögðu þakkaði fyrir sig eins og stúlkurnar, og hann brosti einnig framan i Helga Daniels- son, sem var Ellert til aðstoðar við þessa athöfn —klp (ljósmyndir Bj.Bj.) Uppúr souð á Ákureyri! w — þegar Víkingur vann IBA — Þjálfari „bjargaði" lífi línuvarðar Annar linuvörðurinn i leik ÍBA og Vikings á Akureyri I gærkvöldi átti fótum sinum fjör að launa i leikslok, er hópur áhorfenda gerði aðsúg að honum. lýomsl hann I húsaskjól með aðstoð hins danska þjálfara Akureyringa, s,em tók hann undir sinn verndarvæng þegar stór hópur unglinga og fullorðinna veittist að honum. Astæðan fyrir reiði þeirra var sú, að hann hafði a.m.k. tvivegis veifað rangstöðu á sóknarmenn IBAer staðan var 2:1 fyrir IBA en áhorfendurnir töldu þá, að mennirnir hefðu alls ekki verið fyrir innan. Var mjög heitt I þeim, þegar leiknum lauk — en þá höfðu Víkingarnir náð að jafna og skora eitt mark i viðbót, sem nægði þeim til sigurs i leiknum, og þar með að senda Akureyringa út úr bikarkeppninni. Leikurinn milli þessara einu 1. deildarliða, sem mættust i 16-liða úrslitunum, var mjög f jörugur og skemmtilegur og oft vel leikinn af báðum liðum. Akureyringar skoruðu fyrst — Gunnar Blöndal var þar að verki seint i fyrri hálfleik. t upphafi slðari hálfleiks jafnaði Kári Kaaber fyrir Viking, en Gunnar kom Akureyringum aftur yfir skömmu siðar. Þannig hélzt staðan i góða stund, en þá komu þessi umdeildu atvik fyrir, sem kostuðu lætin i leikslok. Vikingarnir sóttu I sig veðrið, er á leið, og á 23. minútu jafnaði Kári Kaaber i annað sinn i leiknum Skömmu siðar komst Óskar Tómasson i gott færi og skoraði 3ja mark Vikings — markið, sem nægði þeim til sigurs i leiknum. Undir lokin sóttu Akureyringar mjög fast, en tókst ekki að nýta þau ágætu tækifæri, sem þeir áttu og þar með varð draumur þeirra um að sigra i bikarkeppninni i ár að engu. Keflvíkingar ófram á vítii Það tök islandsmeistarana frá Keflavik rúma klukkustund að skora hjá leikmönnum 2. deildar- liðs Selfoss I bikarleiknum i gær- kveldi. Þetta mark nægði þeim til að sigra I leiknum og komast I 8- liða úrslitin, en um tima voru menn farnir að halda að það ætlaði ekki að takast hjá þeim i þessari atrennu. Þetta langþráða mark þeirra kom á 17. minútu" siðari hálf- leiks.......úr vitaspyrnu. Steinar Jóhannsson var þá að sleppa i gegnum varnarmúrinn, er honum var brugðið, og dæmdi Einar Hjartarson þegar réttilega vítaspyrnu. Steinar tók sjálfur spyrnuna og skaut á mitt markið, en markvörðurinn var þá búinn að kasta sér i annað hornið, svo að hann missti af boltánum i það skiptið. Keflvikingar áttu mun meira i leiknum, en hin fjölmenna vörn Selfyssinga stóð vel fyrir sinu og gaf þeim engin færi nema langt fyrir utan vitateig. Sjálfir áttu þeir fá tækifæri til að skora, en pressuðu samt þó nokkuð undir lokin. Hefðu þeir þá með smá heppni getað komið boltanum i netið, en það var nokkuð sem Keflvikingarnir voru dauðhræddir við og voru þvi ekk- ert að slá af. Gullskallinn vann siguri w — þegar IBY sigraði Breiðablik 3-1 Haraldur gullskalli Júliusson birtist aftur á leikvellinum i Vest- mannaeyjum eftir nokkurt hlé frá knattspyrnu, þegar Vestmanna- eyingar léku við Breiðablik úr Kópavogi I Bikarkeppni KSt á grasvellinum I Eyjum I gær- kvöldi. Það reyndist sterkur leikur fyrir Vestmannaey inga. Haraldur, sem hefur verið drjúgur við það að undanförnu að senda golfkúlurnar i holurnar, fann nú einnig aftur leiðina i markið. Hann skoraði tvivegis i leiknum og átti öðrum fremur heiðurinn af öruggum sigri Vest- mannaeyja 3-1. Þetta var fjörugur og skemmti- legur leikur og lið IBV sýndi of t á tiðum gott spil. Blikarnir stóðu vel fyrir sinu, þótt þeim tækist ekki að hamla gegn sigri heima- manna. Eitt mark var skorað i fyrri hálfleik og var Haraldur þar að verki. Fljótlega i siðari hálfleikn- um tókst Ólafi Friðrikssyni, sem er gamall Vestmannaeyingur, að jafna fyrir Breiðablik. 1-1, en það stóð ekki lengi. Haraldur skoraði aftur fyrir IBV. Þriðja mark liðsins skoraði Tómas Pálsson. Fyrirliði IBV, Olafur Sigurvins- son, lék ekki með, og er ekki vist, að hann geti verið með um sinn vegna meiðsla — slæmur i nára og það jafnvel svo, að hann verði jafnvel alveg frá það sem eftir er sumars. (gs-hsim) TT Alexander Jóhannesson skoraði þrennu fyrir Val. „Flenging,/ íFirðinum! — Valur tók Hauka í gegn, 8-1 Haukarnir feugu heldur betur flengingu hjá Valsmönnum I Hafnarfirði I gærkvöldi, en þá mættust Iiðin I 16-liða úrslitum bikar- keppninnar. Atta sinnum I leiknum fengu þeir að sækja bóltann inn i markið hjá sér, en slikt þurftu Valsmenn aðeins einu sinni að gera. Fyrri hálfleikurinn var ágætur að mörgu leyti og stóðu þá Haukarnir nokkuð vel I Valsmónnum, sem skoruðu aðeins tvö mörk......Helgi Benediktsson og Alexander Jóhannesson — bæði nokkuð vel unnin og skemmtileg gerð. En i siðari hálfleik var annað uppi á teningnum hjá Haukunum. Þá opnaðist vörn- in hjá þeim eins og vængjahurð og mörkin komu á færibandi. Flest voru þau af ódýrari gerðinni, eða „útsölumörk" eins og sumir vildu kalla þau. Var næstum þvi sama hvar og hvernig Valsmenn skutu á markið — allt fór inn. Alexander bætti tveim mörkum við — Ingi Björn Albertsson skoraði eitt — Hörður Hilmarsson eitt — og bræðurnir Atli og Jó- hannes Eðvaldssynir eitt mark hvor — markið, sem Jóhannes gerði, skoraði hann með þrumuskoti af liðlega 25 sentimetra færi!!! — en mark Atla kom með þeim hætti, að hann sparkaði boltanum beint upp i loftið — og hann datt niður með þverslánni og inn. A siðustu minútu leiksins komust Haukarn- ir loks á blað, er Arnór Guðmundsson, skoraði fyrir þá, eftir að Valsvörnin var sofn- uð á verðinum. úr þvi sem komið var, voru Haukarnir ánægðir með það mark — enda alltaf skemmtilegra að tapa ekki á hreinu núlli. —klp- Ármann þar í fyrsta sinn! Siðasti leikurinn I 16-liða úrslitum bikar- keppninnar verður ieikinn i kvöld á Laugar- dalsvellinum. Þá eigast þar við Ar'mann og KR og hefst leikurinn kl. 20,00. Fr.ekar er reiknað með sigri KR I þessum leik — Laugardalsvöllurinn cr „heimavöll- ur" liðsins —en flestir Armenningarnir hafa ald.rei komið á hann áður nema sem áhorf- endur. Þó eru tveir menn i liðinu, sem hafa leikið þar oft, þeir Smári Jónsson, fyrrum leikmaður með Val, og Halldór Björnsson, sem siðast i fyrra lék þar með KR. Armenningar eru þar fyrir utan óvanir að lcika á grasi, en þeir koma varla til með að gefa neitt eftir fyrir það og geta orðið 1. deildarliðinu erfiðir viðureignar, eins og sannaðist I mörgum leikjum milli 1. og 2. deildarliðanna i Bikarkeppninni i gær. --klp-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.