Tíminn - 29.04.1966, Blaðsíða 14
14
XÍMINN
BRIDGESTONE
HJÓLBA R Ð A R
Síaukin sala
BRIDGESTONE
sannar gæðin
veitir aukið
öryggi í akstri.
BRIDGESTONE
ávallt fyrirliggjandi.
GÓÐ ÞJÓNUSTA —
Verzlun og viðgerðir.
Gámmíbarðinn h.f.,
Brautarholti 8.
sfmi 17-9-84.
Trúlofunar*
hringar
afgreiddir
samdægurs.
Sendum um allt land.
H A L L D ó R .
Skótavörðustig 2.
Hef vélbáta tíl sölu. einntg
fiskverkunarstöö og skreið
arhialla á Suðurnesium
Hef kaupanda að 2ft ti! 40
tonna véibáti
Hef kaupanda að 8 lil 5
íbóða húseign (ma þurfa
standsetningar við.
aki JAKOBSSON.
lögfrœðiskrifstofa.
Austurstræti 12,
simi 15939 og á kvöldin
20396. |
Útgerðarmenn
Fiskvinnslustöðvar
Nú er rétti tíminn að at-
huga um bátakaup fyrir
vorið. Við höfum til sölu-
meðferðar úrval af skipum
frá 40-180 lesta. Hafið sam
band við okkur, ef þér
þurfið að kaupa eða selja
fiskiskip.
Uppl. 1 símum 18105 og
16223, utan skrifstofutíma
36714.
Fyrirgreiðsluskrifstofan,
Hafnarstræti 22.
Fasteignaviðskipti:
Björgvin Jónsson.
—4 >~< >-< —< >- (slenzb frlmerkt or Kvntadagsnm- *I»g. Erlend frtmerkL (nnstnngnbækm > mlkln firvalL FRlMERKJASALAN Lækjargötn 6A - < —< >- >-< >-< — <~<
VILJA VERKFALLSRÉTT
Framhald af bls. 2
a3 gengið verði nú þegar til
raunhæfrar samningsgerðar að
þessu leyti, til endurbóta á fyrr-
greindu dómsorði Kjaradóms,“ seg
ir í samþykktinni.
Auk ofangreindra atriða, var
samþykkt að skora á fulltrúa BS-
ÞAKKARÁVÖRP
JÓN FINNSSON,
hrl.
Lögfræðiskrifstofa,
Sölvhólsgötu 4,
(Sambandshúsinu 3.h).
Símar 23338 og 12343.
BiB að beita sér fyrir því, að aukin
verði áhrif einstakra Bandalagsfé-
laga varðandi samninga fyrir félags
menn sína, og að Alþingi kjósi
samninganefnd, sem verði fullgild
ur samningsaðili af hálfu ríkisins.
Þá skoraði fundurinn á stjórn
BSRB, að hlutast til um að fram
fari endurskoðun á lögum um rétt
indi og skyldur starfsmanna ríkis-
ins og verði m.a. eftirfarandi at-
riði skýrt ákveðin: a. Föst yfir-
vinna verði greidd í veikindum,
b. Vaktaálag verði greitt í orlofi,
c. Orlofsfé verði greitt fyrir alla
yfirvinnu, og d. Tekin verði upp
ótvíræð ákvæði um rétt ráðinna
starfsmanna til skipunar í starf
og gildi skipunarbréfs.
Þá mótmælti aðalfundurinn
iþeirri skerðingu, „sem nú er orð-
in eða fyrirhuguð á rétti félaga
í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkis-
ins til lána frá Húsnæðismála-
stjórn.
Bendir fundurinn á þá stað-
reynd, að samfara þessari skerð-
ingu hefur átt sér stað stórfelld
hækkun á byggingarkostnaði, sem
er meiri en almennar launahækk-
anir ríkisstarfsmanna, og hafa því
möguleikar þeirra til að eignast
eigið húsnæði einnig verið rýrðir
á þann hátt.
Jafnframt lýsir fundurinn sig
andvígan hugmyndum um vísi-
tölufoindingu á lífeyrissjóðslánum.
Fundurinn telur mikilvægt, að
ákvæði um lán úr Lífeyrissjóði
starfsmanna ríkisins verði rýmk-
uð, einkum á þann hátt, að heim-
ilað verði oftar en nú er að veita
lán tryggð með fasteignaveðum,
þótt ekki sé um 1. veðrétt að
ræða. Til vara beinir fundurinn
þeirri áskorun til stjórnar lífeyris
sjóðsins, að hún veiti veðleyfi eftir
rýmri reglum en nú er farið eftir.
svo að fleiri en eitt lán geti hvílt
á 1. veðrétti."
Einnig beindi fundurinn þeirri
áskorun til ríkisstjórnarinnar:
„Að hún hlutist til um, að við
stærstu ríkisstofnanir verði kom-
ið á fót starfsmannaráðum, sem í
eiga sæti fulltrúar starfsmanna og
stjórnenda stofnananna. Hlutverk
slíkra starfsmannaráða væri m.a.
að fjalla um og gera tillögur um
starfs- og ráðningarkjör starfs-
manna, starfsfræðslumál og hvers
konar umbætur á rekstri hverrar
stofnunar."
AÐALFUNDUR KÍ
Framhald af bls. 2
skiptamálaráðherra dr. Gylfi Þ.
Gíslason fundarmenn.
Viðskiptamálaráðherra kom víða
við í ræðu sinni, og drap m.a. á
verðlagsákvæði þau, sem í gildi
eru. Sagði hann, að þau yrðu ef-
laust afnumin smám saman, eftir
því sem jafnvægi ykist í íslenzku
efnahagslífi, en meðan ekki tæk-
ist að hafa hemil á verðbólguaukn-!
ingunni, mundi hins vegar engin
ríkisstjórn treysta sér til þess að
afnema verðlagseftirlit.
Ráðherrann ræddi um hlutdeild
verzlunarinnar 1 þjóðarbúskapn-
um, og taldi að framleiðniaukning
á viðskiptasviðinu, þ.e.a.s., að aukn
ing rekstrarhagkvæmni í viðskipta
fyrirtækjum hefði ekki orðið sú.
Þakka innilega heimsóknir, gjafir og skeyti, og alla
vináttu og tryggð, mér auðsýnda á níræðisafmæli mínu.
Guð blessi ykkur öll og launi.
Margrét Tómasdóttir, Helludal.
Þökkum hjartanlega samúS vlð andlát og jarðarför,
Haraldar Guðmundssonar
forstöðumanns Tæknideildar ríkisútvarpsins
Sérstakar þakkir til starfsfólks Ríkisútvarpsins,
Sigríður Haraldsdóttir og
aðstandendur.
sem æskilegt hefði verið og nauð-
synleg í kjölfar aukins viðskipta-
frelsis á undanförnum árum. Til
stuðnings þessari staðhæfingu,
nefndi ráðherrann dæmi, sem
hann sagði, að ætti að verða öll-
um kaupsýsLumönnum alvarlegt
umhugsunarefni.
„Á áratugnum 1350—1960 jókst
mannafli í viðskiptum um 3250
manns eða um 56%. Með viðskip-
tum er hér átt við heildsölu, smá
sölu og banka- og trygeingarrtarf
semi. Á þessum áratug nam heild
araukning mannafla í ölium at-
vinnugreinum um 12.000 manns
eða um 20%. Aukning mannafia
í viðskiptum var því næstum því
þrisvar sinnum meiri en mann-
aflaaukningin yfirleitt. Á þessum1
áratug tóku þvi viðskiptin til sín
27% allrar mannaflaaukningar
þjóðarbúsins eða milli þriðja og
fjórða hluta mannaflaaukning-
arinnar. Á þessum áratug, frá 1950
—1960, var mannaflaaukning ör-
ari í aðeins einni atvinnugrein,
þ.e.a.s. fiskiðnaði.“
„Á síðast liðnum hálfum ára-
tug, 1960—1965, var heildarmann-
aflaaukningin í öllum atvinnu-
greinum 9%. Mannaflaaukningin
í viðskiptum nam hins vegar um
31% á þesum árum. Þeta er ör-
ari mannaflaaukning en í nokk-
urri annarri atvinnugrein. Um það
bil 40% af allri mannaflaaukning-
unni gengu til viðskiptanna." Þá
sagði hann ennfremur: „Þó að
verkefni viðskiptanna hafi stór-
aukizt undanfarin 5 ár og þjón-
usta þeirra í þágu almennings
hafi tvímælalaust aukizt mjög get-
ur varla talizt eðlilegt, að 40%
aukins mannafla fari til starfa í
þágu viðskiptanna."
Um lánsfé til verzlunarinnar
sagði ráðherra: „Samkvæmt sið-
ustu skýrslum, sem ég hefi séð
um þetta efni, nema heildarlán
verzlunarinnar hjá bönkum og
sparisjóðum 1361 milljón. kr.
Heildarútlán banka og sparisjóða
námu þá 7326 millj. kr., svo að
verzlunin hefur haft til umráða
um það bil 19% af heildarráð-
stöfunarfé banka og sparisjóða.
Lán til olíufélaga eru hér ekki
talin með. Við þessi heildarlán
verzlunarinnar hjá bönkum og
sparisjóðum bætast svo stuttu
vörukaupalánin erlendis. Þau
námu um 600 millj. kr. um síð-
ustu áramót. Hygg ég, að óhætt
sé að staðhæfa, að verzlunin í heild
sé ekki afskipt hvað snertir ráð-
stöfun á heildarsparifé lands-
manna. Ef borin er saman hlut-
deild verzlunarinnar í heildarút-
lánunum á árunum 1960 og 1965,
kemur í ljós, að hún hefur vaxið
úr 16% fyrra árið í 19% síðara
árið.
Við það bætist svo hin mikla
aukning erlendra vörukaupalána á
þessu tímabili."
Dr. Gylfi Þ. Gíslason viðskipta-
málaráðherra sagði einnig, að nú
væri 85% heildarinnflutnings kom
inn á frílista samanborið við 60%
1960, og mætti segja, að yfir-
leitt allar vörur væru komnar á
frílista, nema þær, sem óhjákvæmi
legt væri að kaupa frá vöruskipta-
löndum vegna óumdeilanl. hags
muna útflutningsatvinnuveganna í
þeim löndum.
Síðdegis í dag voru fluttar grein
argerðir um starfsemi Verzlunar-
banka íslands h.f. og lífeyrissjóðs
verzlunarmanna. Sigurður Magnús
son var kosinn oddamaður í stjórn
samtakanna og varamaður hans
var kosinn Reynir Sigurðsson.
ÆVINTÝRI HOFFMANNS
Framhald af bls. 2
draumarnir eru oft eins konar
martröð. Skiptast þar á barm
þrungin augnablik og oft mjög
skopleg. Búningar og leiktjölo eru
mjög litrík og fögur. Hefur leik-
stjórinn Leif Söderström, gert
bæði leikmynda og búningateikn-
ingar.
LANDSÞING SVFÍ
Framhald af bls 16
við Landhelgisgæzluna á dógun
um og kvað hann rekstur henn
ar hafa gengið með ágætum, þá
fór hann nokkrum orðum um
björgunarskýli félagsins, en
á undanförnum árum hafa stað
ið yfir endurbætur á þeim og
alltaf eru að bætast við ný'
og ný skýli á afskekktum stöð
um, ýmist fyrir atbeina sér
stakra deilda innan félagsins
eða sjálfrar félagsheildarinnar. 1
Einnig gat hann þess, að í 15
afskekktustu skýlin væru nú
komnar góðar talstöðvar. Þá i
FÖSTUDAGUR 29. april 1966
ræddi hann um björgunarsveit
ir félagsins, og sagði, að þar
væri stöðug þörf á endurbót-
um, auka þyrfti þjálfuri
þeirra, sem hefðu með hönd
um björgunaraðgerðir á landi
og þyrftu oft að takast á hend
ur erfiðar leitarferðir um ó-
byggðir og jökla, þá fór
hann nokkrum orðum u m
sjúkraflutninga. Einnig tók
hann það fram, að stöðugt væri
þörf á vel völdum mönnum í
björgunarsveitirnar úti á
landi, og væri ákjósanlegt, að
þeir menn hefðu heppilegt að
setur. í sambandi við flug
björgunarmál sagði Gunnar,
að það hefði sýnt sig í febrúar,
þegar Flugsýningarvélin týnd
ist, að samvinnu og samstöðu
flugumferðarstjórnar og Slysa
varnafélagsins væri talsvert á-
bótavatn. Kvað hann stjórn
Slysavarnafélagsins hafa sent
flugumferðastjórn bréf, þar
sem kveðið væri á um, að betri
samvinna tækist, það væri nauð
synlegt, ef vel ætti að vera.
Hann drap einnig á það, að
fram hefði komið tillaga um
samvinnu Almannavarna og
Slysavarnafélagsins. Hefði báð
um aðilum litist vel á hana
og fyrir skömmu hefði maður
frá Slysavarnafélaginu verið
sendur til Danmerkur til að
kynna sér slíka samvinnu.
Gunnar gat og um nýtt neyðar
símkerfi, sem á að setja upp,
en frá því er sagt á öðrum
stað í blaðinu. Einnig var
drepið á björgunarskipið Sæ
björgu, en það hefur Land
helgisgæzlan haft á leigu
til skamms tíma. Skipinu hef
ur nú verið skilað aftur, og
vonast stjórn Slysavarnafélags
ins til, að hægt verði-.'að reka
skipið sem skólaskip, en það
mál hefur enn ekki verið leyst.
Að lokum minntist Gunnar á
ýmsar nýjar deildir innan vé
banda Slysavarnafélagsins, og
sagði jafnframt, að mikill vöxt
ur og gróska væri í starfsemi
félagsins. Vitanlega væri ekki
nema gott eitt um það að
segja en samfara þessum vexti
ykist jafnt og þétt þörfin á
fjórðungasamtökum innan
Slysavarnafélagsins, gætu þau
létt mjög undir starf aðalsam
takana, sem gerðust æ umfangs
meiri með hverju ári sem liði.
Þá sagði Gunnar 13. lands
þing Slysavarnafélagsins sett.
Að lokinni kaffidrykkju stóð
upp forseti íslands, herra Ás
geir Ásgeirsson og fór hlýj
um orðum um Slysavarnafélags
ins og starfsemi þess fyrr og
síðar. Rómaði hann mjög þær
hetjur, er legðu sig í hættu
við að bjarga öðrum, og gat
þess jafnframt, að allar göt
ur frá þvi land byggðist hefðu
skapazt ótal sögur um hetju
dáðir, drýgðar á sjó og landi.
Fornbókmenntir okkar hefðu
mikið af slíkum sögnum að
geyma, svo og annálar, og á
síðari tímum dagblöð og ævi
sögur einstakra manna. Samt
hefðu margar sagnir um hetju
dáðir aldrei verið færðar í let
ur, en slíkar sagnir væru holl
lesning fyrir jafnt unga sem
gamla. Gerði hann það að til-
lögu sinni, að safnað væri í
eina bók öllum tiltækilegum
sögum um björgunarafrek, er
ekki hefðu verið skráðar. Þá
árnaði forsetinn félaginu allra
heilla, og færði því þjóðarþökk
fyrir starfsemi sína. Geir Hall
grímsson borgarstjóri og Egg
ert G. Þorsteinsson félagsmála
ráðherra fluttu einnig stutfi
ávörp og fluttu félaginu
kveðjur og árnaðaróskir. Þá
var gengið til nefndarkosninga.
13. landsþing Slysavarnafé-
lagsins stendur fram á sunnu
dagskvöld og sitja það full-
trúar hvaðanæva að af landinu.