Tíminn - 29.04.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.04.1966, Blaðsíða 16
GRÚSKA ER í STARF- SLYSAVARNAFÉLAGSINS Tvær utanferSir S.U.F. sumar. 1. Svíþjóð - Finn land - Danmörk. 2. Spánn - Dan- mörk Að venju efnir S. U. F. til utanferða á komandi pumri og verða þær tvær að þessu sinni. Fyrri ferðin tekur 15 daga. Hún hefst 5. ágúst og verður þá farið um Svíþjóð og Finnland með viðkomu í Kaupmannahöfn fyrir þá sem þess óska. Síðari ferðin i;efst 28. ágúst. Hún tekur 13 daga og er fyrstu 9 dög unum varið á einum bezta baðstað Spánar, en hinum í Kaupmannahöfn. Farar- stjóri í báðum ferðunum er Örlygur Hálfdanarson. All- ar nánari upplýsingar í sima 3 56 58. Samband ungra Framsóknarmanna. NYR SLIPPUR TEKUR STARFA I HAFNARFIRÐI 1968 EFNI OG TÆKIERU FRÁ PÓL ■ LANDI OG BANDARlKJUNUM SJ—Reykjavík, fimmtudag. Á miðju ári er gert ráð fyrir, að nýr slippur taki til starfa í Hafnarfirði og hafa verið gerðir samningar við pólska fyrirtækið CEKOP og bandaríska fyrirtækið Syncrolift um allt innflutt efni til smiðanna. Samningar voru nýlega undirritaðir með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar. Tíminn ræddi í dag við Gunnar Ágústsson, hafnarstjóra, og sagði hann, að keypt yrði 750 tonna skipalyfta af bandarfska fyrirtæk inu Syncrolift, en lyftupallar, vagnar, teinar og annað efni verð ur keypt af pólska fyrirtækinu Cekop. í 1. áfanga verður byggð- ur slippur með 8 skipastæðum fyr ir allt að 500 lesta skip. Fyrir- komulag er þannig, að svonefndir hliðarfærsluvagnar flytja skipin hvert á sitt stæði og er auðvelt að færa þau til, og þau munu ekki lokast inni, eins og oft kemur fyr- ir í venjulegum dráttarbrautum. Slippurinn verður staðsettur við Suðurhafnargarðinn, og er gert ráð fyrir, að smíði hans verði lokið á miðju ári 1968. Kostnaður við verkið er áætlað ur samtals um 30 milljónir króna og hafa fengizt mjög hagstæð lán hjá Pólverjum. Þegar verkinu er lokið, er gert ráð fyrir, að einkaaðilar taki að sér rekstur slippsins og standa samningar nú yfir um þau mál. Pólska fyrirtækið Cekop sér einnig um efni til byggingar slipp stöðva á Akureyri, Neskaupstað og Njarðvíkum, en bandarísika fyr- irtækið Syncrolift hefur selt 500 tonna skipalyftu til Akraness. FUF 1 Reykjavík og Framherji halda sameiginlegan 1. maí • lYldl " tagnaöur fagnað að Hótel Sögu, og hefst hann kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins verður Óðinn Rögnvaldsson, varaformaður Hins íslenzka prentarafélags. Óperusöngvararnir Gnðmundur Guðjónsson og Sigurveig Hjaltested syngja við undirleik Skúla Halldórssonar tónskálds. Karl Guðmundsson leikari flytur nýjan gam- anþátt. Hin vinsæla hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi til kl. 2 eftir miðnætti. Aðgöngumiðar eru seldir á skrifstofu Framsóknarflokksins, Tjarnargötu 26, sími 1-60-66 og á af- greiðslu Tímans, Bankastræti 7, sími 1-23-23. GÞE-Reykjavík, fimmtudag. Landsþing Slysavarnafélags íslands, hið þrettánda í röð- inni var sett í húsi Slysavama- félagsins í dag. Viðstaddir voru auk þingfultrúa margir gestir, þar á meðal forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, Egg- ert G. Þorsteinsson, félags- málaráðherra og Geir Hall- grímsson borgarstjóri. Gunnar Friðriksson forseti Slysavarnafélagsins flutti setn- ingarræðu, og í upphafi henn ar gat hann látinna félags- manna, og heiðruðu fundargest ir minningu þeirra með því að rísa úr sætum. Þá drap Gunn ar á það helzta, sem gerzt hef ur í málum Slysavarnafélags ins frá síðasta landsþingi, gat hann um þyrilvængju þá, sem félagið hefði keypt í samvinnu Framhald á 14. siðu. Frá setningu Slysavarnaþings. (Tímamynd GE) FJÖLMENNIVIÐ ÚTFÖR SERA SVEINBJORNS PE—Hvolsvelli, fimmtudag. Útför séra Sveinbjörns Högna- sonar, prófasts og alþingismanns, fór fram að aflokinni húskveðju, sem hófst að heimili hans, nýbýl- inu Staðarbakka, kl. 2 sfðdegis í dag. Prófasturinn, séra Sveinn Ög mundsson, flutti húskveðjuna og jarðsöng, en séra Sigurður Einars son í Holti flutti útfararræðuna, Hafnfirðingar Kosningaskrifstofa B-listans í Hafnarfirði er að Norðurbraut 19. Opin alla daga kl. 10—22. Sími 51819. Stuðningsmenn eru hvattir til að hafa samband við skrif stofuna. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofunni. Athugið hvort þið eruð á kjörskrá. Skrifstofan ann ast kjörskrárbækur, ef þarf. Kjósendur, sem verða fjarver andi á kjördegi hafi samband við akrifstofuna sem allra fyrst. HÖGNASONAR og biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson flutti kveðj- ur og þakkir íslenzku þjóðkirkj- unnar. Nánustu vandamenn hins látna báru kistuna út frá heimili hans, en að sáluhliði stjómarmenn Kaupfélags Rangæinga og hrepps- nefndarmenn. Frá sáluhliði í kirkju báru kistuna menn úr stjórn Mjól'kurbús Flóamanna og Mjólkursamsölunnar. Úr kirkju báru kistuna hempuklæddir klerk- ar. Síðasta spölinn að gröfinni báru menn úr sóknum hins látna. Séra Sveinbjörn var jarðsettur í nýrri útfærslu kirkjugarðsins að Breiðabólsstað sem prófasturinn vígði um leið. Útför séra Sveinbjörns Högna- sonar er ein fjölmennasta útför, sem fram hefur farið í héraðinu. Að útför lokinm þáði fólk veiting ar í félagsheimilinu að Hvolsvelli. Vegir spilkst vegna rígninga KT—Reykjavík, fimmtudag. Vegna rigninga undanfarinna daga hafa vegir viða stórspillzt. Vegagerð ríkisins upplýsti í dag að farið er að takmarka umferð um Suðurland og báðar Þingeyjar sýslur af þessum völdum. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar í dag er umferð um FramsóknarkonuM Reykjavík Hinn árlegi bazar kvenfélagsins verður haldinn 8. maí. Þær kon ur, seni gefa vilja muni góðfús lega komi þeim til Rannveigar Gunnarsdóttur Grenimel 13 og Guðnýjar Laxdal Drápuhlíð 35, og Sólveigar Eyjólfsdóttur Ásvalla götu 67. Bazarnefndin. alla vegi á Suðurlandi með nokkr- um undantekningum, bönnuð bif- reiðum sem hafa meiri öxulþunga en 5 tonn. Undantekning er Suð- urlandsvegur í Árnessýslu, Skeiða vegur. Gnúpverjavegur, Þrengsla- vegur og Þorlákshafnarvegur frá Þrengslavegi. Auk þess hefur um ferð ekki verið takmörkuð um nokkra hliðarvegi í Skaftafells- sýslu. Öll umferð um vegi i Þingeyjar sýslum er nú takmörkuð við 5 tonna öxulþunga og segja má, að allir vegir á Austfjörðum séu ó- færir öðru en jeppum. Annars staðar á landinu fara vegir hríð- versnandi. BLAÐBURÐARFÓLK ÓSKAST í þessi hverfi: Snorrabraut, Skólavörðustíg, Laugarnesveg, Barmahlíð, Njálsgötu, Laufásveg, Freyju- götu, Óðinsgötu. Upplýsingar á afgreiðslu Tímans, Banka- stræti 7, sími 1-23.23.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.