Tíminn - 04.03.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.03.1966, Blaðsíða 3
FOSTUDAGUR 4. marz 1966 TÍMINN í SPEGLITÍMANS faðirinn hefði haft kennslubæk- urnar í bilnum og að hann hafi gefið syninum upp svörin við spurningunum á prófinu. Stúlkan hér á myndinni hét Sharon Lewis og var 22 ára. Lík hennar fannst fyrir skömmu síðan hálffrosið út á víðavangi. Sharon er dóttir Hollywooileikkonunnar Michele Steele. Hvernig stúlkan dó og hvers vegna er enn ráðgáta en lögreglan vinnur nú stöðugt að rannsókn málsins. Þekktur hárgreiðslumeistari í London, Vidal Sassoon hvet- ur nú konur óspart til þess að ganga með stuttklippt hár, svo þær hafi tíma til þess að lifa. Sassoon sýndi nýjustu hár- greiðslur sínar í New York ný- lega og lýsti því yfir við það tækifæri, að hárkollur og gervi- hárlokkar og fleira sem hár- greiðslumenn nota nú í sam- bandi við starf sitt, væri hreint og beint hlægilegt. Stutt hár gefur hins vegar konunni meiri tíma til þess að vera kvenleg að því er Sassoon segir, en ekki eru þó allir sam- mála um það, því kona, sem er með stutt hár verður að vera vel máluð um augun og það getur tekið klukkutíma að gera það. Menntaskólanemi í Frakk- landi og faðir hans eiga að koma fyrir franskan dómstöl nú í marz, ákærðir fyrir það að hafa svindlað með sendi- og móttökutækum þegar sonurinn tók stúdentspróf. Við yfir- heyrslu sagði pilturinn, sem féll reyndar á prófinu, að hann hefði ekki haft meðferðis nein senditæki og hann hefði ekki haft nokkurt samband við föð- ur sinn sem var í bíl fyrir utan skólabygginguna. í ákærunni er það sagt að Dr. Martin Luther King og kona hans eru nú nýflutt í fá- tækrahverfi í Chicago. Sagði King að sig langaði til þess að búa í fátækrahverfi til þess að kynna sér sem bezt kjör og vandamál svertingjanna þar. Myndin er konu hans fluttu inn. tekin af King og rétt eftir að þau Þetta er nýjasta tízkan í nátt fötum. Hvit satín náttföt með ísaumuðum pallíettum, og það er enginn annar en tízkukóng- urinn Guy Laroche, sem hug- kvæmdist að teikna þessi nátt- föt. Það ætti ekki að vera ama- legt að sofa í þeim. Fyrir skemmstu birtist við- tal við Birgitte Bardot í Sun- day Herald Tribune. Þar lét hún ýmislegt í ljós. Um Roger Vadim fyrri eiginmann sinn segir hún: Auðvitað er hann bezti vinur minn. Ég heyri allt- af frá honum öðru hverju, en ég hef ekki séð hann í langan tíma — tvö ár. Síðast þegar við hittumst borðuðum við með Jane Fonda. Ég er glöð yfir að hann skuli vera giftur henni. Mér finnst hún gáfuð og hún virðist vita hvað hún vill. Um Jacques Charrier annan eigin- mann sinn segir hún: Ég sé hann aldrei. Ég þekki ekki kon una hans, en ég hef heyrt að hún hugsi vel um barnið mitt Nicholas. Ég hef engar áhyggj- ur út af því. Um núverandi vin sinn Bob Zaguri segir hún: Bezti tíminn sem við höf- um átt síðustu sex mánuði var í afmælisboði heima hjá mér. Við vorum fjörutíu og vorum í grímubúningum og dönsuðum til klukkan 8 um morguninn. Systir Bobs kom frá París og móðir hans kom alla leið frá Brazilíu. Ég veit hvað blöðin segja um okkur — heilmikið kjaftæði. Einkalíf mitt er eins og opin bók — sem annað fólk hefur skrifað. í hvert skipti sem ég les hana verð ég undr- andi. 3 Á VÍÐAVANGI Seinheppni? Forystugrein Vísis í gær hefst á þess leið: „í forystugrein Tímans í gær eru þau sérstæðu stjórnmála- rök á borð borin, að iðnaður- inn íslenzki eigi við vaxtaokur og lánsfjárskort að búa. Mjög er málgagn Framsóknarflokks- ins seinheppíð í vali sínu á gagnrýnisefnum eins og fyrri daginn." Það má vel vera, að Vísir telji það „seinheppið val á gagnrýnisefnum“ að tala um lánsfjárskort iðnaðarins. Það er hans mat á „seinheppni“. En Tíminn vill benda á, að það er ekki hann, sem „valið“ hefur þetta „gagnrýnisefni“ á ríkisstjórnina. Það eru forystu- menn iðnaðarins sjálfs með for mann samtaka iðnrekenda Gunnar J. Frederiksen í broddi fylkingar, meira að segja í sjálfu Morgunblaðinu og málgagni iðnrekenda. Það er hann, sem kvartaði mjög undan lánakreppu ríkisstjórn arinnar. Og hvað sögðu frysti húsaeigendur á fundi sínum á dögunum? Töldu þeir sig hafa of mikil lán? Tíminn hefur ekki þurft annað en vitna í þessa forystumenn iðnaðarins. En Vísir virðist ekki vita um vitnisburð þeirra. Ef einhver „seinheppinn“ í þessum mál- um, þá er það ríkisstjórnin, og það er iðnaðinum sem öðrum dýr seinheppni. Og svo er það Vísir greyið, sem alltaf er jafn seinheppinn í skrifum sín- um — eins og í gær. Skýringin fundin Morgunbiaðið finnur ný og merkiieg stjórnmálavísindi á hverjum degi og birtir þær þjóðinni. Á dögunum upp götvaði það allt í einu, að frysta spariféð, sem að sögn blaðsins hafði í sex ár verið geymt í gjaldeyrisvarasjóð- inn, var ailt í einu komið í út- lán til atvinnuveganna, aðal- lega endurkaup á afurðavíxl- um, en árangurinn þó ekki betri en svo, að þau endur- kaup höfðu ininnkað. úr 67% í tíð vinstri stjórnarinnar. sem ekkert fé frysti, í 55% hjá „viðreisnarstjórninni.“ í gær finnu blaðið alveg nýja og stórmerka skýringu á því, hvers vegna svona böngu- lega hefur tekizt um stjórn efnahagsmála hjá núverandi ríkisstjórn. Þessa nýju kenn- ingu orðar blaðið svo í Stak- steinum: „Við erum svo óheppnir, fs lendingar, að sitja uppi með nátttröll. sem kann ekki að vera í stjórnarandstöðu og ger ir því þjóðinni allt til bölv- unar“. Með „þjóðinni" á ríkisstjórn in auðvitað við sjálfa sig, því að hún hefur í heiðri gömlu stjórnarregluna: Þjóðin, það er ég. Með þessu játar stjórnin eins og allir sjá, að allt hafi gengið á afturfótunum hjá henni, en það er ekki af því, að hún kunni ekki að stjórna, heldur af '»ví að andstöðuflokk arnir kunna ekki að vera í stjórnarandstöðu. Það er sem sagt ekki aðalatriðið að geta stjórnað viturlega, heldur velt- ur allt á því að stjórnarand- staðan sé rétt. Hún hefur sem sagt eyðilagt allt fyrir stjórn inni. Samkvæmt þessari kenn ingu er alls ekki mikilvægast Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.