Tíminn - 04.03.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.03.1966, Blaðsíða 11
FÖSTUDA GITR 4. marz 1966 TÍMINN 11 VERDIR LAGANNA þurfti baráttuna gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi og koma upp miðstöð, þar sem lögreglulið heimsins gætu skipzt á hugmyndum og reynslu. Þegar árið 1893 um sama leyti og sir Francis Galton birti í fyrsta skipti skoðanir sínar á fingraförum, datt þýzkum afbrotasérfræðingi, Franz von Liszt prófessor við Berlínar- háskóla í hug, að glæpamenn gerðust æ víðförulli um heim- inn og lögreglulið einstakra landa væru farin að missa sjónar á þeim. Úr hugmynd hans varð aldrei meira en umtalið. Ellefu árum síðar var franska ríkisstjórnin orðin áhyggju- full vegna þess hversu hvít þrælasala fór vaxandi. Ungar stúlkur voru ginntar heiman frá sér undir því yfirskini að þær ætti að taka í dansflokka, og ferðinni lauk í hóruhúsum Marseille, landanna fyrir Miðjarðarhafsbotni eða Suður-Ameríku. Þá var lagt til, að komið yrði á einhvers konar miðstöð, svo að öll ríki, sem í hlut ættu, gætu lagzt á eitt um að kveða niður þessa verzlun með manneskjur, en Frakkland eitt virtist hafa áhuga á málinu og hugmyndin rann út í sand- inn. Sex árum síðar reyndi franska stjórnin á ný, og nú tókst henni að koma á laggimar fámennri ráðstefnu til að ákveða hvað telja skyldi alþjóðleg afbrot. Þessi fyrirætiun bar ekki heldur neinn ávöxt fyrst í stað, en viðleitnin, þó í smáum stíl væri og árangur enginn, sáði tvímælalaust því fræi, sem hin blómlega stofnun, sem nú rekur árangursrika starfsemi, er sprottin af. Árið 1914 komu allmargir lögregluembættismenn, saka- dómarar og lögfræðingar saman í Monaco í boði Alberts i fursta fyrsta. í forsæti á fundum þeirra var skipaður Lain- arde, forseti lagadeildar við Parísarháskóla, og alls sátu fund- inn fulltrúar frá tuttugu og fjórum ríkjum. Þeir voru ekki aðeins frá Evrópu, heldur einnig nokkrum ríkjum í Asíu og rómönsku Ameríku. Eftir nokkurra daga bollaleggingar urðu þeir ásáttir um tillögur, sem ætlað var að verða grundvöllur að stofnun alþjóðlegs lögregluliðs. Rædd voru atriði, sem miklu máli skipta í baráttunni við alþjóðlega glæpastarf- TOM TULLETT semi, svo sem nauðsyn á föstum reglum um framsal afbrota- manna, stofnun miðstöðvar fyrir afbrotarannsóknir og skýrslugerð, reglur um bráðabirgðahandtökur og skjót skipti á upplýsingum. Þessi ráðstefna lagði til að meira yrði gert að þvi, að lögreglulið mismunandi landa skiptust á skýrslum milliliða- laust svo aðgerðir yrðu greiðari. Til allrar óhamingju hafði Franz Jósep Austurríkiskeisari um þessar mundir skýrt sendi herra sínum í Miklagarði frá, að „Evrópustríð væri óhjá- kvæmilegt.“ Varla voru lögregluforingjarnir komnir hver til síns heima frá Monaco, þegar Franz Ferdínand, ríkis- erfingi Austurríkis, og kona hans voru myrt í Sarajevo, og nokkrum vikum síðar skall heimstyrjöldin fyrri á. Hin mynd- arlega tilraun til að koma á alþjóðlegu lögreglusamstarfi var þar með strönduð. Eftir blóðugan ófriðinn tók við ótryggur friður og glæpa- alda meiri en áður hafði þekkzt. Morð, nauðganir, rán, fjár- svik og falsanir færðust 1 aukana. Hvít þrælasala hófst á ný í stórum stíl, og leynilögreglumenn í ýmsum höfuðborg- um veittu því athygli, að sumir forkólfar samkvæmislífsins hneigðust til eiturlyfjanautnar í leit sinni að æ æsilegri skemmtunum. Lögfræðingar og lögregluforingjar brutu enn heilann um einhvers konar alþjóðasamvinnu í baráttunni gegn afbrotum, og árið 1920 stakk franski prófessorinn H. Donnedieu de Varbes enn einu sinni upp á Evrópuráðstefnu þeirra, sem áhuga hefðu á málinu. Árið 1923 var hafizt handa. Dr. Jo- hann Schober, þáverandi lögreglustjóri í Vín og síðar forsæt isráðherra Austuríkis, kom því til leiðar að annað alþjóða- þing sakamálalögreglu var haldið í Vín. Nú samþykktu 138 fulltrúar frá tuttugu löndum hugmynd irnar, sem bornar höfðu verið fram í Monaco níu árum áður, og þinghaldið bar þann árangur, að sett var á laggirn- ar alþjóðanefnd sakamálalögreglu. Ákveðið var, að hún skyldi hafa aðsetur í Vín, því að lögreglan þar var sú eina, sem gert hafði gangskör að því að koma upp skrá um alþjóðlega glæpamenn. Meðal fulltrúa á þinginu var dr. 0. Dressler, lögfræðingur að menntun og starfsmaður ríkislögreglu Austurríkis. Eðli- UNDIR FÖLSKU FLAGGI ANNE MAYBURY Ashlyn. Ég skammast mín svo ósegjanlega mikið — — Já, þú verður að viðurkenna, að þetta var heimskulegt. — Já. — Og hættulegt hefði það getað orðið, það er komið í ljós. En þú þekkir orðtakið um að skilja sé að fyrirgefa allt. Hann brosti við. — Þú hefur frábæran varnarmann þar sem þessi ungi maður er. Hann hefur skýrt málið fyrir mér, svo að ég komst ekki hjá því að skilja þitt sjónarmið. Og nú er þessu lokið! Þú ert hér og Myra er sennilega í þann veg- inn að trúlofa sig. Vonnie — mér líkar vel við það nafn. -Það er mildi og gæzka í því. — Ég veit ekki, hvað ég á að segja, hr. Ashlyn. — En ég veit það. Hættu að RAFSUÐUTÆKI ÓDÝR HANDHÆG 1 fasa intak 20 amp Af- köst 120 amp Sýður vír 3.25 mm Lnnbyggt öryggi fyrir yfirbitun Þyngd 18 kfló Einnig rafsuðukapafl og SMYRILL Laugavegi 170, Sími 1-22-60. kalla mig hr. Ashlyn. Hingað til hef ég verið Joss frændi. Við skul- um láta það standa. — Þú hefur fengið hvert áfall- ið á fætur öðru, Joss frændi. — Já, laukrétt. Og enn lifi ég í bezta gengi. Þú heyrðir að ég sagðist hafa leikið á læknana. En nú skulum við ræða annað. Viltu vera hér áfram, Vonnie — eins og fyrirhugað var? — Ég vil — það svo sannar- lega. Mig langar mjög til þess. En þú getur varla kært þig um það! — Þá er það útrætt mál. — Hvað verður um Fenellu. frænd,i? — Ég ætla að gera mitt ýtr- asta til að útvega henni góðan verj anda, sagði hann alvörugefinn. — Við verðum öll að leggjast á eitt með að hjálpa henni. — Og þar sem þú hefur kosið að gerast með- limur fjölskyldunnar gildir hið sama um þig. — Ég skal verða að liði, ef ég get — — Hún þarf á okkur öllum að halda. Kannski mun Fenella í fyrsta skipti á ævinni leita til annarra og biðja um náð og fyr- irgefningu. Og við verðum að gera Myru viðvart, bætti hann við. — Viltu að ég skrifi henni? Hann hristi höfuðið. — Nei. Ég skal gera það og um Ieið ætla ég að segja henni mína skoðun á hennar brjálæðis- legu hugdettum. En ég átti ekki annað skilið. Ég hef aldrei sýnt fjölskyldunni neina ræktarsemi. Því skyldi Myra láta gæfuríkt hjónaband ganga sér úr greipum mín vegna. En hún hefði átt að segja mér hvernig allt var í pott- inn búið. — Hún var hrædd við að gera það, vegna þess að þú varst veik- ur og hún vildi ekki baka þér vonbrigði. — Hún hefur mjög frjótt ímynd unarafl, sagði hann þurrlega. — Sjálfsagt hefur þetta uppá- tæki verið hennar hugmynd. — Já. En við vorum báðar sam- án um að skipuleggja það. — Þú reynir ekki að fegra þinn hltit, Vonnie litla. Hann brosti til hennar. — Tekur á þig aðra eins byrði og þetta og meira að segja nær alla sökina. — Mig langaði að koma til Eng lands, sagði hún rólega og leit á Nigel. — Og ég vildi gleyma þér. Eins og mér hefði nokkurn tíma heppnast það. — En þér tókst að leika á mig, sagði gamli maðurinn. Og ég verð að fyrirgefa þér. — Er þá allt í lagi, Joss frændi? — Fyrir okkur er allt f lagi. Það er Fenella sem veldur mér áhyggjum núna. — Heldurðu að Ralph haldi tryggð við hana? —r Hann er þægilegur drengur og geðfelldur — en veikgeðja. Ég er hræddur um að hann flýi eins langt burt frá henni og honum er unnt. — Til Kanada! hugsaði Vonnie. — Og mér er sagt að þú sért í giftingarhugleiðingum. Vonnie kipptist við. — Ef Nigel segir það — þá. — Hún stundi upp orðunum. En Joss gamli heyrði vel. — Og þú væna min, hvað segir þú um það? Það verður að vera með vilja beggja. — Já, en ástin gerir þau að einu! sagði hún rólega, gekk til Nigels og hallaði sér að honum. — Það er dásamlegt, frændi. Að þurfa aldrei að standa ein framar. Þú ættir að reyna það líka. — Ég? hrópaði hann. Ég? fauskur á mínum aldri. Það heyrðist fótatak frammi. Rhoda nam staðar í dyragættinni. — Komdu inn, sagði hann. — Við erum í miðjum mjög fróð- legum rökræðum um hjónaband. Rhoda leit frá einu til annars. Svo fór hún að hlæja. — Þú — sagði hún. — Þú rök- ræðir hjónaband. — Það er ekki svo vitlaust, sagði Joss gamli hugsandi. — Veiztu hvað mér var sagt. Að í hjónabandinu þurfi maður ekki að vera einn framar! Ég hef verið einn allt mitt líf. Og veiztu hvað, ég held ég sé dálítið óstöðugur! Réttu mér höndina, Rhoda. Úti við stóra gluggann, sem sneri út að garðinum stóðu Nigel og Vonnie og horfðu hvort á ann- að. Orð fóru ekki millum þeirra, þau voru óþörf. Það dýpsta og sannasta í ást er þögnin ... Sögulok. ÚTVARPIÐ Föstudagur 4 marz 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegis útvarp 13.15 Lesin dagskrá næstu viku 13.50 Við vinnuna: Tónleík ar. 1440 ViS, sem heima sitjum 115.00 Mið- degisútvarp 16.00 Síð- degisútvarp. 1700 Fréttir. 1705 1 veldi hljómanna. Jón Örn Marinós son kynnir sigilda tónlist fyrir ungt fólk. 18.00 Sanrtar sögur frá liðnum öldum. 18.20 Veðurfregn ir. 1830 Tónleikar. 19.30 Fréttir 20.00 Kvöldvaka: c. Lestur forn rita: Færeyinga saga b. í haust- myrkri á Óshlíð, frásöguþáttur. c. Tökum lagið! Jón Ásgeirss. stj. d Leikmenn vígðir tii prests Séra Gísli Brynjólfsson segir frá presta fæð á öldinnl, sem leið; — fyrri þáttur. e. Lausavísan lifir enn. Sigurbjörn Stefánsson flytur vísnaþátt. 21.30 Útvarpssagan: „Dagurinn og nóttin“ Hjörtur Pálsson les (7). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.20 íslenzkt mál. Ásgeir Bl. Magnúss. cand. mag stj. 22.40 Næturhljómleikar. Sin fóniuhljómsveitin í Boston leikur. 23.30 Dagskrárlok. Laugardagur 5. marz 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp 13.00 Óskalög sjúklinga Kristin Anna Þórarinsdóttir kynn ir lögin. 14.30 f vikulokin, þáttur Iundir stjórn Jónasar Jónassonar. 16.00 Veðurfregnir 16.05 Þetta vil ég heyra. Guð- mundur Árnason tannlæknir vel ur sér hljómplötur. 17.00 Fréttir Á nótum æskunnar Jón Þór Hann esson og Pétur Steingrímsson kynna létt lög. 17.35 Tómstuntía þáttur barna og unglinga Jón Pálsson flytur. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Flóttinn“ Rúna Gísla dóttir les þýðingu sína (7) 18.20 Veðurfregnir. 18.30 söngvar í létt um tón. 18.45 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 „Saltkorn í mold,“ kvæði eftir Guðmund Böðvarsson Böðvar Guðmundsson les. 20.15 Laugardagskonsert. 21.00 Leikrlt: Þinn ávaUt einlægur", Leikstjóri Ævar R. Kvaran. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.00 Danslög. 24 00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.