Tíminn - 03.03.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.03.1966, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 3 marz 1966 8 TÍMINN MINNING Jóhannes Líndal Jónasson ATHUGASEMD MinnLngarstef um Jóhannes Lín dal Jónasson kennara, frá fjar- staddri aldurhniginni systur hans, Margréti S. Jónasdóttur. Ég minnist þín frá löngu liðn- um dögum, f Ijóma birtast atvik stór og smá. Mér finnst ég íheyra óm af bernskubrögum og bjartan hlátur þinn ég skynja má. Ég sé þig vaxa, verða ættarsómi, þvi var þér ungum spáð á heilla stund. Ég sé þig Mta dauðans þunga dómi. Nú drottins náð þér veiti sætan bMnd. Eg kveð þig, bróðir, bið að guð þig geymi. Þú gekkst á vegum hans í láni og þraut. Nú horflnn ertu heimsins öfug- streymi til hærra lífs á nýrri þroska- braut. Þú kenndir. Ungum léðir lið- semd þína til lífs og þroska, studdir börn- in smá. Þér veiti drottinn miskunnsemi sína. Nú sál þín, bróðir, fagnar himn um á. H.Th.B. Jóhannes Líndal var borinn og barnfæddur Húnvetningur. Hann var fæddur í Nýpukoti í Víðidal, 22. maí. 1884, sonur hjónanna Jónesu Jónasdóttur og Jónasar Jó hannessonar. Ólst hann upp með foreldrum sínum og systkinum fram yfir fermingaraldur, en fór þá, eins og títt var um unga menn £ þá daga, að vinna fyrir sér utan heimilis- ins. Ttil dæmis vann hann mörg ár á Lækjamóti í Víðidal, hjá sæmdarhjónunum Margréti og Sig urði. Einkenndist það heimili af mikMm menningarbrag og höfð- ingsskap, bæði utan húss og inn- an, enda mun Jóhannes þar hafa orðið fyrir sterkum menningarleg- í 35. tbl. Tímans hinn 12. febrúar sl. birtist grein með yfirskriftinni: Búizt við, að Alþingi fjalli um prestaköllin. Er þess fyrst getið í umræddri grein, að það hafi vakið óvenju- mikla athygli. að enginn hafi sótt um Seyðisfjarðarprestakall er það var auglýst laust til um- sóknar á sl. hausti. Af því til- efni kveðst blaðið hafa snúið sér til Ingólfs Ástmarssonar á bisk- upsskrifstofunni og fengið hjá honum upplýsingar um þau presta köll, er laus væru, og auglýst myndu til umsóknar í vor. í Barðastrandarprófastsdæmi eru skv. umsögn biskupsritara talin laus þessi prestaköll. Brjánslækjar- Flateyjar- og Sauðlauksdals- prestaköll. Er þá komið að til- efni greinar þessarar, því að við Bílddælingar teljum, að Bfldu- dalsprestakall eigi líka að telja laust og auglýsast ásamt fyrr- kennari um áhrifum, sem féllu í frjóan jarðveg, hjá þessum unga og vel- gefna pilti, sem strax í æsku var talinn afburða námfús og þótti bera af öðrum ungum mönnum, hvað útlit og hæfileika snerti. Frá Lækjamóti fór Jóhannes í Flensborgarskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi 28 ára gamall. Eft ir það innritaðist hann í Kenn- araskóla íslands, sem þá var ný- lega tekinn til starfa og lauk þaðan prófi með ágætiseink- unn 1915. Eftir það kenndi hann á nokkr um stöðum og var þá m.a. skóla- stjóri um skeið í Garðahreppi. Einnig starfrækti hann um tíma eigin skóla í Reykjavík. Fasta kennarastöðu við Miðbæjarskól ann í Reykjavík fékk hann 1924, og þar kenndi hann síðan óslitið til þess tíma, er hann, sakir ald urs lét af kennslustörfum. Var það árið 1954 og hafði hann þá kennt við Miðbæjarskólann í rétt 30 ár. Jóhannes þótti vera ágætur kennari. Hann mun hafa verið strangur og siðavandur, en um leið stjórnsamur og átti því auð- velt með að vinna hugi nemenda sinna og fá þá til að leggja sig fram við námið. Móðurmálskennsl an lét honum einna bezt. enda var hann mjög fær á því sviði. Annars fór honum öll kennsla vel úr hendi, eins og reyndar allt, sem hann tók að sér og honum var trúað fyrir, enda naut hann vin- áttu og virðingar samstarfsmanna nefndum prestaköflum, er að því kemur, að þau verði auglýst. Eigi verður komizt hjá því að skýra í fáum orðum, hvers vegna það er talið laust af þeim, er í sókn- inni búa, þrátt fyrir upplýsingar biskupsritara um laus prestaköll í prófastsdæminu. Á árinu 1960 til 1961 urðu hér prestaskipti. Sr. Jón Kr. ísfeld er setið hafði hér við miklar vin- sældir í langan tíma fluttist burtu en hingað vígðist ungur prestur. sr. Sigurpáll Óskarsson, er kom hingað í árslok 1961 sem settur prestur í Bfldudals- og Selárdals- sóknum. Leið nú fram til hausts- ins 1965 og mun flestum hafa fundizt sá tími óvenju langur án kosninga eða auglýsinga á presta kallinu. Loks kom þó að því, að kosning var látin fara fram í byrj un desember 1965. Var settur prestur eini umsækjandinn, hef- ur efalaust verið álitið, að nú væri akurinn nægilega vel plægð- sinna og annarra, sem þekktu hann bezt. Jóhannes fór tvær námsferðir til Norðurlandanna, til að kynnast nýjungum í kennslumálum og auka þannig við þekkingu sína og kennarahæfni. Hann var mikill áhugamaður um söng. Var hann lengi í Karlakór Reykjavíkur, fór á þeim árum nokkrar söngfar ir með kórnum til útlanda og átti um skeið sæti í stjórn karlakórs- ins. En þessi hugþekki góði drengur gekk ekki heill til skógar. Hann var aldrei heilsuhraustur og um tíma leit út fyrir, að hann yrði óvinnufær á miðjum aldri. Jóhann esi var þó fjarri skapi að leggja árar í bát. Tvívegis fór hann til Ameríku. að leita sér lækninga og fékk þar nokkra bót svo hann gat haldið áfram að kenna, þar til hann hafði náð lögskyldum aldri. Eins og fiestir kennarar, þurfti Jóhannes að vinna á sumrum, til þess að drýgja litlar tekjur sínar, og fékkst hann aðallega við mál- arastörf, sem honum létu einkar vel. Hann kvæntist aldrei, en átti sitt eigið heimili. er hann sjálfur annaðist og einkenndist það af huglægri snyrtimennsku hans og næmri smekkvísi. Systkinin voru fjögur og var Jóhannes þeirra yngstur og alla tíð augasteinn hinna. Systir hans, Margrét, sem verður níræð seint á þessu ári, er nú ein eftir af þessum systkinahópi. Dvelur hún nú hjá systursyni sínum, Svein birni Guðmundssyni, útgerðar- manni í Vestmannaeyjum. Er gamla konan ern og heldur óskert um sálarkröftum. Á undanförn- um árum hefur hún dvalið á heim ili mínu dálítinn tíma á sumri hverju. Hef ég þá oft farið með . henni í heimsóknir til bróður | hennar, Jóhannesar og hann svo aftur komið til okkar. Þessir end- urfundir systkinanna hafa verið í alla staði hinir ánægjuleg- ustu. Eins og fyrr er ag vikið, var Jóhannes í mikM uppáhaldi hjá öllum sínum systkinum, ef til vill, vegna þess, að hann var þeirra yngstur eða hins, að hann var óvenju skýr drengur, hugmynda- Framhald á bls. 12. ur og undirbúinn eftir nærfellt fjögurra ára setu hins setta prests. Kosningin var lögmæt, þ.e. fullur helmingur kjósenda greiddi at- kvæði. Að kosningu lokinni voru biskupsskrifstofunni send atkvæð- in til talningar svo sem venja er. Eigi hafa niðurstöðutölur þess- arar talningar verið birtar í út- varpi eða blöðum, svo að almenn ingur hér viti og ætti þó ekki að vera um neitt leyndarmál að ræða. Samkvæmt lausafregnum þykist almenningur hér þess þó full- viss, að umsækjanda hafi verið hafnað svo eigi verði misskilið, sé sú ágizkun rétt. hlýtur presta- kallið að vera laust til auglýsing- ar og umsóknar ásamt fyrrnefnd- um prestaköllum í Barðastrandar- prófastsdæmi, en eigi verður skil- ið samkv. fyrrgreindum ummæl- um, að svo sé. Vonum við að úrslit fyrrnefndrar kosningar verði birt svo sem venja er til, a. m. k. í blöðum, svo að eigi þurfi að styðjast við orðróm einn í því efni. Væri slíkt hins vegar ekki gert, mætti halda. að ný fjögurra ára áætlun í kirk.iumáhim Bilddæíinaa væri gengin í garð. Bflddælingur. í viðtali við Sigurbjörn Snjólfs- son fyrrv. bónda í Gilsárteigi á Hér aði, er birtist í Tímanum þriðju- daginn þann 22. febrúar sl. segir hann meðal annars viðvíkjandi heyútvegunum og heyflutningum til Austurlands: „heyhjálpin kom ekki nógu fljótt í haust, flutningar heysins hófust of seint. . . Og í öðru lagi: „okkur þykir framkvæmdir ekki hafa tekizt nógu vel og vitum, að þar er um að kenna, hve lengi stóð á svörum ráðherra um hlut ríkisins að þessari hjálp. Það er ekki til fyrirmyndar að dreifa þessu heyi á þorranum . . . Sitthvað fleira segir Sigurbjörn um þetta mál, en vegna þessara ummæla er ástæða til að taka fram eftirfarandi: Það er ekki rétt frá skýrt, að landbúnaðarráðherra hafi tafið framkvæmdir í heyútvegun og i heyflutningum. með því að ákveða of seint, hver stuðningur hins op inbera vrði við bændur á kalsvæð unum. Skal nú með nokkrum orðum sagt frá gangi þessara mála sl. sumar, svo að meðal annars þetta atriði komi skýrt fram. Með bréfi d.s. 28. júlí sl. voru undirritaðir skipaðir í nefnd til að gera tillögur um, hvernig bregðast skyldi við þeirri fóður vöntun, sem talið var, að yrði á Austurlandi í vetur vegna túnkals ins sl. vor. Fyrsti fundur nefndarinnar var um mánaðamótin júlí og ágúst. Þá var vitað, að heyskapur á kal svæðinu hafði ekki hafizt fyrr en um miðjan júlí og sums staðar seinna. Nefndarmönnum kom því sam- an um, að vegna þess, hve óljóst væri ennþá, hver heyfengur yrði á Austurlandi, mundi vera erfitt fyrir bændur að ókveða sig með heypantanir. Það var því horfið frá þvi að fara stxax til Austur- lands, en unnið að því, að fá upp lýsingar um það hey, sem falt væri til kaups á Suður- og Suð- vesturlandi. Tveir kaMefndarmenn fóru aust ur og héldu fund á Egilsstöðum með hreppsnefndaroddvitum af Héraði o.fl. 20. ágúst. Oddvitarn ir höfðu verið beðnir að kynna sér heyfeng og heyskaparhorf ur hver í sinni sveit, áður en þeir kæmu á fundinn. Þetta höfðu þeir gert, en i frá- sögn þeirra kom fram, að ef illa gengi með heyskap, það sem eftir væri sumarsins. mundi ástandið verða lakara en þeir reiknuðu með. Sama viðkvæðið var hjá oddvitum annars staðar á kalsvæðinu. Það var því ekki upplýst, um 20. ágúst, hver þörfin yrði, sem varla var von, því að þá var verulegur heyskapartími eftir. Nefndin skilaði áliti í landbúnað- arráðuneytið síðast í ágúst. Viku seinna var nefndinni falið að sjá um framkvæmd á heykaupum, bindingi heysins og flutningi á því til Austurlands. Það er því algjörlega tilhæfu- laust, að landbúnaðarráðherra hafi legið á málinu og tafið það. Þvert á móti lagði hann áherzlu á, að þetta yrði framkvæmt svo fljótt sem auðið væri. Þess var ekki að vænta, að hann hæfi fram kvæmdir fyrr en hann hafði feng ið í hendur álit og tillögur nefnd ar þeirrar. sem hann skipaði til athugunar á ástandinu austan lands. Fyrsta heysendingin til Austur- lands fór frá Þorlákshöfn 11. september og síðan hafa farið 36 stærri og minni farmar og auk þess nokkrir tugir bfla með hey úr Eyjafirði Meðan síldveiðarn ar stóðu sem hæst fyrir Austur- landi í vetur voru skip til hey- flutninganna mjög torfengin og tafði það flutningana. Ef um eitthvað er að sakast varðandi framkvæmdina á þessari hjálp til bænda á kalsvæðunum, eru það kalnefndarmennirnir, sem bera ábyrgð á þeim mistök- um en ekki landbúnaðarráðherra, en hann hefur frá upphafi af- greitt þetta mál með miklum vel- vilja og skilningi. Sigurbjörn Snjólfsson telur það ekki vera til fyrirmyndar að dreifa heyi á þorranum um Fljóts dalshérað, en það ætti hann að vita að meira hefur þurft að hafa fyrir heyinu en dreifa því frá höfn á Áusturlandi um sveitirn ar. Á Suður- og Vesturlandi hefur tíðarfarið á þorranum verið mun hagstæðara til að eiga við hey- Framhald á bls. 12. Mótmæla bjór- frumvarpi 1. Fundur í fulltrúaráði Landssambandsins gegn áfeng isbölinu haldinn í Reykjavík 19. febrúar 1966, mótmælir ein dregið frumvarpi því, um brugg un og sölu áfengs öls, sem nú liggur fyrir hinu háa Alþingi og skorar á háttvirta Alþ.ingis- menn að fella það. 2. Fundur i fulltrúaráði Landssambandsins gegn áfeng isbölinu haldinn í Reykjavík 19. febrúar 1966 leyfir sér hér með að skora á Alþingi það, sem nú situr. að þyngja veru- lega refsingu þeirra manna, sem aka bifreiðum undir áhrif- um áfengis. 3. Fundur í fulltrúaráði Landssambandsins gegn áfeng isbölinu haldinn í Reykjavík 19. febr. 1966 skorar á hæst- virta ríkisstjórn að láta tafar- laust koma til framkvæmda bann það gegn tóbaksauglýs- ingum, sem fólst í frumvarpi Magnúsar Jónssonar, og vísað var til ríkisstjórnarinnar í lok síðasta þings. Jafnframt mælist fulltrúa- ráðsfundurinn til þess að hátt- virt Alþingi fari að dæmi Bandaríkjaþings og láti prenta alvarlega viðvörun á hvern síg- arettupakka. sem seldur er í þessu landi. 4. Fundur í fulltrúaráði Landssambandsins gegn áfeng- isbölinu haldinn í Reykjavík 19. febrúar 1966, skorar á yfir- stjórn skólamála að stofna til embættis námsstjóra bindindis fræðslu, er hafi með höndum yfirstjórn á fræðslu um áfengi og tóbak og skaðsemi þess. Þannig samþykkt einróma af fulltrúum eftirtalinna félaga ogsambanda. Áfengisvarnaráð. Áfengis- varnanefnd kvenna. Alþýðu- samband íslands. Bindindisfé- lag íslenzkra kennara. Banda- lag íslenzkra skáta. Hjálpræðis- herinn á íslandi. Hvítabandið. íþróttasamband íslands. Kven- félagasamband íslands, Kven- 'éttindafélag íslands Náttúru lækringafélag íslands. Sam- band bindindisfélaga í skólum. Samband íslenzkra barnakenn- ara Vernd Samband íslenzkra kristniboðsfélaga. BRÉF TIL BLAÐSINS Laus prestaköll

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.