Tíminn - 03.03.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.03.1966, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 3. marz 1986 14 LÍFEYRISSJÓÐUR Framhald al hls 1 Saimkvæmt þingsályktunartillög un-ni var skipuð fimm manna nefnd, sem skilaði áliti í nóvember 1960. Árið 1964 fluttu Framsókinar- menn á ný tillögu um að kjósa fimm manna nefnd til þess að semja frumvarp um lífeyrissjóð. en tillögunni var breytt þannig í þinginu, að ríkisstjórn skyldi faiið að kanna til hlítar stofnun lífeyris sjóðs fyrir landsmenn alla. Haraldi Guðmundssyni fyrrv. ráðherra var falið í júní 1964 af fólagsmálaráðuneytinu að semja álitsgerð um „hvort ekki væri tíma bært að setja löggjöf um almenn an lífeyrissjóð, sem allir lands- menn, sem ekki eru nú þegar aðil ar að lífeyrissjóðum, geti átt að- gang að“. Álitsgerðinni skilaði bann í ágúst/september 1965. í gær upplýsti félagsmálaráð- herra ,sem fyrr segir, að nefnd með fulltrúum allra flokka skyldi skip uð til þess að undirbúa frumvarp urn lífeyrissjóð fyrir alla lands- menn. í skýrslu félagsmálaráð herra kom einnig fram, að ólíklegt væri að samningu frumvarpsins yrði lokið fyrr en í upphafi næsta kjQrtímabils. Á þingsíðu Tímans er nánar Skýrt frá umræðunum um lífeyris sjóðsmálið. TOLLAREGLUR Framhaid ai bls. 1. Skipjærjar á íslenzkum skipum mega hafa með sér í land 2 % fl. af áfeijgi, 400 stk. af vindling- um Qg 48 fl. af öli. Þeir, sem eru skemur ea 20 daga í ferð mega hafa með sér 1 flösku, 200 stk. af vin<ililgum og 24 flöskur af öli. Flugáhafnir mega hafa með sér % 1. af víni, 60 stk af vindl- ingum en ekki öl. NKRUMAH Framhald af bls. 1. Addis Abeba — þannig hafi hann sloppið. Hann sagði einnig, að Nkrumah hafi fengið að vita um byltinguna rétt eftir að hann kom til Peking, hafi hann í fyrstu neitað að trúa fréttunum, og talið, að um smá- vægilega uppreisn væri að ræða. Quaison-Sackey sagði, að hann væri sannfærður um að öll Ghana- þjóðin myndi vinna að því, með hinni úýju stjórn, að gera landið að frjálsu landi. Þá sagði hann einnig, að sögn brezka útvarpsins, að Nkrumah hafi beðið Kína og Sovétríkin um aðstoð við að komast aftur til valda. Taldi hann sennilegt, að Kína myndi hafna þeirri ósk, en var ekki eins viss um afstöðu Rússa. Rúmlega 100 sóvézkir sérfræð- ingar og ráðgjafar eru farnir frá Accra til Moskvu, og búizt er við, að hópur Kínverja muni fara til síns heimalands frá Accra í vik- unni. Þessir sérfræðingar komu til landsins að ósk Nkrumah á sínum tíma. Ilefur öllum sovézku sérfræð- ingunum verið vísað úr landi. Þjóðfrelsisráðið, sem hefur öll völd í iandinu, hélt í dag áfram að styrkja aðstöðu sína. Það hefur bannað alla stjórnámalaflokka, fundi, mótmælagöngur, áróðurs- starfsemi og notkun flokksslag- yrða. GEIMAFREK Framhald af bls. 1 til jarðar áður en geimfarið lenti á Vcnusi. Mikhailov prófessor hefur sagt, að nú verði bráðlega hægt að stunda beinar og rcglubundn ar rannsóknir á Venusi. Jafnframt tilkynntu sovézkir vísindamenn, að rússnesku hundarnir tveir, sem í dag hófu níunda sólar hring sinn úti í geimnum. rnunu vera á lofti miklu leng ur en nokkur önnur lifancii vera til þessa. Talið er að vísindamennirnir hyggist ná hundunum aftur til jarðar að geimferð þeirra lokinni, svo að hægt sé að rannsaka þá nánar. Er talið að Rússar muni ekki eiga í neinum erf iðleikum með slíka lendingu Kosmosgeimfarsins er hund arnir eru í. _______TÍMINN Þá skýrði TASS frá því í dag, að Zond-3, geimstöðin, sem tók myndir af bakhlið tunglsins í fyrrasumar, sendi enn upplýsingar til jarðar, en geimstöðin er nú á leið u,m hverfis sólina. KJARNASPRENGJAN Robert McCloskcey, játaði, að ekki væri hægt að úti- loka alla hættu á meðan ein kjarnorkusprengja væri enn þá týnd. En í yfirlýsing unni er lögð áherzla á, að Bandaríkjunum hafi tekizt síðustu 20 árin að fara með kjamorkuvopn án þess að í eitt einasta sinn hafi átt sér stað kjarnorkusprenging vegna óhapps. SKÁKÞING Framhald af 16 sfðu. alls, átta í meistaraflokki, sex í fyrsta flokki og sex í öðrum ílokki. Nánar verður skýrt frá úrslitum fyrstu umferðar seinna. Enn er vegurinn milli Hofsóss og Sauðárkróks tepptur og var mjólk úr Fljótum flutt með póstbátnum í dag. HERRANÓTT Framhald af 16 síðu. en hún leikur Lady Bracknell og að síðustu koma þau Pétur Lúðvígsson og GuniIIa Skapta- son, en þau leíka elskendurna, John Worthing og Gwendolen Fairfax. (Tímamynd GE). — Sjá frétt á bls. 2. RENAULT-UMBOÐ Framhald af 16. síðu. verzlun Kristins Guðnasonar keypti varahlutalager þann, sem nú er til í landinu, en framvegis mun Albert einn sjá um innflutn ing á varahlutum frá Renault- verksmiðjunum. Að lokum sagði Albert að hann væri nú á höttumum eftir nýju húsnæði fyrir starfsemina. Ólafur Loftsson mun sjá um daglegan rekstur umboðsins, en Davíð Óskarsson mun sjá um við gerðaþjónustu. VATNSLEYSI Framhald af 16 síðu. verja næsta hús, Álfhólsveg 9, en Kópavogsapótek er til húsa í því húsi. Var segl breitt yfir austur gafl hússins og því haldið köldu með vatni. Einnig var vatni dælt í eldinn, sem hafði nú sprengt all ar rúður í húsinu, og logaði glatt. Sló bjarma yfir allt nágrennið, svo mikill var eldurinn. Við slökkvistarfið unnu um nótt ina 45 menn og var slökkvistarf- inu ekki lokið fyrr en um kl. 7.30 í morgun. Voru þá eftir fjórir menn með einn bíl til þess að ganga írá og sjá um að ekki leynd ist eldur í rústunum, Hafði hús ið á þessum tíma brunnið til kaldra kola, þ.e.a.s. allt hafði brunnið, sem brunnið gat. Ekkert slys varð á mönnum af völdum eldsvoðans, en áhorfend um, sem voru fjölmargir, stafaði nokkur hætta af asbesti, sem myndaði sprengingu, er kviknaði í því. Sjúkrabifreið var á staðn- um og annaðist mannflutninga. Að því er Gunnar Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri, tjáði blað- inu í dag, hafði eigandi verkstæð isins fengið ítrekaðar áminning- ar fyrir umbúnað og frágang kyndiklefans, sem var mjög ófull nægjandi. Var tréloft í klefanum og einnig spónageymsla. Þá var tréhurð fyrir efnisgeymslu. Hafði Eldvarnaeftirlitið einmitt rætt um það fyrir skemmstu, að ráða þyrfti bót á þessu mjög fljótlega eða loka verkstæðinu ella. Eigandi verkstæðisins, Páll M Jónsson sagði í viðtali við Tím ann í dag, að > orunanum hefði allt brunnið, sem brunnið gat. Áætlaði nanr lauslega, að tjónið næmi um fimm milljónum króna, þar sem í brunanum hefðu eyði- lagzt dýrar trésmíðavélar, auk alls tréverks. Aðspurður sagði hann, að verkstæðið hefði verið tryggt með öllum vélum. Þá sagði Páll, að verkstæðið hefði verið starfrækt í Kópavogi í 20 ár, og þar af 14 ár á þessum stað. Á verkstæðinu hefðu unnið 6 menn. Ekki kvaðst Páll vilja segja um hver orsök brunans hefði verið, en taldi líklegt, að kviknað hefði í út frá rafmagni eða olíukynd- ingu, en olíukyndingin hefði jafn an verið látin ganga á nóttunni. Um framtíðina sagði Páll Jóns son að hann vildi reyna að byggja aftur á sama stað, þar sem stað- urinn væri mjög góður. FRÁ ALÞINGI Framhald af bls. 7 Við þetta bætist svo, að ríkis- sjóður hefur ekki haft tök á að standa skil á sínum hluta að fullu jafnóðum, og hafa þá safnazt skuld ir til bráðabirgða, sem engin rík- isábyrgð er fyrir, en bráðabirgða- lán tekin út á væntanlegt lög- boðið ríkisframlag. Sá möguleiki er auðvitað fyrir hendi, án tillits til hafnarlaga, að koma afgreiðslu fjárlaga í það horf, að ekki standi á greiðslu ríkisframlagsins, og hafa öðru hverju verið gerðar ráðstafanir, sem miða í þá átt. En auðsætt er nú, að þetta nægir ekki. Öllum þorra hafnarsjóðanna, eða sveit- arfélaganna, sem að þeim standa, er það ofviða að standa straum af lánum, sem nema 60% af fram- kvæmdakostnaði, eða jafnvel þótt ekki sé nema 50%. Höfnunum er yfirleitt hvergi nærri lokið og hafa því ekki enn þá tekjuöflunar- möguleika, sem þær kunna að hafa síðar, þegar áhrifa af hafn- argerðinni er farið að gæta á þróun atvinnulífs og fbúafjölda. Gangur málsins er þá sá, að hafn- arsjóðirnir hafa komizt í vanskil vegna lána, sem fyrirsjáanlega voru þeim um megn, og ríkissjóð- ur, eða sú deild hans, sem nú er kölluð ríkisábyrgðasjóður, hefur orðið að greiða vexti og afborg- anir. Nýlega var gerð gangskör að því að semja við hafnarsjóð- ina um vanskilaskuldir við ríkis- sjóð, sem þannig hafa myndazt. Var sumt af skuldunum gefið eft- ir ,en hafnarsjóðir eða sveitarfélög látin greiða eftirstöðvarnar með skuldabréfum, sem þau auðvitað geta ekkert fremur staðið straum af en öðrum lánum. Vanskila- skuldir eru því nú þegar byrjað- ar að safnast á nýjan leik, eins og við mátti búast, enda þótt nokk uð hafi að sögn verið gert að því að taka jöfnunarsjóðsfé sveitarfé- laganna upp í greiðslu af hafn- arlánum. Sú aðferð er raunar ekki alls kostar æskileg, þar sem þetta fé er ætlað sveitarfélögum til al- mennra þarfa. Þegar á allt þetta er litið. verð- ur að dómi flm. ekki lengur hjá því komizt að viðurkenna, að ákvæði hafnarlaga um ríkisfram- lag til hafnargerða eru úrelt orð- in. Þau verða að hækka til mik- illa muna. Þá fyrst kann að verða von til þess, að hafnarsjóðir geti yfirleitt staðið straum af lánum sínum. Þétta er nauðsynja- og sanngirnismál, eins og nú er ástatt, og þolir ekki bið. Árið 1958 fól Alþingi ríkisstjórn inni að láta endurskoða hafnarlög- in og lög um hafnarbótasjóð, gera 10 ára áætlun um hafnargerðií. Þessu verki var lokið haustið 1961 og frumvarp til nýrra hafnalaga afhent ríkisstjórninni. Þar er það enn í athugun, og hefur ekki ver- Hlkynnt neitt um það, að slíkt verði lagt fyrir Alþingi það. er nú situr. Að því hlýtur þó að koma, að Alþingi setji ný hafnalög. En þó að beðið sé eftir nýjum hafna- lögum, er hægt að setja ákvæði til bráðabirgða til lagfæringar á fjármálum hafnanna. Þá leið vilja flm. þessa frv. fara. Á undanföm- um þignum hefur verið flutt frum varp til laga um hækkun ríkis- framlags til nánar tilgreinda hafn- arframkvæmda, en ekki hefur tek- izt að fá það samþykkt á Alþingi. Nú er með flutningi þessa frv. enn á ný gerð tilraun til að fá ríkisframlagið hækkað, en að þessu sinni með öðrum hætti en fyrr, ef vera mætti, að fremur yrði á það fallizt. FRÁ ALÞINGI Framhald af bls. 7 Það væri erfitt og vandasamt verk að semja frumvarpið. Nauð- synlegt væri að tryggja öllum góð lífsskilyrði í ellinni, ellilífeyrlr al mannatrygginga væri góður, en hann hrykki ekki til. Einnig taldi hann það réttlætismál og þjóð- hagslegt atriði, að vinna að slíkri sjóðsstofnun, þjóðarbúskapurinn í heild mundi njóta góðs af honum. Að lokum tók hann það fram, að Framsóknarflokkurinn myndi að sjálfsögðu styðja málið. Emil Jónsson skýrði frá því, hvers vegna málið hefði dregizt á langinn. Fyrir nokkrum árnm hefðu þessi lífefrissjóðsmál verið í deiglunni í Svíþjóð, sem nú hefði samið slíka löggjöf, Noregi, þar sem frumvarpið hefði verið lagt fram og í Danmörku, þar sem miklar umræður eiga sér nú stað um lífeyrissjóðsmálið. Hann gat þess að Haraldur hefði kom- izt að þeirri niðurstöðu, að fjár- hagsgrundvöllurinn væri nægileg- ur hér, en það væri aðalatriðið að hann væri traustur. Einnig taldi hann það hafa verið heppilegra, að gagnasöfnunin hefði vílt á eins manns herðum. Lúðvík Jósefsson lagði áherzlu á, að málinu yrði hraðað eins og tök væru á. Hann kvað sig ánægð- an með skýrslu félagsmálaráð- herra. Ólafur Jóhannesson kvað ráð- herra vilja réttlæta seinaganginn, með þessari deigluathugun. Stað- reyndin væri sú, að málið hefði legið í skúffunni í 3 ár. Bjarni Benediktsson kvað skýrslu félagsmálaráðherra hafa komið frá ríkisstjórninni allri. Hann tók undir það með Ólafi Jóhannessyni, að málið væri marg þætt og vandasamt. Hann hefði ekki sannfærzt um það, að ísland ætti að hafa forystu fram yfir þau lönd ,sem betri reynslu hefðu og hefðu á að skipa færari sér- fræðingum. Nefndin ‘58—‘60 hefði ekki getað séð fyrir þróunina, og ljóst væri að málið hefði ver- ið leitt til lykta á mismunandi hátt á Norðurlöndunum. Eysteinn Jónsson lýsti yfir stuðningi við málið, hann tók það fram, að Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hefðu sett fyrstu tryggingamálalöggjöfina gegn harðri mótstöðu Sjálfstæðis- flokksins. Síðan hefði Framsókn- arflokkurinn stutt öll tryggingar- frumvörp, utan einu sinni. Þá hefði hann beðið um frest vegna þess að hann hafði ekki fengið að fylgjast nægilega með málinu. í Ijós hefði svo komið við nánari athugun, að einn kaflinn var ekki framkvæmanlegur og því hefði hann verið felldur niðpr. Ólafur Björnsson fagnaði eins og allir aðrir rekspölnum, sem - málið er komið á og vonaðist til að það yrði leitt til lykta við . fyrsta tækifæri. Þetta væri rétt- lætismál fyrir þjóðina. Höfuðnauð syn væri, að verðbólgan væri ekki mikil, þegar tryggingamál væru annars vegar. Hið háa verðbólgu- stig hér hefði gert allt mun erfið- ara. Verðbólgustigið hér á landi væri miklu hærra en á hinum Norðurlöndunum, um 10% á ári að jafnaði hérlendis en aðeins 3—4% á hinum Norðurlöndunum. Pétur Sigurðsson kvað fá mál stærri fyrir almenning en þetta. ÞAKKARÁVÓRP Beztu þakkir til ykkar allra, sem glödduð mig á af- mælisdag minn, hinn 28. febr. s.l. Sigurjón Valdimarsson. Elginmaður minn og faðir okkar. Páll Eyjólfsson bifreiðastjóri Þórsgötu 20B verður jarðsettur frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. marz kl. 10.30. Blóm og kransar afbeðið, en þeir sem viidu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir, Sigríður Einarsdóttir, Kristrún Páisdóttir, Eyjólfur Pálsson, Einhildur f. Pálsdóttir. Sveinn Ásmundsson byggingameistari frá Siglufirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. marz kl. 10.30 f. h. Þeir, sem vilja minnast hans er bent á Slysvarnarfélag íslands. Athöfninni verður útvarpað. Margrét Snæbjörnsdóttir, börn, tengdabörn, móðir og systklni hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför manns- Ins míns, sonar bróður og tengdasonar. Jóns Sigurhjarfar Ágústssonar Rósanna Hjartardóttir, Snjólaug Flóventsdóttir, Petra Ágústsdóttir, Hjörtur Sigurðsson, Jóhanna Hannesdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.