Tíminn - 29.04.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.04.1966, Blaðsíða 1
Auglýsing 1 Tímanuro kemur daglega fyrir augu 80—100 þémnd leænda Tæknimenn og símvirkj- ar að sem ja? SJ—Reykjavík, fimmtudag. FUNDARGESTI VARPAÐ Á DYR Á FUNDI í LlDÓ Eins og kunnugt er af fréttum, hafa símvirkjar og tæknimeHn í þjónustu ríkisútvarpsins sagt starfi sínu lausu og munu flestir þeirra hætta um næstu mánaSa- mót ,ef ekki nást samningar. Sam kvæmt upplýsingum er Tíminn fékk í dag, eru allar horfur á, a'ð samningar takist í kvöld eða á morgun og verkfallsboðendur fái umtalsverða kauphækkun. Dómur fallinn í máli Thors og Kristmanns Reykjavík, 28- apríl. — í dag var kveðinn upp í borgardómi Reykjavíkur dómur í máli Krist- manns Guðmundssonar, rithöfund ar, á hendur Thór Vilhjálmssyni, rithöfundi, en mál þetta hefur vak ið allmikla athygli á undanförnum missirum. Niðurstöður dóimsins eru þær, að Kristmanni voru dæmdar kr. 5 þús. í fébætur fyrir „hneisu og álitshnekki“ af hendi Thórs í til- igreindum uimmælum í grein hans um Kristmann. Einnig hlaut Thór 2 þús. kr. sekt til ríldssjóðs, og var gert að greiða kr. 2 þús. í kostnað af birtingu dómsins og kr. 2500 í málskostnað, og skal þetta greiðast innan 15 daga frá lögbirtingu dómsins að viðlagðri aðför að lögum, en þó er /eittur þriggja mánaða frestur til ákvörð unar um áfrýjun til Hæstaréttar. SAMKOMULAG EJ—Reykjavík, fimmtudag. Samkomulag hefur náðst í Full trúaráði Verkalýðsfélaganna í Reykjavík um hátíðarhald í borg inni 1. maí, og um ávarp. Verða hátíðarhöldin svipuð og venjulega, með kröfugöngu og útifundi. Sérstök lögreglusveit Heimdallar situr fundina og vaktar þá sem spyrja óþægilegra spurninga Reykjavík, fimmtudag. Þau tíðindi gerðust á borgarmálafundi íhaldsins í Lídó » gærkvöldi, að kunnum borgara var vikið á dyr. Fékk hann ekki uppborið þær fyrirspurnir, sem hann hafði komið með á fundinn. Maðurinn, sem fyrir þessum aðförum varð, er Vigfús Helgason, fyrrverandi kennari við bændaskélann að Hólum í Hjaltadal. Hann lét af kennslustörfum vegna aldurs fyrir nokkru og býr nú ásamt fjölskyldu sinni í íbúð sinni við Bogahlíð. Tveir Heimdellingar viku sér að Vigfúsi á fund- inum, tóku undir hendur hans og leiddu hann til dyra. Þessi atburður sýnir, að á öll um borgarmálafundunum hefur verið starfandi sérstök lögreglu- sveit Heimdellinga. Ekki hefur þurft að grípa til hennar fyrr en á fundinum í Lídó í gærkvöldi, einfaldlega vegna þess, að engar óþægilegar fyrirspurnir hafa ver- ið bornar fram fyrr. Má það vera íhugunarefni þeim sem sótt hafa þessa fundi í góðri trú, að þeir hafa verið undir sér- stöku eftirliM, eins og dæmið um Vigfús Helgason, kennara, sannar. Við heimsóttum Vigfús Helga- son, fyrrverandi kennara, í íbúð hans að Bogahlíð 14, sem hann k-- " ' — jar hann fluttist til borgarinnar. Hann sagði, að hann hefði haft áhuga á að fara á fund borgar- stjóra og leggja fyrir hann nokkr- ar spurningar, og þegar svo Lídó- fundurinn á miðvikudagskvöldið var auglýstur, m.a. fyrir fbúana í Bogahlið, þá fór hann þangað. Á fundinum, nokkru eftir að hann kom, ætlaði hann að bera fram fyrirspurn. Það féll ekki í kramið hjá fundarboðendum og lauk viðureigninni þannig, ag Vig fús var fluttur af fundinum af ungum mönnum ,sem virtust vera þarna á fundinum sem einhvers konar óeinkennisklædd lögreglu- sveit. — Það gerðist svo sem ekkert stórkostlegt, því að ég er ekki neinn bardagamaður, sagði Vigfús og hló við. En ég var sem sagt þarna að setja fram fyrirspurn, og þá kom hreyfing á nokkra unga menn, og þeir gengu rólega til mín og sögðu. að ég væri að trufla fundinn. Sögðu þeir, að ég yrði að vera fyrir utan, og endaði þetta með því, að þeir leiddu mig nauðugan út fyrir dyrnar. Eg gat ekki og vildi ekki fara að veita þarna mótspyrnu, enda orðinn gamall maður. — Og hvað gerðist svo? — Nú, ég vildi gjarnan komast inn aftur, en þeir stóðu í dyrunum og bönnuðu mér það. Fyrst báru þeir því við, að ekki væri til sæti í salnum fyrir mig. en ég sá, að fólk var alltaf að ganga þama inn við og við, svo nóg virtist plássið. — Beiðstu lengi fyrir utan dym ar? — Já, ég beið nokkuð lengi, en að lokum fór ég þó heim og ætl- aði mér að koma aftur síðar og leggja fram mínar fyrirspumir. En þegar ég kom aftur svona rúm um hálftíma síðar, þá var fundin- um lokið og fólkið að ganga út, svo ag ekkert varð úr þessu. Þessi reynsla Vigfúsar sýnir augljóslega, hvernig borgarmála- fundir þeir, sem íhaldið heldur um þessar mundir, eru fram- kvæmdir. Fundinn situr sýnilega sérstök lögreglusveit Heimdallar, tilbúin að flytja af fundi alla þá, sem bera fram óþægilegar fyrir- spurnir. Minnir þetta óneitanlega ískyggilega á aðfarir, sem aðrir menn í öðru landi notuðu á póli- tískum fundum fyrir 30—40 síðan með geigvænlegum afleiðingum fyrir lýðræðið. Beint símasamband SVFÍ viö björgunarsveitirnar GÞE—Reykjavík, fimmtudag. Áður en langt um líður verður lögð sérstök lína frá ioftskeyta stöðinni i Gufunesi í hið sjálf- virka skiptiborð bæjarsímans í Reykjavík, sem svo verður tengt sfmum _ starfsmanna Slysavarna- félags íslands og formanna björg unarsveitanna þannig, að þegar stutt verður á hnapp hringir hjá öllum þessum aðilum samtímis. Þessi fullkomni útbúnaður ætti að fyrirbyggja, að neyðarköll fari ekki framhjá neinum fyrrgreindra aðila. Þetta kom fram í ræðu Gunnars Friðrikssonar á setningarfundi 13. landsþings Slysavarnafélagsins. Hann sagði, að frá upphafi hefði það verið eitt af aðalverkefnum félagsins að tryggja það, að svaraö yrði neyðarkalli, hvort heldur sem væri að nóttu eða degi, þegar óhöpp hafi borið að höndum. Þessi þjónusta hefði verið rækt af starfsmönnum félagsins frá byrjun, hefði hún gengið snuðru laust fyrir sig og ekki komið fram umkvartanir um hana fyrr en á síðastliðnu sumri er vélbáturinn Þorbjörn fórst við Reykjanes. Þá kom það á daginn, að sími hjá þeim starfsmanni Slysavarna félagsins sem var á vakt, revndist bilaður, án þess að viðkomandi Framhald á bls. 15 Falla frá að- gerðum um útlánsbann Svo sem áður hefur kom ið fram í fréttum samþykkti almennur fundur Rithöf- undasambands íslands, hald inn 18. janúar 1966, þau til mæli til félaga þess og ann arra, er við bókritun og þýð ingar fást, að láta frá og með 1. maí 1966 prenta á bækur sínar bann við þvf, Framhald á bls. 15 'é ■ i J.\' 4t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.