Tíminn - 29.04.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.04.1966, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 29. apríl 1966 TBEVBBNN 49 um starfsmenn Alþjóðalögreglunnar, sem hefur nú í sinni þjónustu tuttugu útvarpsstöðvar í Evrópu, löndunum fyrir botni Miðjarðahafs og Ameríku. Þessar stöðvar hafa samband við aðalstöðina í París. Öll skeyti eru send með morsestafrófi á dulmáli Alþjóðalögreglunnar. Þó farþegarflugvélar séu orðnar hraðskreiðar, eru útvarps- skeyti enn fljótari í förum, og margsinnis hafa alþjóðlegir bóf- ar verið handteknir þúsundir kilómetra frá vettvangi afbrots- ins einungis fáum klukkutímum etftir að það var framið. [örgum finnst flótti flugleiðis vænlegur, einkum þó morðingju sem ekki hafa neinn feng í eftirdragi en vilja fyrir hvern mun komast sem lengst í burt frá lögreglunni sem leitar þeirra. Sama máli gegnir um þær þúsundir alþjóðaglæpa- manna sem smygla gulli, demöntum, eiturlyfjum og pening- um. Allur heimurinn er starfssvið þeirra, og þeir vita upp á hár hvar vænlegast er að selja vöru sína. Hætt er við að erfitt reyndist að hafa hemil á slíkum af- rotum ef ekki væri fjarskiptakerfið. Oft ber það við að glæpa- menn verja vikum eða mánuðum til undirbúnings, gera ná- kvæmar áætlanir, eyða stórfé í flugfargjöld, en finna þegar á að hefjast handa að allt erfiðið er unnið fyrir gýg. Þannig fór fyrir Anthony Hart Gregson, þrítugum Englend- ingi, er unnið hafði hjá námufélaginu Consolidated Disc. Yellowknife Mines í Yellowknife í Kanada. Hann vandaði mjög til alls un'dirbúnings, og ætlaði að hafa 50.000 dollara virði af gulli upp úr krafsinu. Gullið, sem var tæp sextíu kíló á þjmgd, hafði verið sent í strigaumbúðum frá námunni til Yellowknife með flugvél síðdegis 3. júlí 1954. Á flugvellinum var gullið tekið úr vél inni og komið í geymslu yfir næstu helgi í peningaskáp Frencheys flutningafyrirtækisins. Skrifstofumaður sem vann að því á mánudaginn að undirbúa flutning gullsins áfram til kanadisku myntsláttunnar í Ottawa, tók eftir að þungi böggl- anna var ekki sá sami og tilgreindur var á farmskírteininu. Yfirmenn komu á vettvang, og í ljós kom að blýklumpar höfðu verið settir í stað gullsins. Ekkert benti til að brotizt hefði verið inn í peningaskáp- inn, og af því var dregin sú ályktun að þjófnaðurinn hefði verið framinn annars staðar, líklega í flugvélinni á leiðinni frá námunni. Kanadisku riddaralögreglunni var gert viðvart Hún komst að raun um að þrír farþegar höfðu veið með vélinni sem flutti gullið. Fljótlegt reyndist að hafa upp á tveim þeirra og ganga úr skugga um að hvorugur gat verið sekur. Þriðji maðurinn var Gregson, fyrrverandi starfsmaður við námuna, og hann var horfinn. Hann sást bera frá flug- vélinni ferðatösku sem virtist afar þung. Útlit var því fyrir að honum hefði með einhverju móti tekizt að skipta á gullinu og blýi. Eftirgrennslanir til að hafa upp á manninum reyndust ár- angurslausar. Hann virtist gersamlega týndur, þangað til slóð fannst nokkrum dögum síðar. Lögreglan frétti að maður sem svipaði til lýsingar á Gregson og hafði meðferðis þunga tösku hefði ferðazt til Piapot í Saskatehewan með langferðabíl. Eftirgrennslanir í Yellowknife leiddu í ljós að Gregson hafði keypt 55 kíló af blýplötum hjá námufélaginu Negus Mines. í bát sem hann hafði notað fundust pjötlur af samskonar striga og þeim sem notaður var í umbúðir um gullið. - Riddaralögreglan var nú ekki lengur í neinum vafa og fékk gefna út handtökuskipun. Alþjóðalögreglunni var tilkynnt um málsatvik og send fingraför hins grunaða, en hann hafði eitt sinn hlotið dóm fyrir smávægilega sök. Næstum nákvæmlega þrem árum síðar barst lögreglunni í Yellowknife skeyti frá lögreglustjóranum í Sydney í Ástralíu, þess efnis að Gregson, sem kallaði sig nú Colin Dempsey, hefði verið handtekinn fyrir að gerast laumufarþegi með skipinu Cornwall. Að af- plánuðum fimmtán daga dómi var honum vísað úr landi í júní 1957, og sendur rakleitt til Montreal, þar sem hann hlaut tveggja og hálfs árs dóm. Þrjú ár samfleytt lék hann lausum hala og naut þýfisins, en þann tíma var lýsing á honum og málavextir á skrá í lögreglustöðvum um allan heim. Tíminn sem leið áður en maðurinn náðist sýnir hvern þátt heppnin á í rannsókn saka mála, hefði maðurinn ekki verið handtekinn fyrir alls óskylt afbrot gengi hann máske laus enn þann dag í dag. En hefði aftur á móti Alþjóðalögreglán ekki sent út eftirlýsingu, má búast við að hann hefði aldrei’náðst. Gregson var einn af mörgum sem fíknir hafa verið í gullið fyrr og síðar. Líklega er þessi málmur eftirsóttasta vara í DANSAÐ A DRAUMUM HERMINA BLACK 11 V. kapitull. Það var systir Forster, sem Vere Carrington var að hugsa um þeg- ar hann hélt til London í bíl sínum fimmtán mínútum síðar. Um leið og hann sá hana í her- bergi Söndru, hafði hann munað etfir ungu aðstoðarhjúkrunarkon- unni, sem alltaf var róleg og allt- af hlýddi skipunum hans út í — eins og hann hafði sagt henni, að hann ætlaðist til einmitt nú — „yztu æsar.“ Hann hafði vissu- lega ætlað að vekja athygli yfir- hjúkrunarkonunnar í St. Monica á stúlkunni og stinga upp á því (hr. Carrineton var óþolinmóður maður og hvorki bar fram afsak- anir tóic þær til greina ef eitt- hvað fór aflaga) að aðstoðarhjúkr unarkonan á Oxford-deildinni yrði hækkuð I tign svo skjótt sem auð ið væri. Auðvitað þekkti hann siði sjúkrahússins vel og hafði þvi ekki ætlað sér annað en að láta kæruleysislega athugasemd falla, þó hann þekkti yfirhjúkrunarkon una í St. Monica allt að þvi jafn vel og hann þekkti ungfrú Trav-j ers. I Þá hafði stúlkan skyndilega horf- ið. Hann hafði aldrei haft fyrir því, að spyrjast fyrir um ástæðuna og hann hafði líklega aðeins munað eftir henni végna þess, að eftir- maður hennar var allt of áköf að gera honum til geðs og hafði al- gerlega mistekizt það og hvergi nærri getað uppfullt kröfur hans, og jafnvel nú var hann gramur Jill fyrir að yfirgefa hann. Hvað sem öðru leið, hafði Forst er-stúlkan auðsjáanlega ekki gift sig eins og svo margar þeirra gerðu — eftir að hafa eytt tíma sjúkrahússins í að kenna þeim. Hr. Carrington hafði ákveðna hugmynd um það, að giftingar og sjúkrahjálp ættu ekki saman. Þetta var lítill heimur, hugsaði hann með sér. Stundum of litill — stundum þægilega lítill. Hvað sem öðru leið var það gott, að einmitt þessi hjúkrunarkona hugs- aði um sjúkling hans, hún þekkti starfsaðferðir hans — hún var prýðileg hjúkrunarkona. Það var mikilvægt fyrir hann, að upp- skurðurinn i fyrramálið heppnað- ist. Það var óskapleg sóun fyrir Söndru St. Just að hafa þurft að gera hlé á starfsferli sínum á þennan hátt, og ef honum heppn- aðist eins og hann vonaðist til að gera, mundi það verða sigur fyrir starfsferil hans. Að ljúka þvi af! Það var hið eina, sem hann hafði áhuga á. Eins og venjulega sneri hann baki að þeim möguleika, að eitthvað kynni að koma fyrir til að gera allt erfiðara — ekki læknisfræði- lega, heldur persónulega. II Jill hljóp upp breiðan stigann sem lá upp frá anddyrinu og rakst næstum á Kenneth Harding, sem var í þann veginn að fara niður sömu leið og hún hafði komið upp. — Fyrirgefið, systir, sagði Hard ing læknir afsakandi. Og síðan: — Jill! Ég þekkti þig ekki því sólin skein beint framan í mig. — Þarftu endilega að þjóta um og hrinda saklausum meðlimum starfsliðsins niður stigann? sagði hún. — Meiddi ég þig? spurði hann áhyggjufullur. Hún hló. — Nei, þú gerðir það ekki. En hvað þú ert klunnaleg mannvera. — Jæja, stanzaðu og talaðu við karlinn i tvær mínútur, bað hann. — Það eru þúsund ár síðan ég hef svo mikið sem séð þér bregða fyr- ir. — Hvernig líður „uppskomu dansmeyjunni?" — Eftir atvikum vel. Hún er ennþá í gipsi. — Þannig að enginn veit, hvort mikli maðurinn hefur gert krafta- verk eða mistekizt. — Talaðu ekki af léttúð um þér betri menn, sagði Jill. Hann glotti. — Embættisleg af- brýðisemi, ástin. Þú gætir vfst ekki hjálpað gömlum manni að nota tvo miða á Drury Lane leik- húsið á fimmtudagskvöldið? Ég er viss um að systirin mundi koma því þannig fyrir að þú losnaðir snemma ef þú bæðir hana vel og segðir, að þér væri boðið út af fallegasta manninum úr vinahóp þínum; I — Ég gæti ekki logið því blygð- lunarlaust, sagði Jill. — Ekki einu sinni þótt Drury Lane sé í boði . . i —f alvöru Jill — gætirðu það ■ ekki? bað hann. Hún hristi höuðfið. — Það er ómögulegt, ég segi það satt. Sjúk- lingurinn fer að nöldra ef ég fer frá henni, hún þagnaði. — Bióddu Judy 0‘Farrel, ef þú hefur ekki einhverja aðra í huga. Hún á frí á miðvikudag og fimmtudag, en þó hún sé að fara að heimsækaj gamla frænku í London, býzt hún við að sér muni leiðast og það vill svo til að hún á afmæli á fimmtu- daginn. Það væri fallega gert af þér, Ken, og þar sem hún á frí, mundi það ekki gera til, þó hún færi út með þér, jafnvel þó ein- hver sæi ykkur. — Allt í lagi. Ég skal bjóða Judy. samþykkti hann. — Hún er bezta skinn En ég get ekki skilið hvers vegna þú verður að gerast Síamstvíburi Söndru St. Just aðeins vegna þess að þú ert ______________________________11 að hjúkra Jienni. Ég býst við að þú sért líka" a næturvakt? — Auðvitað ekki, svaraði hún. — En ég vil bara ekki fara frá henni meira en nauðsynlegt er ein mitt núna. Hún verður kvíðafull og hefur áhyggjur af því hvað muni gerast þegar búið er að taka gipsið af henni -- þó ég segi henni, að það sé allt að því öruggt að allt verði I lagi. Hún sagði ekki að hr. Carringtou heimsótti sjúkling sinn venjulega millí klukkan fimm og sjö og þá var til þess ætlazt, að hún væri við- stödd._ — Ég verð að fara, sagði hún. — Hún er eflaust vakandi núna og bíður eftir teinu sínu En þegar hún ætlaði að ganga fram hjá honum, greip hanr. tni hendi hennar og hélt henni ákveð- inn á svip. — Heyr*»> JIll. Hann þagnaði gramur og JIll losaði sig i skyndi um leið og hurð opnaðist og einhver kom út Það var ekki fyrr en hún sneri sér við, að hún sá, hver það var og hjarta hennar hætti að slá um leið og hún mætti stöðugu tilliti grárra augna Vere. í örvæntingu sinni varð henni fyrst á að hugsa: Hvað í ósköp- ÚTVARPIÐ Föstudagur 29. apríl 7.00 Morgunútvarp 12.00 Mádeg isútvarp 12.00 Hádegisútvarp 13.15 Lesin dagskrá næstu viku 13.30 Við vinnuna 15.00 Miðd.útvarp 16.30 Siðdegisútvarp 17 00 Fréttir 17.05 Fréttir. 17 05 í veldi hljómanna 18.00 fstenzk tónskáld: Lög eftir Arna Thor steinsson og Skúla Hatldórsson. 18.45 Titkynningar 19.20 Veður fregnir 19.30 Fréttir. 20.00 Kvöldvaga. a Lestur fornrita: Færeyingasaga. b Dularyáfur og dultrú Hafsteinn Björnsson flytur erindi c. Tökum lagið. d. „Milli manns og hests og hunds hangir leyniþraður“ Baldur Pátmason les frásögu þátt eftir Þorbjörn Björnsson á Geitaskarði e Ferheadur Herselía Sveinsdóttir fer meÖ stökur eftir Jóhann Magnússon frá Gilhaga i Skagafirði. 21.30 Útvarpssagan: „Hvað saeði tröllið’" eftir Þórleif Biarna son Höf fl. (2) 22.00 Fréttir og feðurfregnir 22.15 tslenzkt mát Ásgeir Btöndal Magnússon cand mag. flytur þáttinn. 22. 35 Næturhljómleikar. 23.15 Dag skrárlok. Laugardagur 30. apríl 7.00 Morgunútvarp 12.00 Há- degisútvarp 13.00 Öskaiög sjúkUnga Kristín Anna Þórar insdóttir kynnir lögin. 14.30 í vikulokin, þáttur undir stjórn Jónas ar Jónasonar. 16.00 Á nótum æskunnar Jón Þór Hannessun og Pétur Steingrímsson kynna létt lög 16.30 Veðurfregnir. Um ferðarmál. Þetta vil ég heyra. Þórunn Egilson velur sér hljóm plötur. 17.35 Tómstundaþattur barna og unglinga. Jón Pálsson flytur. 18.00 Söngvar i lettum tón. 1845 Tilkynningar 19 20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir 20. 00 „Flösku9keyti“. smásaga eft ir Jóhannes Steinsson. Gtsti Halldórsson leikari æs. 20.30 „Fagrar heyrði ég raddirnar" Bríet Héðinsdóttir og Egill Jónsson kynna sígild lög. 21 45 Leikrit: „Afmæli í kirkjugarð | inum“ eftir Jökul Jakobsson. ILeikstjóri: Helgi Skúlason. 22. 00 Fréttir og veðurfregntr. 22. 15 Danslög. 24.00 Dagskrártok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.