Vísir - 28.10.1974, Síða 5

Vísir - 28.10.1974, Síða 5
Vlsir. Mánudagur 28. október 1974. 5 'LÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND Umsjcn Haukur Helqason „Rautt tapaði — „svart" vann EINN MESTI ÓSIGUR JAFNAÐARMANNA - KRISTILEGIR FÓRU FRAM ÚR ÞEIM í HESSEN OG FENGU HÁTT í TVO ÞRIÐJU í BAYERN Jafnaöarmenn biðu mikinn ósigur í kosningum til fylkisþinga í Vestur- Þýzkalandi í gær. Helmut Schmidt kanslari fer í dag til Moskvu til viðræðna við forystumenn Sovét- rikjanna, með þetta áfall „á bakinu". 1 mjög mikilvægum kosningum i iðnaðarfylkinu Hessen og hinu stóra Bayern töpuðu jafnaöar- menn nærri þremur af hundraði fylgis sins. Hægri sinnaðir and- stæðingar þeirra juku fylgi sitt um meira en sjö prósent i Hessen og fóru fram úr jafnaðarmönnum i fyrsta sinn i 25 ára sögu Vestur- Þýzkalands. Þeir bættu nærri sex prósentum við sig i Bayern, þar sem þeir höfðu mikinn meirihluta fyrir. Um fjórðungur allra kjósenda i Vestur-Þýzkalandi tók þátt i þe’ssum kosningum. A kjörskrá I fylkjunum tveimur eru 11 milljónir manna. Þetta var siðasti ósigurinn i langri röð ósigra jafnaðarmanna i fylkis- kosningum, en það hrun hófst snemma á árinu, áður en Helmut Schmidt tók við kanslaraembætti af Willy Brandt. Stjórnmálaskoðendur telja vaxandi atvinnuleysi vera eina aðalorsökina. Sigur kristilegra demókrata i þessum kosningum var þó ekki nógu mikill til að skipta sköpum i efri deild þingsins i Bonn, en þar sitja fulltrúar fylkisþinganna. Kristilegir demókratar hafa þar fyrir eins sætis meirihluta, sem gerir þeim kleift að tefja fyrir frumvörpum, sem neðri deildin samþykkir. t neðri deild hefur rikisstjórnin þægilegan 46 sæta meirihluta. Sigur þeirra dugði heldur ekki til að steypa meirihluta sam- steypustjórnar jafnaðarmanna og frjálsra demókrata, sem stjórnar Hessen. Jafnaðarmenn fengu 43,2 prósent atkvæða i Hessen, frjálsir demókratar 7,4% og hinn hægri sinnaði flokkur kristi- legra demókrata 47,3%. 1 Bayern fengu jafnaðarmenn 30,2% frjálsir demókratar 5,2 og kristilegi „sósial” flokkurinn, systurflokkur kristilegra demókrata 62,1%. Kristilegir fengu meira fylgi en jafnaðarmenn i borgum eins og Frankfurt, Milnchen, NUrnberg og Darmstadt, þar sem verið hafa helztu vigi jafnaðarmanna. »••••* "-J A „Ég hélt ég vœri sjólfur dauður" Kennedy leysir frá skjóðunni um slysið á Chappaquiddick „Óskynsamlegt, óverjandi, óafsakanlegt og óskiljanlegt.” Þessi orð notar Edward Kennedy öldungadeildarþing- maður til að lýsa framkomu sinni eftir slysið á Chappa- quiddick. Blaðið Boston Globe birtir viðtal við hann, sem mun vera i fyrsta sinn, sem þingmaðurinn talar nokkuð hreinskilningslega við fjölmiðla um dauða Mary Jo Kopechne. „Ég var viss um, þegar slysið varð, að ég hefði drukknað og væri sjálfur dauður,” segir Kennedy. Ungfrú Kopechne var 28 ára ritari i kosningabaráttu Kobcrt Kennedys, bróður Edwards. Hún drukknaði sumarið 1969, þegar Edward Kennedy ók bil sinum út af brú á eynni Chappa- quiddick. Viðtalið er þáttur i „tveggja mánaða athugun” blaðsins á slysinu. Blaðið segir, að þing- maðurinn standi á framburði sinum, er hann bar fyrir rétti á sinum tima. Hann hafi ckki leyst úr þver- sögnum, sem hafi magnazt, frá þvi að slysið varð, segir i blað- inu. Kennedy tilkynnti ekki strax um slysið, og blöð hafa ásakað hann um að segja óskýrt frá slysinu og framkomu hans eftir það. „Ég var þá yfirkominn af hryggö vegna dauðaslyssins,” segir Kennedy. „Ég var sár- þjáður af þvi að þurfa að hringja til frú Kopechne, for- eldra minna og konu minnar.” Hinn 23. septembcr sfðastlið- inn tilkynnti þingmaðurinn, að liann mundi alls ekki verða i framboði við forsetakjör árið 1976. Ilann sagði, að „fjöl- skylduástæður” lægju til grund- vallar þeirri ákvörðun. RAY VILL AFTUR- KALLA James Earl Ray sést hér á myndinni, er hann er færður brott úr yfirheyrslu fyrir rétti. Þetta var fyrsta yfirheyrslan, en Ray reynir nú að afneita játningu sinni varðandi morðið á leiðtoga blökkumanna dr. Martin Luther King árið 1968. Ray var handtekinn skömmu eftir morðið, og játaði hann þaö þá. Slepptu tveimur börnum Fangarnir í Scheveningen halda 17 gíslum Flugvélaræningi frá Palestfnu og þrfr aðrir fangar létu I nótt laus tvö börn, sem þeir höfðu haft I gislingu í sólarhring I Scheveningen-fangelsinu skammt frá Haag. Börnin eru 10 og 16 ára. Viö það uröu gislar þeirra 17. Þeir héldu þeim enn I morgun. Fangarnir halda gislunum i kapellu fangelsins. Þeir gerðu uppreisn við messu á laugardags- kvöldið, brugðu byssum og tóku 22 gisla. meðal annarra prestinn, allan kórinn og organistann. Þeir létu i gær lausa niu ára telpu, 79 ára gamlan karlmann og 49 ára móður eins barnanna. Lögregluþjónn I borgaralegum klæðum fer með hund sinn út úr Scheveningen-fangelsinu I gærkvöldi, eftir að fangarnir reiddust gelt- Enn var nokkuð óljóst, hvers inu I lögregluhundunum og kröfðust þess, að þeir yröu á burt. — Sfma mynd AP I morgun. fangarnir kröfðust.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.