Tíminn - 04.03.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.03.1966, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 4. marz 1966 T. TÍMINN VERÐLAGS-, KJARA- OG FRAMLEItóLU- MÁL RÆDD Á BÆNDAFUNDI I ARATUNGU ÞB-Laugarvatni. f síðastliðinni viku var hald- inn bændafundur í Aratungu á vegum Ræktunarsambandsins Ket iTbjarnar. Málshefjundur voru Gunnar Guðbjartsson og Hjalti Gestsson. Gunnar ræddi verðlagsmál og ráðstafanir þær, er gerðar voru á sl. hausti, er fulltrúi Alþýðu- sambandsins sveikst undan merkj um og gerði verðlagsnefnd- ina óstarfhæfa, hvernig þau mál voru leyst, og framtíðarhorfur í verðlagningu landbúnaðarvara. Þá ræddi hann um offramleiðslu þá, sem komin væri á daginn og forbauð mönnum að halda áfram á sömu braut, það yrði til þess, „Skarphéðinn í brennunni" eftir Ásgrím Jónsson. Neðri hluti málverksins var óbætanlegur og varð að skera af, en viðgerðin kostaði 20 þúsund krónur á þessari mynd og annarri á sýningunni. 90 ára afmælissýning Ásgríms málara: Viðgerð einstakrar myndar kostaði 20 þásund krónur G!B-Reykjavík. í dag hefði Ásgrímur Jónsson orðið níræður. Stjórnarnefnd Ás- grímssafns þótti tilhlýðilegt að heiðra minningu hans með því að efna til sýningar í Bogasal Þjóð- minjasafnsins nokkrum þeim verkum listamansins, sem fund- ust í húsi hans að honum látn-. um, en myndir þessar hafa ver- ið í viðgerð í Ríkislistasafninu danska undanfarin fimm ár. Fæst ar þeirra munu hafa komið fyrir almenningssjónir áður. Þótti nefndinni það viðeigandi, að gefa þeim kost á að skoða þessar mynd ir, sem í raun og veru hafa greitt viðgerðakostnað þeirra, en það HOLLENDINGAR ERU ANDVIGIR GIFTINGU PRINSESSUNNAR NTB-Amsterdam, fimmtudag. Sterk andstaða er enn í Hol landi gegn fyrirhuguðu hjóna- bandi Beatrix krónprinsessu og fyrrverandi vestur-þýzks diplóm ata, Claus von Amsberg. f dag voru margar flaggstengur í Amst- erdam brotnar, hakakrossinn var málaður á húsveggi og ljóðum, þar sem fjandskapazt var við Þjóðverja, var dreift. íbúarnir í Haag fundu í morg- un Ijóð í póstkössum sínum. í ljóðinu sagði m.a.: „Þar sem der Féll u'r krana GÞE-Reykjavík, fimmtudag. Klukkan 21,48 í kvöld varð það slys, að maður, sem var að vinna i byggingu að Reynimel 12, féll niður úr krana af fjórðu hæð húss ins. Þegar blaðið fór í prentun, var óvíst um meiðsli mannsins, en hann mun hafa verið fluttur á Slysavarðstofuna jafnskjótt og hægt var. Ekki er vitað um nafn mannsins. RULOFUNAR RINGIR ÁMTMANN S STIG 2 Halldór Krístinsson gullstniðtir — Símj 16979 Fiihrer tapaði, hefur Beatrix sigr- að.“ Lögreglan í Haag fann einn ig víða hakakrossa, málaða í hús veggi. Voru þeir málaðir með app elsínugulri málningu, en það er litur hollenzku konungsfjöl- skyldunnar. Von Amsberg er nú orðinn Hol lendingur, og fær titilinn „prins af Hollandi" áður en hann geng ur í það heilaga á fimmtudag í næstu viku. Búizt er við fyrstu erlendu gestunum á mánudaginn, þegar Juliana drottning og Bern harður prins flytja til hallarinnar í Amsterdam. Meðal gestanna verða Baldvin Belgíukonungur og drottning hans, Fabiola, Konstantin Grikkja konungur og Anna Maria drottn ing, Josephina Charlotte, stór- hertogaynja af Luxembourg, Mar- ina prinsessa af Kent, Alexandra prinsessa af Kent, Haraldur krón- prins Noregs, Christina prins- essa af Svíþjóð og Benedikta prinsessa af Danmörku. Brúð- kaupið mun kosta Hollendinga um 20 milljónir íslenzkra króna. Blaðinu hefur borizt samþykkt frá Kvenfélagi Langholtssafnað- ar, sem kvenfélagið hefur sent Al- þingi. „Kvenfélag Langholtssafnað- ar samþykkti einróma á alm. fé- lagsfundi. sem haldinn var 10. janúar 1966, að skora á hið háa Alþingi að fella framkomið frum- varp á þskj. 193 um heimild til framleiðslu og sölu á áfengu öli. eru þeir, sem hafa keypt lista- verkakort Ásgríms undanfarin fimm ár, í stærri og minni mæli. Sýningin stendur aðeins í fimm daga. f dag, á afmælisdegi Ás- gríms, er hún einungis opin fyrir ■nánustu skyldmenni hans, vini, listamenn og aðra gesti. Laugar daginn 5. marz til þriðjudags- kvölds 8. marz verður sýningin öllum opin frá kl. 2-10 e.h., og er aðgangur ókeypis. að verðlagsgrundvelli yrði fyrr eða seinna ekki náð. Hjalti ræddi um kjötframleiðslu einkum á nautakjöti. Sýndi hann fram á, að með núverandi verð- Iagningu væri það ekki efnilegt að ala kálfa, til frálags, t. d. þriggja mánaða. Hins vegar með hærra verðlagi, sem koma þyrfti, og vel er hægt að greiða bak við tjöldin, a.m.k. væri hér möguleiki, sem nýta bæri. Taldi hann alveg sjálfsagt að fá fram blendings- kálfa af holdakyni. Hann taldi það algera ósvinnu, að staðið væri í vegi fyrir innflutningi á holdanautasæði. Það yrði að verða breyting á þeim málum og það strax, þetta væri brennandi mál dagsins í dag og þyldi enga bið. Þá upplýsti Hjalti, að Sæðinga- stöðin í Laugardælum hefði nú í eigu sinni þrjú naut af þeim eina vísi að holdanautastofni, er til væri hér, þ.e. Galloway. Ættu menn jafnan að geta haft slíkt sæði meðferðis, svo að kýreig- endur gætu valið um eiginleika kálfanna. Máli sínu til skýringar og sönnunar gat ræðumaður um nokkrar tilraunir, sem gerðar hafa verið bæði í Laugardælum og á Lundi, um kálfaeldi og hafði efir hótelhaldara að úr einni slíkri hefði kjötið reynzt hreinasta lost æti. Var það tilraun framkvæmd á Lundi eftir formúlu Ólafs Jóns- sonar. Ræður þessar voru mjög fróð- legar og hófust nú nokkrar um- ræður. Til máls tók Þórarinn á Spóastöðum, Hannes á Kringlu, Þörkell á Laugarvatni og Björn í Skálholti. Hannes spurði, hvað vakað hefði fyrir forsvarsmönn- um landbúnaðarins að undan förnu, þegar bændur hefðu verið endalaust hvattir til að stækka Flytja verk Jónasar Tómassonar ES-ísafirði, fimmtudag. Mánudaginn 7. marz verður haldin söngskemmtun í Alþýðu- húsinu ísafirði á vegum Sunnu- kórsins og Karlakórs ísafjarðar. Flutt verður í fyrsta skipti laga- flokkurinn Strengleikar eftir Jón as Tómasson. 13. apríl verður Jón- as 85 ára og vilja kóramir minn- KEYRT YFIR BARN KT-Reykjavík, miðvikudas. Þriggja ára gamalt barn varð fyrir bifreið í dag á mótum Grett- isgötu og Vitastígs. Bifreiðin fór yfir barnið, en ekki er barnið talið hættulega siasað. Slysið átti sér stað um kl. 18.10 í dag. Varð það með þeim hætti, að 3 ára gamall drengur, Björn Sigurðsson, Vitastíg 11 gekk út á gatnamótin, er bifreiðina bar að. Ökumaður ætlaði að hemla, en við það sprakk rör í hemlabúnaði bif- reiðarinnar og hún rann viðstöðu- laust áfram. Varð drengurinn fyrir bifreiðinni og féll í götuna, en bif- reiðin rann yfir hann. Svo lán- samlega vildi til, að drengurinn hefur lent milli hjóla bifreiðarinn- ar og því meiðzt minna en ætla mætti. Var hann þegar fluttur á Slysavarðstofuna og voru meiðsli hans ekki fullkönnuð í gærvköldi, en hann var ekki talinn í lífs- hættu. ast afmælis fyrrv. söngstjóra síns með flutning þess tónverks, sem hann hefur einna mestar mætur á sinna verka, enda haft það í smíðum af og til um 50 ára skeið. Kvæðaflokkurinn Strengleikar eftir Guðm. Guðmundsson er 30 stutt ljóð, sem mynda eina sam- fellda frásögn og hefur Jónas sam ið lög við 21 þeirra. Flest eru þau fyrir tenór einsöng, en nokk- ur fyrir tvísöng og 6 lög eru sungin af blönduðum kór. Kórnum hefur tekizt að fá tvo af þekktustu einsöngvurum lands- ins til að fara með einsöngshlut- verkin, þau Sigurveigu Hjaltested Framhald á 14. síðu. búin. Einnig taldi hann vorkunn- arlaust fyrir Seðlabankann að taka smjörfjallið að veði fyrir af- urðalánum. Smjörið hefði lengst af þótt gulltryggður gjaldmiðill í landi voru. Björn í Skálholti bað menn að vera ekki svartsýna. Hann sagðist ekki sjá neitt óeðli- legt við það, þó að eitthvað gengi af, eftir slíkt góðæri, sem nú hefði verið undanfarin ár. Hann benti á, að fyrir svo sem sjö til átta árum hefði safnazt eitthvað fyrir af framleiðslunni hjá okkur. Þá hefði Egill Thorarensen blásið á kvíða manna og beðið þá að sjá, hve mikið yrði afgangs, svo sem að ári liðnu. Þetta kom á daginn. Frummælendur töluðu svo að lokum, og lagði Gunnar Guðbjarts son mikla áherzlu á, að bændur breyttu framleiðslu sinni, drægj úr smjörinu en ykju við kjötið, til að búskapur héldi eðlilegu jafn vægi. Gunnar sýndi ýmis merkileg línurit máli sínu til sönnunar. Þar kom fram margt fróðlegt, sem mun á komandi tímum verða mikið haldreipi í baráttunni fyxir betri og réttlátari kjörum bænda- stéttarinnar. Eru þar ýmis atriði, sem nú verða óvéfengjanleg og fulltrúar bænda hafa haldið fram en ekki fengið viðurkennd, bæði vegna vöntunar á óyggjandi gögn- um, svo og þess augljósa sjónar miðs viðsemjanda að bændur væru til þess fyrst og fremst að troða á þeim. Gaman verður t.d. að sjá, hvernig mönnum lízt á línurit, þar sem sést, að kaup Dagsbnún arverkamanns sl. tuttugu ár, hefur alltaf hækkað meira en verð á nýmjólk. Þetta sannar, að mjólk- urverðið hefur verið of lágt, þrátt fyrir það, að því er alltaf kennt um, að allar verðhækkanir stafi frá heimtufrekju bænda. Þar að auki ber að hafa hugfast, að kaup bænda á ekki að miðast við kaup verkamanna í dagvinnu aðeins heldur eru viðmiðunarstetc- irnar líka iðnverkamenn og sjó- menn. Gerir það útkomu hjá bændum enn verri, því að þessar stéttir hafa hærra kaup en verka ■ menn. Nú mun það vera tilfellið, að fulltrúar bænda vilja láta mið.a kaup bóndans við verkamenn ein göngu og hafa frammi tillögur um að leggja niður allar útflutnings uppbætur á næstu sjö árum, án þess nokkuð komi í staðinn. Bænd ur eru þolgóðir, seinþreyttir til vandræða. Þeir hafa ekki ennþá átt hinn minnsta hlut í fjármála öngþveiti því, sem nú ríkir, þeir reyna á lýðræðislega hátt að fá hlut sinn rétt virtan. Þeir reyna ekki að troða sér áfram á annarra kostnað eins og aðrar stéttir gera með því að hagnast á of lágu afurðaverði landbúnaðarvara. Og hvað gera aðrar stéttir, þeg- ar þeim finnst þyngjast fyrir fæti? VORFARGJÖLD FÍ15. MARZ Vorfargjöld Flugfélags íslands milli íslands og útlanda sem und- anfarin vor hafa gengið í gildi 1. apríl ganga að þessu sinni í gildi hálfum mánuði fyrr, eða frá og með 15. marz n.k. Með tilkomu vorfargjalda fé- lagsins, lækka flugfargjöld frá ís- landi til sextán borga erlendis um 25 af hundraði. Þetta er’fjórða vorið, sem Flug- félagið býður farþegum sínum þessi lágu vorfagjöld. Sem fyrr segir, eru vorfargjöld- in einum fjórða lægri en venju- leg fargjöld á sömu flugleiðum, en eru háð því skilyrði, að ferð ljúki innan eins mánaðar frá því lagt er upp frá fslandi. Vorfargjöldin gilda til eftirtal inna oorga: Glasgow, London Kaupmannahafnar, Brussel, París Luxemburg, Hamborgar, Franl furt, Berlin, Helsingfors. Stavang er, Gautaliorgar og Stokkhólms. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.