Tíminn - 04.05.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.05.1966, Blaðsíða 16
« . FIWn<«g^ «L «prfl HH FÆREYJAFLUG Fí ER HAFIÐ í gær byrjaði Flugfélag íslands flug urn Færeyjar, með Fokker FriendShip skrúfuþotu. Eins og fram hefir komi'ð í fréttum öðlaðist félagið leyfi til einnar ferðar í viku frá Reykja vík til Færeyja, Bergen og Kaup mannahafnar, en að auki verður flogið milli Færeyja og Glasg. Ferðum verður hagað bannig, að farið verður frá Reykjavik kl. 9.30 á þriðjudagsmorgun. Eent í Vagar í Færeyjum kl. 11.40. Þaðan verður flogið til Bergen, komu tími þangað er kl. 15.40 og til Kaupmannahafnar verður komið kl. 18.10. Uppgefnir t.ímar eru staðartímar. Á miðvikudagsmorgnum verð ur farið frá Kaupmannahöfn kl. 8:55, flogið til Bergen og Færeyja og þaðan til Glasg. í Glasg. verður stutt viðstaða, og síðan flogið til Færeyja og þaðan til Reykjavík ur, komið þangað kl. 20.25 á mið vikudagsikvöldum. í tilefni Færeyjaflugsins, hefir Flugfélag íslands gefið út bækl ing um Færeyjar, land og þjóð Framhald á 14 síðu Hverfaskrífstofur B-listans s Rvík Hverfaskrifstofur B-listans í Reykjavík eru á eftirtöldum stöðum: Fyrir Melaskólann: Hringbraut 30, sími 1-29-42. Fyrir Mið^æjarskólann: Tjarnargata 26, sími 1-55-64. Fyrir Austurbæjarskólann: Laugavegur 168, sími 2.35-19. Fyrir Sjómannaskólann: Laugavegur 168, sími 2-35-18. Fyrir Laugarnesskólann: Laugavegur 168, sími 2-35-17. Fyrir Álftamýrarskólann: Álftamýri 54, sími 3-85-49. •Fyrir BreiðagerSisskólann: Búðargerði 7, sími 3-85-47. Fyrir Langholtsskólann- Langholtsvegur 91. Allar skrifstofurnar verSa opnar frá kl. 2—10 nema hverfamiðstöSin að Laugavegi 168, sem verður opin frá kl. 10—10, sími 2-34-99. Stuðningsfóik B-listansi Hafið samband við hverfaskrif- stofurnar á viðkomandi stað. Veitið þeim allar þær upp- lýsingar, sem að gagni mega koma við kosningaundir- búninginn. FJÁRMAGNID HJÁ FÓLKINU ÆYINTYRIHOFFMANNS FRUMSÝNDÁ FÖSTUDA G GÞE—Reykjavík, þriðjudag- Næstkomandi föstudagskvöld verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu óperan Ævintýri Hoffmanns eftir Offenbach. Leikstjóri er Leif Söderström, hljómsveitarstjóri Bohdan Wodizko, og samtals koma fram i óperunni um 80 manns. Aðalhlutverkið, Hoffmann skáld syngur Magnús Jónsson óperú- söngvari, en hann hefur nú snúið heim eftir 10 ára dvö! í Kaup mannahöfn. Auk Magnúsar koma fram margir góðkunnir söngvar ar, Guðmundur Jónsson, Guðmund ur Guðjónsson, Sigurveig Hjalte- sted, Eygió Viktorsdóttir, Þuríður Pálsdóttir, Svala Nielsen og fleiri. Óperan er flutt í íslenzkri þýðingu Egils Bjarnasonar. Frumdrög að leikmyndum gerði Leif Söder- ström Ieikstjóri, en Lárus Ingólfs son hefur útfært þær. Óperan fjallar um skáldið og draumóraimanninn Hoffmann, og ástarævintýri hans þrjú. Olympia, ein konan, sem hann elskar reyn ist vera leikbrúða, Antonía sörng kona deyr fyrir aldur fram, og vændiskonan Giulietta snýr baki við Hoffmann og heldur á braut með öðrum. Ýmsar aðrar eftir- minmilegar persónur koma fram í óperunni, þar á meðal „sá illi“, sem sunginn er af Guðmundi Jónssyni en hann kemur fram í fjórum mismunandi gervum, og Nicolas fylgjandi Hoffmanns, eig EJ-Reykjavík, þriðjudag. Blaðinu hefur borizt listi sem sýnir, hve mörg bindi bóka hafa verið lánuð úr 170 almennings- bókasöfnum af bókum 76 rithöf- unda árið 1964, og eins skýrslur fyrir árin 1962 og 1963. Skýrslan inlega skáldskapargyðja hans, sungin af Sigurveigu Hjaltested. Tónlist Offenbachs býr yfir ákaflega miklum einfaldleika og fegurð, og óperan er að ýmsu leyti frábrugðin óperum annarra meist ara eins og Verdis. Yfirleitt nýtur hún mjög mikilla vinsælda og fellur í kramið hjá svo til öllum Framhald á 14. síðu. fyrir 1964 sýnir, að alls hafa ver ið lánuð af bókum þessara höf- unda 107.988 bindi — eða að með altali 1421 hindi eftir hvem höf- und. Tvær konur, Guðrún frá Lundi og Ingibjörg Sigurðardóttir, Framhald á bls. 15 Guðrún frá Lundi og Ingibjörg Sigurðardóttir efstar á lista YFIR MEST LESNU HÖFUNDANA 1964 Alögur á Reykvíkinga jukust um 16% á kjörtímabilinu! Álögur á Reykvíkinga 1962 500 millj. 1966 1300 millj. Hækkun: 160% í TK—Reykjavík, þriðjudag, Það ,sem gert er af hálfu borg- aryfirvalda, verða borgararnir sjálfir að greiða að sjálfsögðu í einni eða annarri mynd. Misbrest ur hefur oft viljað verða á því, ajs af hagsýni og ráðdeild væri því fjármagni ráðstafað, sem borgar- arnir þannig leggja borginni til Og það er engin smáfúlga, sem borgararnir greiða. Samkvæmt fjárhagsáætlun þessa árs verða heildartekjur borgar- innar og fyrirtækja hennar og stofnana yfir 1300 milljónir króna. Til samanburðar má geta þess, að síðasta fjárhagsáætlun næsta kjör tímabils á undan því. sem nú er að ljúka, hljóðaði upp á um það bil 500 milljónir króna og þar með taldar á sambærilegan hátt tekjur fyrirtækja borgarinnar og stofnana. Þannig hefur aukningin á þessu eina kjörtímabili, sem nú lýkur, á álögum á borgarana orðið rúm- ar 800 milljónir króna — eða hvorki meira né minna en 160%! Ekki verður sagt, að meirihluti Sjálfstæðisflokksins hafi ekki haft úr neinu að spila! Það skal að vísu viðurkennt, að dýrtíðarvöxtur í landinu hefur verið meiri á þessu kjörtímabili en nokkru sinni fyrr og því ræð ur einnig Sjálfstæðisflokkurinn. Engu ag siður er sjáanlegt af þess um tölum, að álöguaukningin hef- ur verið gífurleg umfram verð- bólguvöxt. Þegar meirihlutinn samþykkti í vetur að leggja 1300 milljónir króna á borgarbúa á þessu ári, var yfirskriftin í Morgunblaðinu: s.Afsláttur af útsvörum a.m.k. sá sami og í fyrra”. Borgarbúar munu eflaust finna það skömmu eftir kosningarnar, þegar útsvarsseðillinn kemur, að „afslátturinn" af útsvörunum verður álíka léttvægur og hann var í útsvarshneykslinu 1964. Ekki virtist draga mikið úr þunga út- svaranna í fyrra og voru þó fast- eignagjöld tvöfölduð á því ári. Svo á það að teljast sérstaklega þakkarvert og bera vott um sér- stakan dugnað og hagsýni meiri- hlutans, að þess sjást nokkur merki í framkvæmdum borgarinn ar. að allar þessar fúlgur hafa ver ið teknar af íbúum Reykjavíkur. Það er von, að mennirnir í bar- áttusætunum á lista Sjálfstæðis- flokksins velji sér að einkunnar- og vígorði: Fjármagnið hjá fólk- inu! Kosningahappdrættið SKRIFSTOFA HAPPDRÆTTISINS ER Á HRINGBRAUT 30, JARÐHÆÐ. SÍMAR 1-29-42 OG 1-60-66, OPIÐ FRÁ KL. NÍU TIL TÓLF OG EITT TIL SJÖ. VINSAMLEGA GERIÐ SKIL SEM ALLRA FYRST.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.