Vísir - 02.11.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 02.11.1974, Blaðsíða 1
64. árg.— Laugardagur 2. nóvember 1974. — 217. tbl. Hnefoleikur aldarinnar hefði kostað siónvarpíð 700 búsund — sjó dagskrórkynningu á bls. 16 Watergate- víxillinn fellur 5. nóvember — Sjó bls. 6 • Tollstjóri rannsakar feril hljómplatna — baksíða • »Eg er mestur," sagði Ali — og stóð við það Myndsjá bls. 5 „íg kom að austan með póstvagnin- um...." — Lesendur segja raunasögu sína - sjá Lesendabréf bls.2 Fékk falskan 100 króna seðil til baka í sjoppu „Ég fékk þennan falsaða 100 voginum. Ég var að kaupa mér króna seðil I sjoppu f Kópa- súkkulaði og borgaði með 5000 króna seðli. Það var bunki af seðlum, sem ég fékk til baka, og þess vegna tók ég ekki eftir þess- um falsaða seðli fyrr en nokkru eftir að ég yfirgaf sjoppuna”, sagði 13 ára gamail strákur úr Kópavoginum, sem leit inn á rit- stjórn VIsis I gærkvöldi. „Þegar ég ætlaði að fara að borga fyrir mig i annarri verzlun rak ég augun i falska seðilinn. Það var nefnilega ekki nein mynd eða lesmál á bakhliðinni”, hélt strákurinn áfram, en hann heitir Eyþór Eðvarðsson og er I Vig- hólaskóla i Kópavogi. „Það var i friminútunum, sem ég skrapp út i sjoppu að verzla. Ég var að flýta mér og hafði þvi ekki tima til að telja afganginn þarna inni i búðinni”, sagði Eyþór frá. „Þegar ég svo hafði fundið hinn undarlega peninga- seðil kom mér fyrst til hugar, að hannhefði fariðsvona i þvotti. En þegar betur var að gáð kom i ljós, að það vantaöi bæði vatnsmerkið og þráðinn. Þegar ég svo fór að skoða seðilinn enn betur og bera hann saman við aðra 100 króna seðla,sem ég var með, sá ég að seðillinn var teiknaður”. Og Eyþór sýndi okkur snjáðan seðil. Litirnir i honuxti eru ótrú- lega nákvæmir. Hafa verið notaðir bæði trélitir og vatnslitir, en textinn er skrifaður með hár- ffnum tússpenna. Pappirinn helzt likastur þunnum vélritunar- pappir. Það er ótrúlegt annað en sú ná- kvæmnisvinna, sem greinilega liggur að baki þessari seðlafölsun hafi tekið drjúgan tlma. Fals- arinn hefur áreiöanlega ekki náð þvi að hafa hundrað krónur á timann fyrir þessa miklu vinnu. Héðan af VIsi hélt Eyþór með falska seðilinn til lögreglunnar I Reykjavik, en þaðan var honum visað til rannsóknarlögreglunnar i Kópavogi, sem tekur málið væntanlega til rannsóknar. —ÞJM »Hrr' í:kr^3— Eyþór Eövarðsson (vinstrá megin á myndinni) er hér ásamt félaga sinum, og á milli sin halda þeir falsaða seðlinum. Ljósm. Vísis B.G. Framará myndinni er falsaði seðiliinn, en annar ófalsaður fyrir aftan til samanburöar. Fljótt á litið er falsaöi seðillinn áþekkur hinum, en ekki þarf nána skoöun til að sjá muninn. Silli og Valdi: Hópur lögfrœðinga við samninga fram á nótt: FYRIRTÆKINU SKIPT EF EKKI VERÐUR FALLIZT Á SAMNING Setið vará stöðugumfundum i allan gærdag til að finna lausn á deilunni um reksturinn á mat- vöruverzluninni i Glæsibæ. Á meðan fjöldi lögfræðinga sat við samninga gengu starfsmenn verzlunarinnar að sinum dag- legu störfum eins og ekkert heföi i skorizt. Málið er risið vegna samnings annars eiganda Silla og Valda, Valdimars Þórðarsonar, við Sláturfélag Suðurlands um það að félagið keypti lager og lausa- muni verzlunarinnar og yfirtæki reksturinn. Hinn aðilinn, dánarbú Sigur- liða Kristjánssonar, er þó mót- fallinn þessum ráðstöfunum og telur að hér sé um ógildan samning að ræða, þar sem aðeins Valdimar hafi undirritað hann. Sá siður gilti á meðan Silli og Valdi sáu báðir um stjórn fyrir- tækis sins, að aðeins annan þyrfti til að gera gilda samningá. Eftir lát Sigurliða mun Valdi hins vegar vera eini prókúruhafi fyrirtækisins og stendur hann þvi fast á þvi að samningur hans við Slátur- félagið sé gildur. Sveinn Snorrason hæsta- réttarlögmaður hefur fullt umboð dánarbúsins til að ráðstafa eignum þess, en á það er bent að það umboð hafi hann ekki fengið fyrr en eftir að hinn umdeildi samningur var gerður milli Valdimars og Slátur- félagsins. Báðir aðilar standa mjög fast á máli sinu og mun Valdimar sennilega skipta fyrirtækinu upp, ef ekki tekst að fá hinn aðil- ann til að fallast á samninginn við Sláturfélagið. Starfsmenn verzlunarinnar flykkja sér um þá er halda vilja I rekstur Silla og Valda á verzluninni i Glæsibæ, ef marka má setu þeirra i verzluninni i fyrrakvöld. Eftir að verzlunin lokaði i gærkvöldi var enn setið að samningum, en ef dánarbú Sigurliða fellst á að selja Slátur- félaginu reksturinn hefur það i hyggju að ráða alla fyrrverandi starfsmenn Silla og Valda til sin. Ef samningar takast nú á þá lund verður það fyrsta verk nýja verzlunareigandans. Eins yrði strax tekið til við að telja vörur verzlunarinnar. Þar sem samið var um, að Sláturfélagið tæki við rekstrinum þann 1. nóvember, er þeim mikið i muh að fá verzlunina strax i sinar hendur. Þvi er úrslita i málinu að vænta nú um helgina, hvort sem þá verður hafin vörutalning i verzluninni eða fyrirtækinu skipt upp. —JB Akveðnir að sýna ,,Sœríngamanninn" - *já baksiðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.