Tíminn - 04.03.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.03.1966, Blaðsíða 9
FÖSTtTDAGTTR 4. marz 1966 TÍMINN 9 Rætt við Áma Guðmundsson, skólastjóra Iþróttakennaraskólans íþróttakennaraskóli íslands býr vi5 lélegar aðstæður, svo lélegar, að til skammar er. íþróttaáhugi á íslandi er mik- ffl og sífellt skortur á leiðbein- endum til að sinna þeim mörgu ungmennum, sem streyma í raðir íþrótta- og ungmennafélag anna. Það er hagur ísl. þjóðar- innar að eiga hrausta og táp- mikla æsku og þá má ekki hrekja hana frá íþróttahreyfing unni vegna þess, að skortur er á hæfum leiðbeinendum. Hér á síðunni er viðtal við Árna Guðmundsson, skóla- stjóra íþróttakennaraskóla fs- lands, og ræðir hann um þann vanda, sem steðjar að skólan um í dag. Hann bendir einnig 'á í viðtalinu, hvernig mætti hagnýta skólann og mannvirki hans fyrir hina frjálsu íþrótta starfsemi yfir sumartímann, en einmitt sú leið, ætti að geta orðið að miklu gagni í þeirri við leitni að við eignumst fleiri leiðbeinendur í hinum mörgu íþróttagreinum, sem stundaðar eru á íslandi í dag. fþróttakennara með sérþekkingu t. d. í knattspyrnu, frjálsíþróttum, handknattleik o. fl. í ráði er, að milli námsáranna verði nemend umir skyldaðir til að taka að sér íþróttakennslu hjá íþróttafé- lögunum eða ungmennafélögunum og ætti að vera mikill fengur fyrir íþróttahreyfinguna að fá slíka starfskrafta árlega. — Krefst ekki breytingin á skólanum, þ. e. að hann verði að tveggja ára skóla, breyttra að- stæðna? — Jú, að óbreyttri aðstöðu yrði erfitt að framkvæma hana. í fyrsta lagi krefst hún aukins kennaraliðs og leysa verður hús næðisvandræði skólans. en segja má, að þau standi skólan um fyrir þrifum. Eins og sakir standa fyrirfinnst ekki sérstak ur nemendabústaður og hefur reyndar aldrei gert. Hafa vista verur nemenda verið á hrak hólum og er þetta ástand mjög slæmt, svo ekki sé sterkara að orði kveðið. Piltarnir í skólan um hafast við í timburskála, en stúlkumar í kjallara skólastjóra- bústaðarins. — Hvað er að frétta af bygg ingaáformum, stendur ekki til að reisa nemendabústað? — Jú, það er reyndar byrjað á þeirri byggingu, en henni miðar seint áfram. aðeins búið að steypa upp kjallara. í ráði er, að í byggingunni, sem verður 2 hæð ir og kjallari, verði rúm fyrir 30 nemendur og tvær kennara- íbúðir. Grunnflötur hússins er 450 ferm. og áætlaður kostnaður við það 10 milljónir en til þess að gera það fokhelt vantar rúm- ar 2 milljónir. í fjárlögum þessa árs er einni milljón veitt til skólans og vantar því rúma milljón upp á til að hægt sé að ljúka þessari framkvæmd. Ég er að vona að lán fáist, svo hægt verði að halda framkvæmdum á- fram, því skólinn má ekki við því að búa við óbreyttar aðstæð- ur mikið lengur. — Nú hefur verið um það rætt, að íþróttakennaraskólinn væri betur staðsettur í Reykja- vík en að Laugarvatni. Hvað viltu segja um þetta Árni? — Ég er ekki í neinum vafa um það, að Laugarvatn er í flestu tilliti miklu heppilegri staður fyrir íþróttakennaraskóla en Reykjavík. Ber fyrst að nefna, að hér á Laugarvatni hafa nem- endur miklu meiri möguleika á því að einbeita sér að náminu. Hér truflar ekkert utanaðkom- andi. Erlendis þykir það mikill kostur, ef hægt er að koma því við að staðsetja íþróttakennara skóla fyrir utan mesta þéttbýlið. Má í því sambandi nefna það, að Norðmenn eru að flytja sinn skóla út úr Osló. í annan stað má nefna það. að nauðsynlegt er fyrir íþróttahreyfinguna að eign ast íþróttamiðstöð fyrir utan höf uðborgina. Þegar búið er að reisa nemendabústaðinn hér á staðnum, getur hann staðið opinn fyrir íþróttahreyfinguna yfir sum artímann. Og í því sambandi opn ast ótal möguleikar. Hægt væri að halda hér sumarskóla og nám- skeið, hafa æfingabúðir fyrir knatt spyrnumenn og frjálsíþróttamenn. Hér er góður grasvöllur. hlaupa braut og íþróttahús. í sambandi við skólahald dettur mér í hug, Blómarósir skólans: Frá vinstrí: Sveinfríður Jóhannesdóttir, Rvík, Guðrún GuSmundsdóttir, Rvfk, Hulda Gunnlaugsdóttir Rvík, Halldóra Helgadóttir, Rvík, Minerva Jónsdóttir, fþróttakennarl, Ragnheiður Stefinsdótt- ir, Vorsabæ, Sólveig Þorsteinsdóttir, Rvík og Vigdís Guðmundsdóttir, Húsavík. að knattspyrnumenn gætu haft hér knattspyrnuþjálfaraskóla yfir sumartímann. Ég las það nýlega að þeir hefðu áhuga á að stofna slíkan skóla, ekkert er því til fyrirstöðu að tengja slíkan skóla við íþróttakennaraskólann í fram tíðinni. Það eina, sem stendur í veginum eru núverandi húsnæð isvandræði. Á meðan nemenda bústaðurinn er ekki til, liggja íþróttamannvirkin ónotuð yfir sumartímann. — Úr því að minnst er á notk un íþróttamannvirkja. er ekki íþróttahúsið að Laugarvatni mik ið notað yfir vetrartímann? — Jú, húsið er í notkun frá morgni og langt fram á kvöld. Að jafnaði eru notaðir 100 tímar í húsinu á viku. Um helgar eru alltaf haldin kappmót hjá skólunum. — Aðsókn að íþróttakennara- skólanum hefur alltaf verið mik- il? — Já, það komast jafnan miklu færri að en vilja. Yfirleitt hafa milli 30 og 50 sótt um skóla göngu árlega, en við getum tekið á móti 14 nemendum. Þeir, sem sækja um skólavist, eru flestir hæfir að okkar dómi, en einhvers Yfirlltsmynd frá Laugarvatni. NeSst á myndinni til vinstri sést uppsteypti kjallarinn f nýbyggingunni. Fyrir ofan hann sést kofinn frægí. Ofar sjást svo HéraSsskólinn til vinstri og viS hlið hans íþróttahúsið. , * staðar verður að skera niður. Og við látum því einkunnir og meðmæli oft ráða. Til að anna þörfinni eftir íþróttakennurum við skólana, þyrftum við að út- skrifa 15 nemendur á ári. Alls hefur skólinn brautskráð 298 nemendur frá 1933, en eins og kunnugt er, stofnaði Björn Jak- obsson þennan skóla 1932 og rak hann fyrstu árin sem einka skóla. Vann Björn merkilegt brautryðjendastarf, sem seint verð ur fullþakkað. — Vinnudagurinn er langur hjá þér Árni? — Já. Eins og ég sagði þér áðan, erum við aðeins tvö fast- ráðin við skólann, ég og Mín erva, og vinnudagurinn því lang ur hjá okkur. Það væri full þörf á því að bæta kennara við skól- ann. — Hefurðu trú á því, að betur . verði búið að skólanum á næst- i unni? — Maður verður að_ vera bjart sýnn í þeim efnum. íþróttakenn araskólinn hefur mikilsverðu Viðbúnir og . . . Piltarnir æfa sund. Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.