Vísir - 05.09.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 05.09.1974, Blaðsíða 3
Vlsir. Fimmtudagur 5. september 1974. 3 ,RÁN UM HÁBJARTAN DAG', hrópaði erlendi ferðamaðurinn er hann só reikninginn Vertíöinni hjá þeim ferðaskrifstof um> sem taka á móti erlendum feröamönnum á islandi er nú að Ijúka, eftir heldur slæmt sumar. „Það eru nokkur dæmi þess# að ferðamenn/ sem ætluðu að dvelja hér um nokkurt skeið/ hafi flúið eftir 2 — 3 daga vegna verðlagsins hér", segir Geir H. Zoega, sem rekur þá ferðaskrifstofu, sem tekur á móti flestum ferðamönnunum. „Verölagiö hér innanlands er nefnilega komið á hættupunktinn. Útlendingar, sem koma hingað, fara héðan með einskonar óbragð i munninum og telja sig hafa verið féfletta, þegar þeir koma , heim til sin. Ég varð vitni að þvi á einum veitingastaðanna fyrir skömmu, að amerisk kona hrópaði upp yfir sig: „Þetta er rán um hábjartan dag”, er hón sá reikninginn. Ef við fáum á okkur orð sem ræningjabæli, þá getur orðið erfitt að hreinsa sig af þvi aftur. Það er alveg sama hversu vell- auðugt fólk er, það vill ekki að verið sé að stela frá þvi. Nú hefur að vlsu orðið 17% gengisfelling. 011 verð á gistingu og mat koma bara til okkar I dollurum, svo að gengisfellingin kemur að tak- mörkuðu gagni. 1 fyrra komu 22 skemmtiferða- skip á vegum minnar skrifstofu til landsins.en aðeins 6 i ár. Auð- vitað eiga alheimsvandamál þátt i þessu, en I það minnsta 12 — 3 tilfellum sneru skipin frá vegna verðlagsins. Eins er um stóru ferðaskrifstof- una Cook’s i Englandi. Ferða- menn á hennar vegum má I ár telja á fingrum sér, en þeir komu hingað I stærðar hópum áður. En það eru ekki aðeins erlendu gestirnir sem forðast okkur. Is- lendingarnir flýja til Spánar, þar sem ódýrara er að fara þangað en halda á t.d. Akureyri. Ég veit t.d. um dæmi þar sem Englendingur, sem búsettur er hér á landi, bauð félaga sínum i hádegisverð á veitingastað hér i bæ. Þeir drukku rauðvín með matnum og þegar þeir voru búnir að raða i sig réttunum, kom reikningurinn upp á 30 pund. Passoðu þig góða - við getum farið illa með þig — Húsróðandi situr eftir með hóan símareikning, illa með farna íbúð og lítinn hluta af leigu „Passaðu þig bara, góða. Við gerðum engan samning, svo við getum farið illa með þig”, varð leigjand- anum að orði, þegar húsráðandi ætlaðist til þess að fá sina greiðslu fyrir ibúðina. „Ég var svo mikið barn, að ég lét ekki gera neinn samning”, sagði fyrrnefndur húsráðandi, Ingibjörg Guðmundsdóttir, þegar hún ræddi við okkur i gær og sagði okkur frá heldur óskemmtilegum leigjendum, sem hún fékk. Ingibjörg á 2ja herbergja ibúð I Stóragerði, en hún hefur verið sjúklingur á Reykjalundi i 3 ár. 1 21 1/2 mánuð voru fyrrnefndir leigjendur i ibúðinni. „Ég var beðin um að leigja þessu fólki, konu með tvær dætur sinar og tengdason. Ég var ekkert áfjáð I það i fyrstu, en svo hélt ég að þetta gæti orðið ágætt. En ágirndin var svo mikil, að fólkið kom upp eftir á Reykjalund til þess að fá lykil- inn. Ég vildi gera samning, en nokkrum dögum siðar, þegar ég kom I bæinn, var fólkið farið að koma sér fyrir i Ibúðinni.” Leigan var ákveðin 9 þúsund krónur á mánuði til að byrja með. Fyrir ári var ibúðin svo hækkuð I 13 þúsund. Þá hafði Ingibjörg ekki fengið nema 12 þúsund krónur samtals fyrir ibúðina. Þóhafði þvi verið heitið aö borga skilvislega. I nokkra mánuði sást ekki króna fyrir leiguna, og ef Ingibjörg gerði tilraun til þess að ná i leigjendur sina, voru þeir ekki við. „Fólkið var kyrrt, þó ég segði þvi upp. Það lofaði ábyrgð og heimilistryggingu, en ekkert skeði. Og þar sem ég var sjúkl- ingur fyrir utan bæinn, átti ég erfitt með að afhafast nokkuð i málinu.” Það varð aldrei af skriflegum samningum, og það sem Ingi- björg fékk fyrir Ibúð sina voru 128 þúsund krónur, auk þess gekk vinna, f. 13 þús. kr., upp I leiguna. Ekki nóg með það heldur var illa gengið um ibúðina. Þegar leigjendurnir hurfu brott I lok júni sl., var ýmislegt að og hafði ekki verið lagfært, þegar Ingibjörg kom aftur heim fyrir um hálfum mánuði. Vaskur á baðherberginu var stiflaður. Kosta þurfti hrein- gerningu á baðkarinu, og blöndungartæki þess eru biluð. Ef til vill þarf að fá ný. Eldhús- borð, sem var i eldhúsinu, er brotið. Kristalsljósakróna, metin á 60 þúsund krónur, hafði I ' Hún átti ekki von á þessu hún Ingibjörg Guðmundsdóttir, þegar hún leigði Ibúðsina. Þannig fékk hún eldhúsborð sitt. Á myndinni er sambýliskona hennar, Lilja Guðrún ólafsdóttir. Þannig var póstkassinn skilinn eftir. Læsingin horfin og dyra- bjallan var einnig ónýt. A myndinni er Ingibjörg Guðmunds- dóttir. — Ljósm.: Bragi brotnað, en verið limd saman aftur. Undan litlu simaborði var fótur brotinn, og slá hafði verið brotin undan sófa. A gullleitum vegg I stofunni hefur verið málað með hvitri málningu yfir einhverja bletti, sem hafa liklega myndazt. Læsingin á póstkassanum var hreinlega horfin, og Ingibjörg kvaðst sakna ýmissa hluta. Hún geymdi húsgögn og dót frá sér i einu herbergi ibúðarinnar. Lykil hafði hún engan að her- berginu og gat þvi ekki læst. Hún sagðist sjá, að eitthvað hefði verið rótað til i her- berginu. Af þvi sem hún saknaði má nefna eldhúsáhöld, spegil og fleira. En ekki nóg með það. „Nú má ég búast við þvi að slminn verði tekinn frá mér þá og þegar, þvi þau skildu eftir 9 þúsund króna simareikning. Siminn var lokaður þegar ég kom.” Ingibjörg bjóst við að litið yrði hægt að gera, þar sem hún hefur ekki samning, en krafa hefur þó verið send til leigjend- anna fyrrverandi. —EA „Rétt vœri að taka upp sérstakt ferðamanna- gengi", segir Geir H. Zoega Fyrir utan það var maturinn ekki góður! Ég efast stórlega um, að hægt væri að eyða 30 pundum i mat fyrir tvo á dýrasta matsölu- staðnum i London. Það væri kannski reynandi á dýrasta veitingastaðnum i Evrópu, en þar er maturinn lika þess virði. Ég held, að eina almennilega lausnin felist i sérstöku ferða- mannagengi. Þá geti þeir íslend- ingar, sem eru á lúxusflakki fengið gjaldeyri eins og þeir kæra sig um, með einhverju hámarki þó. Fyrir þennan gjaldeyri yrðu þeir þó að greiða hærra verð en þeir, sem leita sér lækninga eða fara i viðskiptaerindum erlendis. Þennan ferðamannagjaldeyri keyptum við. Islenzku peningana fengju svo erlendu ferðamennirnir i skiptum fyrir erlendan gjaldeyri á sömu kjörum. ísland væri þá orðið ódýrara til að ferðast til og ferða- mennirnir mundu sækja hingað frekar. Fráleit hugmynd? Ja, þaö virð- ast engin takmörk fyrir þvi hvað Islendingar leggja i sölurnar fyrir gjaldeyrinn. Þess eru jafnvel dæmi fyrir gengisfellinguna að dollarinn hafi verið seldur á 150 krónur.” Blaðið leitaði upplýsinga um það hjá hótelunum, hvort verð- skráin hefði lækkað við gengis- fellinguna. A Hótel Borg hefur gistingin lækkað i erlendum gjaldeyri sem nemur gengislækkuninni. Sama er að segja um mat. Pétur Danielsson sagði, að allt væri enn óvist um það, hvað verðið yrði næsta sumar. Akvörðun um það yrði ekki tekin fyrr en um ára- mótin. A Hótel Sögu er sömu söguna að segja. Þar hefur gisting og út- seldur matur lækkað i dollurum sem nemur gengisfellingunni. Erling Aspelund, hótelstjóri á Hótel Loftleiðum, sagði, að gengisfellingin hefði ekki haft nein áhrif á verð á mat, sem seldur væri með gistingunni eins og t.d. morgunmatur. Annar mat- ur hefur þó lækkað sem nemur gengisfellingunni, ef borgað er i erlendri mynt. „Það er erfitt að spá fyrir um næsta sumar. Þó reikna ég frekar með þvi að við hækkum frekar en lækkum gistiverð okkar miðaö við dollara, þrátt fyrir gengis- fellinguna. Búast má við, að raf- magn, simi og hitaveita hækki allt, og eins er trúlegt, að niður- greiðslurnar á landbúnaðarvör- um verði felldar niður. Við eigum I raun að vera búnir að ákveða verðið fyrir næsta sumar, en vegna óvissunar höfum við ekki getað það enn. Verðiö verður þó ákveðið á næstunni og þá verðum við að taka fullt tillit til þess, að þvi verði verður ekki haggað fyrr en næsta haust, hvað sem á dyn- ur”. —JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.