Tíminn - 26.03.1966, Side 14

Tíminn - 26.03.1966, Side 14
14 TÍMINN Hugleiðing um heilbrigðismál Þar sem sj'úkraskýli er á Egils stöðum, er ekki vansalaust, að þar skuli ekki vera starfrækt skurð- stofa. Þegar þetta myndarlega hús var byggt þá held til þess hafi verið ætlazt í fyrstu að þar yrði rekin skurðstofa. Þarna búa 2 hér, aðslæknar. Það virðist vera hart, að allir skuli þurfa að fara lengra áfram, ef eitthvað kemur fyrir mann(inn, nærri hversu lítið, sem að er. Eg veit, að frá Egilsstöðum eru góðar samgöngur, þar sem flogið er, en ferðakostnaðurinn er alltof mikill liður fyrir sjúkl inginn, ef hægt væri að gera að meinum hans heima í Héraðinu. Eg varð fyrir smá slysi í febr. s. 1. datt og meiddi mig í öxl og nú þurfti og að komast til lækn- is, vont var um ferðir og þurfti ég að ganga um 20 km. leið til þess að ná í bíl, en það var í Heið arseli. Eftir að héraðslæknirinn á Egilsstöðum var búinn að skoða mig sagði hannn að ég þyrfti að Frímerkjaval Kaupum íslenzk frímerki hæsta verði. Skiptum á er- lendum fyrir íslenzk frí- merki — 3 erlend fyrir 1 íslenzkt. Sendið minnst 25 stk. FRÍMERKJAVAL, pósthólf 121, Garðahreppi. Trúlofunar- hringar afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. HALLOÓR SkólavörSustíg 2. ________t___________ RYÐVÖRN Gr^nsásvegi sími 30945 4r Latir ekKi )' apast að ryð wena oe hlu^ðeinangra bit reiðma með Tectyl fara í aðgerð og væri það hægt á Norðfirði að framkvæma þettta Talaði héraðslæknirinn strax við yfirlæknirinn á Norðfirði. Nú voru góð ráð dýr. Ég hringdi strax í ríkisskip á Reyðarfirði og þá var Hekla þar stödd, en mér var sagt að ég myndi ná í skipið á Eskifirði. Fékk ég strax bíl með mig þangað og komst ég furðu fljótt til Norðfjarðar. Á Norðfirði er fjórðungssjúkrahúsið, sem er búið að starfa um 10 ára skeið, mjög myndarlegur spítali. Vafa- laust hafa verið skiptar skoðanir í fyrstu, þegar átti að reisa þetta hús, hvar það ætti að staðsetjast um slíkt má alltaf deila. En það er svo með allt, ef eitthvað á að gera, sem að gagni kemur. Eiga Norðfirðingar Æniklar þakkir skildar fyrir sína framtaks semi, fyrir hyggju og dugnað að á þessum stað reis upp sjúkrahús í fjórðungnum. Margir myndar- legir læknnar hafa verið við spítal ann, en þeir hafa ekki verið nema frekar stuttan tíma. Er illt til þess að vita. Á sjúkrahúsinu var ég um hálfan mánuð. Þarna er yfirlæknir og aðstoðarlæknir. Yfirlæknirinn er ungur maður og efnilegur og er talinn mikill í curlæknir, Rögnvaldur Þorleifsson að nafni, Svarfdælingur að ætt, kona hans er lærð hjúkrunarkona og vinnur hún við spítalann. Að- stoðarlæknir er austur-þýzk kona, mikil myndarkona, gift Hjörleifi Guttormssyni, frá Hallormsstað. Á sjúkrahúsinu starfa fleiri hjúkrun arkonur, en kona yfirlæknisins, svo er þar fæðingardeild og er þar ljósmóðir, Margrét frá Þorvalds stöðum í Skriðdal, sem einnig vinn ur að hjúkrunarstörfum, ef með þarf. Á efstu hæð hússins er gamalmannahæli. Eg varð ekki fyrir neinum von- brigðum er ég kom á sjúkrahúsið. Þarna er valinn maður í hverju sæti, mikil regla á öllu og fólkið allt ber með sér mikla háttprýði og mikill myndarbragur á öllu. Á spítalanum er skorið upp tvisvar í viku, þriðjudögum og fimmtudögum. Eg óska öllu þessu fólki, lækn um, hjúkrunarkonum svo og öðru starfsfólki spítalans allrar blessun ar. Einnig óska ég sjúklingumí, er ég kynntist góðs bata. Svo er eitt enn, er ég vildi minnast á. Ég tel mikið neyðar- ástand hér á Fljótsdaishéraðinu, að það skuli ekki vera neinn snjó bíll á Héraðinu, sem hægt er að treysta á, ef þyrfti að sækja sjúkl inð í skyndi. Samgöngur hafa nú lokazt að mestu um mánaðartíma vegna snjóa, en þetta er ekki sá mesti snjóavetur, sem komið hefur í seinni tíð. Það má minna á veturna 1936 og 1951 þó maður fari ekki lengra aftur í tímann. Það var miklu meiri snjór þá, en nú er og öll umferð lokaðist þá um lengri tíma um Héraðið. Það má furðulegt heita, hversu margir gleyma fljótt vondu vetr unum. Þeir hafa þó komið marg ir á íslandi, og þeir geta alltaf komið. Við skulum minnnast þess. Frá Egilsstöðum að Aðalbóli á Jökuldal og að Kleif í Fljótsdal svo og að Ketilsstöðum í Hlíð er um nálega 100 km leið, svo nokk ur dæmi séu nefnd. Ef slys bæri að höndum eða maður veiktist skyndilega á annan hátt á þess um slóðum, þá er ekki auðvelt að nálgast sjúklinginm i eins og nú er ástatt með þetta. Snjóbíllinn, sem nú er, mun vera um 15 ára gamall, sem hrepp amir áttu á sínum tíma, er ekkert að treysta á, eins og allir skilja. Vil ég hér með skora á alla odd- vita hreppa Fljótsdalshéraðs að vinna að því markvisst, að nýr snjóbíll verði keyptur fyrir næsta vetur. Þetta er knýjandi nauð- synjamál. Einnig er nauðsyn að skurðstofa sé staðsett á sjúkra- skýlinu á Egilsstöðum. Eg bið odvitana að hafa það einnig í huga. Hvar sem er á landinu, verða allir að sjá þegnunum fyrir því fyllsta öryggi sem unnt er. Allir munum við sammála um það. Einar Jónsson Hvanná að þegar nánari tillögur væru komnar frá Frakklandi, þá yrðu NATO rikin 14 að hefja skipu lagðar og formlegar viðræður við Frakka. Fá ambassadors- nafnbót Ákveðið hefur verið að sendi- herra Ungverjalands á íslandi og sendiherra íslands í Ungverjalandi fái ambassadorsnafnbót. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 25. marz 1966. Elsku lltll drengurinn okkar. Sonur, fóstursonur og dóttursonur, Jón Helgi Lyngdal Arnarson Klðpp 1. Seltjarnarnesi Lézt af slysförum 23. þ. m. JarSarförin auglýst síðar. Hafdís Jónsdóttir, Marinó Sigurpálsson Emma 'Halldórsdóttir. BB FRAKKAR Framhald af bls. 1 NATO-ríki hafi svarað frönsku orðsendingunni um, að Frakkland ætti að draga sig út úr hinni sam eiginlegu herstjórn. Svar hef ur enn aðeins borizt frá Banda ríkjunum, Bretlandi, Ítalíu og Vestur-Þýzkalandi. Svar Johnsons forseta, sem frá var skýrt í gær, fékk misjafnar móttökur í París. f fyrsta lagi vegna þess, að svar Johnsons var að sögn franskra embættismanna, fast að því yfirlýsing þess efnis, að Bandaríkjastjórn, myndi stefna að hernaðarsameiningu ríkja NATO, með það fyrir augum, að sú næði til bandamanna USA, en ekki til Bandaríkjanna sjálfra. Andre Malraux, háttsettur ráð herra í frönsku stjórninni, hafði þetta í huga í gærdag, þegar hann sagði í Kaíró, að spurningin væri, hvort NATO væri bandalag, sem ætti að verja Evrópu, eða hvort það væri bandarískt tæki. Gaull istablaðið La Nation, hefur skrif- að um þetta: — Það stendur nú á Bandaríkjunum að sanna, hvor þessara túlkana sé rétt. Hin ástæða þess, að svar John sons hefur fengið misjafnar mót tökur í París, er, að í lok bréfs síns segir Johnson, að sæti Frakk lands í NATO, muni standa opin, ef landið myndi dag nokkurn ákveða að taka aftur sitt gamla sæti þar. Franskir talsmenn segja að Johnson hafi á þennan hátt með vilja gengið framhjá þeirri staðreynd ,að de Gaulle hefur gert öllum Ijóst, að ákvörðunin væri endanleg. Að láta að því liggja, að Frakkland kunni að breyta um afstöðu, er fast að því tilraun til þess að blanda sér í innanríkispólitík Frakklands, með því að reyna að hafa áhrif á franskt almenningsálit, í von um að það vinni að því að anti gaulliskur meirihluti myndist I franska þinginu, sem kosið verður til á næsta ári. Dean Rusk utanríkisráð herra Bandaríkjanna, sagði í dag, BONN-STJÓRN Framhald af bls. 1. ískum vopnum og efnavopnum, eins og Vestur-Þýzkaland hafi þeg- ar gert. Jafnframt eigi þessi ríki að fallast á alþjóðlegt eftirlit með því, að þetta verði svo i fram kvæmd. Erhard sagði, að hugmyndin um nýja styrjöld — styrjöld, sem myndi útrýma öllum þjóðum, lönd um og heimshlutum — væri þýzku þjóðinni óhugsandi Vestur-Þýzka land muni því gera það, sem í þess valdi stæði, til þess að að stoða við að koma í veg fyrir slíkar hamfarir. — Vestur-Þýzkaland hefur eng ar kröfur um landsvæði á hendur Tékkóslóvakíu og æskir að bæta samband sitt við þetta 'ríki — sagði Erhard. — Munchensamn- ingurinn frá 1938 milli Þýzkalands, ítalíu, Frakklands og Bretlands hef ur í dag enga landamæralega þýð ingu. Hann sagði, að Bonnstjórn in vildi sættast við nábúa sína í austri, og endurtók, að deilan um austurlandamæri landsins væri leysanleg með friðarsamningi við sameinað Þýzkaland. Áætlun Bonnstjórnarinnar er í sex liðum. f fyrsta lið leggur stjórnin til, að öll ríki, nema kjarnorkuveldin, afsali sér rétti til að framleiða, eða útvega á annan hátt, kjarnorkuvopn ef það sýni sig að ómögulegt sé að ná samkomu lagi um víðtækari samning um hann við dreifingu kjarnorkuvopna. Því næst er lýst yfir, að Bonn stjórnin sé reiðubúin að skrifa undir sérhvern samning, þar sem samningsaðilarnir skuldbindi sie til að vinna að því að draga ú fjölda kjarnorkuvopna í Evrópi og skuli slíkt framkvæmt stig aí stigi. Slíkur samningur verður að ná til allrar Evrópu, og hagga ekki við vopnahlutfallinu, segir í áætl uninni. í þriðja lið er sagt, að Vestur Þýzkaland hafi fallizt á alþjóðlegt eftirlit með því, hversu mikil land ið fái að kleyfum efnum, þannig, að það sé tryggt með slíku eftir liti, að landið noti ekki slík efni til framleiðslu kjarnorkuvopna. Vestur-Þýzkaland hefur, sem út flutningsríki, áhuga á að gera samninga við ríki utan EURATOM um svipaða tryggingu. Er þá geng ið út frá því, að önnur útflutn ingsríki seti sömu skilyrði varð andi kjarnakleyf efni. í fjórða lið er lagt til, að gerð ar verði formlegar yfirlýsingar milli Vestur-Þýzkalands og land anna í Austur-Evrópu, þess efn is, að ríkin muni ekki grípa til valdbeitingar til þess að leysa al þjóðleg deilumál. í fimmta lið seg ir, að Bonnstjórnin sé reiðubúin til að gera tvíhliða samninga við Sovétríkin, Pólland, Tékkóslóvakíu, Ungverjaland, Rúmeníu og Búlga ríu um, að þessi ríki skiptist á hernaðarfulltrúum, sem fái að fylgj ast með heræfingum í viðkomandi ríkjum. Og að lokum lýsir Bonn stjórnin yfir vilja sínum til að taka þátt í afvopnunarviðræðum á alþjóðavettvangi, eða á öðrum svið um í sambandi við afvopnun, sem hafi möguleika á að bera einhvern árangur Talsmaður brezka utanríkisráðu neytisins, sagði að Bretland tæki fagnandi hendi við þeim jákvæðu þáttum, sem væri að finna í áætl un vestur-þýzku stjórnarinnar og kvaðst vona, að hún myndi skýra afstöðu Bonnstjórnarinnar. Opin berlega í London er einkum bent á, að svo virðist, sem Bonnstjórn in sé reiðubúin að gera vissar til slakanir í sambandi við samein- ineu Þvzkalands. Lítið hefur enn verið sagt opin LAUGARDAGUR 26. marz 1966 berlega um áætlun þessa þar sem ríkisstjórnir hinna ýmsu ríkja eru að kynna sér nánar efni hennar. Fyrstu opinberu yfirlýsingarnar um afstöðu Sovétleiðtoganna, birtust i kvöld, þegar TASS skýrði frá því, að Bonnstjórnin hafi gert sameiningu Þýzkalands, að skil yrði fyrir framkvæmd tillagna sinna. Það þýðir, að Austur-Þýzka land skuli innlimað í Vestur Þýzkaland, segir i yfirlýsinginni. Tillagan um gagnkvæma trygg ingu þess, að valdbeiting verði ekki notuð til að leysa deilumál in, hefur þann tilgang að gefa stefnu Bonnstjórnarinnar blæ frið samlegs tilgangs. Vestur Þýzka land hefur í huga að hafna frið samlegs tiLgangs Vestur-Þýzka- milli hinna tveggja þýzku ríkja, einnig í framtíðinni, segir TASS. FLUGMENN Framihald af bls. 2 hann þetta ná til allra þeirra SAS-flugmanna, „sem ekki fram- kvætndu það verk, sem þeim væri skipað að gera.“ Mun þetta því einnig ná til sænskra flugmanna, ef þeir neita að fljúga á dönsk um innanlandsleiðum. Viðræður milli SAS og flug- manna hjá SAS um nýja kjara- samninga hófust 21. febrúar s.l. Verkfall dönsku flugmannanna er grundvölluð á þeirri verkbannsað vörun sem S A S sendi út á miðvikudaginn. Nilsson lagði þó áherzlu á í dag, að SAS hefði ekki gengið endanlega frá neinni verkbannsboðun. SKÁLD Framhald af bls. 2 tónlistarmenn frá Tékkóslóvakíu komið hingað, en einnig mundi hér eftir verða reynt að stofna til ferða íslenzkra tónlistarmanna til Tákkóslóvakíu til að kynna íslenzka nlist þar. Á næsta ári væri áform 1 tékknesk vörusýning hér á landi, ug þá um leið yrðu kynntar hér tékkneskar listir og menntir. DOKTORSRITGERÐ Framhald af 16. síöu. þetta efni við háskólann i Ann Arbor í Bandaríkjunum. í er- indinu ætlar hann að fjalla um niðurstöður rannsókna sinna og sýnir einnig litskuggamyndir. BREZKU KOSNINGARNAR Framhald af bls. 9. hann sjálfur mæti Grimond í sérstökum einvígjum, þ.e., að sjónvarpseinvígin verði þrjú talsins: Wilson Heath, Wilson -Grimond og Grimond-Heath. Ekki er unnt að spá um það á þessu stigi hvernig þessu máli reiðir af, en þetta hefur reynzt ágætis mál fyrir skopteiknara blaðanna. Tómas Karlsson. SYNIR A AKUREYRI Framhald af bls. 9. blá atelier" og er rétt utan við borgina, það er greifafrú Bernadotte, sem stofnaði þann sýningarstað. Mikið þótti mér vænt um að hitta gamla vin- konu mína í Höfn, við vorum samtímis við nám hjá Oscar Kokoscka í Austurríki hérna um árið. Nú er hann víst hætt- ur að kenna, sá frægi meistari, og þó kvað hann vera enn sá hressasti, nýorðinn áttræður. — En hvað um sýningarnar í Ameríku? — Ég sýndi fyrst þar á sam sýningu í Washington 1964, og síðan var mér boðið að sýna í Crespi Gallery á Madison Avenue í New York í haust eð leið og þá fór ég vestur. Fyrir nokkru bauð frú Crespi mér að sýna þar aftur á samsýningu, og er sú sýning nýbyrjuð og stendur til 2. apríl. Það er 6. samsýning, sem ég tek þátt I erlendis.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.