Tíminn - 29.04.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.04.1966, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 29. apríl 1966 TÍMINN í SPEGLITÍMANS Farah Diba keisarafrú í Iran getur ekki farið til Parísar þetta vorið til þess að endur- nýja fatabirgðir sínar, þar sem hún á von á þriðja barni sínu. En tízkufrömuðir Parísarborg ar hafa ekki hugsað sér að láta Farah ganga illa til fara g þrátt fyrir það og nú hefur | tízkukóngurinn Lavin sént I aðstoðarmann sinn og hægri I hönd til Iran ásamt fjórum sýn ingarstúlkum , tíu fatakistum og nokkrum hattaöskjum. Um síðustu helgi var tekið í notkun í París fyrsta Hilton hótelið, sem reist hefur verið í París. Var hótelið opnað við mikla viðhöfn og var hinn 78 ára gamli hótelkóngur Hilton viðstaddur, en þetta er 78. hót elið, sem Hilton eignast. Við þetta tækifæri sagði Hilton: — Nú hefur hálfrar aldar draumur minn rætzt. Ég kom fyrst til Parísar 1918 þegar ég var amerískur hermaður og mér hefur alltaf verið hlýtt til Frakklands síðan. Yul Brynner ætlar nú að fara að leika í kvikmynd í Frakklandi og leitar nú að hótelherbergjum handa sér og fjölskyldu sinni í París. í kvikmynd þessari, sem hann ætlar að fara að leika í á hann að leika þýzkan herfor- ingja og setti Yul það skil- yrði, að tízkukóngurinn Lan vin teiknaði herforingjabún- inginn, sem hann á að bera í kvikmyndinni og stígvélin á maður að nafni Löb að gera, en hann gerir skó fyrir Elíza betu Englandsdrottningu. Ensk kona, frá Froggart, sem er 28 ára gömul hefur nú alið — í þriðja sinn á fjór um árum — tvíbura. Brezkir læknar segja þetta geti ekki átt sér stað nema einu sinni af milljón skiptum. Eftir að fyrstu tvíburarnir fæddust tryggði Foggart faðir þeirra fjölskyld una gegn fleiri tviburum og þegar næstu tvíburar fæddust fékk hann um 14 þúsund ís- lenzkra króna frá tryggingun um. Nú óskar hann eftir þvi að fá um 100 þúsund. Frú Wilson eiginkona enska forsætisráðherrans hefur nú ákveðið að fylgja duttlungum tízkunnar og fara að klæðast stuttu tízkunni. í viðtali við Daily Express lét frá Wilson sem er 50 ára þau orð falla, að hún hygðist stytta pilsin á kjólum þeim, sem hún kem ur fram í opinberlega um tvo sentimetra til þess að fylgja tízkunni. Fyrir s-kömmu kom upp sá orðrómur, að Adolf Hitler ætti dóttur, sem fæddist árið 1937. Móðir hennar var fræg íþrótta- kona í Þýzkalandi og fékk meira segja Olympíuverðlaun- in. Dóttirin, sem var nefnd Gisella ætlar nú að fara að gifta sig og ekki eru allir vissir um það, að Hitler pabbi hefði orðið neitt hrifinn af þeim ráðahag því hinn væntan legi eiginmaður er Gyðingur og er rithöfundur að nafni Phil- ippe Mervyn. En Gisela segir: — Ég er fædd til þess að elska en ekki til þess að hata. Fyrir skömmu gaf hún út endurminngar sínar, sem hún nefndi „Adolf Hitler, faðir minn“. Er þessi bók fyrsta bókin, sem kemur út hjá bókaútgáfu, sem væntanlegur eiginmaður hennar er nýbúinn að setja á stofn. ★ Christian Modest, konungur sígauna í Evrópu, lézt fyrir skömmu og var grafinn með mikilli viðhöfn í belgíska bæn- um Sint-Ulriks. Hundruð síg auna komu að gröfinni til þess að kasta fatnaði, skartgripum, peningum og ýmsum verðmæt um á kistu hans. ★ Alltaf öðru hverju eru farn ar mótmælagöngur gegn kjarn orkusprengjum og fyrir stuttu var ein mótmælaganga af því tagi farin í Briissell og tóku þátt í henni um 12.000 manns. f göngu þessari varð vart mik ils áróðurs gegn Bandaríkjun um og meðal spjalda sem borin voru var það sem hér sést á myndinni. Enda þótt kvikmyndin „Þrjú andlit konunnar", sem Soraya fyrrverandi keisaradrottning lék aðalhlutverkið, hafi ekki fengið sem bezta dóma kvik- myndagagnrýnenda hefur Sor aya ekki hugsað sér að gefast upp á kvikmyndabrautinni og er nú komin til London til þess að ræða væntanleg hlutverk. Þegar kvikmyndaframleiðand inn Dino De Laurentis gerði kvikmyndasamninginn við hana, hafði hann fyrst í huga að láta hana leika prinsessu sem var Múhameðstrúar, síð ar Katrínu miklu Rússadrottn- ★ ★ ingu, því næst alþjóðlegan kvennjósnara, því næst konu Karlamagnúsar, því næst ítalska prinsessu, sem var ást fanginn í bandarískum her- manni því næst eiginkonu Aga Khan og loks fann hann hlut- verk, sem honum fannst henni hæfa og var það í myndinni Þrjú andlit konunnar. En Soraya segir eftir þetta allt: Ég sé sjálfa mig fyrir mér í hlutverki eins og Grace Kelly í kvikmyndum Alfreds Hitchock. Þessi mynd er tekin af Jacq ueline Kennedy í London fyrir stuttu og tók þá þessi litli syst- ursonur hennar á móti henni á flugvellinum. Heitir hann Anth ony Radziwill og er sonur Lee Radziwill prinsessu systur Jacq ueline. Jacqueline var að koma i' frá Spáni og ætlar að dveljast B nokkra daga hjá systur sinni í i London áður en hún heldur til f Bandaríkjanna aftur. ~ ------------ g 3 Á VÍÐAVA^GI Slys á slys ofan. íhaldsblöðunum reynist örð ugt að finna slysalausa fyrir- sögn á ræðu þá, sem Birgir ís- leifur flutti á „á fundi borg- arstjóra“ í Sjálfstæðishúsinu á dögunum. Vísir hafði þau orð úr ræðunni að fyrirsögn, að borgin væri „sköpunarverk borgaranna“ og það minnti menn hastarlega á, að borgar- stjórnendur eru alltaf langt á eftir borgurunum með þá þætti, sem þeir eiga að byggja af borginni, og er það mest ó- gert enn, svo að það er mikið sannmæli, að sú borg, sem við blasir nú, sé að mestu eða öllu „sköpunarverk borgar- anna“ en ekki stjórnendanna. Morgunblaðið birtir svo ræðu Birgis ísleifs f gær og ætlar ekki að detta í sömu fal! gryfju og Vísir og velur fyrir sögnina: „2500 ÍBÚÐIR BYGGÐAR í BORGINNI Á S. L. FJÓRUM ÁRUM‘ö. En hér varð slys á slys ofan — Moggi féll líka í gryfju. Gerum nú ráð fyrir, að það sé rétt frá hermt, að byggðar hafi verið 2500 íbúðir á síðustu fjórum árum, eða 625 íbúðir á ári. En það minnir aðeins á það, að hagfræðingur borgarinnar taldi nauðsynlegt að byggja a. m. k. 660 íbúðir á ári að meðal tali þann áratug, sem nú er að líða. Þessi fyrirsögn minnir því aðeins á, að íhaldið hefur ekki einu sinni náð því marki, sem borgaryfirvöid hafa sjálf reiknað út að væri nauðsynlegt og vantar 150 —200 íbúðir upp á á þessu tímabili. En hér stóð þó ekki á borgurunum. Þeir þurftu og vildu byggja miklu fleiri íbúðir, en fengu ekki lóðir eða aðra eðlilega fyrirgreiðslu, auk þess sem dýrtíðin batt hendur þeirra. í þessum málum hefur íhaldið í Reykjavík því beinlín is verið Þrándur í Götu þess, að „borgararnir sköpuðu" borg sína svo sem þeir höfðu vilja og áræði til. Svona er erfitt að finna slysalausa fyrirsögn á ræðu Birgis ísleifs! 9 kr. ávísun Múrarameistari, sem vinnur hjá einni framkvæmdastofnun Reykjavíkurborgar varð ofur- lítið langleitur á dögunum, þeg ar hann opnaði launaumslagið sitt. Innan úr því kom sem sé 9 kr. ávísun — níu krónur — en kvittanir upp á hartnær þrjú þúsund krónur fyrir opin berum sköttum og gjöldum sem tekið hafði verið af kaupinu. Ekki fygir sögunni, hvort hann hafði fyrir því að selja ávís- unina, enda mun hún e. t. v. talin eins verðmæt sem minja gripur um viðreisnarstjórnina og ær og kýr íhaldsstjórnaiinn ar i Reykjavík. Það var held- ur ekki einu sinni hægt að kaupa eina litla ýsu fyrir ávís- unina. „Kommar klókastir'. Það ætti ekki að fara fram hjá neinum, hvaða flokkur það er, sem íhaldið í Reykjavík cr hræddast við um þessar mund ir. Það er Framsóknarflokkur- inn, því að það sér og finnur, að þangað liggur Ieið íhalds- andstæðinga, og þar er sterk asti andstæðingur íhaldsins. f- haldið veit einnig og finnur, að margt fólk yfirgefur nú Sjálfstæðisflokkinn og tilgangs laust er að reyna að snúa því Framhald á bls 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.