Tíminn - 04.05.1966, Blaðsíða 8
8
I"
TÍMINN
omm
MIÐVIKUDAGUR 4. mai 1966
Þetta vill Framsóknar
NOKKUR STEFNUA TRIÐI í BORGARMÁLUM
Fjárhagsmá!
Framsóknarílokkurinn leggur áherzlu á, að
fyllsta sparnaðar og hagsýni sé gætt í rekstri borg
arinnar og allra borgarstofnana, svo að sem mest
af tekjunum nýtist til framkvæmda og annarra
nauðsynlegra verkefna. Lögð verði áherzla á að
draga úr útgjöldum með ítarlegum, aimenn-
um útboðum verka og bættri vinnutilhögun og
vinnuaðstöðu í samráði við samtök launþega.
Útsvörum og aðstöðugjöldum verði stillt í hóf
og þess gætt að íþyngja ekki láglaunafólki né
þeim, sem mikla ómegð hafa, með of háum
útsvarsgreiðslum. Ellilífeyrisþegar verði undan-
þegnir útsvarsgreiðslum og greiðslu fargjalda
með strætisvögnum. Létt verði undir með nýj-
um atvinnugreinum og fyrirtækjum með því að
skattleggja þau vægilega fyrstu árin.
Fasteignaskattur af hóflegu íbúðarhúsnæði
verði ekki gerður að tekjulind borgarinnar um
fram það, sem nú er.
Framkvæmdir á vegum borgarinnar séu fyrst
og fremst við það miðaðar að þjóna sem bezt
þörfum borgarbúa í heild.
Atvinnumál
Framsóknarflokkurinn telur það nieginverk-
efni borgarstjórnar að sjá svo um, að jafnan
séu næg atvinnutæki í borginni og að allir vinnu-
færir borgarbúar eigi kost á verkefnum við hag-
nýt störf. Ber í þessu sambandi að Ieggja höf-
uðáherzlu á að skapa undirstöðuatvinnuvegum
borgarinnar, sjávarútvegi og iðnaði, sem bezta
aðstöðu svo og að greiða fyrir nýjum atvinnu-
greinum.
Síðustu árin hefur fiskiskipum, sem gerð eru
út frá Reykjavík, farið fækkandi og á það bæði
við um togara og báta. Þessari þróun verður að
snúa við. Jafnhliða þarf að bæta aðstöðu í landi
til útgerðar frá borginni og stuðla að meiri og
betri nýtingu aflans en nú á sér stað.
IFjölga þarf verbúðum fyrir bátana og nýta
Vesturhöfnina eingöngu fyrir fiskiskipin. Þá er
aðkallandi, að borgarstjórn stuðli að því, að fisk-
veiðilandhelgin verði stækkuð, fiskirannsóknir
efldar og eftirlit aukið svo að ofveiði eyðileggi
ekki fiskistofninn.
Bæta þarf aðstöðu iðnaðarins og stöðva sam-
drátt í þessari atvinnugrein. Meira en 40% borg-
arbúa hafa framfæri sitt af vinnu við iðnað, svo
að öllum má Ijóst vera, hver þýðing hans er.
Tryggja þarf iðnaðinum þann sess, er honum
ber, sem einum af höfuðatvinnuvegum lands-
manna, til hagsbóta fyrir borgarbi'ta og þjóðina
í heild. Sjá verður um, að jafnan séu tiltækar
hentugar lóðir fyrir smærri og stærri iðnaðar-
fyrirtæki og leyfa þarf iðnaðarfyrirtækjum, sem
byggja yfir starfsemi sína að borga gatnagerð-
argjöld með jöfnum greiðslum á 4—5 árum í
stað þess að þurfa að greiða þau að fullu fyrir-
fram eins og nú er.
Skipulagsmál
Framsóknarflokkurinn hefur á undanförnum
áratugum beitt sér fyrir þvi í borgarstjórn, að
heildarskipulag væri gert af borginni og ná-
grenni hennar.
Er vissulega merkum áfanga náð með því heild
'irskipulagi, sem nú hefur verið samþykkt. og
útgáfu skipulagsbókarinnar. í sambandi við skipu
lagið leggur flokkurinn áherzlu á eftirfarandi:
að haldið verði áfram samvinnu við nágranna-
sveitarfélögin um framkvæmd skipulagsins og
skipulagsmál Reykjavíkursvæðisins,
að borgin hafi jafnan nægilegt af skipulögðu
landi tiltækt, svo að ekki þurfi af þeim sökum
að vera hörguU á lóðum til íbúða, iðnaðar, verzl-
unar eða annars atvinnurekstrar,
að borgin geri sitt til þess, að hægt sé að hefja
hér byggingar í stórum stíl, þar sem komið verði
við fjöldaframleiðslu og stöðlun með því að út-
hluta samfelldu landsvæði undir slíkar byggingar.
Húsnæðismál
Framsóknarflokkurinn telur húsnæðismálin nú
sem fyrr meðal brýnustu hagsmunamála Reyk-
víkinga. Borgin hefur að langmestu leyti byggzt
upp fyrir framtak einstaklinga og félagssamtaka,
svo sem byggingarsamvinnufélaga. Telur flokk-
urinn, að reynslan hafi sannað að heppilegt sé,
að borgin efli framtak þessara aðila og styðji
þá einstaklinga eftir megni, sem vinna að því
að koma upp eigin íbúð.
Nauðsynlegt er hins vegar, að borgin byggi
og eigi íbúðir, sem leigðar séu á viðráðanlegu
verði þeim, sem ekki hafa tök á að eignast
íbúð sjálfir. í húsnæðismálum leggur flokkurinn
áherzlu á eftirfarandi atriði:
að borgin beiti sér fyrir því í samvinnu við
aðra aðila, er fást við byggingarmál, að teknar
verði upp nýjungar í byggingarframkvæmdum,
er miði að því að koma við fjöldaframleiðslu
og gera íbúðarbyggingar ódýrari en nú er,
að Reykjavíkurborg stuðli að því með eigin fram-
kvæmdum og beiti áhrifum sínum við Alþingi
og ríkisstjórn í þá átt, að ungt fólk geti eignazt
íbúð á viðráðanlegu verði og með hóflegum láns-
kjörum,
að gatnagerðargjöldum verði stillt í hóf,
að jafnan séu til staðar nægar byggingarlóðir,
að Byggingarsjóður borgarinnar verði efldur með
auknum fjárframlögum og íbúðabyggingar á veg-
um borgarinnar stórauknar,
að stofnaður verði sérstakur sjóður, sem láni fé
til lagfæringa á lóðum við nýjar byggingar,
að reistar verði hentugar og þægilegar íbúðir,
sem leigðar verði öldruðu fólki,
að herskálum verði á þessu ári endanlega út-
rýmt úr borgarlandinu,
*að heilsuspillandi íbúðir í eigu borgarinnar
.verði hið fyrsta rýmdar og húsin rifin, og því
fólki, sem þar býr, séð fyrir betra húsnæði.
Gatnagerð
* Fíamsóknarflokkurinn vekur athygli á þeirri
staðreynd, að nærfellt helmingur af götum borg
■arinnar eru ófullgerðar malargötur án gang-
■stétta, og víða, þar sem þó er búið að malbika
■akbrautir, vantar gangstéttir með öllu. Malbik-
•aðar eða steyptar götur með afmörkuðum gang-
•stéttum eru nauðsynlegar í nútíma menningar-
•borg. Núverandi ástand í gatnamálum margra
hverfa borgarinnar er með öllu óviðunandi. Legg
ur flokkurinn áherzlu á eftirfarandi atriði varð-
andi gatnagerðina:
að á næstu tveimur til þremur árum verði allar
götur borgarinnar malbikaðar og gangstéttir hellu
lagðar.
að tækni og skipulag við gatnagerðina verði
bætt, svo að draga megi úr kostnaði,
að gengið verði frá götum og gangstéttum í nýj-
um hverfum strax og þau eru tekin í notkun,
að viðhald eldri gatna verði stórbætt frá því sem
nú er, svo og gatnalýsing,
að nýtt verði reynsla annarra þjóða varðandi
varanlega gatnagerð og aflað vísindalegrar þekk-
ingar á öllu, er að gatnagerð lýtur, í þeim til-
gangi að tryggja sem bezt endingu gatnanna.
Hitaveita
Framsóknarflokkurinn hefur árum saman bar-
izt fyrir því í borgarstjóra að hitaveita væri
lögð um borgina og reynt væri að nýta heita
vatnið sem bezt. Leggur flokkurinn áherzlu á
eftirfarandi atriði varðandi framkvæmdir hita-
veitunnar:
að gerðar verði þegar á þessu sumri viðhlítandi
ráðstafanir til að bæta hitaveituna í gamla bæn-
um og á öðrum þeim stöðum, þar sem úrbóta
er þörf,
að á þessu ári verði lokið við að leggja hitaveitu
í öll skipulögð hverfi fyrir vestan Elliðaár,
að kannað verði til þrautar með borunum, hvort
fáanlegt er meira heitt vatn í borgarlandinu og
nágrenni,
að unnið verði að undirbúningi og framkvæmd
nýrrar hitaveitu frá Nesjavöllum eða öðrum
þeim stað, sem heppilegri kann að reynast til
virkjunar,
að á meðan ný hitavirkjun er ekki komin til
framkvæmda, verði nýjtrm hverfum séð fyrir
upphitun frá olíukyntum kyndistöðvum, og sú
fyrirhyggja höfð um byggingú þeirra að tengja
megi nýbyggð hús hitaveitu strax og þau eru
tekin í notkun.
Hafnarmál
Framsóknarflokkurinn telur hafnarmál borg-
arinnar mjög þýðingarmikil, þar sem fiskveiðar
eru snar þáttur í atvinnulífi borgarbúa og sam-
göngur á sjó að og frá borginni miklar.
f hafnarmálum leggur flokkurinn áherzlu á
eftirfarandi:
að fyrsti áfangi Sundahafnar verði byggður á
næstu árum og aðstaða sköpuð í landi, svo að
skipafélögin geti sem fyrst flutt starfsemi á nýja
hafnarsvæðið,
að gerð verði sérstök höfn fyrir smábáta,
að komið verði upp þurrkvíum og dráttarbraut-
um á nýja hafnarsvæðinu og stuðlað að því að
báta- og skipasmíðar í borginni geti vaxið í stór-
um stíl í framtíðinni,
að aðstaða í gömlu höfninni verði bætt með þvf
að reisa nýjar bryggjur og bólverk og hafnar-
svæðið verði nýtt betur en nú er gert,
að reist verði stórt vörugeymsluhús á Austur-
bakka þar sem skipa megi vörum beint upp úr
skipi í hús.
Skólamál
Framsóknarflokkurinn leggur áherzlu á, að
skólahúsnæði borgarinnar verði á næstu árum
aukið svo, að bætt verði úr þeim gífurlega hús-
næðisvandræðum sem nú torvelda eðlilegt skóla-