Tíminn - 04.03.1966, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 4. marz 1966
ÍÞRÓTTIR
TÍMINN
ÍÞRÓTTIR
J3
PÁLL EIRÍKSSON SKRIFAR:
ísl. landsliðið ætti að
leggja áherzlu á skyndi-
upphlaup gegn Rúmenum
Danir fengu mest út úr þeim í leiknum í KB-höllinni.
Páll Eiríksson, handknatt-
■ leiksmaður úr FH, sá landsleik
Dana og Rúmena í KB-höll-
inni í Kaupmannahöfn í síð-
ustu viku, en þeim leik lauk
með sigri Rúmena 20:17, eins
og kunnugt er. Páll hefur að
beiðni íþróttasíðu Tímans skrif
að um þennan leik, einkum
með það í huga, að gefa upp-
lýsingar um rúmenska landslið-
ið, sem mætir ísl. liðinu í tveim
ur leikjum um helgina og
danska landsliðið, sem leikur
hér í byrjun næsta mánaðar.
Fer grein Páls hér á eftir:
„Riúmensku heimsmeistararn
ir í handknattleik áttu ekki í
erfiðleikum með að sigra
danska landsliðið í leik þeirra,
sem fram fór í Kaupmanna-
höfn í síðustu viku fyrir fullu
húsu áhorfenda í KB-höllinni.
Úrslitin, 20:17, gefa kannski
ekki til kynna mikla yfirburði,
en manni fannst Rúmenarnir
alltaf búa yfir meiru, og þeg-
ar Danir komust einu sinni yf-
ir, 12:11, í síðari hálfleik, þá
sást fyrst hvað Rúmenar gátu
gert. Eftir tvær mínútur höfðu
þeir ekki aðeins jafnað stöð-
una, heldur komnir tveimur
mörkum yfir, 14:12. Jakeb
(vinstri handar maður) skoraði
tvö þessara marka og Moser
eitt. Danir náðu þó að jafna
úr tveimur vítaköstum, sem
Ove Ejlertsen (Ajax) tók. en
Jakob skoraði þá aftur tvö
mörk í röð og Gruia (vinstri
handar maður) eitt, án þess, að
Danir næðu að svara fyrir sig.
Staðan var 17:14. Ole Sandhöj
(Skobvakken), skoraði 15.
mark Dana úr uppstökki, en
Jakob svaraði strax með marki.
Síðan hófst mesta handknatt
leikssýning, sem ég hef orðið
vitni að. Rúmenarnir brugðu
á leik, allir sem einn, og knött
urinn gekk frá manni til
manns með ofsahraða, fram og
aftur. inn á línu og út aftur,
án þess að markskot væri
reynt. Og svo, þegar dönsku
leikmennirnir höfðu alveg
gleymt hvers vegna þeir voru
þarna staddir, kom snöggur
bolti inn á Iínu — og mark!
Áhorfendur göptu af undrun,
en siðan klöppuðu menn eins
og þeir ættu lífið að leysa, þ.e.
allir nema Ion Kunst, rúmenski
þjálfarinn, sem rauk upp og
öskraði einhver ósköp, en ekk
ert heyrðist vegna lófaldapps
áhorfenda.
Rúmenar héldu áfram að
leika sér, en Danir náðu þó
tveimur skyndiupphlaupum og
skoruðu úr báðum. Moser rak
svo endahnút á leikinn með
föstu lágskoti. 20:17.
Fyrri hálfleikur var fremur
slakur af beggja hálfu. Rúmen
ar náðu 2:0, en Danir jöfnuðu.
Eftir 3:3, náðu Rúmenar góð
um kafla og komust í 7:3. Þrjú
af mörkunum voru skoruð úr
skyndiupphlaupum og þar af
eitt með þeim hætti, að Moser
einlék upp annan kantinn,
Danir náðu svo að skora 5
mörk (4 úr uppstökkum og 1
pfcyndiupphlaup) meðan Rúm-
enar skoruðu 2 mörk. Stóðu
leikar 9:8 fyrir Rúmena í hálf-
leik.
Eftir fyrri hálfleik var ég
ekki í vafa um, að ísland gæti
unnið bæði liðin, en síðari hálf-
leikur átti eftir að draga úr
bjartsýni minni. Bæði liðin
léku þann hálfleik betur, og
Rúmenar sýndu þá, að þeir
léku þennan Ieik aðeins til
að vinna hann og sem eins
konar æfingaleik. Danir börð-
ust aftur á móti af krafti all-
an leikinn, og skot þeirra nýtt-
ust mun betur í síðari hálfleik.
Rúmenar áttu 35 upphlaup í
fyrri hálfleik og skoruðu 9
mörk, en í síðari hálfleik 22
upphlaup og 11 mörk. Danir
áttu í fyrri hálfleik 31 upp-
hlaup og 8 mörk og í síðari
hálfleik 22 upphlaup og 9
mörk.
Hættulegasti leikmaður Rúmena. Tekst ísl. leikmönnum að
hann?
Leikurinn í tölum var þannig:
Rúmenar: mörk
Skyndiupphlaup 5 5
Uppst. og langskot 38
Lína 12
Víti 2
Danir:
Skyndiupphlaup 11
Uppst og langskot 35
Lína 4
Víti 3
8
5
2
20
6
6
0
3
17
Á þessari töflu sést, að Dan-
ir hafa náð mestu út úr skyndi-
upphlaupunum, enda voru Rúm
enar nokkuð seinir aftur í vörn
ina. Virðist þetta vera veikasti
hlekkurinn í leik þeirra, og
ætti ísl. landsliðið í leikjunum
um helgina að leggja áherzlu
á skyndiupphlaupin. Vörn Rúm
enanna lokaði svo til alveg fyr
ir línuspil Dananna með þvi
að loka miðjunni alveg, en við
það opnuðust kantarnir, en
dönsku leikmennirnir gátu ekki
nýtt sér það að neinu ráði.
Framhald á 14. síðu.
Landsflokka-
glíman háð
20. marz n.k.
Landsflokkaglíman verður háð
að Hálogalandi í Reykjavík hinn
20. marz næstkomandi. Keppt verð
ur í þremur þyngdarflokkum og í
drengjaflokkum.
Þátttökutilkynningum þarf að
skila fyrir 15. marz. Skulu þær
sendar til Rögnvalds Gunnlaugs-
sonar, Fálkagötu 2 Reykjavík.
Það er Glímudeild KR, sem sér
um flokkaglímuna að þessu sinni.
2 Islandsmet
- og 3 unglingamet á sundmóti KR
Tvö íslandsmet voru sett á sund-
móti KR, sem háð var í Sundhöll
Reykjavíkur í fyrrakvöld. Hrafn-
hildur Guðmundsdóttir, ÍR, setti
nýtt íslandsmet í 50 metra flug-
sundi. Synti hún vegalengdina á
32,0 sek. Karlasveit Ármanns setti
met í 4x50 skriðsundi, 1:49,4 mín.
Þá voru og sett þrjú unglinga-
met. Ungur Akurnesingur, Finn-
ur Garðarsson setti unglingamet
í 100 m. skriðsundi, synti á 1:06.0
mín. Ólafur Einarsson, Ægi, setti
unglingamet í 100 m bringusundi
á 1:21,0. Og loks setti Hrafnhildur
Kristjánsdóttir, Árm. stúlknamet
í 100 m skriðsundi á 1:05.7 mín.
Allmargir þátttakendur voru í
mótinu og áhorfendur nokkuð
margir. Heppnaðist mótið vel.
ÍR hlaut flesta drengjameistara
Drengjameistaramót íslands í
frjálsíþróttum var háð í íþrótta-
húsi Háskólans um síðustu helgi-
ÍR sigraði í þremur greinum af
fjórum, Þór Konráðsson sigraði í
tveimur, langst. án atrennu og
þrístökki án atrennu. Þó er efni-
legur frjálsíþróttamaður, en til
gamans má geta þess, að sinn
íþróttaferil hóf hann í knattspymu
og þótti efnilegur í þeirri grein.
®©lagi 'ians, Einar Þorgrímsson
sigraði í hástökki með atrennu.
f hástökki án atrennu sigraði Páll
Björnsson, HSÞ.
En hér koma úrslitin:
Langst án atr.
Þór Konráðsson ÍR 2.94
Páll Björnsson HSÞ 2.93
Karl Erlendsson HSÞ 2.87
Þrístökk án atr.
Þór Konráðsson ÍR 8.96
Páll Björnsson HSÞ 8.95
Páll Dagbjartsson HSÞ
Hástökk án atr.
Páll Björnsson HSÞ
Karl Erlendsson HSÞ
Einar Þorgrímsson ÍR
Hástökk m. atr.
Einar Þorgrímsson ÍR
Karl Erlendsson HSÞ
Jón Magnússon KR
Óli H. Jónsson ÍR
8.68
1.54
1.51
1.45
1.70
1.70
1.65
1.65
I*-"
Hrafnhildur
Guðmundsdóttir
Ensku liðun-
um gekk vel
Nokkrir Evrópubikarleikir í
knattspyrnu voru leiknir í fyrra-
kvöld. í borgarkeppni Evrópu
gerðu AC Milan og Chelsea jafn-
tefli eftir framlengingu, 1:1, og
var þetta í þriðja sinn, sem liðin
mættust.
Bridges skoraði eftir 10 mínút-
ur fyrir Chelsae, en ítalirnir jöfn-
uðu á síðustu sekúndu leiksins
eftir hornspyrnu. Leiknum var þá
framlengt og var mikið taugastrið,
en ekkert mark til viðbótar. Eftir
leikinn var varpað hlutkesti um
það hvort liðið héldi áfram í
keppninni og vann Chelsea hlut-
kestið.
Af öðrum leikjum má nefna sig-
ur Leeds yfir Upjest, Budapest,
4:1. Ferencvaros og Inter Milan
gerðu jafntefli í síðari leiknum
í keppni meistaraliða. Er Ferenc-
varos þar með úr leik, þar sem
Milan vann fyrri leikinn 4:0. Real
Zaragossa og Hearts gerðu jafn-
tefli í keppni borgarliða, 1:1, og
heldur Zaragossa áfram (6:5). í
keppni bikarhafa sigraði West Ham
Magdeburg með 1:0. Má því segja,
að ensku liðunum hafi gengið vel
í leikjunum í fyrrakvöld.