Tíminn - 03.03.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.03.1966, Blaðsíða 11
TflVIINN \ FTMMTUDAGUR 3. marz 1966 lj| VERÐIR LAGANNA TOM TULLETT 5 og í Bandaríkjunum. Alþjóðalögreglan gerði lögregluliðum beggja landa viðvart með skeytum. Prófessorinn var hand- tekinn fyrir þátttöku í að koma löglega framleiddu heróíni á ólöglegan markað. AUmargir lögreglumenn frá Fjármálaráðuneyti og Eitur lyfjaskrifstofu Bandaríkjastjómar voru sendir austur um haf að starfa með ítölsku lögreglunni, og ekki leið á löngu að þeir höfðu upp á mikilli fúlgu falsaðra tíu og tuttugu dollara seðla í Mflanó. Sjö menn voru handteknir, þar á meðal Pedelli nokkur, sem hlotið hafði dóm og verið vísað úr landi í Bandaríkjunum. Hann var fyrsti hlekkurinn í keðju, sem sá náunga að nafni Manucci fyrir fölsuðum doll- araseðlum, en sá var aftur erindreki manns að nafni Gian- carli, sem bjó í Bandaríkjunum. Tvö ár liðu áður en unnt var að handtaka Manucci, því hann hafði búizt vandlega um, undirbúið margar undankomuleiðir og tryggt sér vitneskju úr ýmsum áttum. í ágúst 1952 fundust enn 4000 tíu dollara seðlar í Trieste og sjö úr hringnum í viðbót náðust. Manucci var handtekinn þegar hann var að afhenda peningana. Sýnishorn af seðlun- um fór til falsanadeildar Alþjóðalögreglunnar í Haag, og sérfræðingunum þar tókst að ganga úr skugga um, að föls- uðu peningamir höfðu verið prentaðir í París. Þótt starfsemi hringsins hefði raskazt við þessar tvær hóphandtökur, var hann ekki enn úr sögunni og rannsókn var haldið áfram. í ágúst sendi yfirlögreglustjómin ítalska í Róm skeyti til Alþj óðalögreglunnar: „Fjögur kíló af heróíni tekin í Salerno. Perreto handtek- inn.“ Þetta var merkileg vitneskja um þennan margslungna hring, sem verzlaði ekki aðeins með falsaða peninga, heldur líka eiturlyf, því vitað var að Perreto var félagi Giancarli og hafði verið vísað úr landi í Bandaríkjunum eins og Pedelli. ítalska lögreglan gekk úr skugga um að heróínið, sem tekið var í Salemo átti einmitt að fara til Giancarli, sem annaðist dreifinguna 1 Bandaríkjunum og hafði aðsetur í New York. Nú þurfti Alþjóðalögreglan að ganga frá öllum öngum máls- ins. Bandaríska fjármálaráðuneytinu tókst að sanna að Gian- carli hafði komið hringnum á laggimar með þvi að láta prenta falsaða dollaraseðla í Buffalo í New York-fyiki. Þá lét hann erindrekum sínum á Ítalíu í té, og þeir notuðu féð til að kaupa mikið magn af heróíni, sem svo var smyglað til baka til New York. Árið 1950 komst upp um fölsunar- verkstæðið í Buffalo, og Giancarli varð að flytja þann þátt starfseminnar til Parísar. Aðeins mánuði eftir að þessi fjögur kiló af heróáni fundust, gat Alþjóðalögreglan lagt málsskjölin endanlega til hliðar. Frá lögreglunni í Chicago barst skeyti: „Giancarli drepinn í bardaga bófaflofcka.“ En skjölin sem hina varða eru vel geymd í París eins lengi og þeir lifa. Annar kafli. Mörg ár eru liðin siðan Alþjóðalögreglan var stofnuð til að fást við alþjóðlega glæpamenn, sem em síður en svo ný tegund illvirkja. Þá eins og nú leitaðist glæpamaðurinn við að komast sem lengst í burt frá fórnarlambi sínu — og þeim sem leituðu hans sökum afbrotsins. Nýjungin er, hversu auðvelt menn eiga með að komast landa á milli á ískyggi- lega skömmum tíma. Þar að aufci hafa nýlegir atburðir haft í för með sér umfangsmikla tilflutninga og blöndun fólks, sem stuðlar að alþjóðlegri glæpamennsku, því smá- bófi úr frumstæðu landi lærir að færa úr kvíamar, þegar hann kynnist kænni og betur menntuðum glæpamönnum. Hvað er í rauninni „alþjóðlegur glæpamaður?“ Skflgreinig á þessari tegund afbrotamanns byggist ekki á neinu lögfræðilegu hugtaki — þvi engin lög fjalla um alþjóðlega glæpi — heldur á því einu, sem henta þykir. Til dæmis telst maður, sem drepur konu til fjár í París og flýr síðan til Belgíu, alþjóðlegur glæpamaður. Sama máli gegnir um þjóf eða fjársvikara, sem stundar iðju sína í tveim lönd- um eða fleiri. En svo er það líka ítalski peningafalsarinn, sem aldrei hefur komið út fyrir Róm, þar sem hann falsar dollaraseðla í fylgsni sínu. Hann er einnig talinn „alþjóðleg- ur,“ því falsanir hans geta verið í umferð um allan heim. Af þessum sökum getur eðli afbrotsins eitt orðið til þess að maður komist á skrá hjá Alþjóðalögreglunni. Sú stofnun varð nauðsynleg vegna þess, að samræma hverju - held ég hefði getað drep ið hana. En nú er allt um garð gengið. Guði sé lof og þökk fyrir það! Vonnie heyrði fótatak í gang- inum. Hún stirðnaði upp og lagði við hlustir. Nigel gægðist inn. — Viltu koma inn í stofuna, Vonnie. — Vonnie! Rhoda hrukkaði ennið. — Það er einmitt það, sem ég þarf að útskýra, Rhoda. En seinna. Og þakka þér fyrir að binda um sárið. Vonnie hraðaði sér út Þegar þau voru komin fram, nam hún staðar og sneri sér að honum. — Er Joss frændi mjög reiður út í mig? — Hann er seigari en þú held- ur, Vonnie. Þú mátt ekki titra svona. Nú er allt í lagi. Vertu bara eðlileg — reyndu ekki að gera þér neitt upp. Það máttu aldrei gera. Hún gekk seinlega inn í stof- una. Joss gamli stóð þar. Hann rétti fram höndina og dró hana inn fyrir. — Rihoda er dugleg að binda um sár, sagði hann og virti um- búðirnar fyrir sér. Vonnie fann hve hjartað barð- ist ótt í brjósti hennar. Hægt lyfti hún höfði. — Ég skammast min svo, hr. OTVARPIÐ Fimmtudagur 3. marz 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp 13.00 A frívaktinní Eydís Eyþórsdóttir stjórnar óskalaga- ba*tti fvrir ?iómenn 14.40 Við. sem heima í dag sitjum [ 15.00 Mið- degisútvarp 16.00 Síðdegisútvarp 17.40 Þingfréttir. 18,00 Segðu mér sögu Bergþóra Gústafsdórtir og Sigríður Gunnlaugsdóttir st.ióma þætti fyrir yngstu hlustendurna 18,20 Veðurfregnir 18,30 Tónleik ar 19.30 Fréttir 20.00 Dagiegt mál UNDIR FÖLSKU FLAGGI ANNE MAYBURY 48 frænda. Ég fæ ekki frið fyrr en hann veit — og ég get sagt hon- um hvað ég hef gert. — Ef þú ferð inn svona, set- urðu blóð út um allt. sagði Nigel. — Vonnie, farðu og láttu binda um höndina á þér! Hún sýndi engin merki þess að hafa heyrt hvað hann sagði. — En er þorandi að segja Joss frænda frá því núna? Verður það honum ekki um megn eftir allt sem á undan er gengið? Eg hef ákveðið að hann verði að fá að vita allt, en — — Taktu þessu ekki svona þung lega, Vonnie, sagði hann hlýlega. — Hann fékk versta áfallið fyr- ir allmörgum dögum, þegar hon- um varð ljóst, að skammturinn var honum ætlaður! Nú þegar annað var hjá liðið mundi hún allt í einu eftir sínu eigin vandamáli. — Hvers vegna komst þú hing- að í kvöld? Hann tók andlit hennar milli handa sér. — Þegar þú sagðir mér. hvað þú hafðir gert, varð ég svo skelfd- ur að mér var ómögulegt að hugsa skynsamlega. Ég gerði sjálf- an mig að Guði, eins og þú sagðir. En í dag sá ég þetta í öðru Ijósi. Mér skildist að þrátt fyrir að þetta var í meira lagi dirfskufullt athæfi gerðir þú allt í góðri mein ingu. Það var rangt og heimsku- legt og elskulegt af þér. Ó, Vonnie, litli svikahrappurinn minn, ef þú bara vissir hvað ég elska þig heitt. Gleðin og hamingjan sem gagn- tók hana varð henni næstum of- viða. Hún lokaði augunum og fann tárin brenna undir augnalokun- um. Nige! snart vanga hennar. — Það er bara vitleysa að góð- ur tilgangur helgi meðölin. Og það er varhugavert. — Ég veit það núna, hvíslaði hún. — Vonnie, viltu að ég tali yið hr. Ashlyn? Ég skal segja honum allt af létta og ég skal gera það miklu betur en þú mundir gera! — En það er ég sem ber ábyrgð ina! — Við! leiðrétti hann. Allt, sem þú gerir héðan í frá er einnig á mína ábyrgð. Nú skaltu koma þér af stað, litla þrjózkukindin mín. Hann ýtti blíðlega við henni. — Farðu og biddu Rhodu að setja umbúðir á höndina og gefðu mér stundarfjórðung til að tala við hann. Hún hlýddi og gekk þegjandi að eldhúsinu og henni fannst að ekkert af þessu væri raunverulegt, — allt sem gerzt hafði virtist sem kynlegur draumur — eða martröð. En Nigel hafði sagt: Ég elska þig af öllu hjarta. Hún opnaði dyrn- ar fram í eldhúsið og leit eymdar lega á Rhodu. — Höndin á þér. Róleg og stillileg rödd Rhodu þrengdi sér inn í huga hennar. — Ég skal binda um sárið. — Þökk fyrir, Rhoda, sagði Vonnie og settist utan við sig á stól. — Þetta er ljótt sár. Rhoda hreinsaði sárið og batt fimlega um. — Þetta hefur ekki beinlínis verið þægilegt fyrir þig. Eigum við að fá okkur sígarettu? Hún kveikti í fyrir þær og virt- ist undarlega óróleg og hvarflandi. — Ég get eins sagt þér það strax og lokið því af. Ég hélt það værir þú, sem óskaðir að gera Joss mein. Það var ekki gott að vita, hvernig þú hefðir átt að koma því ! kring, en ég hafði tekið það í mig að komast að því og tæla þig í gildru á ein- hvern hátt. Þú týndir ekki hnappn um í garðinum- Ég bið þig að fyrirgefa mér, en satt að segja fann ég hann í herberginu þínu. Það gat hugsazt að þú værir kon- an sem þýzka stúlkan í nágranna- húsinu sá í garðinum. Þú hefðir getað komið til Englands fyrr en þú sagðir sjálf. Ef ég hefði komizt yfir vegabréfið þitt hefði ég ekki vílað fyrir mér að rannsaka það. Ég bið þig mikillega að afsaka tortryggni mína. — Það er óþarft, sagði Vonnie hæglátlega. — Ég þarf líka að koma með skýringu! En ég get ekkert sagt þér, fyrr en Joss frændi hefur fengið að vita um það. Allir hafa víst grunað hvern annan. Það gerist oft, þegar vof- veiflegir atburðir verða. Rhoda lyfti mjóum augabrún- um. — Og þú grunaðir mig, var ekki svo. En maður reynir ekki að gera þeim mein, sem maður elskar! — Það — það er sem sagt satt? — Já, en þú þarft ekki að segja frá því! Hún brosti angurvær. — Joss er orðinn gamall núna, en hann er enn dauðhræddur um að flækjast í neti konu. Ég held að hann imyndi sér hjónaband svipað og helvíti! Hann getur ekki að því gert, þetta er meðfætt hjá honum — þáttar í hinu óstýri- Iáta sérlundaða listamannseðli hans. Ég skil hann. — Fyrst þú elskar Joss frænda — varsta þá ekki hrædd um að sá sem reynt hafði að vinna hon- um mein gerði aðra tilraun? — Jú, það máttu reiða þig á. Kannski veittirðu því ekki eftir- tekt, en ég var eins og varðhund- ur. Ég var alls staðar og hafði gætur á öllu og öllum. — En Fenella ætlaði ekki að i drepa neinn! — En hún gerði það samt. Og i ég fyrir mitt leyti hef enga samúð i með henni. Alls enga! Hún fellir sig sjálfsagt ekki við lífið í fang- á elsinu, en það gerir ekkert til. @ Ef hún hefði gert Joss eitthvað — i þótt ég geti orðið fjúkandi vond | út í hann og þreytt á honum öðru m Árnl Böðvarsson flytur pittinn 20 05 „Töfrasproti æskunnar“ svíta nr. 2 op. lb eftir Elgar 20,20 Okkar á milli: í Skálholti Jðkull Jakobsson og Sveinn Einarsson tóku saonan dagskrána. 21.00 Atr úr óperunni „Carmen" eftir Bizet 21,15 Bókaspjall 21,50 Strengja- tríó i B-dúr eftir Schubert. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,29 ÍIús frú Þórdís. Séra Gunnar Árnason les. 22.40 Djassþáttur Jón Múli Ámason kynnir. 23.15 Bridgeþátt ur Hallur Símonarson flytur. 28 40 Dagskrárlok. Föstudagur 4 marz 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegis útvarp 13.15 Lesin dagskrá næstu viku 13.50 Við vinnuna: Tónleík ar. 1440 Við, sem heima sitjiun 15.00 Mið- degisútvarp 16.00 Síð- degisútvarp. 1700 Fréttir. 1705 1 veldi hljómanna. Jón Örn Marinós son kynnir sígilda tónlist fyrir ungt fólk. 18.00 Sannar sögur frá liðnum öldum. 18.20 Veðurfregn ir. 1830 Tónleikar. 19.30 Fréttir 20.00 Kvöldvaka: a. Lestur forn rita: Færeyinga saga b. í haust- myrkri á Óshlið, frásöguþáttur. c. Tökum lagið! Jón Ásgeirss. stj. d Leikimenn vfgðir til prests Séra Gisli Brynjólfsson segir frá presta fæð á öldinni, sem leið; — fyrri þáttur. e. Lausavísan lifir enn. Sigurbjörn Stefánsson flytur vísnaþátt. 21.30 Útvarpssagan; „Dagurinn og nóttin“ Hjörtur Pálsson les (7). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.20 fslenzkt mál. Ásgeir Bl. Magnúss. cand. mag stj. 22.40 Næturhljómleikar. Sin fóníuhljómsveitin í Boston leikur. 23.30 Dagskrárlok. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.