Tíminn - 04.05.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.05.1966, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 4. maí 1966 TÍMINN u VERÐIR LAGANNA ‘;3r - til flughersins. Flugmaður nokkuð bauðst tii rð reyna að elta fuglinn með lausnargjaldið. Ekki hlakkaði hann til ferð- arinnar, en til allrar hamingju flaug dúfan beina leið hátt í loft. Á jörðu niðri elti hraðskreiður bfli flugvélina, sem varð að fljúga með minnstu ferð til að fara ekki framúr fuglinum. Eftir tuttugu kílómetra flug tók dúfan að lækka sig, og fjárkúgarinn beið við dúfnahúsið. Honum kom ekki til hug- ar að flugvélin sem hann sá væri í erindum lögreglunnar, og þvi síður grunaði hann að lögreglubíU nálgaðist óðfluga. Um leið og hann rak hendina inn í dúfnahúsið til að hirða feng sinn, tók lögreglan hann fastan. Áætlunarflugvélamar sem halda uppi ferðum heimshorna milli eru þmetanlegar jafnt fyrir þá sem ferðast í atvinnu- skyni og sér til skemmtunar, en glæpamenn geta einnig haft þeirra not, svo sem náungar tveir sem urðu tilefni skeytis sem barst til Parísar frá Willemstad í Curacao. Þetta voru Englendingur og Bandaríkjamaður, sem létust vera fulltrúar stórfyrirtækisins Henry J. Kaiser í San Franc isco og höfðu haft vörur út úr kaupmönnum í Wilhemstad . gegn fölskum ferðaávísunum. Á sjö ávísanir sem þeir seldu höfðu þeir skrifað nöfnin James Ray og Norman Stanley. Mennirnir komu frá Barran- quilla í Kólumbíu og héldu samdægurs áfram til La Guaira í Venezuela. Nöfnin sem þeir notuðu fundust hvergi á skrá. Mánuði síðar kom annað skeyti, sem skýrði frá að bóf- arnir hefðu skilið og annar farið til Havana en hinn til Trinidad. Síðan barst meiri vitneskja frá ýmsum stöðum, og það kom á daginn að James Ray var sami maður og James Bright, fæddur í Cheshire á Englandi, en Norman Stanley hét réttu nafni Norman Smith og var fæddur í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Þeir kumpánar höfðu ekki dvalið nema hálfan annan sól- arhring á Curacao, einni af sex eyjum í Hollenzku Vestur- Indíum. Eyjan er vinsæll ferðamannastaður og þar er á boðstólum mikið úrval dýrmæts varnings, svo sem mjmda- véla, úra og skartgripa, og vegna tollfrelsis eru vörurnar mjög ódýrar. TOM TULLETT Tveim mánuðum eftir að fyrsta skeytið barst Alþjóða- lögreglunni, var komið á daginn að þessir náungar höfðu einnig selt falskar ferðaávísanir í Mexíkó, á Kúbu, i Costa Rica, Guatemala og Honduras. Á Haiti fékkst vitneskja um að þeii höfðu átt skipti við prentara þar, sem prentaði fyrir þá þúsund ávísanir. Alltaf fóru þeir eins að. Fyrst keyptu þeir tvær eða þrjár ferðatöskur, létu í þær múrsteina og komu þeim fyrir í hótelherbergi. Síðan verzluðu þeir í ákafa til að breyta fölsuðu ávísununum í verðmætar vörur. Að svo búnu fóru þeir beint á flugvöllinas. Aftur skildu bófarnir. B?ight hélt til Englands og notaði vegabréf Smiths. Lögreglan komst fljótt á snoðir um hvar hann hélt sig, en áður en hann yrði handtekinn flaug hann til Madrid. Skrifstofu Alþjóðalögreglunnar í höfuðborg Spán- ar var sent skeyti, og hann var handtekinn um leið og hann kom. út úr flugvúlinni. Smith tók þann kost að hefja verzlun með minjagripi á Antigua, einni Vestur-Indía. Þar kom að hann var hand- samaður líka, og báðir voru dæmdir í Curacao. Líklega er Donald Fish allra manna fróðastur um lög- gæzluvandamál sem flugvélaöldinni fylgja. Hann hóf störf hjá Scotland Yard, var síðan í brezku leyniþjónustunni M.I.5. og er nýlega kominn á eftirlaun hjá flugfélaginu B.O.A.C. Hann hefur setið ráðstefnur á vegum Alþjóðalögreglunnar víða um heim og var óspar að veita öðrum af þeim feikna forða vitneskju sem hann hefur aflað sér á rannsóknarferð- um á flugleiðum heimsins. Ég hlýddi á mál hans á mörgum þessara ráðstefna og veitti því athygli hverja áherzlu hann lagði á að brýna fyrir leynilögreglumönnum heimsins að gefa gaum viðleitni glæpamanna til að komast undan loft- leipis. í bókinni „Leynilögreglumaður á flugi“ skýrir Fish frá ýmsum brögðmn sem hann kynntist. Þjónar sem störfuðu hjá B.O.A.C. höfðu tekið upp á því að fela demanta í getnaðarverjum sem þeir báru innvortis. Einnig komst hann að því að eiturlyfjum var smyglað í úrkössum án þess að þeir sem úrin báru vissu af því. Eiturlyfjasmyglarar komust einnig upp á lag með að smygla vöru sinni í blóra við tigna farþega. Eitt sinn var ferðalag þekkts biskups gr 14 v vegna getað verið mín sök, að ég valt út úr bíl, þú getur ekki myndað þér hvað honum er illa við að koma og heimsækja mig. — Hann virðist vera algerlega ' ómannlegur! hrópaði Jill með van þóknun. — Hvers vegna lætur þú hann koma? — Hreina sérvizka! En þótt Sandra hlægi, leið skuggi yfir and- lit hennar þegar hún sagði: — Hr. Carrington sagði dag, að ég mætti fá nokkra gesti heimsókn núna, ef ég kærði mig um. Ég sagði honum ekki, að ég hefði þeg- ar ráðgert að fá Glyn heimsókn. ' Eg sagði bara „þökk fyrir“ ósköp sætt og auðmjúklega. Jill hristi höfuðið ávítandi, fyrsta von hennar um, að gestur Söndru væri e.t.v. sérlega mikil- vægur fyrir hana, hafði brugðizt, en þessi innrás frá hinum ytra heimi minnti hana á — eins og hún hafði sagt við Söndru rétt áð- an — að hin stúlkan hafði eigin bakgrunn og mikilvægt líferni. Allir sjúklingar Jill urðu eins og börn hennar meðan þeir voru sterkum, duglegum höndum henn ar, og hún hafði miklu fremur hugsað sér Söndru eftir uppskurð- i inn sem veika stúlku, sem varð j að tala um fyrir og gera heil- brigða, en sem hina frægu dans- mær sem hún raunveruulega var. En skyndilega virtist það undar- legt og fremur skammsýnt að hafa svo algerlega misst sjónar á þeirri staðreynd, að það hlytu að vera margir aðrir menn í lífi dans- meyjarinnar fyrir utan hinn lag- lega skurðlækni. Hún uppgötvaði, að hún hafði óafvitandi takmark- að hringinn við sjúkrastofu Söndru og þau áhugamál sem hún hafði að geyma. Þrátt fyrir allt var það ekki nauðsynlegt, að augljós áhugi Vere á sjúklingi snum væri endurgold- inn, fremur en að áhuginn væri — tjá, ekki mikið meira en embættis- legur. — Hvers vegna ertu svona al- varleg? spurðí Sandre og Jill hrökk skyndilega upp úr hugleið- ingum snum sem að andartaki liðnu hefðu farið að kvelja hana. — Var ég alvarleg? spurði hún. — Ef þú ert búin, ætla ég að fara með bakkann. Þú virðist ekki hafa borðað neitt, bætti hún byrst við og horfði á óhreyft brauðið og smjörið og mulda kökusneið- ina á disk Söndru. — Æ, elsku Systir, ég er ekki svöng, sagði Sandra biðjandi og spennti greipar. — Reyndu ekki að smjaðra fyr- ir mér, dekurbarnið þitt, sagði Jill við hana. — Ef þú borðar iekki það sem þér er gefið, verð ég að segja hr. Charrington það. Þá verður sprenging. — Það eru fleiri en hann sem geta sprungið, sagði ungfrú St. Just ögrandi. Síðan sagði hún prakkaralega: — Það yrði nú al- deilis bardagi ef við tvö værum upp á kant! En ég býst við að hann mundi ásaka þig fyrir að láta mig ekki borða, ef þú ferð að klaga mig. Kannski hafði hún rétt fyrir sér, hugsaði Jill með beizkri kímni þegjar hún bar bakkann fram í eldhúsið. Judy var einmitt að taka til á annan bakka, þegar vinkona hennar kom inn. — Halló, ókunna mær, heilsaði hún henni. — Þau fáv skipti sem ég hef séð þér bregða fyrir s.l. tvo daga hefur verið á matmáls- tfma. Og ég hef verið of syfjuð til að koma og masa við þig þeg- ar ég er búin að vinna. Jill lyfti brúnum. — Hver er að þræla þér út? Judy yppti öxlum. — Spurðu yfirhjúkrunarkonuna, væna. Þú veizt að ég var sett á barnadeild- jina vegna þess að Systir Garret missti þrjá úr starfsliði sínu. — Hvers vegna í ósköpunum! hrópaði Jill. — Comyns er með hálsbólgu, Madison tognaði um ökklann og ein af þeim gömlu er farin heim í aukafrí vegna þess, að móðir hennar er alvarlega veik. — Ja, hérna! kallaði Jill upp yfir sig, — en sú keðja af óhöpp- um! Hún andvarpaði. — Ég virð- ist ekki heyra um neitt sem er að gerast lengur — líf mitt er al- gerlega helgað núverandi sjúkl- ingi mínum. — Er hún erfið? spurði Judy. Jill hristi höfuðið. — Nei! Mér líkar vel við hana. Hún getur ver- ið rosafengin, en hún er samt elskuleg. Hrekkjasvipur kom á andlit Judy. — Er Sá Stóri sammála þvi? — Ég hef ekki spurt hann að því. Rödd Jill var rólegri en hjartasláttur hennar. Hún hafði verið svo ákveðin f því, að það_ skipti hana engu máli hvaða til- finningar Vere Carrington kynni að bera í brjósti til sjúklings síns, en hún óskaði að Judy gæti haldið sér saman. Hann hafði a. m.k. sýnt vanþóknun sina á hjúkr- unarkonunni nógu greinilega! sagði hún við sjálfa sig er hún hélt aftur til sjúkrastofunnar stuttu síðar. Lyftan var einmitt að koma upp þegar hún gekk fram hjá. Hún hélt áfram án þess að líta á hana og hafði lagt höndina á húninn á herbergishurð Söndru, þegar ákveðin, en kurteis og ekki óvið kunnanleg kvenmannsrödd barst henni til eyrna. — Afsakið, Systir, er þetta hæð- in þar sem númer 25 er? Jill sneri sér nöggt við og henni til mikillar undrunar því að rödd in hafði hljómað unglega. stóð hún andspænis hávaxanni, gam- alli hefðarfrú með hvitt hár, sem ljómaði eins og silfur undir barð- inu á afar tilkomumiklum gróum stráhatti. Tvö heiðblá augu glömp uðu í laglegu andliti og húðin var eins og á ungri stúlku, þó Jill gæti sér ósjálfrátt til. að hún væri a.m.k. sjötug. Grannur, beinvax- inn líkami hennar var hulinn grárri, klæðskerasaumaðri dragt, sem var augljóslega í Eðvarðískum stfl. Tignarleg, gömul hefðarfrú, sem hafði verið mjög falleg í eina tíð og hafði líklega notfært sér valdið sem fegurð hennar veitti henni. — Þetta er númer tuttugu og fimm. Viljið þér hitta ungfrú St. Just? sagði JiR. — Já. Guðdóttur mína. Ég er ÚTVARPIÐ Miðvikudagur 4. mai 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg isútvarp 13.15 Við vinnuna 15. 00 Miðdegisútvarp 16.30 SíðMeg isútvarp. 17.40 Þing- fréttir 18. 00 Lög á nikkuna- Hljómsveit Jos Basiles og Maurices Larc anges leika Vínarvalsa og frönsk lög. 1845 Tilkynningar 19.20 Veðurfreenir 19 30 P'rétt ir 20.00 Daglegt mál Arni Böðv arsson flytnr þáttinri 20.05 Rfst á baugi Björn Jóhannsson og Tómas Karlsson tala um erlend málefni 20 35 Fer** tii Suður landa Jóhannes Teitsson hiisa smíðameistari segir frá Spáni. 21.00 Löa unaa fólksins Gerður Guðmundsdóttir kynnir. 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22.15 „Jarðarför" smásaaa eftir Guð mund Friðiónsson: fyrri hluti Sigurður Sigurmundsson Oóndi í Hvítárholti les. 22.40 Dans- lagakeppni útvarpsins Hljom- sveit Magnúsar Ingimarssonar, Savannatríóið oa niu söngvarar kynna tögin. sem komu tyrst fram i útvarpsþáttum Svavars Gests. Endurtekinn flutningur til glöggvunar fvrir hlus*endur sem skulu dæma um lögin. 23. 15 Dagskrárlok. Fimmtudagur 5. maí 7.00 Morgunútvarp 12.15 Hádeg isútvarp 13.00 Á frívaktinni. Ey dís Eyþórsdóttir sér um óska- lagaþátt fyrir sjó- menn- 15.00 Miðdegisútvarp 16.30 Stðdegis útvarp. 17.40 Þingfrétt.ir 18.00 Úr söngleikjum og kvikmynd um. 18.45 Tilkynningar 19.20 Veðurfregnir 19.30 Fréttir 20. 00 Daglegt mál Árni Böðvars son flytur þáttinn. 20.05 Tón leikar í útvarpssal. 20.30 Byggðarlýsing Héðinsfjarðar Sigurbjörn Stefánsson flytur erindi frá Guðlaugi Sigurðssyni á Siglufirði. 20.50 Einsöngur Gloria Davy syngur negrasálma 21.10 Trúlofun. gifting og brúð arsæng Svava Jakobsdottir spjallar um brúðkaupssiöi í Svíþjóð. 21.30 Konsert i c- mill fyrir tvö píanó og hljóm sveit eftir Jóhann Sebastian Bach. 21.45 Ung ljóð Ntna Björk Árnadóttir les úr Ijóða- bók sinni, ásamt með Arnarí Jónssyni. 22.00 Fréttir og veð urfregnir. 22.15 „Jarðarfór*' smásagia eftir Guðmund FriS- jónsson: síðari hluti Sigurður Sigurmundsson bóndi i Hvftár holti les. 22.40 Djassþáitur Ólafur Stephensen kynnir 23. 10 Bridgeþáttur Hallur Simon arson flytur. 23.35 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.