Tíminn - 03.03.1966, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 3. marz 1966
TÍMINN
Skíðahótelið ( Hlíðarfjalli
(Tímamynd HS)
HLÍÐARFJALL ER PARADÍS SKÍÐAMANNA
Nú hefur verið hafsjór am allt
Norðurland svo mánuðum skiptir,
án þess að blotnað hafi. Önnur
eins fannkoma hefur ekki verið
um árabil. Fannkyngið hefur heft
mjög allar samgöngur á landi, en
mesta furða er, hve flugþjónustan
hefur haldið sinni' áætlun. Allir
vegir út frá Akureyri eru og hafa
verið ófærir venjulegum bílum, en
flutningabílar með drifi á öllum
hjólum eiga í miklum erfiðleikum
með að komast leiðar sinnar úr
nágrannasveitum. Snjóhíll sá, sem
staðsettur er hér á Akureyri, hef-
ur nú komið í góðar þarfir, eftir
marga snjólétta vetur. Það má
segja, að hann hafi verið í förum
dag og nótt undanfarinn mánuð.
Verið í sjúkraflutningum úr ná-
grannasveitum, flutt viðgerðar-
menn landsíma, vatnsveitu, raf-
veitu og farið með dýralækna þeg-
ar þess hefur verið óskað.
Til eru þó menn og konur á
öllum aldri á Akureyri, er fagna
öllu þessu fannfergi, það eru skíða-
og útilífsunnendur. Skíðahótelið í
Hlíðarfjalli laðar til sín fjölda
fólks, jafnt á virkum dögum og
helgum, enda er þar sannkölluð
paradís skíða og sportunnenda,
sem sækja vilja frið og fyllast
krafti í faðmi fagurra fjalla, teyga
Drukkið barn tekið
á Akureyri
FB-Reykjavík, miðvikudag.
Á mánudaginn tók lögreglan á
Akureyri nokkra krakka í sínar
vörzlur, voru það börn á bama-
skólaaldri, og höfðu þeir verið
með einhver ólæti á almanna færi.
Þegar nánar var að gáð, kom í
ljós að minnsta kosti einn dreng-
urinn í hópnum, sem ekki var orð-
inn tólf ára gamall var undir áhrif
um áfengis. Mál þetta er nú 1
rannsókn hjá Akureyrarlö’gregl
unni.
Kviknar í malbik-
unarstöðinni
KT-Reykjavík, miðvikudag.
í dag kviknaði eldur í vélar-
húsi gömlu malbikunarstöðvarinn-
ar við Elliðavog. Eldurinn varð
talsvert magnaður, en fljótlega
gekk að slökkva hann. Urðu
skemmdir tiltölulega litlar af völd-
um eldsins. Talið er að eldurinn
hafi kviknað út frá olíuleka.
að sér svalt og hressandi loft og
njóta hressingar í Skíðahótelinu.
Á íslenzkum mælikvarða er öll
aðstaða þar til sóma fyrir bæjar-
félagið. Þar eru vel búin 2 og 3
manna gistiherbergi, alls 11 tals-
ins, ennfremur 4 fjögurra manna
svefnbásar (fjölskyldubásar). Þá
eru seld svefnpokapláss fyrir um
það bil 100 manns. Hótelgestir
geta því búið nokkuð eftir fjár-
hagsgetu sinni. Setustofa og mat-
salir hótelsins eru mjög þægilegir
og smekklegir, matur er afgreidd
ur á fljótlegan og ódýran hátt
með teríusniði. Þá er finnskt gufu-
bað og svo að sjálfsögðu steypi-
böð.
Allur „lúxus“ hótelsins væri
samt léttvægur, ef Hlíðarfjall risi
ekki tígurlegt að baki þess. Kjör-
ið skíðaland fyrir alla, jafnt unga
sem gamla, leikna og skussa. Þar
eru hæfilegar skíðabrekkur fyrir
byrjendur sem meistara. Tvær tog-
brautir eru staðsettar í fjallinu.
Sú minni er um 50 metra norð-
an við hótelið, í lítilli en skemmti-
legri brekku, þá er þessi brekka
upplýst og er það óspart notað er
skyggja tekur. Stærri togbrautin
er upp við svonefndan „Strornp"
þar sem mörg skíðakeppnin
fer fram. á er landslagið einnig
mjög hentugt til gönguferða, að-
eins 1 klst. gangur upp á brún og
þaðan má svo ganga á Vindheima-
jökul eða Strýtu. Sem sagt í Hlíð-
arfjalli geta allir fúndið eitthvað
við sitt hæfi. Ástæða er því til að
hvetja alla, sem njóta vilja heil-
næms fjallalofts og góðs viður-
gjörnings, að nota sér aðstöðuna í
Hlíðarfjalli. Þá er í undirbúningi
að setja upp stólalyftu frá hótel-
inu og upp í „Stromp“ og er und-
irbúningur vel á veg kominn, og
von allra sem að þessum málum
vinna að sú mikla von sjái sem
fyrst dagsins ljós.
SPELL VIRKI VIÐ
GOLFSKÁLA NESS
KT-Reykjavík, miðvikudag.
í nótt, eða nánar tiltekið ein-
hvern típia á milli kl. 18.30 í gær-
kvöldi og kl. 8 í morgun ollu
spellvirkjar miklu tjóni á golf-
velli Golfklúbbs Ness á Seltjarn-
arnesi. Settu þeir í gang jarðýtu,
sem stóð við skálann og óku henni
um völlinn og stórskemmdu hann.
Brutust þeir síðan inn í skálann
og stálu þar árituðum gullpen-
ingi. Þeir, sem kunna að hafa orð-
ið varir við mannaferðir á ofan-
greindum tíma í námunda við völl-
inn, eru beðnir um að gera lög-
reglunni í Hafnarfirði viðvart.
Á næsta leiti við golfskálann
Eldur í Faxaverk-
smiðjunni
KT-Reykjavík, miðvikudag.
Um klukkan háltíu í morgun
kviknaði eldur í mjöli í mjölþurrk-
ara í Faxaverksmiðjunni í Örfiris-
ey. Var slökkviliðið þegar kvatt
á vettvang, en eldinn tókst að
slökkva fljótlega með gufu frá
verksmiðjunni sjálfri. Var gufan
notuð til þess að forða skemmdum
á mjölinu.
KÖTLUGOS ÍÁR?
IGÞ-Reykjavík, miðvikudag.
I dag hafði Tíminn tal af manni,
sem þekktur er að því að vera
forspár um ýmsa hluti. Þessi mað-
ur er Guðmundur Þorvarðarson,
bílstjóri, en 29. marz 1963 dreymdi
hann fyrir Surtseyjargosi. Hann
var þá staddur austur á Rangár-
völlum og dreymdi elda út við
sjóndeildarhring, og var ekkert
landslag að sjá í kring. Þann 12.
SUNDMÓT SKOLANNA
Síðara sundmót skólanna fer
fram í Sundhöll Reykjavíkur í
kvöld kl. 8.30. Um 250 keppendur
frá rúmlega 20 framhaldsskólum
taka þátt í mótinu og verða meðal
keppenda nemendur frá Mennta-
skólanum á Akureyri.
febrúar í ár dreymdi Guðmund
svo draum, sem draumspakir
menn mundu álíta að gæti verið
fyrir Kötlugosi.
Guðmundur var þá á ný staddur
á Rangárvöllum. Dreymdi hann
mikinn dökkva norður af Eyja-
fjallajökli og eldblossa á himni.
Þótti honum sjálfum þegar hann
vaknaði, að ekki mundi langt til
Kötlugoss.
Enginn dómur skal lagður á það
hér, hvert mark er að draumnum,
en mörg dæmi eru um það, að
fólk hefur dreymt fyrir ýmsu, sem
komið hefur fram síðar. Fáir hafa
þó skýrt frá draumum sínum fyrr
en eftir að þeir eru komnir fram.
Um draum Guðmundar, sem þykir
boða Kötlugos, gegnir öðru máli.
Svo gæti farið að hann sannaðist
í náinni framtíð og þá geta menn
lagt út af því eins og þeir vilja.
er skáli, sem lögreglan í Reykjavík
hefur til sinna afnota, en eftirlits-
maður skálans var ekki staddur
þar á tímabilinu 18.30 til kl. 8
í morgun. Er þannig hægt að
ákvarða að spellvirkin hafi verið
unnin á þessu timabili.
Gullpeningurinn var það eina,
sem numið hefur verið á brott,
en eins og áður segir var hann
áritaður. Stóð á honum: Afreks-
keppni Flugfélags íslands. Má
telja vafasamt, að nokkur geti haft
not af honum öðru vísi en að láta
smíða eitthvað úr honum.
íþróttaskólanum slitið
STJAS-Vorsabæ.
íþróttaskólanum í Haukadal var
slitið þann 28. febrúar s.l. 17 nem-
endur voru í skólanum í vetur.
Hæstu meðaleinkunnir hlutu Elías
Pálsson Saurbæ Holtahreppi, 8.08
og Kristján Gestsson, Forsæti Vill-
ingaholtshreppi 8.03. Auk skóla-
stjórans Sigurðar Greipssonar
fluttu ávörp við skólaslitin séra
Eiríkur J. Eiríksson, sambands-
stjóri UMFÍ og Þorsteinn Einars-
son íþróttafulltrúi. Þorsteinn af-
henti 6 skólapiltum afreksmerki
ÍSÍ og séra Eiríkur afhenti bóka-
gjöf UMFÍ. Þrjú bókaforlög gáfu
einnig bækur, þeim nemendum
sem náð höfðu beztum námsár-
angri. Árshátíð skóíahs var haldin
s.l. laugardagskvöld. Þar sýndu
nemendur m.a. bændaglímu og leik
fimi.
50 íslenzkir skemmti-
kraftar í Austur-
bæjarbíó.
Skrifstofa skemmtikrafta gengst
fyrir skemmtun í Austurbæjarbíói
í dag fimmtudag kl. 11,15. Þar
koma fram margir þekktir
skemmtikraftar sem þegar hafa
hlotið miklar vinsældir og einnig
nýir kraftar, sem vilja sýna hvers
þeir eru megnugir.
Meðal þeirra sem skemmta eru:
Karl Guðmundsson. Ómar Ragnars
son, Jón Gunnlaugsson, Savanna-
tríóið, Leikhúskvartettinn, Stefani
Anna Christophersson, Heimir og
Jónas, Karl Einarsson, Alli Rúts,
Ásmundur Pálsson, Jón Sigurðs-
son, Björg Inagdóttir, Ríótríóið,
Jazzballettflokkar, Dúmbó og
Steini o. fl.
r
HERRANÚTTIN VERDUR í ÞJÚDLEIKHÚSINU
4>i
GÞE-Reykjavík, miðvikduag.
Leikrit Herranætur Mennta-
skólans 1966 verður gamanleik-
urinn The Importance of Being
Earnest eftir Oscar Wilde. Hafa
menntaskólanemar að þessu
sinni brugðið nokkuð út af
venju sinni um leikritaval, • en
þeir hafa yfirleitt tekið til með-
ferðar eftir gamla höfunda svo
sem Holberg, Moliére og Shaw.
Þýðingu leikritsins hefur gert
Bjarni Guðmundsson. og leik-
stjóri er Benedikt Árnason, en
alls munu um 17 menntaskóla-
nemar standa að þessari sýn-
ingu á einn eða annan hátt
Leikritið The Importance of
Being Earnest er bráðsnjall
gamanleikur, og þeir eru vafa-
laust margir, sem hafa lesið það
eða heyrt um það, og fyrir all-
mörgum árum síðan var það
flutt í útvarpi hér, að vísu ekki
í sömu þýðingu og það er nú
flutt. Kímnin í leikritinu bygg-
ist að miklu leyti á orðaleikj-
um, og eflaust er mjög erfitt
að þýða þá yfir á íslenzku svo
að vel fari. Ekki hefur reynzt
nokkur leið að fá almennilega
þýðingu á nafn leiksins, svo að
það er látið heita hinu enska
nafni sínu. Leikendur eru níu
talsins, og tveir þeirra koma
nú fram í þriðja skipti á
Herranótt, þau eru Halla Ilauks
dóttir sem leikur hlutverk Ceci
ly Cardew og Pétur Lúðvíks-
son, er fer með hlutverk John
Worthing. Aðrir leikarar eru
Þórhallur Sigurðsson, Jón Örn
Marinósson, Pétur Gunnarsson,
Gísli Benediktsson, Ingileif Har
aldsdóttir, Gunilla Skaptason
og Katrm Fjeldsted. Leiktjalda
málun og skreytingar hafa þeir
Björn Björnsson og Trausti
Valsson annast, en þetta er í
fjórða skipti sem Björn sér um
leiktjaldaskreytingar á Herra-
nótt. Búningar og sviðsmunir
voru fengnir að láni hjá Þjóð-
leikhúsinu.
L,dksýningar fara nú fram
í Þjóðleikhúsinu í fyrsta skipti,
en síðan 1922 hafa þær alltaf
farið fram í Iðnó. Menntaskóla-
nemar segja að aðalkosturinn
við að fá að sýna í Þjóðleik-
húsinu sé sá. að miklu færri
sýningar þurfi, og gert er ráð
fyrir að leikritið verði aðeins
sýnt fjórum sinnum. Frumsýn-
ing verður n.k. mánudagskvöld,
og næsta sýning kvöldið eftir
og er uppselt á þessar báðar.
Hinar sýningarnar tvær verða
svo á mánudags og þriðjudags-
kvöld vikuna þar á eftir. Svo
sem fyrr segir annast Benedikt
Árnason leikstjórnina, en þetta
er í 6. sinn, sem hann er leik-
stjóri á Herranótt.
V. n í{ (.( kv' H ttn 1