Tíminn - 25.02.1966, Page 7
FÖSTUI>A<£UR 25. felwrtter 1566
i.
TÍMINN
Framhald af bls. 1.
mér, var allt nm flutninga korn
vöru, geymslu hennar, dreifingu
og verzlun, og svo hagnýtingu
hennar til manneldis og til fóð
urs, sem kraftfóður þá í fyrstu
röð, og til þess varði ég helm
ing þess tíma, sem ég hafði til
umráða.
Á báðum þessum sviðum vann
ég erlendis fyrir um það bil ald
arfjórðimgi, og hef stöðugt síðan
haft nokkur tengsl við þá að-
ilja, sem að svona verkefnum
starfa, en hjá mér hefur það
auðvitað verið hjáverkastarf. Að
þessu sinni gat ég grafið dýpra
á vettvangi staðreyndanna og
séð hverju fram vindur, meðai
braeðraþjóðanna, á þessum svið
um.
Um síðarnefnda atriðið ætla
ég að fjalla hér í stuttu máli.
Ég verð að stikla á stóru, því
málið er umfangsmikið. Annars
mætti verja öllum deginum til
þess að ræða þessi mál, sem
varða kornvöru og kraftfóður.
Til skamms tíma var öll
krornvara flutt hingað til lands,
mæld og talin í tunnum. Tunn
ur voru traustustu umbúðirnar,
sem þá voru fengnar til að
mæta öllu hnjaski og varð-
veita verðmætar lífsnauðsynjar
frá öllu Mu í flutningum. Benzín
og olíur voru lfka fluttar í
tunnum, þegar þessar vörur
komu fyrst hingað til lands.
Nú notar enginn svo fornfáieg
ar flutningaaðferðir nema út
úr neyð. Þar hafa nýíízku leiðir
verið valdar við fkrtninga #g
við geymslu.
Öðru visi er þessu varið með
(kornvöruna. Nú eru það pok-
ar, sem við notum. Þar er því
um hnignun að ræða. I allri
meðferð er rýrnun vörunnar
miklu meiri í pokum en í tunn
um. f lestum rúmast sekkir
þó betur en tunnur.
Fyrrum fluttum við kornið
til landsins ómalað.
En þessu hefur miðað til hnign
unar hjá okkur. Nú er hvorki
mannsafl né þyngdarafl látið
mala kornið. Og varan er líka
önnur vara síðan við gáfumst
upp við að mala sjálfir. Nú kem
ur allt í sekkjum, ekki sem korn,
heldur sem mjöl. Úr manneldis
korninu er búið að taka veru
legan hluta lífefnanna. Það sem
haft er til fóðurs, er þá að
mestu ómengað. En það er flutt
hingað sem mjöl og mjöl þolir
miklu ver alla geymslu heldur
en kornið. Ómalað korn geymist
mikið betur.
Við stöndum þá í dag á stigi
fornra athafna í flutninga- og
geymslumálum, og á stigi hnign
unar, þegar horft er til lifeðlis-
gildi þeirrar vöru, sem hér um
ræðir, vöru, sem í ört vaxandi
mæli er notuð til fóðurs. Það
magn þessara vara, sem við not
um, er eftirfarandi — ég ætla
bara að taka tvö síðustu árin:
Árið 1964 fluttum við inn
32.758 tonn af kornvöru til fóð-
urs, að verðgildi 131 milljón
618 þúsund krónur. Árið 1965
innflutningurinn á kora-
vöru 35.007 lestir að verðgildi
157 milljónir 345 þúsund krónur.
Innflutningur kornvöru til
tnanneldis: 12.680 tonn árið
1964, verðgildi 74 milljónir, og
13.163 tonn árið 1965, að verð
gildi 74 milljónir 579 þúsund.
Þessar tölur segja okkur, að
árið 1964 var flutt inn samtals
15 þúsund lestir af matvöru og
kraftfóðri að verðgildi, sem
oemur 205 milljónum króna SIF
rerð, þ. e. vörur með flutnings
Öaldi og tryggingu. Og árið
1965 48 þúsund lestir að verð
gildi 232 milljón kr. Ég áætia
að kraftfóðurnotkun verði svip
uð hér og verið hefur undanfar
in ár, það tel ég réttmætt og
eðlilegt miðað við hagkvæmt
fyrirkomulag búrekstrar og af
urðamagn, sem nú er krafist
af hverri skepnu, en magn mat
vöru er hér eins og annars stað
ar £ kringum 70 kg á mann
á ári, og vex því innflutningur
hennar með vaxandi íbúafjölda.
Á þessum forsendum tel ég
rétt að miða við að innflutningur
kornvöru á komandi árum verði
a. m. k. í kringum 50 þúsund
lestir samanlagt.
Á árunum 1948—51, þegar ég
lagði talsverða vinnu í að
rannsaka forsendur og réttmæti
þess, að tekið væri upp nútíma
fyrirkomulag um flutning og
geymslu kornvöru hér á landi,
og dvaldi um skeið í Noregi
og Svíþjóð, til að kanna þetta
mál, þá fluttum við inn að-
eins 25 þúsund lestir samtals. Og
það magn töldu þeir sem ég
ræddi við í þessum löndum um
þær mundir of lítið til þess að
fara inn á nútíma fyrirkomu
lag um flutninga og geymslu.
Niðurstöður athuganna sýndu
að þá fyrst, er fslendingar flyttu
inn meira en 30 þúsund lestir
af kornvöru samtals, væri tíma
bært að ræða um flutning í
„sílóskipum“ og geymslu í korn
hlöðum með nútímasniði.
Frá árinu 1940—41, þegar ég
vann á kornbirgðaskrifstofum
danska ríkisins kynntist ég þeim
aðferðum við flutninga, geymslu
og dreifingu, og svo og notkun
ikraftfóðurs. Dvölin í Noregi
og Svíþjóð um 8—10 árum síð
ar gaf mér aukið útsýni á þess
um sviðum, og veitti innsýn inn
á ný svið, einkum að því er
snertir kornhlöðurnar og bygg
ingu þeirra, en sænsk fyrirtæki
hafa reist kornhlöður víða um
lönd um meginhluta Evrópu og
reyndar í öðrum álfum líka, og
eru talin standa flestum framar
við byggingu og skipulagingu
svona birgðastöðva.
Á þeim 10 árum, sem liðu
frá því er ég stariaði við korn
birgðastöð danska ríkisins, þang
að til í kringum 1950, þegar ég
kannaði þessi mál nánar, var
raunar um litlar framfarir að
ræða hjá þessum þjóðum, sem
ég hef heimsótt. Síðan liðu 15
ár þangað til mér nú í vetur
gafst tækifæri til að skoða hvað
gerst hefur síðustu árin. Og
ég verð að segja, að þar hafa
verið risaskref stigin, og ég
vil bæta því við að máske var
gott, aS við ekki hófumst handa
þá, því að nú er hægt að
kerfa með nýju sniði, sem að
ýmsu og að mörgu var þá ó-
þekkt. Tækni og vélgengi hefur
gert það stórstökk hjá bræðra
þjóðunum og reynslu þeirra
ber okkur að hagnýta, úr því
að við erum komnir á það stig,
að hafa nú að því er virðist til
þess vöxt og getu.
Eins og við höfum séð benzín
tunnurnar, olíutunnurnar og á-
líka ílát hveria hér á landi
frá geymslustöðvum og farar- og
flutningatækjum hvívetna, og
tankskip, olíugeyma, tankbíla, og
heimilistanka verða svo að segja
einráð tæki við flutning, geymslu
og dreifingu eldsneytis hjá okk
ur, þannig hefur á hliðstæðan
hátt mótast allt flutningafyrir-
komulag og varðveizla kornvöru
til manneldis og til fóðurs hjá
bræðraþjóðum okkar.
A-llra síðustu ár er tæknin enn
betur gjörnýtt, því að við hef
ur nú bætzt sú, sem sér fyrir
blöndun korntegundanna á við
eigandi hátt með fjarstýrðu fyrir
komulagi. Aðeins þarf að styðja
á hnappa og gataspjöld eru lát
in gegna flóknum samsetningum,
en einn maður stýrir, og leysir
þannig af hendi störf, sem
fjölda manns þurfti áður til
að inna af hendi með miklum
erfiðismunum. Má í þessu sam
bandi tilfæra, að á Fjóni er
kornhlaða og kraftfóðurblöndun
arstöð, sem byggð var 1964.
Það er ekki stór stöð, hefur ekki
nema 2500 tonna geymslurými,
en fóðurblöndunarbúnaðurinn
blandar og pressar úr 10 tonn
um á klukkustund. Og það eT
einn maður sem sér um þessa
stöð.
Það er augljóst, að gamla fyrir
komulagið er úrelt, nú eru
það hlöður með mörgum hólfum
sem kornið er geymt í. Manns
höndin snertir ekki á korninu,
og öryggi gegn flestum eyðing
aröfhim er allt annað og
miklu meira en var í gamaldags
hlöðunum. Og rýrnun við
geymslu að sama skapi miklu
minni nú en fyrr. Áður var reikn
að með, að 10% rýrnun væri
hið minnsta, sem hægt væri að
hugsa sér, við geymslu frá upp
skerutíma til næsta sumars og
stundum miklu meira. En nú að
eins 1—2% rýrnun, ef rakastig
kornsins er 12% þegar það er
sett í hlöðu. Og það tekst með
nútíma þurrkunarbúnaði.
En hvað kosta svo þessar hlöð
ur, munu menn spyrja. Þvi er
að svara að í þeim, ásamt. tilheyr
andi búnaði, hvílir verulegt fjár
magn. Og ekki nóg með það,
annar búnaður þari að vera
til samræmis, svo að hlöðurnar
verði að því gagni, sem til
er ætlast.
Laust korn er flutt í því
formi ala leið frá afskipunar
stað t. d. í Ameríku eða Ástral
íu — laust korn, sem dælt er
í skipið eins og vatni úr því aft
ur, þegar það kemur til áfanga
staðar hjá viðtakanda í höfn, upp
í hlöðurnar og milli hólfa í
hlöðunum. Færsla þess er ekki
fullkomin, nema það fari á
sama hátt í kornbílinn sem flyt
ur kraftfóðrið til bóndans. En
á sjálfan bílinn, sem jafnan tek
ur 5—6 tonn, er tengdur bún
aður, sem dælir svo fóðrinj upp
í heimilishlöðuna, og í nýjustu
gerðum kornflutningabíla er svo
fyrir séð, að vandalaust er að
skipta hlassinu milli tveggja,
þriggja eða fleiri bænda, ef þeir
þurfa svo lítið hver í einu, eða
svo sem 1—2 tonn.
Ýmsir, sem ferðast hafa um
sveitir grannlandanna síðustu
árin, hafa veitt því eftirtekt, að
turnmyndaðar byggingar eru hér
og þar út um sveitirnar, einkum
á kornræktarsvæðum. Þessar bygg
ingar eru hlöður til varðveizlu
korns. Bændur eru í þann veg
inn að hætta að hafa hlöðuloftin
til geymslu. Félagsþurrkunar-
stöðvar taka nú við korninu
beint frá sláttuþreskivélunum, og
fullþurrkað kornið fer beint
í félagshlöðurnar. .1 þeim er
það svo geymt unz bændur sjálf
ir sækja það, eða kornið er
flutt til myllu eða fóðurblond
unarstöðvar.
Til þess að auka þægindi, og
gera hinar ýmsu tegundir að-
hæfðar tækjunum og búnaði, er
varan fyrst möluð, áður en
fóðurblöndurnar eru gerðar, en
við flestar, og bráðum allar,
blöndunarstöðvar, eru hafðar
vélar, sem pressa kornpillur eða
korntöflur, og í þannig formi
er nú framleitt fyrir allar skepn
ur, — bráðum allt fóður,
segja menn. Þai sem skipulega
ing þessara mála er lengst komin,
hjá Fjónbúum, er nú um 70%
af fóðurvörunni kornuð.
Svo að minnst sé á þá fjár
festingu, sem svona búnaður krefst
þá er auðvitað reynsla um það
ekki til hér á landi. Við búum
við fortíðarfyrirkomulag í þess
um efnum, við flytjum kornið
í pokum, sem blotna og rifna,
sem mýs og rottur naga og éta,
sem skordýr skemmta sér í, því
að eyðing þeirra er varla mögu
leg, þegar um mjöl er að
ræða, en auðveld í korni og korn
hlöðu. Og við þurfum mikið
mannsafl til allrar meðferðar
á sekkjunum, allt frá móttöku
í skip erlendis og ^ heim til
bóndans upp í dal á íslandi. Til
þess að söðla um verðum við
að gera allt: — fá „sílóskip" til
að flytja kornið til okkar, reisa
mylur tl að mala það, hlöður
tl að geyma í, vagna til að
flytja það heim í sveitina og
hlöður heima á bæjunum.
Þetta kostar fjármuni, en
hlýtur í reyndinni að vera hag
________________________________7
kvæmt samt, eins og hjá
öðrum gerizt, og auðvitað kem
ur þetta í áföngum.
Víst má nefna tölur í þessu
sambandi, þó að þær séu fengnar
frá öðrum. Allt er dýrara hér
en annars staðar, segja menn.
Margt, vil ég segja, en ekki allt.
Og ég er ekki viss um að
svona búnaður yrði miklu dýrari
hér en annars staðar gerizt.
Ég minntist áðan á nýju
kornhlöðuna á Fjóni. Hún kost
aði u. þ. b. 5 milljónir is-
lenzkra króna. Hún rúmar, eins
og ég sagði, um 2500 lestir
af fóðri í geymslu, það svar
ar til milli 1900—2000 krónum
íslenzkum fyrir hverja lest
korns, ^ sem í þeirri hlöðu rúm
ast. Út frá þeirri fjárfest
ingu einni er þó ekki hyggilegt
fyrir okkur að reikna, því að
auk hlöðu með tilheyrandi bún
aði þarf innflutningshöfn, og
viðeigandi hafnarskilyrði til að
geta tekið á _ móti vörunni frá
útlöndum. Á hafnarbakkanum
þarf að standa kornhlaða, sem
tekur við korninu, þegar skipið
kemur þangað, og dælir því
þar upp. Hvort við eigum hér
enn þá þau skilyrði skal ég
ósagt láta. Það er verðgildi
í því líka, en ég kem að
því bráðum, að það hlýtur þó
að verða höfn, sem borgar sig,
af þeim tölum, sem þar má
fram draga um flutningskostnað
og uppskipun annars vegar á
lausu korni og hins vegar á
sekkjavöru.
Stórt skip þarí mikið dýpi
og aðstaða á hafnarbakka við
kornhlöðu verður sjaldan notuð
til annars en inn- og útskipunar
á kornvöru.
Hafnarskilyrði fyrir stór skip
kosta mikinn pening. En svo
nefndar ,,basis-hafnir“ þ. e.
innflutningshafnir, eru yfirleitt
fáar. Danir fá t. d. meginmagn
sinnar kornvöru um Hamborg.
Þangað er kornið flutt með Ham
borg sem „basis-höfn“ í mjög
stórum skipum frá öðrum heims
álfum, alt að 60 þúsund tonna
skipum, og sá flutningur er
mjög ódýr.
Við athugun þessara mála í
Noregi og ávíþjóð fyrir 15
árum, þá var meginmagn korns
frá Ameríku og Ástralíu og
öðrum fjarlægum stöðvum, flutt
þangað í 6 til 10 þúsund
tonna skipum. Og þá voru
aðeins þrjár „basis-hafnir“ í
Noregi. Nú eru „basis-hafnir"
þar fimm, og að verða sex. og
kornið helzt ekki flutt í minni
skipum en 15.000 lesta, því að
þau flytja tonnið af korni fyrir
35 norskar krónur frá Ameriku,
en 6000 lesta skipið tekur 50
krónur á tonn. Reiknað í ís-
lenzkum peningum er þetta,
með stærri skipunum, 210 krón-
ur, en með þeim minni 300 krón
ur.
Við skulum nú gera samanburð
á okkar aðstöðu og þeirri, sem
ég hef nú sagt frá, og ríkir hjá
frændum okkar hinum megin
við hafið. Við skulum taka
síðastliðið haust, vöru sem
keypt var fyrir vestan haf og
flutt til áfangastaðar, og lita
á tölulegar staðreyndir. í þessu
sambandi má geta þess, að þegar
tekið er ómalað korn, þá er
það auðvitað keypt þar sem
hagkvæmast er, og sótt þangað,
sem það er ódýrast. Þá þarf ekki
að sæta tilviljun um breytingar
á markaðsverði og markaðsað-
stöðu og í því sambandi má minna
á vatnaleiðina i Norður-Ameríku
sem hægt er að fara um nokkra
mánuði seinni part ársins en
þar er kornið á þeim tíma mun
ódýrara en nokkurs staðar ann
ars staðar.
Ég fer ekki í smámuni, — fer
ekki að telja upp einstaka Iði
hjá okkur, þeir eru margir, en
Framhald á bl. 14.