Vísir - 02.08.1974, Page 13

Vísir - 02.08.1974, Page 13
Vísir. Föstudagur 2. ágúst 1974. 13 ÁRNAÐ HEILLA Þann 5. júli voru gefin saraan i hjónaband hjá borgardómara i Reykjavik ungfrú Soffia Þor- steinsdóttir og Gisli Jónsson. Heimili þeirra er að Skipasundi 48, Rvk. (Studio Guðmundar) Nýlega voru gefin saman i hjóna- band i Laugarneskirkju af séra Garðari Svavarssyni ungfrú Kristin Eva Sigurðardóttir og Halldór Armannsson. Heimili þeirra er að Greniteig 4, Keflavik. (Studio Guðmundar) Þann 13. 4. voru gefin saman i hjónaband i Akureyrarkirkju frk. Kristjana Öttarsdóttir og hr. Friðrik Karlsson. Heimili þeirra verður að Garðshúsum, Garði. (Ljósmyndastofa Páls, Akur- eyri). -tf-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-K-K-K-k-k-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k^^^Í ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ $ ★ ★ * ★ * ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ¥ ¥ ¥ * ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ * i * * * * * spa £2 m m NL Spáin gildir fyrir laugardaginn 3. ágúst Hrúturinn, 21. marz-20. apríl. Það vekur hrifn- ingu fólks hversu úrræðagóður þú ert og fljótur til aö ná smáatriðum. Vinur þinn stingur upp á svo sniðugri skemmtan, að þú getur ekki sleppt henni. Nautið, 21. april-21. mai.I dag ættirðu að ferðast og skrifa opinber bréf. Ef þú heldur rétt á spöð- unum ættirðu að ná inngöngu i sniðugan hóp. Reyndu að sækja um ábyrgðarstöðu. Tvíburinn, 22. mai-21. júni.Notaðu þér öll tæki- færi til að ferðast og skoða þig um. Kvöld- skemmtan ætti bæði að örva þig og æsa. Gefðu gaum að hugmynd eða áætlun annarrar mann- eskju. Krabbinn, 22. júni-23. júli. Nýjar aðferðir gætu oröið uppspretta auðs eða meiri áhrifamáttar. Vertu ekkert að fela velfarnað þinn og ráðsnilld. Vertu góður gestgjafi i kvöld. Ljónið, 24. júIi-23. ágúst. Það er oft gaman að fara i mannjöfnuð við aðra. Skiptu um félaga ef það virðist ráðlegt. öútreiknanlegt fólk getur verið heillandi en þvi er ekki treystandi. Meyjan, 24. ágúst-23. sept.Þú hefur of mörg járn I eldinum. Farðu rólegar og notaðu þér nýjungar hvar sem þú getur. Vertu félagslyndur i kvöld. Láttu kynna þig fyrir efnilegu fólki. Vogin, 24. sept.-23. okt. Gefðu meiri gaum að þörfum ástvina og barna núna. Nýjar hugmynd- ir gætu aukið möguleika þina á ágóða af braski. Vert þú nú einu sinni ýtinn. Drekinn, 24. okt.-22. nóv.Ekki þvinga sjálfan þig áfram, taktu hlutunum eins og þeir koma. Farðu að hugboðum, sérstaklega siðdegis. Elskendur kynnu að deila seinni hlutann. Enga smámuna- semi! Bogmaðurinn 23. nóv.-2l. des.Að ferðast, flytja og hafa samband við aðra er allt heppilegt i dag. Fyrir tilhlutan nágranna gætirðu fengið furðu- legar upplýsingar. Steingeitin, 22. des.—20. jan.Nýttu hluti er aðrir hafa engin not fyrir lengur. Þú ert snjall i endur- nýtingu. í kvöld ættirðu að kynnast einhverjum með ögrandi hugmyndir. Vatnsberinn, 21. jan.—19. feb. Með tunglið i merki þinu finnurðu meira til sjálfs þin, ertu skarpari og hugmyndarikari. Reyndu nú að ná forskoti I einhverri samkeppni. Fiskarnir, 20. feb.—20. marz.tlt á við ætti þetta að verða róleg helgi. Þú vilt helzt sinna hæglát- um og róandi málum, eins og lestri og vanga- veltum. Leggðu samt áherzlu á frumleika. ★ ★ ★ ★ ★ * ★ ★ ★ i ★ ★ ★ ★ ★ $ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ $ ★ $ ★ I ★ ★ í 1 -v- ¥ ¥ ¥ l ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ I ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ | í KVÖLD | | í DAG | í DAG | í KVÖLD | | í DAG | hópur fólksins sem sækir staðinn, kunni bezt að meta hana. Það heyrist reyndar frek- ar litið af slikri músík I útvarp- inu hér. En á ameriska vin- sældalistanum t.d. er megnið soul.” Vignir sagði að þó að fimm umsjónarmenn væru um þátt- inn, ynnu þeir ekkert saman. „Við verðum þó að gæta okkar vel á þvi að vera ekki með það sama og hinir” Hlutverk þáttarins sagði Vignir að væri að kynna nýja músik, „en svo er sjálfsagt að spila eitthvað gamalt inn á milli.” „Annars hef ég gaman af að sjá um þennan þátt. Maður opnast mikið fyrir músik, og kemst ekki hjá þvi að fylgjast með öllu nýju sem kemur á markaðinn.” „Ég tel það þó svolitinn galla, að fá aldrei bréf. Það koma mjög sjaldan bréf til þáttarins, en það væri ekki á móti þvi að heyra álit manna og kannski til- lögur um efni þáttarins.” — En hvernig skyldi það vera að heyra rödd sina fyrst I út- varpinu? „Mér fannst voðalega' erfitt að sætta mig við hana fyrst. Ég er þó að byrja á þvi núna, þetta er jú maður sjálfur:” Vignir sér um þennan þátt áfram i vetur, og það má geta þess að i dag, tekur hann fyrir nýjar plötur m.a. og 22ja laga plötu með þeim „diskóteklög- um”, sem náð hafa mestum vin- sældum. —EA IÍTVARP • 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Síðdegissagan: „Katrin Tómasdóttir” eftir Rósu Þorsteinsdóttur. Höfundur les (2). 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphornið. 17.10 Tónleikar 17.30 i leit að vissum sann- leika.Dr. Gunnlaugur Þórð- arson flytur ferðaþætti. (4). 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Spurt og svarað. 20.00 Samkeppni barna- og unglingakóra Norðurlanda — I. Guðmundur Gilsson kynnir. 20.50 Islensk myndlist i ellefu bundruð ár. 21.30 Útvarpssagan: „Ar- minningar” eftir Sven I)el- blanc. Sverrir Hólmarsson og Þorleifur Hauksson lesa. (11). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Búnaðar- þáttur: Kál og rófur. Gisli Kristjánsson ræðir við As- geir Bjarnason garðyrkju- bónda á Reykjum i Mos- fellssveit. 22.35 Síðla kvölds. Helgi Pét- ursson kynnir létta tónlist. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÓNVARP • 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 Lögregluforinginn Þýskur sakamálaflokkur Morð á hraðbrautinni Þýðandi Briet Héðinsdóttir 20.35 Með lausa skrúfuFinnsk fræðslumynd um 'nýjar að- ferðir við kennslu barna, þar sem höfuðáhersla er lögð á að láta sköpunargáfu einstaklingsins njóta sin og losa um óþaríar hömlur Þýðandi og þulur Hrafn Hallgrimsson (Nordvision — Finnska sjónvarpið) 22.10 iþróttir Umsjónar- rnaður Ómar Ragnarsson. Dagskrárlok óákveðin. Sjónvarpið í kvöld kl. 20,35: Lögregluforinginn MORÐ Á HRAÐBRAUTINNI „Þessir þættir eru mjög vinsæl- ir i Þýzkalandi. Hver þáttur er sjálfstæður en ekki framhald hver af öðrum, svo að það gerir ekkert til þó að maður missi einn og einn úr”, sagði Briet Héðins- dóttir, þýðandi myndaflokksins „Lögregluforinginn”. Að þessu sinni hefur Keller lög- regluforingi ránmorð til rann- sóknar. Tveir eru ákærðir og reynir móðir annars að koma grúninum af þeim, og notar til þess ýmsar leiðir. Hvernig það tekst sjáum við i kvöld. Brietsagði.að i allt þyrfti að sjá myndir fjórum sinnum i sam- bandi við þýðingu og gerð text- ans. Fyrst er myndin skoðuð, siðan eru tvær æfingar með að setja textann inn i hana og siðast verður þýðandinn að vera viðstaddur, þegar myndin er sýnd á skjánum. -EVI- Þýzki sakamálaflokkurinn Lögregluforinginn er á dagskrá sjón- varpsins i kvöld. Aö venju er veriö aö reyna einhverjar af þeim mörgu gátuin sem koma upp I starfi lögreglunnar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.