Tíminn - 04.03.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.03.1966, Blaðsíða 14
14 TlMINN FÖSTUDAGUB 4. marz 1966 SÖNGSKEMMTUN Framhald af bls. 2. og ííuðmund Guðjónsson, en und- irleik annast Sigríður Ragnarsdótt ir. Kórinn skipa um 50 félagar úr Sunnukórnum og Karlakór ísa- fjarðar og er söngstjóri Ragnar H. Ragnar. Með hljómleikum þessum vilja kórarnir einnig leggja fram sinn skerf til hátiðahalda á „Afmælis- ári“ ísafjarðarkaupstaðar og minna á að sönglíf hefur lengi staðið og stendur enn með tals- verðum blóma í kaupstaðnum. Til þess að hægt séfað halda þessa hljómleika, verður að stækka leiksvið Alþýðuhússins um 3 metra fram í salinn, því ómögu- legt er að koma fyrir svo stór- um söngflokk sem hér er á nú- verandi sviði. NKRUMAH Framhald af bls. 1. einnig eftir því, að Nkrumah yrði framkvæmdastjóri Þjóðar flokksins í Guinea. Sagði hann, að Toure hefði komið með þetta tilboð sitt til þess að sýna þá vináttu, og þá tryggð, sem íbúar Guineu tengja við Nkruman. Hann ræddi ekki nánar tilboð Toures forseta. Blöðin í Accra birtu í dag umfangsmiklar afhjúpanir af siðleysi því, sem á að hafa ríkt undir stjórn Nkrumah. Eitt atriðið er, að Nkrumah hafi sjálfur notað ótakmarkaða pen inga á vissa ungfrú að nafni Genoviva, suður-afríska ást- mey sína. Einnig segir, að sam starfsmenn hans hafi náð í stúlkur frá heimavistarskólum sjálfum sér til skemmtunar um helgar. Nkrumah gerði ungfrú Genoviva að dagskrárstjóra í sjónvarþi Ghana og keypti bandaríska lúxusbifreið fyrir hana. — Dyggð kvenna vorra var dregin niður í forina, — segir blaðið Ghanaian Times. Eiginmenn og foreldrar neydd ?ust til að afhenda valdamiklum flokksforingjum konur sínar og dætur. Formaður efnahagsnefndar frelsisráðsins, E. N. Omaboe, sagði í dag, að Ghana þyrfti 1800 milljón króna lán til þess að boma efnahagslífi landsins á réttan kjöl að nýju. AIRAHfl úrvals finnskar RAFÍTLÖÐUB stál og oiast fvrir vasaljós og transistortæki. Heildsölubirgðir. RAFTÆKJAVERZLUN ISLANDS, Skólavörðustíg 3 — Sími '7975 — /6 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúS og vinarhug viS andlát og jarSarför, Árna Kristjánssonar Kistufelli. Sérstakar þakkir færum viS konum í Lundarreykjadal fyrir sér- staka aSstoS viS útförina. Elín Kristjánsdóttir og börn. Sveinn Ásmundsson byggingameistari frá SiglufirSi, verSur jarSsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. marz kl. 10.30 f. H. Þeir, sem vilja minnast hans er bent á Siysavarnafélag íslands. Athöfni—1 verSur útvarpaS. Margrét Snæbjörnsdóttir, börn, tengdabörn, móSir og systkini hins látna. Þökkum innilega samúS og vináttu viS andlát og jarSarför móSur okkar, tengdamóSur og ömmu, ValgerSar G. J. Jónsdóttur Börn, tengdabörn og barnabörn. Öllum þeim mörgu nær og fjær, sem sýndu okkur samúS viS andlát og útför, Oddgeirs Kristjánssonar og heiSruSu minningu hans, færum viS aiúSarþakkir. Svava GuSjónsdóttir, Hildur Oddgelrsdóttir, Hrefna Oddgeirsdóttir og börn og systkini hins látna. B*sw EiginmaSur minn og faðir okkar, Páll Eyjólfsson bifreiSastjóri, Þórsgötu 20B verSur jarSsettur frá Fossvogskirkju, föstudaginn 4. marz kl. 10.30. Blóm og kransar afbeSIS, en þeir sem vlldu minnast hins látna er bent á liknarstofnanir, SigriSur Einarsdóttir, KristrúnjPálsdóttir, Marta Pálsdóttir, ÁsgerSur Pálsdóttir, Eyjólfur Pálsson, Efnhildur f. Pálsdóttlr. Óljóst er, hvort Toure hefur dregið sig til baka sem þjóð- höfðingi Guineu, en ljóst er að hann sagði á fjöldafundinuio í gær, að líta yrði á Nkruma sem þjóðhöfðingja Guineu og framkvaamdastjóra Þjóðar- flokksins, sem er stjómarflokk urinn í landinu. Á fundi Einingarbandalagsins í Addis Abeba í morgun fóru sendinefndir Mali, Guineu og Tanzaníu af fundi í mótmæla skymi við, að sendinefnd nýju valdhafanna í Ghana sat fundi bandalagsins sem fulltrúi þess lands. Og í kvöld fékik sendi- nefnd Egyptalands skipun um að yfirgefa fundinn af sötmu ástæðu. FÆRÐ BATNAND Framhald af 16 sfðu. frostlaust verði, þokuloft en úr- komulítið. Að sögn fréttaritara blaðsins víða á Norður- og Austurlandi cr færðin víðast hvar stórum betri nú en um síðustu helgi. Þó fer því fjarri að hún sé góð á Austur landi, og enn er víða alls ekki fært um nema á snjóbílum. Snjóbill heldur uppi daglegum áætlunum milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða en hins vegar er fært öllum bílum milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Illa hefur gengið að halda uppi föstum áætlunum á snjóbíl milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, en það hefur verið reynt eftir megni. Fært er á jeppum frá Eg ilsstöðum út í Eiða, en aftur a móti er ógerlegt að komast inn í Fljótsdal og Jökuldal og fara mjólk urflutningar þaðan enn fram á ýtum, en ef framhald verður á hægviðri og frostleysi, líður áreið anléga ekki á löngu, unz það fær ist til betri vegar. KYNÞÁTTASTRÍÐ Framhald af bis. 1. þjóðernissinna í Rhodesíu. Mál þetta mun vera til umræðu í stjórnmálanefndinni á fundi ráðherra bandalagsríkjanna i Addis Abeba. VERZL. ÖRNÓLFUR Framhald af bls. 16. legt að hafa opið til kl. 18. Á milli kl. 18—18.30 í kvöld komu 10 kaupmenn á staðinn með for mann Kaupmannasamtakanna, Sigurð Magnússon, í broddi fylkingar, röðuðu sér við dyrn- ar og meinuðu viðskiptavinum að fara inn. Kallað var á lög- regluna, og þegar hún kom á staðinn höfðu um 60 manns safn azt þarna saman og skapaði það algjört umferðaröngþvéiti, að sögn lögregluþjóns þess, sem þarna var á vakt í kvöld. Samdi lögreglumaðurinn við kaupmenn um, að þeir skyldu hverfa af sviðinu, en hann halda vakt í verzluninni, þar sem kaupmaðurinn neitaði að loka henni, og gæta þess að enginn verzlaði. Hélt lögregtu maðurinn vakt fram til kl. 10 í kvöld að verzluninni var lok að, en fram eftir kvöldi mátti sjá kaupmenn í einkabílum sín um í nágrenni verzlunarinnar. VERZLANIR Framhald af 16. síðu. maður væri við vinnu í slíkum verzlunum. Aftur á móti væru ör fáar litlar verzlanir opnar og væru það eigendurnir, sem af- greiddu þar, og væri það þeirra mál. Væri mikil samstaða hjá fé- lagsmönnum VR. Blaðamenn Tímans fóru um borgina í dag, og sáu fjórar mat- vöruverzlanir opnar, en enga kjöt búð. Voru eigendumir sjálfir við afgreiðslu í þessum verzlunum. Nýlenduvömverzlanir og kjöt- búðir munu opna að nýju á mánu daginn. Þess ber að geta að nýlendu- vöm- og kjötverzlanir í Hafnar- firði eru opnar. JARÐSKJÁLFTAR Framhald af 16. síðu. Surti, en samkvæmt upplýsingum, sem Tíminn fékk frá jarðeðlis- fræðideild Veðurstofunnar og Sig- urði Þórarinssyni jarðfræðingi á það að öllum líkindum ekki við nein rök að styðjast, þar sem fjar lægðin milli staðanna er það mikil, en ef þetta væri hins vegar tilfell- ið, hefðu umbrotin í Surti verið talsvert meiri. Ekki er heldur álit- ið að landskjálftarnir standi í beinu sambandi við Kötlu, en þó er það ekki fullvíst. Okkur var tjáð, að fyrir Kötlugosin síðustu hefðu alltaf fundizt allsnarpir jarðskjálftar í Vík í Mýrdal, en enginn þar hefði orðið hið minnsta var við þá jarðskjálftakippi, sem nú hefðu mælzt í 145 km. fjarlægð frá Reykjavík. Rétt er að geta þess, að á þessum slóðum, sem jarðhræringanna varð vart fyrir síðustu helgi, hafa svipaðir kippir oft komið fram á mælum á undan- förnum árum, þó að fólk hafi ekki orðið vart við þá. SUNNUDAGSBLAÐIÐ Framhald af bls. 1 eyri — Árneshrepp á Strönd- um. Lítið eitt er vikið að nýárs nóttinni fyrir fimmtíu árum — þá var nálfgerður heimsslita- bragur á höfuðstaðnum, því að bannlögin gengu í gildi að morgni. Loks er þar snjöll dæmisaga eftir Frímann Jón- asson, skólastjóra, um beyg þeirra Austmanns og Vest- manns, vísur eftir vestur-ís- lenzkan lækni af Reykjaströnd, og grein um náhveli. LANDSVERKFALL Framhald af bls. 1. í öllum aðalatriðum. Þá hafði blaðið samband við Guðmund H. Garðarsson formann Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur, og sagði hann að á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs VR í gær hafi verið samþykkt að boða til allsherjarverkfalls frá og með mánudeginum 14. marz. Guðmundur sagði, að þessi á- kvörðun hafi verið tekin með hlið sjón af vilja félagsmanna úti á landi, en þau ieggi aðaláherzlu á allsherjarverkfall í stað „skæru- hernaðar” Með þetta atriði í huga hafi stjórn og trúnaðar- mannaráð ákveðið að breyta um aðferðir við verkfallsframkvæmd ina, og í stað þess að halda áfram takmörkuðum verkföllum ákveðið að boða til allsherjarverkfalls, hafi ekki tekizt samningar fyrir ofangreindan tíma. Guðmundur sagði, að kaupið væri enn aðal deilumálið. — Það er misskilningur, sagði hann, sem hefur staðið í Vísi og Morgun- blaðinu, að fólkinu hafi verið boðnar verulegar kjarabætur. Það hefur ekki verið gert til þessa, sagði Guðmundur að lok- um. Á VÍÐAVANGI að stjórn kunni að stjórna, heldur virðist hún aðeins eiga að sitja á ráðherrastólunum og þakka sér það, þegar góð tíð er, mikil aflabrögð og nátt- úran gjöful en kenna svo bara stjórnarandstöðunni um, þegar hún missir efnahagsmál- in úr böndum. „Nýtt stefnumál" Vísir slær því umm með stóra letrinu um þvera forsíðu í gær, að ríkisstjórnin hafi nú tekið sér „nýtt stefnumál,“ sem er lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn. Vísir hittir nagl ann á föfuðið. Þetta hefur ekki verið stefnumál ríkis stjórnarinnar fyrr en þá núna, eftir að Framsóknarflokkur- inn er búinn að berjast fyrir því í níu ár, en stjornin búin að liggja á því í sjö. Nú loks verður það stefnumál hennar. ÍÞROmR Framhald af bls. 13. Aðalástæðan fyrir hinni slöku útkomu Rúmenanna í langskot um og uppstökkum var frábær markvarzla Leif Gelvad í danska markinu, sem átti góð- an dag. Ef nefna ætti einstaka leik- menn í rúmenska liðinu, sem ísl. liðið þyrfti að vara sig sér- staklega á, er Ion Moser efst- ur á blaði. Þessi leikmaður virtist geta skorað hvenær sem hann vildi og línusendingar hans voru frábærar. Þegar hann reyndi uppstökk fyrir framan danska varnarmúrinn, fóru að jafnaði tveir danskir vamarleikmenn á móti, en þá átti hann það til að gefa knött inn aftur fyrir sig í stökkinu inn á línu. Minnti þetta óneit- anlega á Mares í liði Dukla Prag (3), sem lék svipað bragð með góðum árangri í leikjun- um gegn FH og landsliðinu í Laugardalshöllinni. Af öðrum leikmönnum má nefna Jakob, einnig mjög hættulegur og Gruia, sem átti mörg hörku- skot, en var frekar óheppinn, því mörg þeirra höfnuðu í stöng. í danska liðinu voru Leif Gelvad í markinu og Arne And ersen mennirnir á bak við skyndiupphlaupin. Þessir tveir leikmenn komu bezt frá leikn- um. Vodsgaars. Max Nielsen og Ole Sandhöj voru og góðir og Ove Ejlertsen í siðari hálfleik, en í fyrri hálfleik skaut hann 10 sinnum og skoraði aðeins einu sinni — úr vítakasti!" SKRIFSTOFUSTARF - FRAMTÍDARSTARF Vér viljum ráða sem fyrst skrifstofumann til ákveðins, sjálfstæðs starfs í sambandi við innflutning. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjórinn. A/ SUÐURLANDSBRAUT 6 — SÍMI 38540.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.