Tíminn - 26.03.1966, Page 2
LATTGAKDAGUR 26. marz 1966
TIMINN
Á Reykjaví kurflugvelli, frá vinstri: Jaroslav Pisarik sendiherra Tékkóslóvakíu á íslandi, Pétur Pétursson og
Radoslav Kvapil píanóleikari og prófessor.
Tímamynd—B.B.
Tékknesk skáld kynnt á
tónleikum hér í kvöld
GB-Reykjavík, föstudag.
Tékkneski píanóieikarinn Rado-
slav Kvapil kom hingað í gær-
kvöldi til að halda tónleika í Aust-
urbæjarbíói á Iaugardagskvöld
á vegum Péturs Péturssonar og
Skrifstofu skemmtikrafta, og bauð
tékkneski sendifulltrúinn hér, Jaro
slav Pisarik, blaðamönnum heim
til sín í morgun að hitta lista-
manninn að máli.
Radoslav Kvapil er 31 árs, hóf
nám í píanóleik á barnsaldri, braut
skráðist frá tónlistarháskólanum í
Brno, sem kenndur er við Jana
cek, frægasta brautryðjenda nú-
tímatónlistar í Tékkóslóvakíu. Síð-
an Kvapil fór fyrst að koma fram
opinberlega, hefur hann lagt
áherzlu á flutning lítt kunnra eða
áður óþekktra verka eftir Dvorák
og Janacek. Á Janacek-tónlistar-
keppninni í Brno 1959 hlaut Kva-
pil fyrstu verðlaun, og síðustu tvö
árin hefur hann verið prófessor
við tónlistarháskólann í Prag, þar
sem og er prófessor Vaclav Sme
tacek, hljómsveitarstjórinn frægi,
sem tvívegis hefur verið stjórn-
andi Sinfóníuhljómsveitar íslands
og má það vera gleðiefni hinum
mörgu aðdáendum dr. Smetaceks,
að hans er von hingað á næsta
ári til tónleikahalds, að því er
Pisarik sendifulltrúi tjáði blaða-
mönnum í morgun. Kvapil stofn-
aði 1959 tvist (duo)) í félagi við
vin sinn Stanislav Apolin sellóleik-
ara. Þeir vöktu aðdáun þegar á
fyrstu tónleikum sínum og eftir
hálfs árs samstarf hlutu þeir fyrstu
verðlaun í alþjóðatónlistarkeppni í
Genf. Tvö sumur léku þeir "á Tón-
listarhátíðum í Englandi og léku
þá inn á plötur fyrir brezka út-
varpið. Á tónleikunum í Austurbæj
arbíói annað kvöld flytur Kvapil
eingöngu verk eftir tékkn. tónskáld
Dvorák, Janacek, Vorisek og Sme-
tana.
Kvapil kvaðst nú í fyrsta sinn
koma til íslands og það gleddi sig,
hve margir hér þekktu til tékk-
neskrar tónlistar og sagðist vona
ast til að geta ferðast hingað oft-
ar og kynnast landinu og fólkinu
betur en hægt væri á þeim stutta
dvalartíma er hann hefði nú, þetta
hefði ætíð verið furðuland í hans
huga síðan hann drengur las skáld-
söguna „Leyndardóma SnæfeUsjök
uls“ eftir Jules Verne, þótt ekki
hefði hann lengi skoðað hans sem
heimildarrit.
Pisarik sendifulltrúi kvaðst vilja
stuðla að auknum menningar-
kynnum milli fslands og Tékkósló-
vakíu, hingað til hefðu aðallega
Framhald á 14. síðu., ,
GS-ísafirði, föstudag.
Togarinn Egill Skallagrímsson
kom í dag inn til ísafjarðar með
mann, sem létizt hafði af veikind
um um borð í togaranum.
Hinn látni, Jóhannes Kristjáns-
son, hafði kennt sér meins, þegar
er togarinn lét úr höfn í Reykja-
vík í gær og var látinn, áður en
tími vannst til að komast íil hafn-
ar á ísafirði. Jóhannes heitinn var
gamall ísfirðingur og verður útför
hans gerð héðan. Jóhannes var á
sextugsaldri.
Danskir fíugmenn
hjá SAS í verkfalli
NTB-Kaupmannahöfn og Oslo,
föstudag.
Danskir flugmenn hjá SAS hefja
frá kl. 1 í nótt, aðfaranótt laug-
ardagsins, 24 klukkustunda verk-
fall, og mun það hafa nokkur áhrif
á “ætlunarflug SAS Á millilanda-
leiðunum eru venjulega áhafnir
frá ýmsum löndum í hverri vél,
og verður því „hálft“ verkfall á
þeim leiðum. Aftur á móti eru svo
til eingöngu danskir flugmenn á
innanlandaleiðum í Danmörku, og
mun því flugáætlun SAS þar fara
nokkuð úr skorðum.
Það eru um 100 danskir flug-
menn, sem í verkfallið fara. Sænsk
ir SAS-flugmenn hafa lýst yfir
stuðningi við þá dönsku, og segj-
ast ekki muni fljúga á dönskum
innanlandsleiðum meðan verkfall-
ið stendur yfir.
Þar sem „blandaðar“ áhafnir eru
á ýmsum millilandaleiðum, mun
verkfallið hafa nokkur áhrif á áætl
unarflug til Alaska, Kanada,Frakk
lands, Grikklands, Spánar, Bret-
lands, Svíþjóðar og Austurríkis.
Rehan Nerdrum, forstjóri hjá SAS
segir, að fyrst og fremst verði
reynt að halda millilandafluginu
gangandi. En ýmsir erfiðleikar
muni rísa, ef verfall flugmannanna
verði lengra en einn sólarhringur.
Karl Nilsson, aðalforstjóri SAS,
sagði í dag, að SAS myndi hætta
öllum launagreiðslum til þeirra
flugmanna, sem fara myndu í verk-
fallið, strax og það hæfist. Kvað
Framhald á 14. síðu.
Hjónaklúbbur stofn-
aiur í Reykjavík
Stofnaður hefur verið í Reykja
vík „Hjónaklúbbur Reykjavíkur.“
Stofnendur eru m. a. nokkrir af
forvígismönnum Unghjónaklúbbs
ins, sem starfaði með miklum
blóma fyrir 5—6 árum. Starfsemi
klúbbsins fer fram í yeitingahús-
inaÆldo, jSWhiiijíúiiþefur starfsemi
sína aftux,. sem yínveitingastaður,
eftir gágngerar ’ breytihgar og er
annar forráðamaður veitingahúss-
ins, einn af stofendum klúbbsins.
Fyrsta skemmtun Hjónaklúbbs
Reykjavíkur, verður laugardaginn
30. apríl n.k. og hefst með borð-
haldi kl. 19.30 og verður þar sam-
kvæmisklæðnaður og fólki ráðlagt
að mæta stundvíslega, þar sem sér-
stök viðurlög eru fyrir því að mæta
of seint.
Áætlað er að klúbburinn haldi
4—5 skemmtanir á ári, með mis-
munandi sniði. Til að byrja með,
verður meðlimafjöldi takmarkaður
við 150 hjón.
Ýmsar reglur hafa verið settar
klúbbfélögum til höfuðs, og segir
m.a. í 2. gr. „Heimilt er að víkja
þeim úr klúbbnum, sem á einn og
annan hátt teljast óæskilegir, svo
sem vegna ölvunar, ókurteisi við
gesti o. s. frv.“
Þeim, sem gerast vilja félagar,
ber að tilkynna það í pósthólf
1038 merkt „Hjónaklúbbur Reykja-
víkur.“ Urrusókninni skulu fylgja
eftirtaldar upplýsingar: nöfn heim
ilisfang, atvinna, aldur og síma-
númer.
Skírteini verða afgreidd næstu
daga og kosta þau kr. 150.00 (fyrir
hjón) og gilda þau fyrir árið.
Stjórn og stofnendur:
Jón B. Gunnlaugsson, Magnús
Magnússon framf.ftr., Magnús Guð
jónsson, byggingam., Hilmar Helga
son forstjóri, Kristinn Hallsson
söngvari, Haukur Þórðarson lækn-
ir, Jón H. Björnsson skrúðgarða-
arkitekt, Ingi B. Ársælsson stjórna
ráðsfr., Kristján Ómar Kristjáns-
son forstjóri.
Samgieöi í Þjórsárveri
Stjas, Vorsabæ, fimmtudag.
S. 1. laugardagskvöld var sam
gleði í Þjórsárveri, en svo eru
nefndar sameiginlegar samkomur
er ungmennafélögin Baldur, Sam-
hygð og Vaka halda árlega til skipt-
is í félagsheimilunum.
Guðmundur Stefánsson í Túni,
formaður Baldurs, setti samxom
una og stjórnaði henni. Öll fiiög
in lögðu fram dagskráratriði. Bald-
ursfélagar sýndu leikþátt, lesið var
upp úr félagsblöðum Vöku og Sani-
hygðar. Nokkrar stúlkur úr Sam
hygð sungu með gítarund’ ’eia
Helgi R. Kristgeirsson flutti ræðn
og að lokum var dansað.
25 félagar úr Ungmennaféiagma
Víkverji í Reykjavík vorn geatir
á samkomunni Formaður Vjk
verja ávarpaði samkomuna og af-
henti heimafélögunum fagra b'.irna
kör'u
Góður afli, er gefur á
sjo
TF-Flateyri, fimmtudag.
Gæftalítið hefur verið her að
• naanfórnu. Þó hafa línubátar heð
ai fengið dágóðan afla, þeggef
ið neiur. Einn bátur héðan srm
er á netum, hefur einnig íengið
sæmilegan afla.
Vinna hefur yfirleitt verA næg
; vetur, en hún er ekki fyrir hendi,
þegar ekki veiðist.
Snjór er hér afskaplega mikili
og samgöngur allar tepptai Hef
ur ástandið uerið þannig i um þrji
víkur. Mjólk hefur þó tekizt að
flytja a dróttarvélum, oftao bún-
um beltum
Af félagslífi er það að s-'gja,
að um síðustu helgi var ne: gríð-
ar mikil skemmtun hjá skó abörn-
um. Leikstarfsemi hefur yf-leitt
verið nokkur hér, en virði.s æila
að liggja niðri í vetur. Kvenfélög
in hér starfa með miklum Oiómi
eins og venjulega. Um áramótiti
komu hingað nýjar kvikmyndavét-
ar og var mikil búbót að þeim
i
Nýr bátur í Bolungar-
vík
Krjúl,-Bolungarvík, miðvikudag
Hér hefur verið viðsjál tið með
fannkomu og stormi úti fyrir. Snjór
hefur vverið hér, mjög til baga og
hafa komið snjóalög í meira lagi.
í heild hafa borizt um 35 þús.
tunnur af loðnu hér á land og
hefur hún verið brædd. Nýting hef-
ur verið eðlileg og gera menn sér
vonir um að loðnu verði að fá
áfram ef tíðarfar breytist til batn-
aðar.
Afli róðrabátanna hefur verið
góður, þegar gefið hefur á sjó.
Rækjuveiði hefur verið góð, en afl-
inn er nýttur í hraðfrystihúsinu
Hefur vinnuafl skort til þess að
vinna úr aflanum.
Mestan afla í róðri hafa Hug-
rún, Einar Hálfdán og Guðmundur
Pétur með um 50 tonn eftir tvær
lagnir. Mesti landburður á sólar
hring hefur verið um 150 tonn.
Þess má geta, að nýr bátur hef-
ur bætzt í flotann. Er það Heið-
rún II, sem hét áður Páll Pálsson,
frá Sandgerði. Er það eikarbátur,
gerður út á línu.
Kalt á Raufarhöfn
HH-Raufarhöfn, fimmtudag.
Hér er versta veður, frost og
mjög hvasst. Er allt orðið ófært,
sem búið var að ryðja. Esjan var
hér í fyrradag og kom með mjólk
og hey, sem orðið var af skornum
skammti. Hún stanzaði hér í tvo
klukkutíma, kom hingað í góðu
veðri, en ætlaði varla að komast
út aftur vegna brims.
Héðan er búið að flytja alla salt-
síld og mikið af mjöli, en ekkert
er farið af lýsinu. Mjög er farið
að ganga á olíubirgðirnar hér, en
von er á skipi með olíu í nótt.
Lítið um rjúpu
GG-Fornahvammi, föstudag.
Fært er nú yfir Holtavörðuheiði,
en lítur ekki vel út. Ruddar hafa
verið traðir yfir heiðina, en ekki
tekizt að koma snjónum frá. Má
þvi ekki snjóa mikið til þess að
erfitt verði að ryðja veg yfir heið-
ina aftur.
Hér hefur komið nokkrum sinn-
um í vetur maður frá Náttúru-
gripasafninu, til þess að fylgjast
með rjúpunni. Kom hann fyrst
með rjúpunni. Kom hann fyrst í
janúar, en sá ekki eina einustu
rjúpu. Hins vegar sá hann eitthvað
af henni, er hann kom hingað fyr-
ir skömmu.
Vatnsleysi hefur háð mönnum
um slóðir og er það talið stafa af
jarðklaka. Ástandið batnaði dálít-
ið við úrkomuna, sem kom fyrir
stuttu, en er engan veginn gott.
Maður handleggs-
brotnar
AS-Ólafsvík, föstudag.
í dag handleggsbrotnaði færeysk
ur sjómaður um borð í Stapafell-
inu, er báturinn var að veiðum.
Var maðurinn þegar fluttur í land,
en sjúkrabifreið tók þar við hon-
um og flutti hann til Stykkishólms.
Þess má geta, að sjúkrabifreiðin
er ný af nálinni og er hún af
Chevrolet-gerð með drifi á öllum
hjólum. Bifreiðin er ætluð til
sjúkraflutninga hér um útnesið.