Vísir - 02.11.1974, Blaðsíða 10

Vísir - 02.11.1974, Blaðsíða 10
Fœr Russi ekki að keppa í Innsbruck? Alþjóöa skiöasambandiö —FlS — hefur látið að þvi iiggja, að Svisslendingurinn heimsfrægi, Bernard Kussi, fái ekki aö taka þátt i vetrar-ólympiuleikunum I Innsbruck á næsta ári. Það var forseti FIS, Marc Hodler, sem upplýsti þetta á fundi alþjóða óly mpiunefndarinnar I Vinarborg á dögunum. Ástæðan er sú, að Russi sem varð ólympíumeistari i svigi i Sapporo 1972, hefur að sögn Hodier tekið við greiðslu fyrir að keppa á skiðum frá austurrisku fyrirtæki i stað skiða frá fyrirtæki i Sviss. Russi segir, að þetta séu helber ósannindi — hann hafi aðeins valið austurrísku skiðin vegna þess að þau hafi verið betri en önnur. -klp- Stjörnurnar trekkja! Það kemur fólk t\l að horfa á knáttspyrnuna á Spáni þessa dagana a.m.k. á þá leiki þar sem stjörnurnar Irá Vestur- Þýzkalandi. og Hollandi keppa. A leik Real Madrid og Atletico MaÖrid á dögunum komu 120.000 manus en þessi leikur fór fram á velli . Real-Bearnebeau-leik - vanginum f Madrid. Leiknum lauk með 1:0 sigri Real og skoraöi Aguilar þetta eina mark. Breitner og Netzer áttu báðir stórleik með Real i þeim leik. t Barcelona komu 110.000 manns til að sjá heimaliðið FC Barcelona sigra Valencia 5:2. t þeim leik skoraði Cruyff tvö mörk og Neskens eitt. -klp * Er búinn að fú nóg - Jlinn þekkti júgósla vneski . handkpattieiksþjálfari — Vudinic — .sem undanfarin ár hefur þjálfað vestur-þýzka liðiö Gummersbach og hcfur m.a. tvi- .vegis komið með það hingað til lands er- nú búinn að gefast upp á handboltanum. Hapn hefur sagt starfi sinu hjá Gummersbach lausu með þeim orðum, að taugar hans þoli ekki álagið I handboltaleikjum. Hann segist ætla að jafna sig f nokkra mánuði og þá að taka við óþekktu iiöi, sem ekki leiki ofar en i 2. deild i einhverju Evrópuland- anna. En ef það fari eitthvað að spjara sig fram úr hófi ætli hann að hætta um leið. Sovézki fimleikamaöurinn Andrianov háöi gffurlegt einvfgl viö Japanann Kasamatsu á HM f Varna á dögunum — en missti af gullinu f siöustu grein, þegar honum misheppnaöist „lending” af svifrá. A myndinni aö ofan sést sá sovézki á ránni. ■ m ■ mnmtm ■ Þœr keppa í Fœreyjum islenzka kvennalandsliðið i handknattleik ieikur tvo landsleiki I Færeyjum um helgina — fyrstu landsleikir islands og Færeyja á þessum vettvangi. Jafnframt fyrstu landsleikir Færeyinga á heimavelii eftir að þeir urðu sjálfstæðir aöilar aö alþjóðahandknattleikssam- bandinu. Þeir óskuðu eftir þvi, að fyrstu landsleikir þeirra yrðu við isiendinga — og á sunnudag er karla- landsieikur við Færeyinga i Laugardalshöll. islenzka landsliðiö, sem ieikur I Færeyjum, verður þannig skipað. Markverðir Gyða Clfarsdóttir FH og Jónina Kristjánsdóttir KR. Aðrar lcikkonur liðsins: Alda Helgadóttir, Breiða- blik, Arnþrúður Karlsdóttir, Fram, Bergþóra Asmunds- dóttir, Fram, Björg Jóns- dóttir, Val, Hansina Mel- steð KR, Erla Björk Sverrisdóttir, Armanni, Guðbjörg Jónsdóttir, Kefla- vlk, Guðrún Sigurþórsdóttir, Armanni, Hjálmfriður Jóhannsdóttir, KR,~"Hréfna Bjarnadóttir, Val Oddný Sig- steinsdóttir, Fram, Svanhvit Magnúsdóttir, F.H. Farar- stjórar eru Guðmundur Friðrik Sigurðsson og Svana Jörgensdóttir. Þjáifari liös- ins er Sigurbergur Sigsteins- son. Siðar i nóvember mun iandsiiðið leika tvo iandsieiki við Hoiland hér heima og eru það fyrstu landsleikir þjóðanna innbyrðis I kvenna- leikjum. t janúar eru fær- eysku stúlkurnar væntanleg- ar hingað i landsleiki. Siðar árið 1975 er einnig möguieiki á landsleikjum við Noreg og A Kanada — en Kanda heldur Oiympiuleikana 1976. Eru aö undirbúa landslið sin i flestum íþróttum mjög — þar sem Kanada kemst beint i úrslit Þá er vitað, að sum beztu lönd Evrópu i kvennahand- knattleik hyggja á Kanada- ferð til að kynna sér þar aðstæður, og sum þessara landa hafa látið i ljós áhuga á að hafa hér viðkomu með landslið sin og leika með okkur landsleiki. Eru þvi meiri umsvif framundan á sviöi landsleikja kvenna hér en nokkru sinni áður. Fínt kvöld til að skoða stjörnur, Narda. Dásamlegt I Xanadu...rannsóknarstöð Teits töframanns. Litill hvirfilsveipur birtist allt i einu! ' Það er svo spennandi að hugsa sér aðra heima þarna fyrir utan. ■jamiy^kkm: nð'helíiirðú.. Já, aðra heima í kringurp okkur.. © Kini, Fcturei Syndi.-Ji. II Teitur, hvað er þetta SJÁDU! Teitur. einhvers konar orkusveipur.... Nýsaga: LEIOIN TIL X

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.