Tíminn - 07.04.1966, Síða 9
MTOVlKtJDAGTJR 6. apríl 19G6
TÍMINN
Þa5 er ekki nægilegt a5 kunna a8 stjórna flugvél fyrir þann, sem ætlar sér að vera atvinnuflugmaður. Bóklegur skóli fylgir hver|u
flugnámskeiði og hérna sjást verSandi flugmenn hlýSa á kennslu I flugstjórn. (Tímamyndir GE)
Áðsékn vex vegna auk-
inna atvinnumöguieika
Þeir hópast að okkur með
hækkandi sól til að geta náð
sér í flugmannsréttindi fyrir
sumarið, sagði fni Guðrún
Bachmann, er við gerðum okk
ur ferð út á flugskólann Þyt
á Reykjavíkurflugvelli, en hún
og maður hennar, Björgvin
Hermannsson hafa átt og rek-
ið skólann síðan um áramótin
1965. Þennan dag var líka vor
í lafti og ágæt flugskflyrði,
enda voru litlar æfingaflugvél-
ar á sveimi yfir Reykjavíkur-
borg þessa stundina, en inni í
húsakynnuín skólans var hóp-
ur ungra manna, verðandi flug
menn í kennslustund í flug-
reglum.
— Það er mikil aðsókn að
skólanum í ár?
— Já, hún er afar góð og
hefur verið það undanfarið,
vegna aukinna atvinnumögu-
möguleika í þessari grein hér
á landi. Fyrir nokkrum árum
hefði þótt algerlega vonlaust
fyrir ungan mann að fara út í
flug upp á að gera það að ævi-
starfi sínu, en núna er eftir-
spurnin alltaf að aukast og er
orðin jafnvel meiri en fram-
boðið.
— Læra menn flug með það
fyrir augum eingöngu að gera
það að ævistarfi sínu?
— Flug er ekki orðið svo
algengt sem íþróttagrein enn
sem komið er og flestir leggja
út í þetta með atvinnumögu-
leika fyrir augum, en þeir eru
samt orðnir nokkuð margir,
sem hafa fengið flugmannsrétt
indi eingöngu vegna ánægjunn
Um borð I TF BAA. Skúli Óskarsson flýgur blindfiug undir handleiðslu kennarans Þorsteins Jónssonar.
Fyrir glugganum eru tjöld, svo að nemandinn geti ekkl horft út.
— Hvernig er með kven-
fólk, sækist það ekkert eftir
því að læra flug?
— Það hefur jú stöku sinn-
um komið fyrir, að konur hafi
sótt hér námskeið, og þá yfir-
leitt sér til gamans eingöngu
í fyrravor og sumar voru hér
nokkrar stúlkur, og þær stóðu
sig með ágætum. Flugkennur
unum þótti sérstaklega gott að
kenna þeim, vegna þess að þær
tóku svo mjúklega á tækjunum
og voru nettari í höndunum
en flastir karlmennirnir. En
þær hættu, þegar tók að hausta.
Fólk, sem er að þessu aðeins
sér til gamans er mjög áhuga
Heimsókn í
flugskólann
Þyt á Reykja-
víkurflugvelli
Þetta er gerviflugvél, sem notuð er til blindflugskennslu. Hún er útbúin sams konar tækjum og venju
leg flugvél og henni eru nemarnir látnir venjast áður en þeir fljúga blindflug. Vert er að geta þess,
að Þytur er eini flugskólinn hér á landi, sem kennir blindflug á þennan hátt.
samt yfir sumartímann en er
daginn tekur að stytta, er eins
og áhuginn dofni og vakni ekki
fyrr en með hækkandi sól. Það
væri nú annars gaman að fá
fleiri stúlkur, að vísu eru at-
vinnumöguleikar fyrir þær
ekki eins traustir og hjá sterka
kyninu hér á landi, en það er
þó alltaf hægt að iðka þetta
sem íþrótt og kvenfólk ætti
alls ekki að vera síður fallið
til þess en karlmenn. Úti í
Bandaríkjunum er til dæmis
algengt að kvenfólk hafi flug-
mannsréttindi.
— Hvað tekur það að jafn-
aði lanigan tíma að öðlast at-
vinnuflugmannsréttindi?
— Þa’ er hægt að ljúka öll-
um prófunum á einu ári, en
það er afar óalgengt. Það er
mjög kostnaðarsamt að læra
flug og flestir, sem það gera
stunda einnig vinnu og hafa
þar af leiðandi talsvert tak
markaðan tíma til námsins. A1
gengast er að námið taki ein
tvö þrjú ár, en það getur einn-
ig dregizt lengur.
— Hvað eru prófin mörg
hjá ykkur?
— Fyrst er svokallað sóló-
próf. Það er verklegt eingöngu
og til þess þarf að minnsta
kosti 8 flugtíma, en yfirleitt
fleiri. Þetta próf gefur mjög
lítil réttindi. Tii að taka A-
próf eða einkaflugmannspróf,
þarf 40 flugtíma að sólótíman-
um meðtöldum. Til B-prófs eða
atvinnuflugmannsprófs þarf 40
flugtíma að sólótímanum með-
töldum. Til B-prófs eða at-
vinnuflugmannsprófs þarf 160
flugtíma til viðbótar svo að
þeir verða 200 alls. Þar af eru
tíu stundir í næturflugi, en því
er varla hægt að koma við i
sumrin, því að næturflug kall-
ast það aðeins, ef sólin er 6
gráður undir sjóndeildarhring.
Einnig þarf þriggja mánaða
bóklegt námskeið til B-prófs.
Að því loknu getur viðkomandi
gerzt atvinnuflugmaður,, þó
ekki nema aðstoðarflugmaður
því að blindflugsréttindi vant-
ar. Blindflugsnámskeiðin taka
um það bil námuð. Nemandinn
þarf að taka 20 tíma í gervi-
blindflugi og 25 blindflugstíma.
Hann flýgur þá með tjöld fyrir
glugganum, en ásamt kennara
sem sér út og getur tekið
í taumana ef illa skyldi takast
til. Einnig heyrir eitthvað bók
legt undir blindflugsnámskeið-
in.
— Kemur það ekki oft fyrir,
að menn sem fullir eru af
brennandi áhuga til að byrja
með, missa kjarkinn og hætta,
þegar þeir eru komnir eitthvað
áleiðis?
— Það er ekki oft, sem það
kemur fyrir. Flestir sem hér
byrja, eru duglegir, kjarkmikl-
ir og heilsuhraustir. Stundum
vill það til að menn missa
áhugann og hætta eftir dálít-
inn tíma, en þeir koma oft aft-
ur fullir af áhuga. Og hverfa
menn frá námi sökum fjárhags
örðugleika, en þar er sama sag
an, þeir koma yfirleitt aftur.
Ég held að mér sé óhætt að
segja, að flugið sé með allra
vinsælustu starfsgreinum, og
menn verða afar sjaldan leiðir
á því, heldur verður það þvert
á móti skemmtilegra og
skemmtilegra eftir því sem frá
líður.
— Þykja ekki íslenzkir flug-
menn yfirleitt mjög færir?
— Jú, ég held að það sé al-
mennt álitið. Það er heldur
ekki svo undarlegt, því að hér
æfast þeir við að fljúga í alls
kyns veðri og skólarnir hér
Fram'hald á bls. 12.