Tíminn - 03.03.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.03.1966, Blaðsíða 12
12 BRÉF TIL BLAÐSINS Hver hefi ireii íkarétt á íslenzkum fræðum? í tilefni af viðtalsþætti Bene- dikts Gíslasonar frá Hofteigi og Sigurðar Benediktssonar, sem fyr- ir nokkru kom fram í útvarpinu, skal „Tíminrt" beðinn um að birta eftirfarandi athugasemd: f þættinum virtist Benedikt m.a. vera að ásaka Sigurð Nordal, fyrr- verandi ambassador og prófessor fyrir það, að hafa notað áhrif sín síðustu áratugi til að halda niðri nýjum eða frumlegum rann- sóknum á sviði íslenzkra fræða. j Líka var Benedikt sár yfir því : að fá ekki svör við ýmsum skrif- um og rannsóknum, sem hann hefur fengizt við. Ætlaðist hann vafalaust í þessu efni m.a. til svars á sínum tíma, frá Einari Arnórssyni, prófessor viðvíkjandi i Smiði Andréssyni og frá Nordal j viðvíkjandi Hrafnkötlu o.fl. 1 í umræddum viðtalsþætti heyrð- I ist manni Sigurður Benediktsson ! vera allt að þvi hneykslaður yfir því, að Benedikt hefði leyft sér að rannsaka vissa hluti í íslenzk- um fræðum nánar en Nordal, i væri ekki á sömu skoðun og j vildi færa rök fyrir niðurstöðum i sinna rannsókna opinberlega. ! Benedikt virðist þó hér, að vissu | leyti vera í meira samræmi við j rannsóknaranda hins sanna vís- 1 indamanns en Nordal og áhang- 1 endur hans, sem hundsa algeriega j atriði, sem brjóta í bága við - þeirra eigin skoðanir. En kenn- I ingar Nordals hafa sem kunnugt i er verið teknar, um langt skeið, j sem nokkurs konar trúaratriði og j sá maður vart talinn með fullu viti er vogaði sér að bera brigður j á sannleiksgildi þeirra. ( Það virtist líka valda hneykslun 1 Ályktun Kirkjuráðs 24. febrúar 1966 um sumarbúðastarf. ; Vegna þingsályktunartillögu, - sem fram er komin á Alþingi og vekur athygli á nauðsyn þess að j auka sumarbúðastarfsemi fyrir í börn, vill Kirkjuráð taka þetta j frap: Á undanförnum árum hefur 1 kirkjan starfrækt sumarbúðir. Hófst sú starfsemi á Löngumýri í Skagafirði en áður voru búðir KFUM og K komnar á fót í Vatna skógi og Vindáshlíð. Hefur hér verið um brautryðjendastarf að ræða. Á s.i. ári voru sumarbúðir á vegum æskulýðsnefndar þjóð- kirkjunnar á þremur stöðum. AIi- ar fylltust þær sama dag og þær voru auglýstar, en sakir skorts á heppilegu húnæði var ekki unnt að hafa þessa starfrækslu á fleiri stöðum. Á næsta sumri standa voair til þess, að unnt verði að hefja starf í sumarbúðum í Skál- holti. en þær hafa verið í smíðum * undanfarin 3 ár. Verið er að leita fyrir sér um aðstöðu til slíks starfs á Austurlandi, en mjög örðugt virðist vera að fá hentugt húsnæði til þess í þeim fjórðungi. Hefur Prestafélag Austfjarða hug á að koma upp búðurn og hefur fengið umráð yfir fögrum stað : nálægt Eáðum í því skyni, en fé- ( lagið hefur ervn ekki getað afl*8 Sigurðar Benediktssonar, að bara bóndi án „akademiskra" titla skyldi hafa hætt sér út á þann hála ís, að fást við íslenzk fræði og það án þess að viðurkenna Nordal sem æðsta prest í þessum efnum áður. Þetta var vissulega hreinasta goðgá eða að minnsta kosti ófyrirgefanleg framhleypni. En Benedikt er þó læs og eins og hann benti á sjálfur verða „um- ræddir hlutir íslenzkra fræða ekki kannaðir nema í bókum.“ Til þess þarf vitanlega mikinn lestur, gott minni og góða athyglisgáfu ásamt nokkru hugmyndaflugi, en ekki endilega neina háskólamenntun. Eða hvað er það innan íslenzkr- ar sagnfræði, sem háskólamenn einir hafa einkarétt á að kynna sér og túlka en aðrir ekki. Ef enginn fslendingur með svipaða menntun og Benedikt Gíslason hefði lagt stund á íslenzk fræði þá væri ekki um eins auðugan garð að gresja á sviði þjóðlegra fræða okkar fslendinga. íslenzk fræði geta ekki þrifizt án þátttöku alþýðu manna. Það er einmitt eitt af aðaleinkennum æðri andlegrar menningar íslend- inga og vottur um óvenjulegan styrkleika, að hún hefur verið bor- in uppi af gáfuðum sjálfmenntuð um alþýðumönnum í ríkum mæli ásamt menntamönnunum. Það er stórhættuleg stefna að taka ekki alþýðumenn sem góða og gilda þátttakendur í rannsókn- um á flestum sviðum íslenzkra fræða. Þá ber að örva til þeirra frekar en letja og svara verður þeim opinberlega, samþykkja rök þeirra eða hrekja, með fullri virð- ingu fyrir viðleitni þeirra. Menntamaður. fjár til þess að hefja framkvæmd- ir. Prestar í Árnessýslu hafa und- anfarin sumur rekið sumarhúðir í Haukadal. Þá er í ráði að reisa sumarbúðir í Krýsuvík og standa að þeim söfnuðir í Kjalarnesspró- fastsdæmi. Kirkjuráð telur, að frá þjóðfé- lagslegu og uppeldislegu sjónar- miði sé þessi sumarstarfsemi hin mikilvægasta og að henni sé bezt borgið í höndum kirkjunnar, svo og félaga, sem starfa á hugsjóna- grundvelli, eru reiðubúin til sjálf- boðastarfs og hafa starfsmönnum á að skipa, sem líklegir eru til góðra og heilnæmra uppeldis- áhrifa á börn. Vér lítum svo á, að kirkjan hafi í þessu efni meiri reynslu og betri aðstöðu en aðr- ir aðilar og að það væri því eðli- legt. að hún nyti stuðnings af opinberri hálfu til þessarar starf- semi. Ber og að geta þess með þökkum, að sumarbúðir hennar við Vestmannsvatn og í Skálholti hafa hlotið ofurlítinn styrk á fjár lögum. En slíkur stuðningur þyrfti mjög að aukast til þess að unnt mætti verða að fullnægja brýn- ustu þörf. Vér teljum æskilegt, að sumarbúðastarfsemi verði ekki skipulögð sem opinber rekstur eða ríkisfyrirtæki, heldur að rík- ið komi til móts við þá aðila, sem aí áhugs og að eigin frumkvæði TÍMINW ERLENT YFIRLIT Framhald af bls. 5. öfugt. Því valda þó sennilega meira ólíkar aðstæður en raun veruleg skoðanaskipti. Margir samherjar Wilsons halda því líka fram, að eigi verði hægt að dæma það, hver sé raun- veruleg stefna hans fyrr en hann fær nægan meirihluta á þingi til að koma henni fram. Þetta getur vel verið rétt, því að Wilson er maður, sem hef ur þolinmæði til að bíða eftir tækifærunum. Annars hefði hann ekki hangið á tveggja til fjögurra atkvæða mun í þinginu í rúma 16 mánuði. Brezkir kjósendur hafa löng um haft mikið dálæti á kæn um og lægnum stjómmála- mönnum. Afburðamenn eins og Lloyd George og Churchill hafa ekki komizt hjá þekn í efsta sæti nema á neyðartím um. Á friðartímum kunna Bretar bezt við hina hyggnu stjórnmálamenn, sem kunna fótum sínum forráð. Þeir höfðu vissa ótrú á Wilson í fyrstu, því að hann var talinn óvenjulega gáfaður, en nokk uð óráðinn. Kynnin sem þeir hafa haft af honum sem for- sætisráðherra, hafa eytt þess um ótta og öll ástæða er til aS ætla, aS Wilson falli þeim Wðið vel í geð. HEATH hefur nokkuð svip- aða aðstöðu og Kennedy hafði, þegar hann keppti við Nixon. Hann er miklu eninna þekktur en Wilson Hann er gáfaður og duglegur, en það er ekki nóg til að verða góður flokks foringi. Slíkir menn þarfnast sérstakra hygginda Þau hefur Heath tæplega sýnt enn. Það skiptir miklu fyrir Heath, hvaða álit menn fá á honum á kosningafundunum og í sjón varpinu. Þar gildir ekki aðeins mælska og útlit. Kennedy hafði eitthvað við sig, er vakti sérsrakt traust, þrátt fyrir sitt unglingslega útlit. Hann talaði af innri glóð og menn treystu því, að hann meinti það fullkomlega, er hann sagði. Slíkt á vel við Amerí- kana. í Bretlandi þarf annað og meira til. Menn þurfa að vinna sér það álit, að þeir verði ekki uppnæmir, þótt vanda beri að höndum, séu ráðugir og hyggnir. Þetta tókst Macmillan og Wilson virðist hafa tekizt það líka. Þessvegna benda flestar lík ur til þess, að eins og málin standa í dag, að Wilson verði sigurvegari í kosningunum 31. marz. Þ. Þ. Aihugassmd Framhald af 8. síðu. binding og heyflutning (þegar stormdagarnir eru frátaldir) held ur en það var í haust eða fyrri- partinn í vetur. Trúlegt er, að Sigurbjörn Snjólfsson hefði ekki talið það til fyrirmyndar að vinna að bindingu heysins og flytja það í rigningar kaflanum, sem var suðvestan- lands um nær mánaðartíma í haust, en þá var ágæt tíð á Austur landi. Þeim mönnum, sem tala um, að heyhjálpin hafi komið of seint í haust, hljóta að meina með því, að heyið hefð.i átt að flytja að einhverju leyti í sumar, viljum við benda á, að það er ekki heppi legt að vélbinda hey, sem ekki hefur brotið sig í uppbornum hafa rutt brautina á þessu sviði óg rétti þeim örvandi hönd í þess- ari þýðingarmiklu þjónustu við mannfélagið. heyjum eða hlöðum, sökum þess, hvað fljótt hitnar í böggunum. Bar nokkuð á þessu í haust og framan af í vetur. og kom það fram á heyinu. Á það má og benda, að hér hefur verið um óvenjulega fram- kvæmd að ræða, sem ekki hefur verið létt að fást við, en fjöldi manna unnið að, og teljum við ólíklegt, að til þess ráðs verði grip ið aftur að flytja svo mikið hey á milli landsfjórðunga í skipum, svo miklir erfiðleikar sem hafa komið fram við það. Að fenginni þessari reynslu má skoða það sem hreina neyðarráðstöfun. Beykjavík, 28. febrúar, 1966, Pétur Gunnarsson Kristján Karlsson, Gísli Kristjánsson. ERLENDAR BÆKUR Framhald af bls. 3 um. 1956 eru reglubræður tald ir hafa verið 33.287, þar af prestar tæpar 17 þúsundir. Trú boðsstöðvar eru alls 30. Jesú- ítar voru flæmdir frá Kína eftir valdatöku kommúnista sumir voru fangelsaðir, sama er að segja um önnur þau lönd þar sem þessi stjómmálaflokk ur hefur náð völdum, þar er starfsemi Jesúíta bönnuð eða mjög takmörkuð og þá undir nákvæmu eftirliti viðkom- andi rikisstjórna. Skólahald er nú aðalviðfangsefni regl- unnar bæði í trúboðsstöffvun uon og andaríkjunuim og Evrópu. Loyola var heilsuveill síð- ustu árin, sem hann lifði, hann beiddist þess að fá að segja af sér sem herforingi, en var þrá- beðinn að halda starfinu áfram hann var hershöfðingi allt til dauðadags 31. júli 1556. Hann var tekinn í helgra manna tölu 1622. Starf hans sætti gagn- rýni bæði meðal kaþólskra manna, sem sumir kölluðu að Jesúítar værulaunmótmælend- ur, og auðvitað var gagnrýnin hörð af mótmælenda hálfu. FIMMTUDAGUR 3 marz 1966 Eitt helzta einkenni hans var trúarmóður og bænhiti, hann stundaði bænahald og dulspeki legar íhuganir og varð fyrir merkilegri du“larreynslu, hann var mjög áhrifamikill persónu- leiki og átti auðvelt með að afla sér vina og fylgismanna. í þessu riti, sem sett er saman af Hugo Rahner, sem er einn fremsti fræðimaður í sögu Jesú- íta, sem nú er uppi og ágætur guðfræðingur, er saga Heilags Ignatíusar rakin samkvæmt nútíma mati á störfum hans og persónu. Höfundur hefur áður sett saman og gefið út bók um bréfaviðskipti Loyola við ýmsar konur, sú bók vakti verðskuldaða athygli. í þessari bók hefur höfundur stuðst við síðustu rannsóknir á heimild- um, sem varða líf Loyola. Mynd sú, er birtist okkur af Loyola á síðum þessarar bókar sýna hann bæði sem leiðtoga, guðfræðing, dulsepking og mannvin, en það síðasta var sterkast í fari hans. Bókin er mjög vel unnin, vel skrifuð og áreiðanlegt heimildarrit. Ýtar- leg heimildaskrá fylgir og reg- ur. Þetta er mikið rit 528 blað- síður í áttablaðabroti. Þetta er vandaðasta ævisaga heilags Ignatíusar, sem sett hefur ver- ið saman. Ignatius von Loyola als Mensch und Theologe. Höíund ur: Hugo Rahner. Útgáfa: \rer- lag Herder Freiburg — Basel — Wien 1964. Verð: DM 49.30. MINNING . . . Framhald af bls. 8. ríkur og gæddur frásagnar- gleði, enda mjög skemmtilegt að hlusta á tal þeirra systkinanna. þegar þau voru að rifja upp endur minningar sínar frá bernskudög. unum og létu hugann reika um æskustöðvarnar í Víðidal. Nú et þessi mæti maður horf- inn af sjónarsviðinu. Guð blessi minningu hans Guðríðui Guðmundsdóttir. Iðjuþjálfarar óskast Borgarspítalinn i Reykjavík óskar að ráða tvo sérmenntaða iðjuþjálfara (Occupational Terap- ists). Laun samkv. 16. launaflokki omnberra starfs manna. Umsóknir um störf þessi ásamt upplvsine um um menntun og fyrri störf. sendist skrifstofu Sjúkrahúsnefndar Reykjavíkur, Heilsuverndar stöðinni, Barónsstíg 47, Reykjavík. Reykjavík 2.3. 1966, Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Ályktun kirkjuráðs um sumurbúíusturf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.