Vísir - 02.11.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 02.11.1974, Blaðsíða 3
Visir. Laugardagur 2. nóvember 1974. 3 Maðkurinn dafnar vel ó konfektinu Litið undir konfekt- molana, áður en þið stingið þeim upp i ykkur. Þetta er ráð- legging frá manni, sem um i siðustu heigi ætlaði að gæða sér á islenzku konfekti. Þegar hann brá tönnum á einn konfektmolann fann hann fyrir einhverjum tægjum I súkkulaðinu. Til að kanna málið nánar leit hann undir aðra mola i pakkanum og sá þá sér til undrunar, að undir I það minnsta einum þeirra var smá- gerður vefur, og undir öðrum var lltill ormur að athafna sig. Við nánari athugun kom I ljós, að þarna var mölur á feröinni. Hann var I konfektkassa, sem keyptur var f búð einni I vestur- bænum fyrir helgina. I verzlun- inni var sagt, að pakkinn væri nýkominn þangað. Þegar málið var athugað hjá konfektframleiðandanum, kom i ljós, að mölurinn væri senni- lega upprunninn i hveiti, hnetum eða rúslnum, sem kemur hingað erlendis frá. Að sögn vill það til endrum og eins, að mölurinn nái að læða lirfu sinni með I konfektið. Konfektkaupendum skal á það bent, þegar konfekt er keypt, að konfektkassarnir eiga að vera merktir með ártali. A kassanum, sem barst upp I hendur Visis, var ártalið ’73 prentaö á kassann. Að sögn framleiðandans fer konfektframleiðslan mest fram á tímabilinu frá október til nóvember. Nú, þegar ný fram- leiðsla er komin á markaðinn, er kaupmönnum þvi ráölagt að yngja upp birgðir sínar. —JB Athyglisverð hugmynd: NÆUÐ ENDURSKINSMERKJUM I GESTI VEITINGAHUSANNA! Hvers vegna ekki að næla endurskinsmerkjum I yfirhafnir allra þeirra, sem yfirgefa skemmtistaöi borgarinnar um nætur? Þetta er spurning, sem varpað var fram < á félagsfundi Junior Chambers núna nýlega, en þar komu slys á veg- farendum m.a. til tals. Vitnaði höfundur hugmyndar- innar, Alli Rúts, til slyss, sem varð fyrir framan eitt hótelið I borginni fyrir skömmu. Þar var ekið á einn gestanna, er hann var á leið yfir gangbraut 1 myrkrinu. Þykir okkur rétt að koma þessari hugmynd hér á framfæri. Þetta er slysavörn, sem er einföld i framkvæmd og ætti að kosta lltið. Væri ekki ósanngjarnt, að skemmti- staðirnir mættu leggja fimm krónur ofan á aðgangseyrinn og hafa þannig fyrir endurskins- merkjunum, sem svo mætti næla I yfirhafnirnar á meöan þær hanga I fatahenginu. —ÞJM Sœkja fimm um Akranes, en tveir um Hallgrímskirkju? INUK SÝNT UM ÖLL NORÐURLÖND? Fimm prestar höfðu i gærmorgun sótt um Akranesprestakall: Sr. Hreinn Hjartarson, prestur i Kaupmanna- höfn, sr. Sigfús Jón Árnason, prestur i Miklabæ, sr. Árni Sig- urðsson, Blönduósi, sr. Björn Jónsson, Kefla- vik. og sr. Ingólfur Guð- Lónað til 493 íbúða — og fyrirheit um lán til 109 leiguíbúða ! þessum mánuði mun Hús- næðismálastofnun rlkisins veita 234 milijónir króna I lán til 493 ibúöa. Er þar annars vegar um að ræða lán til þeirra, sem lögðu inn umsóknir fyrir 1. febrúar slðast- liðinn og skiluðu fokheldisvott- orðum fyrir 15. mal, en hins vegar til þeirra er sóttu um á sama tima og skiluðu fokheldisvottorðum fyrir 15. ágúst. Hinir fyrrnefndu fá lánið nú eftir 1. nóvember, en hinir eftir 20. nóvember. 1 báðum tilfellum er miðað við að umsókn- irnar hafi verið orðnar fullgildar og lánshæfar fyrir 15. maí og 15. ágúst. Þá hefur stofnunin samþykkt að veita 14 sveitarfélögum lán til smlði 109 leiguíbúða, enda hefðu þau lokið að mestu eða öllu leyti tæknilegum og fjárhagslegum undirbúningi að smiði þeirra. Heildarupphæð þessara lána nemur rétt tæplega 362 milljónum og 400 þúsund krónum. —SH mundsson, lektor. Um Hallgrlmskirkju höfðu sótt þeir sr. Karl Sigurbjörnsson og sr. Kolbeinn Þorleifsson, en eins og fram kom i blaðinu i gær hefur þriðji umsækjandinn, sr. Páll Pálsson, afturkallað umsókn slna. Möguleiki er, að umsækjendum geti fjölgað, þótt umsóknarfrest- ur hafi verið til 1. nóvember, þvl umsóknir póstlagðar áður en fresturinn rann út eru teknar gildar. Einnig var ákveðið i gær, að vegna orðalags auglýsingar- innar skyldi fresturinn ekki renna út fyrr en á miðnætti 1. nóvem- ber. —SH „Svo virðist sem endirinn verði sá, að leikritið INUK verði sýnt á öllum Norðurlöndunum”, sagði Sveinn Einarsson þjóð- leikhússtjóri I viðtali við Visi i gærkvöldi. Verður væntanlega lagt upp i leikförina á miðjum vetri. „Fyrst bárust okkur boð frá Danmörku og Sviþjóð. Þaö var frá Folketeatret i Kaupmanna höfn og Södra Teatret I Stokk- hólmi. Hafnarleikhúsið hefur auk aðalsviðsins minna leik- svið, sem hentar vel þessari sýningu, en I Södrateatret yrði það trúlega sýnt á aðalsviðinu”, sagöi Sveinn. „Tvö fyrrnefnd leikhús höfðu sótt um styrk til Norræna menn- ingarsjóðsins af því fé, sem út- hlutað er til gestaleikja”, hélt leikhússtjóri áfram. „Fengu leikhúsin vilyrði fyrir styrkveit- ingu gegn þvi skilyrði, að ef „Inuk” færi á annað borð af stað til þessara tveggja Norður- landa, færi það einnig til Noregs og Finnlands. Mér er kunnugt um leikhús i báöum þessum löndum, sem hafa áhuga á að taka INUK til sýninga”, sagði Sveinn loks. „Það verður þvi trúlega úr, að leikurinn verði sýndur á öllum Norðurlöndunum áður en yfir lýkur.” Sýningar á þessu verki hafa gengið mjög vel hér á landi og þaö farið viða. Leikendur eru aðeins fimm og sviðsbúnaður er einfaldur. Það er þvi auðvelt að setja sýninguna upp næstum hvar sem vera skal. Þetta hefur óspart verið notað og leikurinn verið fluttur i fjölmörgum skól- um og I öðrum stofnunum, núna siöast fyrir nemendur i æfinga deild Kennaraháskólans, svo dæmi sé nefnt. Svo sem kunnugt er var leikritið samið i hópvinnu með aðstoð Haralds Ölafssonar lektors. Leikstjórn hafði Brynja Benediktsdóttir með höndum, en leikendur auk hennar eru þau Kristbjörg Kjeld og Helga Jóns- dóttir, Þórhallur Sigurðsson og Ketill Larsen. Fór hópurinn til Grænlands i upphafi til að leik- urinn tæki á sig rétta mynd i réttu urr.hverfi — á sögusviðinu. — ÞJM Hér er veriö aö flytja nemendum Menntaskóians viö Hamrahilö leikritiö „INUK”, en leikritiö hefur veriö sýnt I fjöimörgum skólum og öörum stofnunum i Reykjavlk og nágrenni þar sem þess hefur veriö óskaö. Eru sýningar á þessu tiltölulega nýbyrjaöa starfsári þegar orönar liö- lega tíu. —Ljósm. Bragi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.