Vísir


Vísir - 05.09.1974, Qupperneq 1

Vísir - 05.09.1974, Qupperneq 1
64. árg. —Fimmtudagur 5. september 1974. — 167. tbl. ORÐASAFN TÁNINGA Ungt fólk nú á timum notar sin eigin orð yfir hiutina. Hvað þýða orð eins og fabbi, brillari, fleffaður, klistraður, tötsi. Jafn- vel orð eins og algjör fá nýja meiningu hjá unga fólkinu. Ekki seinna vænna að foreldrarnir iæri orðasafnið utanbókar til að skilja afkvæmi sin betur. Hvað skyldi „pakkið” annars þýða hjá unglingunum? — Sjá INNSIÐU um FlFl-flakið flatti tútturnar!!! — bls. 7. Sinnaðist við húsróðandann og bundu hann Gamall maðurlézt í fjötrum 74 ára gamall maður lézt i gærkvöldi eftir að hafa verið fjötraður af fólki, sem sezt hafði upp í íbúð hans. Maður þessi hefur um lengri tima búið á Vesturgötunni og unnið við sorphreinsun hjá bæn- um. Atti hann þar húsnæði og bjuggu i þvi auk gamla mannsins kona og maður hennar, sem nú dvelur á Litla Hrauni. Hefur fólk þetta að miklu leyti lifað á gamla manninum og auk húsnæðisins fengið að borða hjá honum. Málið er enn óljóst, og unnið að rannsókn þess. Sennilegast er þó, að gamla manninum hafi sinnazt við konuna, er hún kom drukkin heim með nýjan mann. Sennilegast hefur komið til áfloga og töldu hjúin þvi, að málunum væri bezt borgið með þvi að kefla gamla manninn á höndum og fótum. Konap notaði bindi og annað tiltækt til að binda hann. Þegar hún sér skömmu siðar, að mjög er af gamla manninum dregið, losar hún um fjötrana og fær vinkonu M&f- ■'.m i m -*•. *• Sigurður Pálsson byggingaineistari hugar að blómunum I garði sinum aö Kambsvegi 32. Ljósm.: Bragi. — sú spurning vaknar þegar við skoðum garðinn að Kambsvegi 32 „Við erum nú aðeins leik- menn I blómaræktinni”, segir Sigurður Pálsson um leið og hann gengur með okkur um garöinn i kringum hús sitt að Kambsvegi 32, þar sem er gróðurhús með ölium mögu- legum tegundum blóma, stórum og smáum, skjólveggir, þar sem begónia hefur breitt úr sér og sýnt mannfólkinu að minnsta kosti 50 fagra knúbba i sumar, og yfir meters háar daliur af mörgum tegundum sýna skraut sitt. „Upphafið að þessum ræktunaráhuga hjá okkur var eiginlega það, að við dvöldum um tima I Danmörku. Þegar við komum heim til islands aftur, fannst okkur það hálf skammarlegt að hugsa ekki meira um garðinn okkar” segir Petrún Sigurðardóttir, kona Sigurðar, og okkur er sýnt gler- hýsi, áfast við húsið, sem Sig- urður reisti I vor. Þar er oft setið I 25-30 gráða hita, þegar sólin skin (það er ekki upphitað) og mætti halda : að verið væri á Mallorka. en ekki á Fróni, þegar inn er komið. Sigurður ætlar að koma fyrir opnanlegum gluggum á þakinu þannig, að þarna megi liggja i sólbaði þó að úti sé allt annað en hlýtt. Heimafólk gæti þá verið orðið sólbrúnt strax i mai. Það eru ekki nema 5-6 ár siðan rækt- un garðsins hófst fyrir alvöru, en Sigurður tekur græðlinga og kemur þeim til og sáir fræjum i mold, sem fyrst þarf að sjóða til þess að drepa bakteriur, sem I henni gætu leynzt. Hjónin voru sammála um, að það væri mikil vinna að hugsa um garðinn, en ef þau yrði leið gætu þau bara hætt. Hvort þau gætu það, er svo annað mál. Það hlyti að verða erfitt að sjá á bak svona mikilli fegurð. -EVI- :: - t i * Erum við komin til Mallorka? sina til að kalla á sjúkralið. Gamli maðurinn var þá látinn. Rannsóknarlögreglan kom á staðinn, en málsatvik liggja ekki fullkomlega ljós fyrir enn. Hjúin voru sett i gæzlu meðan málið væri rannsakað. Gamli maðurinn hafði liðið af æðakölkun og er þvl hjartaslag sennilegasta dánaror- sökin. -JB. „Rón um hóbjartan dag" — hrópoði ferða- maðurinn, þegar hann fékk reikninginn — bls. 3 í 50-kall - baksíða Borgarísjaki við Vestfirði í morgun — baksíða • LESENDA- BRÉF — heil síða ó bls. 2 - Liggi yður eitthvað ó hjarta, hringið í síma 86611 milli 13-15 daglega Það er ÚLFUR! ÚLFUR! — hrópa þeir ó Spóni — BLS. 6

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.