Tíminn - 04.05.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.05.1966, Blaðsíða 1
Augiýsíng 1 Tímanuin kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda 99. tbl. — Miðvikudagur 4. maí 1966 — 50. árg. Gerizt áskrifendur aö Tfananum. Hringie 1 sima 12323. KJARAVIÐRÆÐ- UR HAFNAR EJ-Reykjavk, þriðjudag. Framkvæmdastjórn Verka- mannasambandsins hélt í dag ftrnd með Vinnuvertendum, og tjáði Þórir Daníelsson hjá Verkamannasambandinu blað inu í dag, að þetta væri fyrsti undirbúningur að samningavið ræðum um nýja kjarasamn- inga. Eins og kunnugt er renna samningar verkalýðsfélaganna úft 1. júní n.k. Þórir kvað senni legt, að haldið yrði áfram fund um við vinnuveitendur eftir helgina. WILSON HÆKKAR EKKI ÁLÖGUR Á ALMENNING NTB-London, þriðjudag. James Callaghan, fjármálaráð- herra Breta, lagði í dag fram í neðri deild þingsins fjárlög ríkis- stjórnarinnar, og vakti það mikia athygli. Einkum k|m á óvart, að ríkisstjórnin fer ekki þá gömlu leið að hækka skatta og aðrar álögur, heidur leitast hún við að draga úr fjárfestingu Breta í öðr- um löndum, og reynir að beina vinnuaflinu í útflutningsatvinnu- vegina með aðstoð nýs skatts á fyrirtæki, sem hafa of mikið vinnu afl. Einnig vakti það ánægju, et Callaghan skýrði frá því, að hinn óvinsæli 10% skattur á innflutn- ing iðnaðarvara yrði Iagður nið- ur í nóvember n.k., en hann hef- ur verið í gildi síðan í október 1964. BRÆDSLUSILDARVERÐ AKVEÐIÐ Á fundi Verðlagsráð sjávarút- vegsins þann 30. apríl varð sam- komulag um eftirfarandi lágmarks verð á sfld í bræðslu á Norður- og Austurlandssvæði. • Tímabilið 1. maí til maí 1966: 31. maí Hvert mál (150 lítrar) kr. 163. 00 eða pr. kg. kr. 1.15. Tmabilið 1. júní til 9. júní 1966: Hvert mál (150 lítrar) kr. 190.00 eða pr. kg. kr. 1.34. Verðin eru miðuð við, að síld- in sé komin í löndunartæki verk- smiðjanna eða hleðslutæki sér stakra síldarflutningaskipa. Heimilt er að greiða kr. 30.00 lægra pr. mál fyrir síld, sem tek- in er úr veiðiskipi í flutningaskip út á rúmsjó (utan hafna), enda sé síldin mæld við móttöku í flutn ingaskip. Aðalatriðin í brezku fjárlögun- um eru: 1. Sérstakur skattur á vinnuafl, sem virkar þannig, að fyrirtæki, einkum þjónustuiðnaði, verða að greiða skatt, ef þau hafa of mik- ið vinnuafl. Callaghan sagði, að þetta muni minnka vinnuaflið í þjónustufyrirtækjum svo sem í skemmtanalífinu, bankastarfsem- inni, tryggingarstarfseminni og fleiri greinum. Það vinnuafl, sem þarna sparaðist, myndi leita til iðnaðargreina, sem skila meiri framleiðslu, og þar sem skortur er á vinnuafli. Er hér einkum um að ræða fyrirtæki, sem framleiða til útflutning, en slík fyrirtæki njóta einnig góðs af sérstöku af- sláttarkerfi í sambandi við fyrir- tækjaskatta, og auk þess nokkurs konar niðurgreiðslna. 2. Innflutningsskatturinn, sem lögfestur var 28. nóvember 1964, til þess að bæta greiðslujöfnuð Breta, verður afnuminn í nóvem- ber. Hann er nú 10%. ! r III Einar Ágústsson Kristján Benediktsson Sigríður Thorlacius Óðinn Rögnvaldsson Spilp wmm < ■ W, wm 3. Sem fyrst munu hefjast við- ræður við Vestur-Þýkaland í þeim tilgangi að reyna að fá Þjóðverja til að greiða fyrir staðsetningu 51.000 brezkra hermanna á þýzkri grund. Þetta mun þýða 90 milljón punda sparnað. 4. Ríkisstjórnin mun fara þess á leit við brezk fyrirtæki að þau af sjálfsdáðun dragi úr fjárfest- ingu sinni í öðrum löndum á sterling-svæðinu, eins og t.d. Ástra líu, Nýja-Sjálandi og Suður-Afrlku. 5. Engin hækkun verður á tekju skatti eða skatti af öli, tóbaks- vörum og drykkjarvörum. Tilkynningu Callaghans um, að innfiutningstollurinn yrði afnum- inn, var mjög fagnað í þinginu. Callaghan hækkaði skattinn á gróðaafgang fyrirtækja úr 35% í 40%, en við því var fyrirfram bú- ist. Einnig boðaði hann breyting- ar til þess að loka ýmsum „göt- um“ í nýju skattalögunum, en hann hafði tilkynnt um það áður, og eins hafði hann áður tilkynnt um skatt á peningaspil, en hann verður settur í framkvæmd 1. okt. Callaghan sagði, að skatturinn á vinnuafl ætti að tryggja að meiri not yrðu af afköstum vinnu aflsins en áður, og fólk myndi frekar leita til útflutningsatvinnu veganna en nú. Þessi nýi skattur tekur gildi í september. HANDRITA- Guðmundur Gunnarsson Gunnar Bjarnason Kristján Friðriksson Jóhannes Elíasson KJOSENDAFUNDUR B-USTANS í SÚLNASAL SÖGU í KVÖLD Reykvíkingar! B-listinn heldur kjósendafund í Súlnasalnum að Hdtel Sögu í kvöld. Fundurinn hefst klukkan 8.30. Fundarstjóri verður Jóhannes Elíasson, bankastjóri. RæSumenn eru sjö efstu menn á B-listanum í Reykjavík: Einar Ágústsson, bankastjóri. Kristján Benediktsson, kennari, Sigríður Thorlacius, húsfreyja, Óðinn Rögnvaldsson, prentari, Guðmundur Gunnarsson, verkfræðingur, Gunnar Bjarnason, leikmynda- smiður og Kristján Friðriksson, iðnrekandi. Stuðningsmenn B-listans! Hefjum öfluga sókn með þessum fundi! Fjölmennið og mætið stundvíslega. A MORGUN Aðils-Kaupmannahöfn, þriðjudag. Konunglega bókhlaðan í Kaup- mannahöfn notar dagana fram til 5. maí, en þá fellur dómurinn í handritamálinu. til opinberrar sýningar, þar sem reynt er að sýna þau málefnalegu rök, sem fram hafa verið sögð gegn afhend ingu handritanna. Konungsbókhlaðan mun með sýningu þessari reyna að sýna, að handritin séu „þýðingamesta verkfæri danskra vísindamanna við rannsókn danskra fornleifa.“ Er sagt, að fornleifar frá víkinga- tímanum og miðöldum séu í dag metnar að miklu leyti með að- stoð þeirra upplýsinga, sem er að finna í handritunum íslenzku. Lit- myndaeftirprentun ýmissa fræg- ustu handritanna verða á sýning- unni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.