Tíminn - 04.03.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.03.1966, Blaðsíða 7
FOSTUDAGUR 4. marz 1966 TÍMINN MINNING Eyjólfsson bifreiðarstjóri Fæddur 30. marz 1919. Dáinn 25. febr. 1966. Enn hefur dauðinn höggvið skarð í raðir okkar bifreiðarstjóra. Og þrátt fyrir þau sannindi að fæðast og deyj-a sé lífsins saga, erum við harmi lostin hverju sinni er hann ber að dyrum þeirra er næst okkur standa. Og mikill sjón- arsviptir er það ástvinum er menn í blóma lífsins eru brott kvaddir. Á slíkum stundum finnum við mest til smæðar okkar og hversu lítils megnug við erum. Svo var um mig er ég fékk þá harmafregn að vinur minn og starfsfélagi, Páll Eyjólfsson væri dáinn. Hvernig gat þetta verið satt, hann sem var í starfi nokkr- um klukkutímum áður. Nei, um slíkt er ekki spurt er stundin er komin. Við erum aðeins á það minnt enn einu sinni að hvert okk- ar fótmál getur verið hið síðasta. Páll Eyjólfsson var fæddur að Melum í Fljótsdal Norður-Múla- sýslu. Eftirlifandi foreldrar hans eru Eyjólfur Þorsteinsson bóndi og kona hans Ásgerður Pálsdótt- ir, bæði á áttræðis aldri og búsett á Melum. Var Páll elztur níu systkina, en eftir lifa sex systur. Páll var tví- kvæntur. Frá fyrra hjónabandi átti. hann tvö börn, Eyjólf og Mörtu. Seinni kona var Sigríður Ein- arsdóttir frá Fjallseli í Fellum. Þau eignuðust þrjár dætur. Krist- rúnu, Ásgerði og Einhildi Ingi- björgu. Páll fiuttist ungur úr föðurhús- um tæplega tvftugur, eða árið 1938. Leið hans lá eins og margra ung- menna, til höfuðborgarinnar. Þar hóf hann sitt ævistarf, sem bifreiðarstjóri. Fyrstu tvö árin ók hann vörubifreið en 1940 hóf hann að aka leigubifreið á Litlu Bíla- stöðinni en síðar á Hreyfli. Það var snemma árs 1948 er ég hóf akstur á Litlu Bílastöðinni að ég fyrst sá Palla Eyjólfs, eins og hann daglega var kallaður. Vakti hann strax athygli mína fyrir prúð mannlega framkomu og hversu rökfastur hann var í skoðunum, enda var hann mjög vel gefinn. Páll var seintekinn og dulur að eðlisfari en á honum sannaðist eins og svo mörgum góðum dreng, að sá er vinur er i raun reynist. Hann naut mikils traust meðal starfsfélaga sinna á Hreyfli og átti sæti i stjórn þess félags er hann lézt. Ég vil enda þessar fáu línur með því að þakka þér Palli minn fyrir allar ánægjulegu samveru- stundirnar er við starfsfélagar þín- ir höfum átt með þér. Konu hans og börnum votta ég innilega samúð við hið sviplega fráfall hans og ég veit að þó mik- ill harmur sé að þeim kveðinn, þá styrkir minningin um góðan dreng og ástríkan heimilisföður. Grímur Runólfsson. „Hve örstutt er bilið milli blíðu og éls, og brugðizt getur lánið frá morgni til kvelds." Þetta erindi kom mér í hug, er ég frétti lát vinar míns Páls Eyj- ólfssonar, er gengið hafði að starfi að degi en var látinn að kveldi. Eg kynntist Páli fyrst vorið 1942 er við unnum saman smá tíma þá vorum við báðir tengdir sveitinni, en vorum hér í Reykja- vík í atvinnuieit og hann að koma frá námi í Eiðaskóla. Síðan lágu leiðir okkar saman, er ég hóf akstur á Litlu Bílastöðinni vor ið 1949. Þá ók Páll bíl fyrir Þor- stein Þorsteinsson, stöðvarstjóra, sem tók mikla tryggð við Pál og reyndist honum mjög vel og var Páli sannkölluð hjálparhella alla tíð með sinni alkunnu hjálpsemi og góðvild og veit ég, að Páll myndi vilja þakka það sérstaklega að leiðarlokum. Við Páll höfum unnið saman í tæp 16 ár á Bifreiðastöðinni Hreyfli og eftir þau kynni hef ég góðar minningar um glaðlyndan og góðan dreng og félaga, sem tilbúinn var að leggja hverju góðu máli lið. Páll var mjög félagslyndur mað- ur, fór aldrei dult með sínar skoð- anir og var mikill samvinnumað- ur og hélt vel á þeim málstað. Hann var hlédrægur og vildi aldrei hafa forustu í félagsmálum en góður liðsmaður var hann þeg- ar á þurfti að halda, sáttfús og samvinnulipur. En þrátt fyrir hans hlédrægni komst hann ekki undan að gegna trúnaðarstörfum. Hann var um tíma varastjórnrmaður í stjórn Alþýðusambands íslands og í stjórn Hreyfils, þegar hann andaðist og sýnir það vel vinsæld- ir Páls meðal félaga hans, þar sem margar skoðanir ríkja. Við félagar Páls eigum margar góðar minningar þar sem hann hafði gaman af að gleðjast í góðum félagsskap, hann tók mikinn þátt í skákfélagi Hreyfils og var þar góður liðsmaður og lagði öllu skemmtana- og tómstunda- starfi gott lið meðal félaganna. Páll var mjög farsæll í sínu starfi, aldrei mun hafa hent hann slys eða óhöpp í þau rúm tuttugu ár, sem hann ók leigubíl og margir voru þeir, sem vildu ferðast með honum og njóta tilsagnar hans í sínum ferðalögum. Kæri Páll. Hafðu þökk fyrir sam fylgdina. Við félagar þinir vilj- um votta konu þinni og börnum þínum öllum okkar innilegustu samúð. Konan þín, Sigríður, og litlu telpurnar þínar, sem mest hafa misst við fráfall þitt. Megi minningin um góðan heimilisföð ur verða huggun í raunum þeirra. Öldruðum foreldrum þínum aust- ur í Fljótsdal, systrum þínum og vandamönnum og vinum öllum færum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Þórður Elíasson. Við andlát Páls Eyjólfssonar bifreiðarstjóra langar migl til þess að færa þessum prúða og hug- þekka dreng þakkir mínar fyrir góða viðkynningu og ánægjulegt samstarf að félagsmálum. Páll var hlédrægur maður og lítt um að láta á sér bera. en komst þó ekki hjá því að taka að sér ýmis störf fyrir stéttarbræður sína. Hann var vinsæll maður og vellátinn félagi og það er mikil eftirsjá að þessum geðþekka dreng. Ég færi fjölskyldu hans og ætt- ingjum mínar innilegustu samúð arkveðjur. Óðinn Rögnvaldsson. „Hann Páll Eyjólfsson er dá- inn.“ Þegar einn af samstarfs- mönnum hans sagði þetta við mig fyrir nokkrum dögum, átti ég mjög bágt með að trúa því að þetta gæti verið satt. Hann hafði komið til okkar á skrifstofu Fram- sóknarflokksins daginn áður, eins og hann gerði svo oft. Hann talaði um það í þetta skiptið, að hann hafi undanfarna daga verið slæm- ur í öðrum handlegg. Það var ekki venja Páls að tala mikið um sjálf- an sig við aðra. Það kann því að vera, að hann hafi haft eitthvert hugboð um, að hér væri á ferð- inni meiri hætta en í fljótu bragði virtist vera. En engu okkar mun þá hafa dottið það í hug. að þetta væri í síðasta skiptið, sem við fengjum að sjá Pál Eyjólfsson á meðal okkar í Tjarnargötu 26. — Hann, sem svo lengi hafði verið fastagestur hjá okkur og auk þess starfað á skrifstofunni um lengri og skemmri tíma fyrir hverjar kosningar um langt árabil og ver- ið okkur öllum, sem með honum unnu, svo kær. Við Páll vorum líka oft búnir að ræða það samstarf sem við höfðum ráðgert í vor. Við hlökk- uðum báðir til þess og vonuðum að það gæti orðið einhvers virði til framgangs sameiginlegum hug- sjónum- og áhugamálum. Við sökn um þess öll hér á skrifstofunni, að mega nú ekki eiga von á því að fá að starfa með Páli eins og fyrirhugað var. En það þýðir ekki að deila við dómarann mikla. Hann hefur kallað hann frá okk- ur til æðra starfs. Við, sem þekkt- um Pál bezt vifcum, að hann ætl- azt ekki til þess, að vonleysi og kvíði fylgi brottför sinni úr þess um heimi. Til þess var hann of mikið karlmenni og raunsæismað- ur. Þegar ég hóf starf hjá Fram- sóknarflokknum fyrir 19 árum síð an var Páll Eyjólfsson einn af Framhald á bls. 12. Ingibjörg Kristjánsdóttir Eldjárn frá Tjörn Hún verður í dag jarðsungin heima hjá sér, — á Tjörn í Svarf aðardal. Þar var bún fædd og uppalin og enginn staður á jarð ríki var henni kærari. En hún lézt á sjúkrahúsinu á Akureyri 22. febrúar á 82. aldursári, fædd 9.8. 1884. Foreldrar Ingibjargar voru síð ustu prestshjónin á Tjörn. þau Kristján Eldjárn Þórarinsson prófasts í Vatnsfirði Kristjánsson ar prests að Völlum Þorsteinsson ar, og Petrína Soffía Hjörleifs- dóttir prests á Skinnastað, Tjörn og Völlum Guttormssonar, og eru þetta alkunnir ættleggir. Ingibjörg ólst upp í glöðum og góðum hópi systkina og frænda á fjölmennu menningarheimili, þar sem unga fólkið, síkátt og sí- starfandi, setti svip á lífið og til- veruna. Og þar var hún ávallt bezta barnið, skipti aldrei skapi, vildi öllum vel og var jafnan önnum kafin við að bera friðar- og sáttarorð milli ærslaseggja, og öllum kær. Frá þeim dýrðardög um er margs að minnast, þegar líf ið var dásamlegt í leik og starfi og ný frelsis- og fagnaðaröld blasti við og skáldin ortu ættjarð arljóð, sem allir sungu. Þá var yndislegt að vera ungur. Og minningarnar um Ingibjörgu Kristjánsdóttur eru allar á einn veg. Hún var ætíð hinn góði engill í hópnum, í starfi og leik, jafnan hinn greindi og góði fé- lagi, sem hugsaði fyrst og fremst um aðra, setti þá gjarnan sjálfa sig hjá, fremur en að aðrir nytu sín ekki. Hefi ég ekki þekkt betra hugarfar. Hygg ég að æði margir muni taka undir þau orð, sem hafa kynnst henni að einhverju ráði. Og þeir voru um eitt skeið margir, Því að þær systur, Sess- elja og Ingibjörg, höfðu um tíma á hendi stjórn matreiðslu í heimvist Menntaskólans á Akureyri og síðar um árabil greiðasölu í bænum. Átti þar margur góðu að mæta, sem kunnugt er og margviðurkennt. Voru þær jafn an sem einn maður, elskaðar og virtar af öllum sem kynntust þeim, Sesselja hin skörulega og úrræðagóða kona, til forystu fall in, en Ingibjörg við hlið hennar fasprúð og hljóðlát, fórnfús, hlé- dræg og sívinnandi. Því starfið var henni unaður frá æskudögum, er hún vann heima á búi foreldra sinna, og síðar bróður síns endr um og eins. En sumrin á Tjörn og sumarstörfin þar, sveitin og fólkið, bóndinn og ríki hans, stóð henni hjarta næst, innilega sann- færð um það. að hverri mann veru mundi hollast að eiga í sveit um uppvöxt sinn við gróður- mögn jarðar og dýralif, og að þar myndu reynast sterkastar ræt ur íslenzkrar tungu og menning ar. Því var hún sveitarinnar barn í hug og hjarta alla ævi, þótt dveldi langdvölum í kaupstað, sem sr. Matthías nefndi með réttu „Eyjafjarðar höfuðból". Það var jafnan betra en ekki að eiga Ingibjörgu að fyrir þá, sem á einhvern hátt lentu utan- garðs, þóttu athugaverðir og hlutu ómilda dóma. Hún var þar jafnan ótrúlega fundvís á máls- bætur. komst sjaldan í vandræði af þeim sökum enda skorti hana ekki greind og rökvísi þegar út í þá sálma var komið að taka svari þeirra, sem hnjóðað var í. Það fór líka ósjaldan svo, að menn uppgáfust á slíku tali um ná- ungann þegar Ingibjörg var nærstödd, því að henni tókst oftast að setja þá út af laginu, svo að umtalið datt niður. En um hina var óþarft að þegja sem hjálpar þörfnuðust. Þeir áttu samúð Ingibjargar og á þá vildi hún hlusta. Ekki svo að skilja að hún gæti þar miklu áorkað um hjálp, sem við auga blasti af áþreifanlegum verðmæt- um. En hún gat með hægðinni kannski bent á eitt og annað, sem kynni að gleðja og bæta og gera hlutina bærilegri, svo að líta mætti. með guðshjálp, bjartari augum á ástand og horfur og með því kveikja von og efla kjark. Þetta kom eins og af sjálfu sér. Og er það ekki einmitt þessi hjálp, sem margir þarfnast fyrst og fremst og flest ir ættu að geta látið í té? Um það eru nú skrifaðar heilar bækur En guði-innblásnar sálir þurftu þeirra ekki með. Þetta var skráð í hjörtu þeirra, öðrum til heilla og blessunar. Þannig var Ingibjörg Kr. Eldjárn, fágæt kona að mannkostum, þótt ekki færi mikið fyrir henni um dagana, og ógleymanleg öllum sem höfðu af henni náin kynnL Þeir munu allir sakna hennar. En að sjálfsögðu er nú tómlegast á heimili þeirra systra. Þar er mikið skarð fyrir skildi, og munu allir skilja sem til þekkja, jafn samrýndar og þær voru. En nú var Ingibjörgu orðin þörf á vistaskiptum, og mun Sesselja skilja það manna bezt, aldurinn hár og heilsan þrot- in, líkamanum þæg hvíldin í mjúkri mold garðsins heima á Tjörn, og andanum þegar búinn fögnuður í dýrðarrflci útvaldra, þar sem hann átti ætt og óðal. Þess vegna hörmum við ekki hlutskipti hennar, heldur fögnum því. En við kveðjum hana með söknuði og hjartans þökk og biðjum henni eilífðrar blessunar. Og systMnum hennar og öðr- um vandamönnum sendi ég ástúð arkveðjur. Snorri Sigf ússon.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.