Vísir - 02.11.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 02.11.1974, Blaðsíða 8
8 Vísir. Laugardagur 2. nóvember 1974. H. G. Albertsson: „Með þeirra eigin vopnum" Svar við grein Sveins Benediktssonar í Vísi 28. október, undir fyrirsögninni „Þvœttingi um sölu loðnumjöls svarað" „Með þéirra eigin vopnum skuluð þér vega þá”, segir ein- hvers staðar. Atgangurinn sýn- ist þó réttlæta, að ljóst sé hver vigamaðurinn er. Vegur hann sem stjórnarformaður Sildar- verksmiðja rikisins? Svarið hlýtur að vera nei. Sem formað- ur Félags isl. fiskimjölsfram- leiðenda? Aftur nei. Eða er það umboðssalinn/útflytjandinn Sveinn Benediktsson, sem mundar brandinn?? — Gegn keppinauti? Sé svo, er þá við- eigandi að bera svo opinberlega kápuna á báðum, eða öllum öxl- um? Undirritaður stendur við fyrri dreifibréf meö sama hætti eins og dreifibréf 12. október. Það leggst litið fyrir kappann aö birta hluta úr skrifum minum, slitnum út úr samhengi og reyna að fá fram rangtúlkun orða minna. 1 tilvitnun I bréf mitt frá 1. marz gleymist að geta raun- hæfra verðhækkana á dönsku mjöli, auk Hamborgar-markað- arins, um 15/20%. Danskt mjöl hækkaði frá miðjum febrúar til ca miðs marz úr ca. $:7.00 upp ica $: 8.00. Ekki er þaö papplrs- markaður, Sveinn, eða hvað? Við tilvitnun I bréf mitt 28. marzsl. er gjört litið úr linuriti, er þvi fylgdi, sem sýndi raun- verulega HÆKKUN mjölverðs frá miðjum febrúar til miðs marz, 1974, úr ‘ca $:6.40 upp i ca $: 8.00 á protein einingu á Hamborgar - markaði. Abend- ingu um þáverandi gangverð á norsku mjöli $: 8.23—8.25 og dönsku mjöli $:8.02—8.13 per einingu, er einnig sleppt að sinna. — Að visu nefnir Sveinn linuritið, þar sem hann segir það „sanna litið um raunveru- legt verð” o.s.frv. Sem sagt, i febrúar/marz var að Sveins á- liti ekkert að marka Hambórg- ar-markaðinn. En um miðjan september virðist gegna öðru máli, þvi þá sér Sveinn ástæðu til að leggja trúnað á tilbúna tölu söluverðs, $:3.80 á einingu, sem Sveinn segir koma frá V.-Þýzkalandi. „Hamborg- ar-markaðurinn”, svo slæmur sem Sveinn segir hann, skráði þó ekki lægri tölu á þeim tima en $:4.12—4.25. Hverjir heldur Sveinn að skapi „Hamborgar- markaðinn”, aðrir en vestur- þýzkir innflytjendur fiskmjöls. Varöandi Pólland veit Sveinn vel, að undirritaður kom hvergi nærri samningaumleitunum við Pólverja. Sveinn segir: „Pól- verjar buðust til að kaupa allt það loðnumjöl, sem tslendingar vildu selja þeim af framleiðslu 1974”. Sveinn veit lika, að við komu Pólverja hér I janúar sl. til umræöna um kaup, buðu þeir verð, sem þá var svo fráleitt, að ALLIR, hver einasti islenzkur fundarmaöur, að Sveini með- töldum, álitu Pólverja frekar fara með grin en alvöru. Nánast sagt þótti boð þeirra þá jaðra viö að vera móðgandi. Þegar salan á $:6.50 fór fram, var það verö undir lægsta verði, sem Perú þá hafði selt fyrir. Fullyrt var, að Perú hefði þá nýverið neitað föstu boði Pól- verja á $:6.80. Vikuna 15.—21. april fór fram sala á Perúmjöli til Póllands á $:417.00 per tonn c. & f„ sem með 64% proteini samsvarar $: 6.52 per einingu proteins. Minar ráðleggingar varðandi Póllandssölu á $: 6.50 þurftu alls ekki að koma til álita. Atvinnu- fyrirtæki (verksmiðja) sem getur ekki fyrirfram treyst á að geta farið beint i rikiskassann ef illa fer, hlýtur I þessum kring- umstæðum að taka þá ákvörð- un, að taka heldur þá áhættu að liggja með meginhluta birgða sinna i von um betri tima held- ur en að selja framleiðsluna svo langt undir kostnaðarveröi, að beinlinis gjöri gjaldþrot óum- flýjanlegt. Annars veit Sveinn, að ég I raun réð framleiðendum til að láta eitthvaö i söluna, þó rétt sé að um litið magn var að ræða. Hér væri kannski ekki úr vegi að benda á, að væri Verö- jöfnunarsjóðnum I raun beitt eins og honum i upphafi mun hafa verið ætlað að virka, mundi aðstaðan sennilega hafa verið önnur I þessu efni. — Væri það ekki verðugt verk, að Verð- lagsráð beitti sér fyrir breyt- ingu hér á? — Að þvi er varðar verðákvörðun hráefnisverös, mun hún án vafa hafa verið mjög verulega byggð á þvi, að allt hlyti að mæla meö, að farið yrði eftir ráðum F.A.O. og Insti- tuto del Mar i Perú um, aö ekki yröi leyfð veiði fyrr en 1. októ- ber, 1974, eða, a.m.k., að ekki yrði leyft að veiða meira en 500 þúsund tonn i marz/april. Að vera álasað fyrir að reyna að nýta hvert hugsanlegt tæki- færi til að hamra heim hiö „skammtaða” verð, þvi skal ég gjarnan taka. Það er rétt, að ég gjörði meira að þvi að draga fram og leggja áherzlu á þau at- riði, sem frekar voru fallin til að veita styrkleika. Það er hins vegar ósatt, eins og að er látið liggja með birtingu slitra úr skrifum minum, að ekki hafi einnig verið bent á þau atriði, er til þess voru fallin að veikja markað okkar. Sveini vil ég benda á bréf mitt frá 24. janúar og einnig frá 15. febrúar, en i báðum þessum bréfum er sagt skýrum orðum, að vænta megi LÆGRA verðs i júnl/septem- ber 1974. En öngvan dreymdi fyrir að svo gæti farið sem fór. Ekki einu sinni Svein. Það sem gjöröi út um verð á fiskmjöli I lok marz/byrjun april sl. var: 1) að Perú sinnti hvorki Itrek- uðum ráöum Instituto del Mar né F.A.O. um að leyfa ekki veiði fyrr en 1. október 1974, né heldur takmarkaða veiði marz/april við 500 þús- und tonn af fiski. 2) Þáverandi útlit um metupp- skeru á korni og soya I U.S.A. 3) Jafnt og þétt kyrkjandi fjár- skortur vegna versnandi efnahagsástands viðast hvar I heiminum. En hvort heldur þú Sveinn, að fiskmjölsverð hefði frekar þá (I lok marz/byrjun april sD gjört að hækka eða lækka, ef Perú hefði sinnt ráðleggingum vis- indamanna sinna og F.A.O.?? Tilefni þessara skrifa eru til- greind i grein I VIsi 19. október sl: Það sem að er fundið er, að ekki var beðið með jafn-stórtæk- ar söluaðgerðir eftir október markaði. Verðið sem slikt er til- gangslaust að rökræða. Hefði einhver i marz/april sl. haldið þvi fram, að einingarverð fisk- proteins ætti eftir að verða jafnt soyaproteini, eða lægra, þá hefði Sveinn Benediktsson á- reiðanlega verið þvi sammála, að slikt væri alls fráleitt. Jafn- vel fjarstæða. Hvað valdið hef- ur, að svo er nú samt komið, er á valdi fárra ef nokkurra að fullskýra. Mestu þar um hefur sennilega valdið samdráttur I efnahagsmálum. — Viðurkennt verðhlutfall milli soyaproteins og fiskproteins hefur svo árum skiptir verið 1:1.8. Ef svo væri nú, væri verð fiskmjöls nær 9.00 dollurum. Hver segir, að þetta geti ekki breytzt aftur, fiskmjöli I hag? Vandséð er, hvers vegna for- maður Félags Isl. fiskimjöls- framleiðenda skuli af slikum ofsa vera messandi sýknt og heilagt opinberlega á móti fisk- mjöli og viðgangi þess. Siendur- tekið draga úr fréttum af upp- gangi þess. Það nægir að vara viö. Með þvi er starfi hans sem sliku fullnægt. Að fara lengra er að fara inn á þau önnur svið starfa, sem að ofan eru nefnd. Það samræmist EKKI að gegna þeim öllum I einu. Aö lokum sýnist, að ekki sé ó- sanngjarnt að spyrja, hvort frekar megi flokka undir „bjartsýni” eða „raunsæi”, hjá Sveini Benediktssyni, aö vænta þess, að loðnuflotinn og verk- smiðjurnar með núverandi til- kostnaði og reksturskostnaöi, geti starfað á komandi loönu- vertið á grundvelli loönumjöls- verðs á dollara 4.50 protein ein- ingu? Reykjavik, 31. okt., 1974 H. G. Albertsson Færeysk peysa i vinn- ing Einn vinninga i skyndihapp- drætti Styrktarfélags Blindra- félagsins er færeysk peysa, sem þarlend kona prjónaði og sendi hingað með beiðni um, að hún yröi á basar til ágóða fyrir blinda. Skyndihappdrættið er einn liða á basarnum, sem hald- inn verður i blindrahúsinu við Hamrahlið i dag kl. 2. Þar er að vanda margt að fá, og að auki verður svo kökusala. Hagnaðurinn af deginum rennur til áhalda I nýja viðbyggingu blindraheimilis- ins. Rússarnir koma 1 byrjun nóvember er von á fimm manna sovézkri sendi- nefnd til landsins á vegum MIR. Mun hún dveljast hér i viku og koma fram á tónleikum og vfðar, en I hópnum eru tveir tón- listarmenn og einn dansari, en auk þeirra eru dósent við blaða- mennskudeild háskólans i Vilnus I Litháen og aðstoðar- deildarstjóri Norðurlanda- deildar. Vináttusambandsins i Moskvu. Minnisvarði um tón- skáld 1 tilefni af 70 ára afmæli sinu gaf Austfirðingafélagið i Reykjavik 30 þús. krónur sem fyrsta framlag til minnisvarða um Inga T. Lárusson, tónskáld, I heimabæ hans, Seyöisfirði. Þórarinn Þórarinsson, fyrrum skólastjóri á Eiðum veitti gjöfinni viðtöku, enhannerfor- maður nefndar um þetta mál. Bróðir hans, Jón, bóndi á Skörðum I Reykjahverfi, hreyfði fyrstur hugmyndinni um minnisvarðann. Þeim, sem A myndinni eru flugbjörgunar- sveitarmenn á æfingu við einn af gömlu bllunum, sem nú eru orðnir slitnir og úr sér gengnir, en úr þvi á að bæta með nýja bílnum. Ætla að kaupa bil og gefa Þær eru búnar að borga 300 þúsund krónur upp i nýjan bil, sem þær ætla að gefa Flug- björgunarsveitinni, en vantar næstum annað eins, sem þær eiga að hafa greitt fyrir ára- mót. Þetta er Kvennadeild Flugbjörgunarsveitarinnar, og til þess að fá upp i það sem á vantar hafa þær kaffisölu og basar á Hótel Loftleiðum á sunnudaginn, og hefst það klukkan 3. Margt góðra muna er á basarnum, og með kaffinu er smurt snittubrauð og heima- bakaðar kökur, eins og hægt er að troða I sig — af hlaðborði. Styrkja sjúkraþjálfara Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra hefur stutt dyggilega við starfsemi félagsins, meðal annars stuðlað að endurhæfingu og lagt fram fé til að launa sjúkraþjálfara. Kvennadeildin heldur basar núna á sunnudaginn, 3. nóvember, i Lindarbæ við Lindargötu, og hefst hann klukkan 2 eftir hádegi. Myndin sýnir nokkuð af þvi, sem á boðstólum er. 'ynr vildu styrkja gerð minnis- varðans, er bent á að hafa sam- band við Þórarin Þórarinsson i sima 21391. Furðulegar yfirfærslur 1 bréfi frá islenzku námsfólki i Óöinsvéum segir, að reglur þær, sem gilda um yfirfærslur til námsfólks, megi teljast næsta furðulegar, þar sem gengiö er út frá ákveðinni Islenzkri krónutölu i stað ákveðinnar upphæðar i gjald- miöli viðkomandi lands. Af þessum sökum hefur námsfólk átt öröugt meö að láta enda ná saman og yfirfærslan hefur ekki dugað til að standa straum af framfærslukstnaði. Atvinnuleysi i Dan- mörku kemur við námsmenn. Námsfólk i óðinsvéum vill benda Islenzkum stjórnvöldum á eftirfarandi: Undanfarið hefur Lánasjóður islenzkra námsmanna veitt lán, sem eru 75-83% af umframfjárþörf. Mis- munarins hefur námsfólk aflað með aukalántöku, vinnu með námi og útivinnu maka, þar sem kostur er. Vegna atvinnu- leysis i Danmörku er sá mögu leiki úr sögunni. Islenzk gengis- felling og 18% ársverðbólga i Danmörku gera ástand náms- manna þar enn alvarlegra. J Stærsta barnabókin á islenzku Risinn og skógardýrin er að hæðinni til liklega stærsta bók, sem gefin hefur verið út á Islandi. Þetta er barnabók um sambýli dýranna og risans i skóginum, prentuð á stif spjöld. Höfundur er Ann de Gale, en þýðandi Loftur Guðmundsson. Myndirnar teiknaði Antonio Lupatelli. ,,Ekki er á bætandi” Borizt hefur bréf frá íslenzk- um námsmönnum I Alaborg, undirritað af Birnu Þórðardótt- ur. Bréfið er svohljóðandi: „Fundur haldinn I Náms- mannaráði SINE i Alaborg fimmtudaginn 24.10 ’74 Iýsir andstyggð sinni á undirskrifta- söfnun þeirri, er fram fer á Is- landi nú undir nafninu „Frjáls menning”, Þykir okkur ekki á bætandi niðurlægingu islenzku þjóðarinnar á þessu ári, þar sem við höfðum undirskrifta- söfnun „Varins lands”, sem að okkar áliti sýnir glöggt áhrif hersetunnar á þjóðina.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.